Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 D 9 HM I FRJALSIÞROTTUM í langstökki með 8,70 en heimsmethafinn varð að sætta sig við þriðja sætið Godina Tímaspursmál hvenær Pedroso stendur við loforð Powells! IVAN Pedroso frá Kúbu, sem sannanlega hefur afrekað lengsta langstökk sögunnar — en ekki fengið það viðurkennt sem heims- met, og fær sjálfsagt ekki — sigraði mjög auðveldlega í langstökk- skeppni HM i Gautaborg á laugardag. Þessi 22 ára Havanabúi stökk 8,70 metra en næst maður 40 sentimetrum styttra. Keppn- in var þvf ekki spennandi og sigur Pedrosos kom ekki á óvart en það var hins vegar óvænt að heimsmethafinn og heimsmeist- arinn frá því í Stuttgart, Bandaríkjarpaðurinn Mike Powell, varð í þriðja sæti. Hann stökk 8,29 og hafði sætt sig við annað sæt- ið, þegar James Beckford frá Jamaíka, stökk einum sentímetra lengra í sjöttu og síðustu tilraun. Aðstæður voru ekki góðar með- an langstökkskeppnin fór fram. Atrennubrautin er reyndar frábær að sögn Skapti keppenda, þeir ná Hallgrímsson miklum hraða á skrifarfrá henni, en vindurinn gerði monnum erf- itt fyrir. Undirritaður rak einmitt augun í að þegar önnur umferð var að byija var mótvindur upp á 1,3 metra á sekúndu, en andartaki síðar, þegar Pedroso stökk í annað sinn, var allt í einu kominn með- vindur upp á 1,6 m/sek. Það nýtti hann sér, stökk 8,70 metra og þar með var keppnin búin. Sumir gerðu sér vonir um að nú fyrst færu hlut- irnir að verða spennandi — þetta hleypti illu blóði í hina — en þvert á móti var öll spenna á bak og burt. Hinir voru töluvert frá því að komast með tærnar þar sem Kúbumaðurinn lenti með hælana í sandgryfjunni. „Það er betra að vera ungur. Við tökum hlutina ekki eins alvar- lega og þeir sem eldri eru,“ sagði Pedroso eftir sigurinn og beindi orðum sínum greinilega til Mikes Powells, sem er orðinn 31 árs. Hann svaraði að bragði með því að segjast alls ekki óhress með bronsið. „Það „mótiverar" fyrir þá vinnu sem framundan ár,“ sagði hann, þess fullviss að vera ekki dauður úr öllum æðum. Pedroso stökk 8,96 m í Sestriere á Italíu í sumar, eins og frægt varð, en metið verður varla viður- kennt úr þessu, vegna „mannsins í bláa jakkanum“ sem stóð fyrir vindmælinum meðan Kúbumaður- inn stökk í töluverðum vindi, þó græjurnar sýndu að varla ætti að bærast hár á höfði nokkurs manns. Pedroso var spurður hvort allt íraf- árið vegna Sestriere-stökksins hefði sett aukna pressu á hann í Gauta- borg, en hann kvað svo ekki vera. „Nei, ég hugsaði alls ekkert um það. Eg vildi bara sigra,“ sagði hann. IVAN Padrosa nartar hér í gullpenlng slnn. Reuter Pedroso var vitaskuld himinlif- andi með sigurinn en hinn tvítugi Beckford sagðist þó heimsins ham- ingjusamasti maður. Auk silfursins í langstökkinu náði hann nefnilega sjötta sæti í þrístökkinu. Sannar- lega glæsilegt afrek. Powell lofar meti... Ivan Pedroso er sá besti í lang- stökkinu um þessar mundir, um það er enginn í vafa. Og Mike Powell segist sannfærður um að Kúbumaðurinn eigi eftir að bæta heimsmetið fljótlega. Lofaði því hreinlega er hann sagði: „Hann hefur burði til að gera það hvenær sem er á láglendi og það þarf ekki einu sinni að ræða það að hann á eftir að gera það í mikilli hæð yfir sjávarmáli.“ Það má því segja að aðeins sé tímaspursmál hvenær Kúbu- maðurinn ungi standi við loforð Powells. Gaman verður að sjá hvað gerist í Zúrich á morgun. Mótshaldarar þar borga vel fyrir heimsmet Gullvika hjá Johnson Michael Johnson er ókrýndur vhlaupakonungur Heims- meistaramótsins í fijálsíþróttum. Þessi Bandaríkjamaður hefur aldrei staðið sig betur á hlaupabrautinni en í síðustu viku. Hann varð sá fyrsti til að sigra í 200 metra og 400 metra hlaupi á sömu leikum og hann kórónaði frammistöðuna með þriðja gullinu þegar hann tryggði banda- rísku sveitinni sigur í 4x400 metra boðhlaupi. Bandaríska sveitin hljóp á 2,57,32 mínútum og er það sjötti besti tími sem náðst hefur í greininni en heims- met Bandaríkjamanna með Johnson í liðinu, 2,54,29, frá HM í Stuttgart 1993 stendur enn. Marion Ramsey og Derek Mills hlupu vel og Butch Reynolds var með um sjö metra for- ystu þegar hann rétti Johnson keflið fyrir síðasta sprett. Það var helst sveit Jamaíka sem ógnaði banda- rísku sveitinni en sigurinn virtist aldrei í hættu og Jamaíka fékk tím- ann 2.59,88. Þjóðveijar voru með í baráttunni um verðlaunasæti en Ní- geríumenn hlupu á 3.03,18 og tryggðu sér þriðja sætið. Kanada stöövaði sigurgöngu Bandaríkjanna Donovon Bailey var stjarna Kanada á Heimsmeistaramótinu í Gauta- borg. Hann sigraði í 100 metra hlaupi þar sem landi hans Bruny Surin var í öðru sæti og á síðasta degi tryggði hann kanadísku sveit- inni sigur í 4x100 metra hlaupi. Til þessa hafa Bandaríkjamenn verið ósigrandi í 4x400 metra hlaupi karla á HM en þeir komust ekki í úrslit að þessu sinni og Kanadamenn fögn- uðu fyrstu gullverðlaununum í boð- hlaupi — sveitin fór á 38,31 sekúnd- um. Bailey, Surin, Robert Esmie og Glenroy Gilbert hlupu fyrir Kanada. Fyrstu tvær skiptingarnar gengu vel fyrir sig en Bailey varð að hægja á sér þegar hann tók við keflinu af Surin. Hann lét það samt ekki slá sig út af laginu og fór á fulla ferð sem gerði vonir Ástralans Damiens Marshs að engu en Ástralir hlupu á 38,50 og ítalir komu á óvart og náðu þriðja sætinu en þeir fengu tím- ann 39,07. stefnir að kúlu- og kringlugulli JOHN Godina frá Bandaríkj- unum, sem varð heimsmeistari í kúluvarpi, komst líka í úrslit í kringlukastinu og varð tíundi í þeirri grein. Að sögn þjálfara hans er stefna Godinas sú að vinna Ólympíugull í háðum greinum — fyrstur síðan landi hans Bud Hauser afrekaði það 1924. „Kringlukast er Qirótt fyrir gamla menn, ekki unga,“ segir Art Venegas, þjálfari. „Eftir því sem John eldist verða möguleikarnir á tvenn- unni meiri því það verður auð- veldara fyrir hann að kasta kringlunni." Klúður hjá bandarísku sveitinni SVEIT Bandaríkjanna hafði sigrað í 4x100 m boðhlaupi í öll fjögur skiptin sem HM hafði farið fram, í Helsinki, Róm, Tókió og Stuttgart, en sveit þeirra komst ekki einu sinni áfram úr riðlakeppninni nú. Önnur skipting misheppn- aðist, Jon Drummond tókst ekki að koma keflinu til nýlið- ans Theodores McCall ogþar með var draumurinn úti. Mauriee Greene hljóp fyrsta sprett á laugardag og Michael Marsh átti að hlaupa þann síð- asta. McCall kom inn í liðið eftir að Dennis Mitchell meiddist í undanrásum 100 m hlaupsins. Hlupu tvisvar á 37,40 sek. HEIMSMETIÐ í 4x100 m boð- hlaupi er 37,40 sek. og hefur sveit Bandaríkjanna tvívegis hlaupið á þeim tíma. Fyrst á Ólympíuleikunum í Barcelona — er Michael Marsh, Leroy Burrell, Denis Mitchell og Carl Lewis skipuðu sveitina og svo ári seinni, á HM í Stuttgart, í undanúrslitum. Þá voru Jon Drummond, Andre Cason, Mitchell og Burrell í sveitinni. Burrell og Mitchell hafa sem sagt verið með í báðum methlaupunum; Bur- rell hljóp annan sprett í Barc- elona og þann síðasta í Stuttg- art en Mitehell þriðja sprett í bæði skipti. MEISTARI Á SÍNU SVIÐI Ljósritunarvélar og faxtæki Styrktaraðili HM í frljálsum íþróttum. Reuter HLAUPTU hvað þú getur! getur Bruny Surin hrópað eftlr að hann var búlnn að koma kefllnu tll Donovan Balley, sem hljóp lokasprettlnn í 4x100 m hlaupinu fyrir Kanada. ill Guttormsson - Fjölval hf. Mörkin t • 128 Reykjavlk • Símar: 581 2788 oo 568 8650 • Bréfsími; 553 5821

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.