Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 10
10 D ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1995 SANDSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ HM í FRJÁLSÍÞRÓTTUM Reuter ISMAEL Klrul frá Kenýa varði tltlllnn í 5.000 m hlaupl — hér kemur hann (t.h.)í mark. Kirui varði titilinn Ísmael Kirui frá Kenýa varði titil- inn í 5.000 m hlaupi karla þeg- ar hann hljóp á 13.16,77 mínút- um. Kirui sigraði í greininni á HM í Stuttgart fyrir tveimur árum og varð þar með yngsti keppandinn til að fagna gullverðlaunum á HM en hann var þá 18 ára og 177 daga gamall. Pilturinn hélt sér í fremstu röð frá byijun á sunnudag, tók foryst- una snemma og keppinautamir áttu ekki svar við frábærum enda- spretti hans síðustu 200 metrana. Reyndar hægði hann á sér á síð- ustu metrunum en það kom ekki að sök hvað öruggan sigur varð- aði. Khalid Boulami frá Morokkó hljóp á 13.17,15 og fékk silfrið en Shem Kororia frá Kenýa sýndi mikið keppnisskap og krækti sér í bronsið á síðustu stundu, hljóp á 13.17,59 mínútum. Worku Bikila frá Eþíópíu fylgdi Kirui sem skugginn nær allt hlaupið en gaf eftir á síðustu 800 metrunum og varð að sætta sig við sjötta sætið. Þýski ólympíu- meistarinn Dieter Baumann hélt í við þá bestu fram í mitt hlaup en gaf síðan eftir og varð í níunda sæti. MORCELI frá Alsír vann auðveidlega. Reuter Kostadinova afturá efsta þrepi STEFKA Kostadinova frá Búlgaríu sigraði í hástökki kvenna á Heimsmeistara- mótinu í Róm fyrir átta árum og setti þá heimsmet sem enn stendur, 2,09 metrar. Þessi 30 ára kona eignaðist sitt fyrsta barn í janúar sem leið, hóf aftur æfingar á fullu í april, tók þátt í keppni í fyrsta sinn á árinu í síðasta mánuði og endurheimti guli- ið í hástökki á HM í fyrra- dag. Kostadinova var sú eina sem fór yfir 2,01 m en Alina Astafei frá Rúmeníu sem varð þýskur ríkisborgari á árinu, stökk yfir 1,99 m og fékk siifrið eins og á Ólymp- iuleikunum í Barcelona 1992. Inga Babakova frá Úkraínu fór yfir sömu hæð en felldi oftar og varð í þriðja sæti einsogáHM 1991. Auðvelt hjá Morceli Eins og við var búist sigraði Noureddine Morceli frá Alsír auðveldlega í 1.500 metra hlaupinu mmmi á sunnudag. Þessi Skapti frábæri heimsmet- Hallgrímsson hafí hefur borið höf- skrifarfrá uð og herðar yfir Gautaborg aðra & hlaupabraut. inni síðustu misseri og gerði engin mistök að þessu sinni. Hljóp á 3.33,73 og fagnaði þriðja heims- meistaratitlinum í röð. Næstur kom Hicham E1 Guerrouj frá Marokkó á 3.35,28 og þriðji varð Venuste Niy- ongabo frá Búrúndí á 3.35,56. Morceli var hreinskilinn og sagð- ist hafa búist við sigri. „Ég og þjálf- ari minn undirbjuggum hlaupið ná- kvæmlega eins og raunin varð — að bíða og koma svo á sprettinum. Og ef ég á að vera hreínskilinn átti ég ekki í neinum vandræðum í úrslitahlaupiriu," sagði hann. „Það var mikill þrýstingur á mér, að koma hingað og ná í gull- ið. Þetta mót er erfiðara en önnur því það er svo mikilvægt að sigra. Það er ægilegt að tapa á heims- meistaramóti,“ sagði Morceli. Hann var spurður hvort það væri ekki á stefnuskránni að bæta heimsmetið í náinni framtíð, og sagðist þessi frái Alsírbúi auðvitað reyna hvað hann gæti. „En ef mér tekst það ekki í ár reyni ég bara aftur á næsta ári. Ég er ekki nema 25 ára og hef því nægan tíma.“ Morceli sagði ekki ijóst hvort hann hlypi 5.000 metrana það sem eftir væri keppnistímabilsins, en á morgun yrði hann með í míluhlaup- inu í Z“urich. Torfæru- meistarinn vann tvöfatt Einar Gunnlaugsson vann tvo flokka í íslandsmótinu í sand- spyrnu á Akureyri á laugardag- inn. Hann er núverandi Islands- meistari ítorfæru og lagði Gísla G. Jónsson að velli í úr- slitum íflokki útbúinna, en Gisli er fyrstur til meistara ítorfæru. var óneitanlega sætt að vinna Gísla í úrslitum, þar sem hann er á góðri leið með að hirða af mér titilinn í torfærunni. Ég er hinsvegar að verða öruggur með titilinn í sand- spymu og ætla að salta Gísla í síð- ustu sandspymu keppninni, sem verður í september. Svo mun ég að sjálfsögðu stríða honum í síðasta torfæmmótinu líka“, sagði Einar glaðhlakkalega í samtali við Morgun- blaðið. „Ég endursmíðaði jeppann í vetur í raun og veru til að ná árangri í sandspymunni, fékk öfluga vél, sem skilar nú um 900 hestöflum með nítró búnaði. Svo gat ég ekki annað en mætt í torfæruna líka. Sandspyrnan er mun einfaldari, en veitir mikla spennu og maður finnur orku vélar- innar beint í æð í nokkrar sekúndur". Einar mætti Gísla í tveimur úr- slitaspyrnum, og vann fyrri spyrnuna nokkuð öragglega. „í seinni spyrn- unni komst Gísli fyrr af stað, var fljótari á ljósunum að æða af stað. Ég náði honum svo í miðri braut og seig framúr. Ég var bara með aftur- drifíð tengt og krafturinn vart svo mikill að framhjólin rétt snertu jörð- ina, þannig að égþurfti að stilla jepp- anum vel upp í rásmarkinu til að svífa beint beint í gegnum endamark- ið. Framhjólin rétt tylltu niður. Ég spólaði alla brautina og það var mik- il útrás að stíga gjöfina í botn og halda sér í stýrið. Þetta er óviðjafn- anleg útrás. Eg held ég verði í sand- spymu næstu árin, smíði jafnvel spyrnugrind sérstaklega fyrir sand- spymu“, sagði Einar. Hann vann einnig Allt flokkinn svokallaða, sem var fyrir öll keppnistæki. í mótor- hjólaflokki vann Karl Gunnlaugsson heimamanninn Finn Aðalbjömsson í úrslitum, eftir akuaspymu. Einar Birgisson vann Bjama Hjaltalín í flokki fólksbíla, Gunnar Guðmunds- son varð fyrstur i flokki jeppa. Lagði Kristján Hreinsson að velli í úrslitum. í opnum flokki vann Bogi Amarsson Ásmund Stefánsson í úrsiitum. Brautin var ekki góð og í upphafi keppninnar féll mótorhjólaökumaður harkalega af hjóli sínum. Rotaðist hann í slæmu falli, en slapp með skrekkinn, þó hann væri fluttur á sjúkrahús. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson EINAR Gunnlaugusson var ánægður með sigurinn í sand- spyrnunn! og er líkllegur til að hreppa meistaratitlllnn eftir slgur á Akureyri á laugardaginn. KAPPAKSTUR Mikilvægur sigur Hill ^retinn Damon Hill vann mikil- Gunnlaug Rögnvaldsson skrifar vægan sigur í ungverska Form- ula 1 kappakstrinum á sunnudaginn. Hann kom fyrstur í mark á Williams Re- nault bíl sínum, en félagi hans hjá Will- iams, landi hans David Coulthard varð annar. Hill leiddi 305 km langa keppnina frá fyrsta metra, en helsti keppinautur hans um heimsmeistaratitilinn, Þjóð- veijinn Michael Schumacher Benet- ton féll úr leik á lokasprettinum. Saxaði Hill því verulega á forskot Schumacher, sem hefur 56 stig , en Hill 45. Sjö mót eru enn eftir og staða Hill vænkaðist því verulega, en ólán elti hann í tveimur síðustu mótum. í því fyrra ók hann á Schumacher, en í því síðara varð bilun í drifbúnaði, sem olli útafakstri, strax í byrjun keppni. En engan bilbug var að finn á Hill í Ungveijalandi. Hann náði besta tíma í tímatökum fyrir keppni, Coulthard var næstur og Schumacher þriðji. Coulthard gat því skýlt Hill í byijun keppninnar, á meðan hann ók hratt og vel. Náði Hill fljótlega 15 sekúndna forskoti. Schumacher skaust síðan framúr Coulthard í 12 hring af 70, þegar honum varð á í messunni í krappri beygju. Oft hefur Benetton unnið á kænsku í undirbún- ingi fyrir mótin, þar sem skipulag ' hefur reynst betra í keppni. Hefur hraði viðgerðarmanna við dekkja- skiptingu og eldsneytis áfylling geng- ið hratt og vel fyrir sig. Nokkrir sigr- ar hafa unnist á snarræði og útsjónar- semi Benetton liðsins. En í Ungveija- landi sló Williams liðið öllum við. Hill leiddi alla keppnina og tapaði aldrei forystunni, þó hann færi þrí- vegis á viðgerðarsvæðið. Náði Hill einnig besta brautartíma í keppninni. Schumacher féll síðan úr leik þegar þrír hringir vora eftir, eftir að hafa elt Hill allan tímann. Kviknaði í vélar- sal bílsins, eftir vélræna bilun, en fljótlega var slökkt í honum. Sár vora endalokin hjá Brasilíumanninum Ru- bens Barrichello, sem rann í enda- mark eftir síðustu beygjuna. Skutust ijórir keppendur i einni kös framúr honum á síðustu metrunum, náði Austurríkismaðurinn Gerhard Berger á Ferrari þannig þriðja sæti af Barric- hello. Jhonny Herbert varð fjórði og Heinz Harald Frentzen fimmti á Sau- ber.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.