Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.08.1995, Blaðsíða 12
12 D ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚS'I’ 1995 MORGUNBLAÐIÐ STORMOT SUNNLENSKRA HESTAMANNA Geysissigur á síðustu stundu RIGNING hefur til þessa verið óhjákvæmilegur fylgifiskur stór- móts sunnlenskra hestamanna og á þvívar engin breyting um helgina þegar mótið var haldið á Gaddstaðaflötum. Þótt oft hafi rignt á þessum mótum má ætla að sjaldan hafi það verið í jafn ríkum mæli og nú og fóru öll úrslit gæðingakeppninnar fram í úrhelli. Valdimar Kristinsson skrifar ótið hófst á laugardag með forkeppni en endaði um kvöldið með úrslitum í opinni tölt- keppni þar sem Sigurbjörn Bárðar- son og Oddur frá Blönduósi sigruðu örugglega. í A-flokki gæðinga seiglaðist Kristinn Guðnason upp í fyrsta sætið á Hjalta frá Hala, upp fyrir Funa frá Hvítárholti og Trausta Þór sem urðu að gera sér annað sætið að góðu. í B-flokki hélt stóðhesturinn Boði frá Gerðum sínu fyrsta sæti en Ernir frá Eyrar- bakka og knapinn Skúli Steinsson unnu sig upp úr fjórða sæti í annað sæti. í unglingaflokki var Elvar Þor- marsson á Sindra frá Svanavatni með örugga forystu eftir forkeppni og hélt hann henni út keppnina. Sömuleiðis var Hrund Albertsdóttir á Tappa frá Selfossi ekki í vandræð- um með sigurinn í barnaflokki þótt keppnin væri jafnari þar. Parakeppni hefur verið stunduð á stórmótum um árabil þar sem hvert þeirra sjö félaga sem standa að mótinu senda hvert sitt parið. Að þessu sinni sigraði parið frá Ljúfi, þau Helgi Gíslason á Dropa og Berglind Sveinsdóttir á Molda, en næst kom Geysisparið, þau Kristín Þórðardóttir á Glanna og Elvar Þormarsson á Sindra, og í þriðja sæti urðu þær Elín og Bryn- hildur Magnúsdætur á Sleipni á Riddara og Tígli. Hestamannafélagið Geysir bar sigurorð í stigakeppni félaganna sem var hnífjöfn og spennandi fram á síðustu stundu. Tryggði Kristinn í Skarði Hjalta frá Hala sigurinn á Blautur B flokkur Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ÖRN og Boðí með verðlaunin, næstir eru Skúli og Ernir, Eiríkur og Mozart, Hjördís og Spaði og Guðmundur og Grettir, með þeim á myndinni er verðlaunagyðjan Margrét Magnúsdóttir. síðustu stundu með sigri þeirra í A-flokknum. Hlaut Geysir 48 stig en næst kom Ljúfur í Hveragerði með 47 stig og Sleipnir á Selfossi í þriðja sæti með 46 stig. í keppni þessari eru gefin stig fyrir tíu efstu sætin og getur röð félaganna því breyst allt fram á síðustu stundu þar sem röð í úrslitum er breytan- leg. ■ Úrsiit / C15 Er stökkið að vakna til lífsins? Efstu hrossin góðen heildar- útkoma slæm ÞÓTT efstu hrossin væru jöfn og góð voru ráðunautarnir og dómararnir Jón Vilmundarson og Þorkell Bjarnason ekki alls- kostar ánægðir með heild- arútkomu héraðssýningarinn- ar á Gaddstaðaflötum um helgina. Talaði Þorkell um stórtruntumót þegar hann lýsti dómum og fannst honum orðið tímabært að fara að skera niður eitthvað af þessu hrossadóti sem lakast er. Af fulldæmdum hrossum fengu aðeins 40% yfir gömlu ætt- bókarmörkum sem þykir léleg útkoma en hefur verið allt að 60 til 70% á síðustu árum. Stóðhestar voru ekki fyrirferð- armiklir á þessari síðsumar- sýningu frekar en venjulega enda þeir flestir í öðrum málum á þess- ggggmm um árstíma. Tveir Vaidimar fengu fullnaðardóm, Kristinsson emn fjogurra vetra skrifar og hinn sex vetra, Magni frá Búlandi sem hlaut fyrstu verðlaun, 8,01. Er hann með ailar einkunnir í átta og þar yfir nema fótagerð og rétt- leika. Sá yngri, Goði frá Prest- bakka, var rétt yfír ættbókar- mörkum, prýðilega gerður hestur en á eftir að sanna sig betur hvað hæfíleika varðar. Efstu hryssurnar i fimm og sex vetra flokkum voru býsna góðar en aðeins tvær hryssur hlutu Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson MAGNI frá Búlandi hlaut nú yflr átta í einkunn sem þyklr nauðsynieg vegtylla fyrir alla stóðhesta elgi þeir að ná vin- sældum og notkun, knapi er Þorvaldur Ágústsson. fullnaðardóm í fjögurra vetra flokki og náði hvorug ættbókar- mörkum. Fjórar í eldri flokknum náðu yfir átta en ein fimm vetra hryssa var yfir þeim mörkum. Klárhryssurnar voru nokkuð áberandi eins og verið hefur und- anfarið en einnig mátti sjá þokka- lega skeiðspretti þótt ekki færu mörg hross yfír átta fyrir skeið. Athygli vekur að efstu hryssurnar í eldri flokknum fá yfir átta fyrir bæði byggingu og hæfileika sem þykir styrkur. Um ástæður þessarar löku út- komu sögðu ráðunautarnir að vissulega hefðu aðstæður ekki verið upp á það allra bésta, bæði veður slæmt suma dagana og völl- urinn ekki í sem bestu ásigkomu- lagi. Jón nefndi einnig að líkleg skýring gæti verið sú að mörg hrossanna sem nú komu fram hafí átt að koma fram á sýningum í vor en ekki verið nógu góð þá og bætt lítið við sig eða ekkert og fengið slæma útreið í dómnum nú. A yfirlitssýningu á laugardag var veður hins vegar skaplegt enda bættu mörg hrossanna sig í ein- kunn fyrir hæfileika. ÞAU undur og stórmerki gerð- ust á stórmóti sunnlenskra hestamanna að til leiks voru skráðir tólf hestar í stökkið sem skiptust i þijá riðla, eitt- hvað sem ekki hefur einu sinni gerst á stærri mótum síðustu árin. Ekki er gott að segja um hvort þetta séu teikn um end- urreisn stökksins en jákvætt eigi að síður. Þijá af þessum hestum átti sá mikli kapp- reiðaáhugamaður Guðni í Skarði og röðuðu þeir sér í efstu sætin og fóru verðlaunin nú sem oft áður að Skarði. En það gerðust líka tíðindi í skeið- inu því Snarfari Sigurbjörns Bárðarsonar hafnaði í þriðja sæti í 150 metra skeiði en það er eitthvað sem ekki gerist á hveijum degi. Á klárinn að baki afar litríkan og árangurs- ríkan feril enda eru þeir mjög teknískir saman, hann og Sig- urbjörn, og vanari fyrsta sæt- inu. Sigurbjörn gaf sig hins vegar ekki í 250 metrunum þar sem hann sigraði á hryssu sinni, Ósk frá Litladal, á mjög góðum tíma. Fjórir voru skráð- ir í brokkið, tveir skiluðu tima sem var svona þokkalegur. Knapinn á Nara sem sigraði var Bjarni Bjarnason en þeir sigruðu sem kunnugt er í góð- hestareið á Murneyri á dögun- um og var sagt í frétt í Morgun- blaðinu að hann væri ellefu ára sem ekki er rétt því hann er aðeins niu ára gamall. Hápunktur kappreiðanna var að sjálfsögðu skeiðmeistara- keppnin þar sem fjórir efstu í 150 metrunum keppa um titil- inn þar sem farnir eru fjórir sprettir og skipst á hestum í hveijum þeirra. Skeiðmeistara- keppnin getur verið mjög spennandi á að horfa en til þess að svo sé þarf þulur að vera vel vakandi yfir þvi sem er að gerast bæði fyrir og eftir spretti og miðla til áhorfenda. Þetta brást því miður og fór því spennan fyrir ofan garð og neðan að þessu sinni. Sigur- bjöm Bárðarson sigraði að þessu sinni, var hann með þijá af fjórum sprettum gilda og í fyrsta sæti í tveimur þeirra en í öðm sæti í einum spretti. Næstur kom Þórður Þorgeirs- son með 12 stig, Bjami Þorkels- son var með sjö stig og Auðunn Kristjánssou með fjögur. Morgunblaðið/Valdimar Ki'istinsBon SKEIÐMEISTARINN Slgurbjörn meö vekringana fjóra sem knaparnlr fjórlr lögðu tll skiptls meö mlsjöfnum árangrl elns og gengur. Snarfarl lengst til vlnstri kom best út, bæöl öruggastur og fljótastur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.