Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST1995 B BLAD Enn heimtist lax illa úr hafbeitinni ENDURHEIMTUR á laxi í hafbeitarstöðvar landsins hafa almennt verið slak- ar í sumar. Áberandi er hvað lítið hefur skilað sér af stærri laxinum, það er laxi sem verið hefur tvö ár í sjó, að sögn Árna ísakssonar veiðimálastjóra. Lax er enn að ganga en mjög hefur dregið úr göngunum í ágúst. 3 Tíðóhöppmeð smábáta Markaðsmá! 6 Breyttar áherslur í Perú Heimtur hafa verið dræmar hjá stærstu hafbeitarstöðinni, Silfurlaxi í Hraunsfirði á Snæfellsnesi, að sögn Júlíusar Birgis Kristinssonar fram- kvæmdastjóra. Hann vill þó ekki greina frá endurheimtuhlutfalli fyrr en endanlegar niðurstöður liggja fyrir. í Hraunsfirði hefur verið sleppt 2-3 milljónum seiða á ári undanfarin ár og heimtur verið fremur lélegar síð- ustu árin. Júlíus Birgir segir mikla áherslu lagða á rannsóknir hjá fyrir- tækinu og nú yrði farið yfir það hvað hægt væri að gera til að bæta heimt- urnar. Svipaða sögu er að segja af endur- heimtum í Lárós á Snæfellsnesi. Óðinn Sigþórsson er með stöðina á leigu og sleppti 380 þúsund seiðum á síðasta ári og 600 þúsundum í ár. Hann seg- ist sjá fram á slakt sumar, eða rúm- lega 2% endurheimtur. Lítið af fiski hefur skilað sér í Vogavík á Vatns- leysuströnd. Best í Kollafirði Bestu endurheimturnar eru í Laxeld- isstöðinni í Kollafirði. Þar er sleppt 200 þúsund seiðum á ári og eru endur- heimtur komnar í 3,2% og eitthvað á eftir að bætast við. Ólafur Ásmunds- son, stöðvarstjóri, segir að tveggja ára laxinn hafi ekki skilað sér að þessu sinni. Styrjan að deyja út í Kaspíahafi MIKIL sókn í styijuna í Kaspíahafi gæti orðið „lokaþátturinn í harmsögu þessa verðmæta fisks“ segir í nýrri skýrslu frá rússneskum vísindamönn- um. í Kaspíahafi er að finna 90% allrar styrju og þar er því í raun um að ræða síðasta vígi hennar á jörðinni. Meðan Sovétríkin voru við lýði var góð stjórn á veiðunum eins og sýnir sig í því, að aflinn fór úr 3.400 tonnum 1944 í 10.000 tonn 1960 og eftir 1970 var hann á bilinu 20 til 23.000 tonn árlega í 15 ár. Nú hefur aflinn hins vegar hrapað í 2.940 tonn og er ástæð- an sú, að ríkin við Kaspíahaf, sem risu upp á rústum Sovétríkjanna, hafa lítið samstarf sín í milli um sóknina, sem er allt of mikil. Mengaður kavíar Vladímír Lúkjanenko, forstöðumaður vatnalíffræðideildar rússnesku vísinda- akademíunnar, spáir því, að styijuaflinn í Kaspíahafi verði ekki nema 1.000 til 1.500 tonn á ári næstu tvö árin og hann segist óttast, að styijan hverfi alveg á næstu sjö árum. Hún er nú horfin að mestu úr ýmsum ám, sem renna í Kaspíahaf. Það er ekki aðeins sóknin, sem er að drepa styijuna, heldur mengunin líka. Hún veldur alls konar sjúkdómum í fiskinum og hlutfall þess kavíars, sem er óneysluhæft af þeim sökum, vex stöð- ugt....................... SÁ STÓRIOG SÁ LITLI Morgunblaðið/Guðlaugur Albertseon PISKURINN í Smugunni er misjafn. Þótt þorskurinn hafí verið frek- ar smár að undauförnu getur hann verið fallegur og góður til söltun- ar. Skipverjarnir á Klakki frá Grundarfírði, Guðmundur Snorrason og Guðmundur Þorrason, er hér með þann stóra og þann litla. ■ Við störf í Smugunni/5 Fréttir Markaðir Líkur á skreið- arsölu til Italíu • BJARTSÝNI ríkir meðal skreiðarframleiðenda norð- anlands um að gott verð fáist fyrir skreið í ár, en framleiðsla og útflutningur á skreið hefur farið minnk- andi undanfarin misseri. Ekki hafa verið gerðir samningar í þessum efnum en farið hafa fram viðræð- ur við ítalska aðila./2 Grásleppa á fiskmörkuðum • MARKAÐUR hefur skap- ast fyrir grásleppu á fisk- mörkuðunum. Netabátar sem áður hentu allri grá- sleppu sem kom í netin nýta sér þetta i auknum mæli og hafa 52 tonn verið seld á Fiskmarkaði Suðurnesja á þessu ári á móti 2 tonnum á því síðasta./2 Átök hjá smá- bátasjómönnum • ÚTLIT er fyrir að til uppgjörs komi milli fylk- inga smábátaeigenda á að- alfundi í haust þegar flutt verður tillaga um aflatopp smábáta í stað núverandi kerfis./2 Botnfiskafli 5 þúsund t minni • BOTNFISKAFLINN var 43 þúsund tonn í júlimán- uði, tæpum 5 þúsund tonn- um minni en í júlí á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgða- tölum Fiskistofu. Togararn- ir fengu liðlega 24 þúsund tonn í mánuðinum, afli þeirra hefur minnkað um 5.300 tonn eða um 18% frá júli á síðasta ári. Bátaflotinn veiddi 10.600 tonn sem er 1% samdráttur frá því í fyrra. Hins vegar var afli smábátanna 8.200 tonn sem er 650 tonnum eða 9% meira en í sama mánuði í fyrra. Botnfiskaflinn í júlí 1994 og 1995 þús.tonn 30 -sb--------- Togarar 25 ' 20 15 10 5 Bátar Smá- — bátar Þaral króka- bátar 94 ’95 ’94 '95 '94 ’95 Þriðjungi minni þorskafli Að störfum í Smugunni • HÁTT í 50 íslensk skip eru nú gerð út til veiða í Smugunni í Barentshafi. Lætur nærri að 1.000 sj menn séu þar að störfum. Ekki eru þó allar ferðir til fjár./5 Þorskurinn enn í gjörgæslu • LITLAR líkur eru á að mögulegt verði að auka sókn í þorskstofnana í Norður-Atlantshafi á næsta ári. Víða eru þó að koma fram vísbendingar um betri nýliðun og stækkun þess- arra mikilvægu fiski- stofna./8 Forstöðumaður útflutnings • GUÐMUNDUR Þor- björnsson hefur verið ráð- inn forstöðumaður útfíutn- ingsdeildar Eimskips frá næstu mánaðarmótum./8 Botnfiskaflinn í sept. - júlí þrjú fiskveiðiár þús. tonn • ÞORSKAFLINN það sem af er fiskveiðiárinu, þ.e. frá 1. september til júlíloka, var þriðjungi minni en á sama tímabili fyrir tveimur árum, samkvæmt Útvegs- tölum Ægis. Skipting aflans milli einstakra flokka fiski- skipa hefur breyst verulega frá fiskveiðiárinu 1992-3, eins o g sést á meðfylgjandi mynd. Þannig hefur afli togara minnkað um 36 þús- und tonn eða 44% og báta um 40 þúsund tonn sem er 39% samdráttur. Hins veg- ar hefurjdli smábáta aukist um 4.600 tonn eða 13% á þessum tveimur árum./6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.