Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skreiðarverkendur bjart- sýnir um sölu til Italíu BJARTSYNI ríkir meðal skreiðar- framleiðenda norðanlands um að gott verð fáist fyrir skreið í ár, en framleiðsla og útflutningur á skreið hefur farið minnkandi undanfarin misseri. Ekki hafa verið gerðir samningar í þessum efnum en farið hafa fram viðræður við ítalska aðila. Vongóðir um viðundandi verð 3% sölu- aukning hjá FS VERULEG aukning varð í sölu Fiskmarkaðar Suðumesja í júlí. 45% meira fór þar í gegn af fiski og verðmætin jukust enn meira eða um 63%. Salan hefur aukist um 3%, bæði að magni og verðmætum, fyrstu sjö mán- uði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Mest hefur verið selt af þorski á Fiskmarkaði Suður- nesja á þessu ári, eins og áður, 5.287 tonn. Er það 22% minna en á síðasta ári. Þorskverð er hærra en í fyrra. Á þessu ári hefur þorskkílóið farið á 95,92 kr. að meðaltali en seldist á 93,74 kr. í fyrra. 52 tonn af grásleppu Aukning í ýmsum öðrum teg- undum vegur upp samdrátt í þorski og öðrum hefðbundnum tegundum. „Það er fleira matur en feitt kjöt,“ segir Ólafur Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðarins. Hann segir að markaður sé að skapast fyr- ir ýmsar fisktegundir sem áður hafi verið hent í sjóinn. Nefnir sem dæmi löngu, skötusel, langlúru, stórkjöftu, sandkola, skrápflúru og tindaskötu. Hann segir að það sé óvinn- andi vegur fyrir fiskverkendur að eltast við þessar tegundir út um allar jarðir. Fiskmarkað- imir séu orðnir söfnunarstöð fyrir þær. Það leiði til þess að verkendur fari að leita að mörk- uðum, verðið hækki og fleiri fari að koma með fisk. Þannig hafi þróunin verið með ýmsar tegundir sem áður var hent í sjóinn. Ólafur tekur dæmi. Netabát- ar hafi áður hent allri grásleppu sem kom í netin. Það hafi gerst á þessu ári að grásleppuhrogna- verkandi hafi sóst eftir allri grásleppu og það hafi orðið til þess að 52 tonn komu á mark- aðinn í ár á móti 2 tonnum á síðasta ári. Ekki hefur verið verkað teljandi magn af skreið hér á landi í fimm ár og með minnkandi kvóta hefur fiskur síður verið nýttur í þesshátt- ar verkun. Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík hélt nýlega fund með skreiðarfram- leiðendum á Norðurlandi og sagði Ásgeir Amgrímsson, framkvæmda- stjóri, að menn hafi þar verið að leggja línurnar fyrir útflutning í • Vestmannaeyjum - Færeysk- ir Hnu- og handfærabátar hafa verið drjúgir við að landa á Fisk- markaðinn í Eyium á þessu ári. haust. Hann sagði að margir fram- leiðendur færu brátt að pakka skreið, þrátt fyrir að enn hafi engir endanlegir samningar verið gerðir. Þeir hafi þó átt í viðræðum við ítalska aðila og litist mjög vel á þær verðhugmyndir sem Italirnir vom með. Ásgeir sagði þær verðhugmyndir byggðar á söluverði norskra skreið- arframleiðenda frá því á síðasta ári Alls hafa þeir landað um 780 tonnum á árinu í 33 Iöndunum. Myndin var tekin þegar hand- færabáturinn Grunningur FD en mikil framleiðsla hafi verið í Noregi í fyrra. Hann taldi líklegt að það verð muni halda, því hráefn- isverð Norðmanna hafi hækkað um 15% frá því í fyrra og þeir sætti sig þess vegna ekki við lægra verð en á síðasta ári. Skýrist á næstunni Að sögn Ásgeirs skýrast þessi mál væntanlega á næstu dögum eða vikum en sagði mjög erfitt að eiga við ítalina núna vegna sumarfría og mörg fyrirtæki þar lokuð. Menn væru hinsvegar bjartsýnir, því að skreiðarverkunin hafi tekist vel og framleiðendur með góða afurð í höndunum. 720, frá Runavik, landaði tæp- legá 40 tonnum, mest ufsa. Afl- ann fékk Grunningur á 5 dögum en 8 karlar eru á bátnum. 1 |i k fe Éjjjfe ''W$ ^ _ • ‘ , » •-' ; •- 1. ■ Færeyingar landa Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Fimm brauð og tveir fiskar LÍKLEGT er að uppgjör verði milli mismunandi sjónarmiða í Landssam- handi smábátaeigenda á aðalfundi um miðjan október. Garðar Björg- vinsson úr Hveragerði er að afla stuðnings við tillögu sína um jöfnun aflaheimilda milli báta eftir stærð og segist ætla að flytja hana á aðal- fundinum. Arthur Bogason, formað- ur Landssambandsins, segir að aldr- ei geti náðst sátt um lausn á grund- velli tillögu Garðars og hún hafi ekki fengið undirtektir hjá smábáta- eigendum. Garðar Björgvinsson segist hafa rætt við smábátasjómenn úti um allt land og menn virðist almennt sammála því að tillaga hans um afla- topp sé heilbrigðasta leiðin. Hann segist nú vera að skrifa formönnum félaga smábátaeigenda og biðja þá um að funda um málið og síðan yrðu greidd atkvæði um málið á aðaifund- inum í haust. Telur hann víst að til- laga sín verði samþykkt. „Verðlaunaðir fyrir siðferðisbrot" Tillagan gerir ráð fyrir að allir bátar að 12 tonnum verði settir inn í krókakerfi og þeir sem nú hafa kvóta og þorskaflafiámark skili inn 'kvótanum. Síðan verði settur afla- toppur á aila bátana þanntg að hver bátur fái að veiða 10 tonn fyrir hvert stærðartonn, þó að hámarki 60 tonn á bát. Þannig fengju 4 tonna bátar að veiða 40 tonn. Telur hann að heildarveiði bátanna yrði yrði 35-40 þúsund tonn. Með þessu myndi kvótinn jafnast milli manna. „Það þarf að koma á einfaldri reglu sem sátt getur náðst um. Kerfið hefur verðlaunað þá sem spilað hafa á krókakerfið, til dæmis með því að róa með tvöfalda línu og tvær áhafnir og þá sem hafa mælt niður bátana. Það er verið að verðlauna þá fyrir siðferðisbrot. Og þessa menn vill Arthur Bogason passa,“ segir Garðar. „Eg hef ekki orðið var við að Garðar Björgvinsson hafi fylgi við Utlit er fyrir að til upp- gjörs komi milli fylkinga smábátaeigenda á aðal- fundi í haust þegar flutt verður tillaga um afla- topp smábáta í stað núverandi kerfis. Helgi Bjarnason ræddi við talsmenn andstæðra sjónarmiða. þessa tillögu," segir Arthur Boga- son, formaður Landssambands smá- bátaeigenda. Óútfærö tillaga Arthur bendir á að tillagan hafi hvorki fengið undirtektir í stjórn né á aðalfundi. „Enda hefur tillagan ekkert verið útfærð. Þetta er með slíkum endemum að ég sé ekki ástæðu til að ansa þessum skrifum," segir Arthur. Telur hann að aldrei geti náðst sátt um að skipta 30 þús- und tonna afla milli báta sem nú veiða 70-80 þúsund tonn. „Það þarf mjög mikla trú til að þetta gangi upp, að að fimm brauð og tveir fisk- ar dugi til að metta þúsundir." Varðandi mismunandi hagsmuni Spá verð- hækkun a mjoli • VEIÐAR á ansjósu og sard- ínu við Perú voru stöðvaðar um miðjan júlí en þá var kvót- inn á þessu fiskveiðaári, frá 30. sept.tii 1. okt., búinn. Var hann alls niu milljónir tonna eða tveimur milljónum tonna minni en á síðasta ári. Vegna þessa hefur mjöl frá Suður- Ameríku hækkað mikið eða um allt að 40%. Norskir laxeldismenn hafa miklar áliyggjur af þessari þróun en þeir hafa keypt allmikið af mjöli frá Chiie. Þar að auki er eftirspiu-n eftir mjöl vaxandi víða, til dæmis í Austur-Asíu,*eins og sést á þvi, að Japanir tvöföld- uðu mjölkaup sín á fyrra helmingi ársins þegar þau voru 220.000 tonn á mótí 110.000 tonnum í fyrra. Þetta ástand hefur þegar valdið nokkurri verðhækkun á mjöli til norskra laxeld- isstöðva og almennt er búist við, að það muni hækka meira með haustínu. Vegna hækkunarinnar í Chile hafa norsku laxeldistnennirnir reynt að beina kaupunum að norsku rryöli en gailinn er bara sá, að eftirspurnin ínn- anlands er miklu meiri en framleiðslan. Hvalveiðar á ný við Tonga • RÍKISSTJÓRNIN í Tonga, sem er eyjaklasi í Suður- Kyrrahafi, ihugar að taka aftur upp hvalveiðar innan efnahagslögsögu eyjanna. Er stefnt að því að veiða 50 hnúfubaki, 200 búrhvali og 100 hrefnur. Það er Tongamaður, sem búsettur er á Japan, sem hvatt hefur tíl veiðanna en sagt er, að Japanir vijji borga meira en 12.000 kr. fyrm kg af hval- kjötí. Tonga á ekki aðild að Alþjóðahvaiveiðiráóinu. Full- trúi umhverfisverndaráætl- unar Suður-Kyrrahafssvæð- isins hefur miklar efasemdir um þessa áætlun og bemlir á, að liingað tíl hafi búrhvals- kjötið ekki verið eftírsótt og hann segist ekki viss um, að nokkra hrefnu sé að finna á þessum slóðum. félaga innan Landssambandsins eft- ir að mönnum var gert að velja milli bann- og sóknardaga og þorskafla- hámarks segir Arthur það ekkert nýtt að hagsmunir vegist á. „Það er oft búið að spá klofningi í okkar röðum. En þegar upp er staðið sjá menn að það er miklu fleira sem sameinar smábátaeigendur en sundrar þeim og menn hafa því leyst sín mál,“ segir hann. Hann segir að þótt almenn óánægja sé með ýmislegt í smábáta- lögunum og reglugerð þá sé hópur manna bærilega sáttur og þar séu bæði menn sem valið hafa þorskafla- hámark og róðrardaga. Þeir sem lendi á milli vita og geti í hvorugu kerfinu verið séu óánægðastir. En áfram verði unnið að því að fá hlut- ina lagfærða. Til Daviðs og grænfriðunga Garðar segir að þegar hann hafi fengið tillögu sína samþykkta á aðal- fundinum í haust muni hann fara með hana rakleiðis til Davíðs Odds- sonar ásamt nöfnum þeirra sem samþykktu hana og krefjast breyt- inga á Iögunum. Ef það dugi ekki sé ljóst að stjórnvöld vilji ekki nýta auðlindina á náttúrulegan hátt og ekkert annað að gera en að tilkynna grænfriðungum það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.