Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR16. ÁGÚST 1995 B 7 GREINAR Stöndum saman FYRRA af tveim mestu umhverfisslys- um sögunnar hófst strax upp úr landnáms- öld með eyðingu skóga og í kjölfarið jarðvegs- foki. Hið síðara hófst fyrir alvöru um 1965, með tilkomu skuttog- ara. Nú er svó komið að • landgrunn Islands er eitt flakandi sár, heilu hraunbreiðurnar ein sandeyðimörk, drangar, hólar, og hæðir horfnar með öllu. Lífríkinu í kringum ís- land hefur verið um- turnað, og nú er svo komið að allir fiski- stofnar eru í hættu vegna röskunar á lífkerfinu. Hinn aldni spekingur, Þórður Halldórsson frá Dagverðará, segir að togarar séu fjölþjóðavandamál sem heimsbyggðinni stafi hætta af og á næstu 5 árum verði þeim eytt í áföngum með sameiginlegu átaki. Hlöðver, skipstjóri á Rex sem er í þróunarverkefni í Namibíu, segir að Alþingi setur lög. Á Alþingi er þeim einnig breytt eða þau afnumin séu þau ónothæf. Þann- ig er það með lög nr. 83, 1995 sem eru skrumskæld spegil- mynd af lögum nr. 38, 1990, svo sem sjá má af númerinu. Við látum breyta þessum lögum í haust eða afnema þau ef við viljum, en til þess verðum við að hlusta og standa saman sem ein óijúfandi heild. Stjórnarskráin er enn í sambandi, og erlendir dómstólar tilbúnir að styðja okkur i heiðar- legri iífsbaráttu gegn því ofurefli sem þið haldið um þessar mundir að sé ósigi'andi. Svo er ekki. Því LÍÚ er einsog tómur Mackintosh-baukur á skrifborði gjaldþrota fyrirtækis sem er íslenska ríkið, þar sem sú staðreynd blasir við að norskir bankastjórar eru orðnir skipstjórar á dýrustu skipunum. Fylgist vel með því sem er að gerast í ykkar málum. Garðar Björgvinsson Vökvið ræturnar í ykkar byggðarlögum, þær eru sterkari þegar á reynir, skrifar Garðar Björg- vinsson, og hvetur landsmenn til að berjast til sigurs um umhverfis- væna vinnu sína. þar sé bannað að toga upp fyrir 200 metra dýpi. Það sé algjörlega bannað að henda nokkrum einasta fiski. Hverjir eru vanþróaðir? Nú um þessar mundir eru skuld- færðir á herðar núlifandi skattborg- ara og upprennandi kynslóða á Is- landi svo margir skuttogarar og út- hafsveiðiskip að það hálfa gæti nægt heiminum öllum, miðað við þann raunveruieika sem er að renna upp fyrir ábyrgum og hugsandi mönnum varðandi nýtingu auðlinda hafsins. Forráðamenn íslensku þjóðarinnar með Kristján Ragnarsson sem for- söngvara í sjávarútvegsmálum þurfa að hafa sterkar taugar. Það getur ekkert verið annað en meðfædd heimska sem hlifir þessu fólki við erfiðum andvökunóttum. Ekki við ofurefli aö etja Ég heyri stundum á tali ykkar sumra að þið eruð að brotna niður og gefast upp, vegna þess ofbeldis sem þið hafið verið beittir í nafni lagasetninga á undanförnum árum af hálfu misviturra landsfeðra sem láta stjórnast af fjármagni sem er í höndum rangra aðila í stað þess að vera staðsett í þeim byggðarlögum sem þess hafa aflað. Biðjum ekki um annað en frið Landsmenn, látið ekki trufla lífs- mynstur ykkar né ginna ykkur með lofsöng til ESB, loforðum um ódýr hormónamatvæli erlendis frá, Kringlubyggingum höfuðborgarinn- ar, innantómu skemmtanalífi með tilheyrandi vandamálum og húsa- leigubótum frá hinni ágætu Ingi- björgu Sólrúnu. Vökvið ræturnar í ykkar byggðarlögum, þær eru sterk- ar þegar á reynir, beijumst til sig- urs því að málstaður okkar stenst, við biðjum ekki um annað en frið við umhverfisvæna vinnu okkar. Einföld tillaga að þjóðarsátt um krókaveíðar Tillaga mín um þjóðarsátt varð- andi hlutdeild smábáta í fiskveiðum hljóðar svo: Til að ná fram mann- eskjulegri veiðistýringu í framtíðinni verði byijað á að sameina báta upp að 12 tonnum. Kvótum þessara báta verði skilað inn án greiðslu, þessir bátar fari allir á aflatopp á þorski, sem verði 10 tonn á hvert stærðar- tonn báts upp að 6 tonnum. Það þýðir að 12 tonna bátur má aldrei taka meira en 60 tonn, og t.d. 2 tonna bátur 20 tonn. Undirmálsfisk- ur teljist ekki með í aflatoppinum, né skemmdur fiskur, þar með er úr sögunni að fiski sé hent. Allir sjó- menn vita að um 70% af smáfiski á handfærum má sleppa niður lifandi. Aðrar tegundir svo sem steinbítur, ýsa, ufsi, lúða o.fl. skal vera fijálst að veiða á króka. í framhaldi af öllu þessu þarf svo að stofna húftryggingarfélag fyrir þennan flokk báta því að rányrkja sú sem tryggingarfélög reka í nafni laga er óviðunandi Höfundur er bitasmiður og út- gerðarmaður. ____________FRÉTTIR_________ Fiskútflytj endur nýta beint flug til Boston FISKÚTFLYTJENDUR á íslandi eru margir sammála um að beint flug til Boston og Halifax, sem Flugleiðir hefja á næsta ári, skapi aukna möguleika og hagræðingu fyrir ferskfiskútflutning, einkum flugið til Boston. Nokkur íslensk útflutningsfyrirtæki flytja „fhlgfisk" eða ferskfisk í ein- hveijum mæli til Bandaríkjanna og hefur stærsti markaðurinn verið á New York-svæðinu. Sammála um hagræði Valdimar Arnþórsson, deild'ar- stjóri ferskfiskdeildar Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna, segir að þetta hafi ekki verið rætt sérstak- lega en hér sé vissulega á ferðinni athyglisverður möguleiki í útflutn- ingi á ferskum flökum og reiknaði hann með að Sölumistöðin myndi nýta sér hann þegar fram liðu stundir. Hann segir að með fluginu skapist ákveðin hagræðing fyrir fiskútflytjendur, því þá sparist kostnaður við innanlandsflutninga frá New York til Boston-svæðisins. Aukið flutningsrými Sömuleiðis telur Jan B. Thomsen, framkvæmdastjóri Danica sjávaraf- urða hf., að flugið sé jákvætt fyrir íslenska fiskútflytjendur. Hann seg- ir að aukið flug til þessa svæðis komi sér sérstaklega vel á haustin þegar minna rými er fyrir fisk í flugvélum vegna jólapósts og anna sem fyigi hátíðinni. Hann telur hins- vegar ekki líkur á að kostnaður minnki mikið þar sem Flugleiðir hafi í gegnum tíðina sýnt fiskút- flytjendum sérstaka velvild og segir að útflutningur beint til Boston fyr- ir nokkrum árum hafi reyndar verið aðeins dýrari en til New York. Aðspurður segist Jan ekki reikna með miklum ferskfiskútflutningi til Halifax á næstunni, það væri eins og að flytja sand til Sahara. Mark- aðurinn hafi þó breyst mikið og með minnkandi kvóta í Kanada gæti skapast markaður fyrir fersk- fisk þar. Betra fyrir kaupendur Að sögn Jakobs Sigurðssonar hjá Sjófangi hf. hefur fyrirtækið ekki flutt út mikinn ferskfisk til Banda- ríkjanna en þeir hyggðu á aukinn útflutning á næstu mánuðum, Hann telur að almennt skapi hin nýja flugleið til Boston aukna möguleika á markaðnum því að mikið sé selt af fiski til Nýja Eng- lands, sérstaklega ferskri ýsu. Trú- lega hentaði sumum kaupendum betur að fá fiskinn beint til Boston en til New York. Jakob reiknaði með að þeir myndu nýta sér flug- leiðina þegar markaðir hafí verið kannaðir. Eiríkur Hjartarson, fram- kvæmdastjóri Stefnis hf., vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann reiknaði með að það yrði ekkert gefið í þessu sam- bandi. „Það verður tekið þannig gjald fyrir þetta að það lifa allir á hungurmörkunum," sagði Eiríkur. Fínasta lúða dregin á handfæri ANNAÐ slagið berast frásagnir af stórlúðum sem fást á hand- færi hjá smábátum, enda er það heilmikið mál fyrir mennina og jafnvel hættulegt að ná þeim. Þröstur Sigmundsson sem rær á Lyngey SH 321, sex tonna bát frá Grundarfirði, fckk þessa fínu lúðu á handfæri á dögunum. Lúðan reyndist vera um 100 kg. að þyngd. = HÉÐINN = SMIÐJA STÓRÁSI 6 • GARDABÆ » SÍMI 565 2921 • FAX 565 292/ Hönnun • smíöi • viögeröir • þjónusta Morgunblaðið/Hólmfríður Halldórsdóttir RADAUGÍ YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Vélstjóri Vélstjóra vantar á 170 tonna línubát. Vélarstærð 750 hestöfl. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í símum 456 7700 og 852 2364, eða fax 456 7801. BÁTAR ~~ SKIP KVIðftTABANKINN Það er stutt í áramótin 31. ágúst. Sími 565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. Tll SÖtU Til sölu Til sölu nýleg dragnót, lengd 25 faðmar. Upplýsingar í síma 436-1432. Beitusíld Beitusíldin er komin, tilbúin til afgreiðslu. Vinsamlegast staðfestið pantanir. Eigum einnig smokkfisk, ábót, línu, belgi, færi og allt annað, sem þarf til línuveiða. Netasalan hf. sími 562 1415, fax 562 4620. ÝMISLEGT Útgerðarmenn athugið Efni: Frestir vegna flutnings á kvóta (aflamarki). Fiskistofa vill minna útgerðarmenn á, að umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutn- ingi aflamarks á yfirstandandi fiskveiðiári (1994/1995) verða að hafa borist Fiskistofu fyrir miðnætti þann 31. ágúst nk. Umsóknir, sem berast eftir þann tíma, verða endursendar. Fiskistofa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.