Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST1995 TÚRISTAVEIÐARNAR UIMDIRBÚNAR Morgunblaðið/HalWÓr ÓLAFUR Björn Þorbjörnsson útgerðarmaður Sigurðar Ólafssonar SF 44 á Hornafirði er hættur á humrinum eins og aðrir Hornfirðingar. Fékk hann aðeins 4 tonn en hefur 19 tonna humarkvóta. Ólafur Björn er að mála bátínn og gera klárt fyrir hvalaskoðunarferðimar sem hann fer fyiir Jöklaferðir síðar í mánuðinum. ' .............................................. SÉRBLAÐ UM SiÁVARÚTVEG Atlantshafsþorskur áfram í gjörgæslu ALÞJÓÐA hafrannsóknaráðið leggur áfram til veiðibann við Grænland, veiðum verði haldið í lágmarki við Færeyjar og 30% samdrátt þorsk- veiða í Eystrasalti og Kattegat. Ráð- gjöf stofnunarinnar varðandi stærsta þorskstofninn í Norður-Atlantshafi, Barentshafsþorskinn, liggur ekki fyr- ir en hann hefur verið í sókn. Þá á Alþjóða hafrannsóknaráðið eftir að fjalla um Norðursjávarþorskinn. Loks leggur Fiskveiðinefnd Norðvestur- Atlantshafsins til áframhaldandi veiðibann við Nýfundnaland. Alþjóða hafrannsóknaráðið (ICES) tagði til að þorskveiðar yrðu bannað- ar við Færeyjar á árunum 1993-95 vegna ástands stofnsins. Færeyingar fóru ekki að þessu en settu þó í fyrsta skipti kvóta fyrir fiskveiðiárið 1993-94, 7.000 tonn, og síðan 8.500 tonn fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Talið er að veitt hafi verið talsvert meira. Að sögn dr. Sigfúsar A. Schopka, sem situr í ráðgjafamefnd ICES um fískveiðistjórnun, er talið að veiðar á bilinu 7.000-8.500 tonn leiði til lítils vaxtar þorskstofnsins. ^Það fari þó eftir nýliðun sem virðist vera skárri en áður og hrygningar- stofninn á uppleið en erfitt sé að meta það með nægilega mikilli ná- kvæmni. Því hafi nefndin ekki lagt til algert veiðibann en ráðlegði Fær- eyingum að halda veiðum í lágmarki. Áfram veiðibann - ICES hefur undanfarin ár lagt til algert bann við veiðum úr þorskstofn- Litlar líkur eru á að mögu- legt verði að auka sókn í þorskstofnana í Norður- Atlantshafi á næsta ári. Víða eru þó að koma fram vísbendingar um betri ný- liðun og stækkun þessarra mikilvægu fískistofna. unum við Grænland enda þorskurinn nánast horfínn, bæði við austur- og vesturströndina. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld gefið út 83.500 tonna kvóta til ársins 1999, vegna samninga við Evrópusambandið, en lítið hefur veiðst, eða um 3.000 tonn á ári. ICES telur ekki ráðlegt að leyfa neinar veiðar við Grænland fyrr en nýliðun batnar og stofninn fer að stækka. Veiðibann hefur verið við Nýfundna- land frá því sumarið 1992 og þrátt fyrir sáralitlar veiðar hefur stofninn enn minnkað. Fiskveiðinefnd Norðvest- ur-Atlantshafsins leggur til áframhald- andi veiðibann. Sú breyting hefur orðið að þorskurinn verður fyrr kynþroska en áður og telja fiskifræðingar að það séu viðbrögð hans við minnkandi stofn- stærð. Vísbendingar eru um að 1994- árgangurinn sé stærri en árgangarnir tveir þar á undan en ekki það mikið að von sé á mikilli breytingu á næstu . árum. Þorskstofnarnir í Eystrasalti hafa verið að minnka. ICES lagði til veiði- bann árið 1993 og að heimilaður yrði 25 þúsund tonna afli í fyrra. Þjóðirnar við Eystrasalt fóru ekki að þessari ráð- gjöf, heimiluðu 40 þúsund tonna afla 1993 og 60 þúsund í fyrra en þá varð aflinn 89 þúsund tonn. Stofnunin lagði til 30% samdrátt afla á þessu ári en þjóðimar gáfu út 100 þúsund tonna kvóta. Enn er lagt til að dregið verði um 30% úr sókn á næsta ári. Sigfús segir að vegna þess hvað sóknin sé mikil og mikið af físki fari framhjá vigt sé erfitt að meta stærð þorskstofn- anna í Eystrasalti. Þótt jákvæð teikn séu á lofti um stærð einstakra árganga telji fiskifræðingar að viss áhætta sé tekin með þeirri hörðu sókn sem verið hefur. Of hörð sókn Talið er að nýliðun sé að batna í þorskstofninum í Kattegat. Hins vegar telur ráðgjafarnefnd ICES að sú mikla sókn sem er í stofninn dragi úr mögu- leikum á endurreisn hans og leggur til að aflinn verði minnkaður um 30%. Á síðasta ári voru veidd 7.800 tonn af þorski í Kattegat. Alþjóða hafrannsóknaráðið íjallar um þorskstofnana í Barentshafi og Norðursjó á fundi sínum í nóvember. Sigfús segir að menn séu bjartsýnir um Barentshafið, stofninn hafi verið á uppleið og vísbendingar um góðan 1994-árgang. Öðru máli gegnir um Norðursjávarþorskinn. Sigfús segir að hrygningarstofn hans sé í sögulegri Iægð um þessar mundir og nauðsynlegt að takmarka veiðar verulega. FÓLK Forstöðumaður útflutnings hjá Eimskip • GUÐMUNDUR Þorbjörns- son hefur verið ráðinn til starfa sem forstöðumaður útflutn- ingsdeildar Eimskips. Mun hann taka við starfinu 1. sept- ember næstkomandi er Garðar Jóhannsson tekur við starfi forstöðumanns Eimskips á Akureyri. Guðmundur hóf störf hjá Eimskip fyrir tveimur árum og hefur undanfarið veitt gæðamálum fyrirtækisins for- stöðu. Með ráðningu hans í útflutningsdeild verður lögð enn frekari áhersla á gæða- Til starfa við sjávarútveg í Afríku NOKKRIRÍslendingar eru um þessar mundir að fara til starfa á sjávarútvegssviðinu í Afríku, á vegum Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands. Tveir þeirra eru kynntir hér. • Ágústa Gísladóttir mat- vælafræðingur hélt í fyrradag áleiðis til Namibíu. Verkefni hennar er að skipuleggja og kenna á starfsfræðslunám- skeiðum fyrir fiskverkafólk í sjávarútvegsfyrirtækjum. Hún segist ætla að byija í fiski- mannabænum Valvis Bay en þar hefur hún aðstöðu við sjó- mannaskólann. Ágústa mun kenna undirstöðuatriði í með- ferð og vinnslu afla, ekki síst viðvíkjandi hreinlæti. í fram- haldi af þessu er ætlunin að hún byggi upp fiskvinnslubraut við sjómannaskólann þar sem menntaðir verða verkstjórar og gæðaeftirlitsmenn. Ágústa er 37 ára gömul. Að loknu námi í matvælafræði við Háskóla Islands vann hún sem næringarráðgjafi á Landspít- aianum og fór síðan til starfa hjá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins í Reykjavík, 1981. Hún fór í framhaldsnám í mat- vælaefnafræði í Bandaríkjun- um og kom aftur til starfa hjá RF. Hún hefur verið útibús- stjóri Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins á ísafirði frá 1987. Hún fær tveggja ára leyfi frá því starfi vegna verkefnis- ins í Namibíu og gegnir Krist- ján Þór Kristinsson sjávarút- vegsfræðingur frá Háskólan- starf í út- flutnings- feriinu, segi r í fréttatilk ynningu f rá Eimskip. Guð- mundur lauk B.Sc.- prófi í byggingarverkfræði frá Há- skóla Islands árið 1981 og M.Sc.-prófi í byggingarverk- fræði frá University of Wash- ington 1983. Hann stundaði nám við University of Tor- onto 1991-1993 og lauk þaðan Guðmundur Þorbjörnsson MBA-prófi. Á árunum 1985-87 starfaði Guðmundur hjá Minikus, Witta und Partner í Sviss við verkfræðiráðgjöf ásamt því að vera atvinnumaður í knatt- spyrnu hjá FC Baden. Hann vann hjá Línuhönnun hf. við verkfræðiráðgjöf 1983-85 og aftur 1987-91. Ágústa Ásgerður Gísladóttir Kjartansdóttir um á Akureyri starfinu á meðan. „Mér líst vel á þetta. Það er spennandi að takast á við nýja hluti. Mesti munurinn verður þó á loftslaginu á Isafirði og Valvis Bay,“ segir Ágústa. • Ásgerður Kjartiinsdóttir bókasafnsfræðingur fer til starfa í Malaví um miðjan næsta mánuð. Verkefni hennar þar er að koma á laggirnar upplýsingamiðstöð á sviði ferskvatnsfisks og fískeldis. Miðstöðin er staðsett í Malaví en þjónar tíu öðrum löndum í sunnanverðri Afríku sem mynda SADC-bandalagið. Ásgerður er 35 ára gömul. Hún útskrifaðist sem bóka- safnsfræðingur frá Háskóla íslands 1982 og stundaði fram- haldsnám í bókasafns- og upp- lýsingafræði í Wales. Hún hefur starfað við Háskóla íslands frá 1988. Hún tók þátt í að byggja upp upplýsingastofu um nám erlendis og starfaði jafnframt á Rannsóknastöð í bókasafns- og upplýsingamálum og við stundakennslu. Síðustu tvö árin hefur hún verið lektor í bóka- safns- og upplýsingafræði við HÍ. „Þetta leggst vel í mig,“ seg- ir Ásgerður en viðurkennir um leið að ákveðinn kvíði fylgi spenningnum. Steikt sild FERSK síld hefur ekki verið mikið notuð tíl matar hér á landi. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar tíl að 1'TTfcTTTI breyta þessu, að því er virðist með ■mssLaLmJmJIJ litlum árangri. í þvi (jósi verður að skoða uppskriftír af margskonar matreiðslu síldar i bók Jóninnu Sigurðardóttur á Hótel Goðafossi á Akur- eyri frá árinu 1927. Er ekki tílvalið að prófa að steikja sild i haust þegai* hún byrjai* aftur að veiðast? í upp- skriftina þarf: 2000 gr síld Vi teskeið pipar 180 gr laukur 75 gr hveití 60 gr tólg Vnnatskeið salt Síldin er slægð, afhreistruð og þvegin þar til hún er vel hrein og síðan þurrkuð vel með þurrku. Saltinu og piparnum er stráð í hana og henni velt í hveitinu og brúnuð i tólginni, móbrún á báðum hliðum. Laukur- inn er flysjaður, skorinn í sundur og brúnaður. Hann er lútinn ofan á síldina og 1-2 pelum af heitu vatni hellt á. Síldin er soðin í 5-10 mín. Það, sem eftír var af hveitinu, er þynnt út í jafning og hellt i, ef sósan er ekki nógu þykk. Ef síldin er stór er best að fletja hana og skera í hæfilega stór stykki, velta þeim vel þurrum I hveitinu og brúna svo stykkin i feitinni með lauknum, þar tíl þau eru soðin í gegn. Stykkjunum er raðað á fat og laukurinn látín ofan á. Feitinni er hellt út á. Síldin er borðuð með kartöflum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.