Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA tt&tnbUítíb 1995 MIÐVIKUDAGUR 16.ÁGÚST BLAÐ C KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Morgunblaðið/Golli ÁSGEIR Elíasson, landsliðsþjálfari, sem hér er á æfingu ásamt Rúnarl Kristlnssyni og Ólafi Þórðarsyni, hefur valið tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni í fyrsta sklpti saman í byrjunarllð í „alvöru" leik. Arnar og Bjarki í byrjunarliðinu TVÍBURARNIR af Akranesi, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, verða í fyrsta skipti saman í byrj- unarliði Islands í Evrópuleik þeg- ar íslendingar mæta Svisslend- ingum í kvöld kl. 21 á Laugar- dalsvelli. Þeir hafa raunar aðeins einu sinni verið saman í byrjun- arliði í A-landsliðinu, í vináttu- leik gegn Sádi- Aröbum í Frakk- Iandi í fyrrasumar. Arnar og Bjarki verða í fram- linunni í kvöld asamt Eyjólfi Sverrissyni. Arnar verður í venju- legri stöðu sinni á vinstri kantin- um en Bjarki tekur stöðu Arnórs Guðjohnsen hægra megin. Reikn- að var með að þetta yrði 60. Iands- leikur Arnórs, en í gær kom í ljós að hann hefur ekki náð sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í leik með Örebro á dögunum og missir af viðureigninni. Önnur breyting frá síðasta leik er sú að Þorvaldur Örlygsson kemur inn í liðið í stað Arnars Grétarssonar, en Þorvaldur var í banni í leiknum gegn Ungverj- um á Laugardalsvelli 11. júni. Birkir Kristinsson verður í markinu sem fyrr, varnarupp- stillingin verður óbreytt; Rúnar Kristinsson, Guðni Bergsson fyr- irliði, Ólafur Adolfsson og Krist- ján Jónsson. Á miðjunni verða Þorvaldur, Sigurður Jónsson og Ólafur Þórðarson og tvíburnarn- ir og Eyjólfur frammi, sem fyrr segir. Arnór verður illa fjarri góðu gamni og þá eru sex eftir í hópn- um, og einhverjir fimm þeirra sitja á varamannabekknum. Það eru: Friðrik Friðriksson, Izudin Daði Dervic, Sigursteinn Gísla- son, Arnar Grétarsson, Hlynur Stefánsson og Haraldur Ingólfs- son. ¦ Leikurinn / C2 KAPPAKSTUR Klinsmann frá ífjórarvikur JQrgen Klinsmann meiddist í fyrsta leik sínum fyrir Bayern Miinchen gegn Hamborg um helg- ina þegar hann reif upp liðbönd í ökkla. Að sögn lækna liðsins verður Klinsmann með fótinn í gifsi í 10 daga og verður frá í 4 vikur, sem þýðir að hann mun líklega missa af tveimur landsleikjum, vináttu- leik gegn Belgíu og Evrópuleik gegn Georgíu. Klinsmann lenti í samstuði við Stephane Henchoz á 43. mínútu, meiddist og yfirgaf völlinn í nokkrar mínútur. Hann kom þó aftur inná en yfirgaf völlinn að nýju vegna meiðslanna þegar 8 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var eldmóður af verri tegundinni," sagði Klinsmann eftir á, „það hefði verið ráðlegra aðhalda sig fyrir utan völlinn." í fyrstu var ekki ljóst hve meiðslin voru alvarleg en það varð ljóst á mánudaginn. En að kvöldi sama dags fengu stuðningsmenn Bayern annan skell þeg- ar spænsku bikarmeistararnir Deportivo La Coruna flengdu Bayern með 7:0 sigri í vináttuleik á Spáni, þar sem brasilíski framherjinn Bebeto skoraði þrjú mörk og fyrirliðinn Gran Gonzalez tvö. HM2006á Norðurlöndum? KNATTSPYRNUSAMBÖND fjögurra Norður- landa — Danmörk, Noregur, S víþjóð og Finnland — eru nú að vinna að tillögu og umsókn, um að heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu 2006 verði haldin í löndunum fjórum. Samböndin hafa óskað eftir því við alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, um að fá sendar reglur um umsókn, en í reglun- um stendur að aðeins eitt land geti sótt um að halda keppnina. Forráðamenn á Norðurlöndum vUja breyta reglunum, þannig að tvö eða fleirri nærliggjandi lönd geti sótt um og haldið HM. Skipt um leik- staði í Króatíu KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að heimaleikur króatíska liðsins Hajduk Split í Evrópukeppni bikarhafa og Panathinaikos frá Grikklandi fari fram í Rijeka, við landamæri ítalíu 23. agúst, en ekki í Split. Þá hefur verið ákveðið að leikur NK Osijek og Slovan Bratislava frá Slóvak- íu í UEFA-keppninni verði leikinn í Zagreb 22. ág- úst. Þessar tilfærslur eru vegna óvissuástandsins í Króatíu og Bosniu. Schumacher boðinn 1,6 milljarður á ári ÞÓ keppnistímabil Formula 1 ökumanna standi sem hæst vfla forráðamenn keppnisliðanna ekki fyrír sér að bera víumar íöku- menn keppinautanna. Ferrari er á góðri leið með að tryggja sér heimsmeistarann Michael Schumacher fyrir næsta tímabili, og hefur er reiknað með að tilkynnt um það ídag. Hefur liðið boð- ið honum andvirði 1.600 milljónir íslenskra króna ílaun, gangi hann til liðs við liðið. Það þýðir hann fái 100 milljónir fyrir hverja keppni, sem hann ekur í. Þessi upphæð er fyrir utan aug- lýsingar, sem ökumaður getur sjálfur selt á keppnisgalla sinn, en slíkar auglýsingar geta skipt millj- ónatugum á ársgrundvelli. Schumacher er ekki eini ökumað- urinn sem gæti verið á faraldsfæti. Ferrari hefur boðið í Hill og sömu- leiðis hefur Benetton talað við Bret- ann Damon Hill, en nú virðast líkur á því að hann verði áfram hjá Will- iams liðinu. Staða David Coulthard hjá liðinu gæti hinsvegar verið ótrygg. Nýlega ók 22 ára ökumað- ur, Jaques Villenueve fyrir Williams á æfingu og stóð sig vel. Villenueve er sonur frægs ökumanns, Gilles Villenuve, sem lést í slysi á kapp- akstursbraut. Á næstu dögum ætti að koma í ljós hvort Villenuve skrif- ar undir hjá Williams, en hann leið- ir nú meistarakeppni Ameríku í Indy kappakstri. Skipti Schumacher yfir til Ferrari þýðir það að sæti losnar hjá Benet- ton. Frakkinn Jean Ales'i, sem ekur nú fyrir Ferrari er orðaður við liðið, en hann kveðst ekki vilja aka í sama liði og Schumacher. Gerhard Berger og Schumacher gætu því orðið í sama liði næsta ár. Berger var góð- ur vinur Ayrton Senna, sem oft háði harða rimmu við Schumacher í orði og á kappakstursbrautunum, þar til hann lést í slysi á Imola braut- inni í fyrra. Heinz Harald Frentzen ekur fyrir Sauber, en þykir líklegur til að skipta um lið. Benetton hefur sýnt honum áhuga, sömuleiðis McLaren, sem einnig hefur átt við- ræður við Frakkann Alain Prost, sem er margfaldur heimsmeistari. Eftir lát Senna kvaðst Prost aldr- ei aftur keppa, en Ron Dennis, keppnisstjóri McLaren hefur mikið reynt að fá hann til liðsins. Nú virð- ast auknar líkur á því. Prost hefuv þegar ekið McLaren bilnum á æf- ingum, en Finninn Mika Hakkinen og Bretinn Mark Blundell aka fyrir McLaren í dag. FRJÁLSAR: FÆR MICHAEL JOHNSON 180 ÞUSUND FYRIR SEKÚNDUNA? / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.