Morgunblaðið - 16.08.1995, Side 1

Morgunblaðið - 16.08.1995, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 1995 MIDVIKUDAGUR 16. AGUST BLAD KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ Morgunblaðið/Golli ÁSGEIR Elíasson, landsliðsþjálfari, sem hér er á æfingu ásamt Rúnari Kristlnssyni og Ólafi Þórðarsyni, hefur valið tvíburana Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni í fyrsta skipti saman í byrjunarlið í „alvöru" leik. Klinsmann frá í fjórar vikur Jurgen Klinsmann meiddist í fyrsta leik sínum fyrir Bayem Miinchen gegn Hamborg um helg- ina þegar hann reif upp liðbönd í ökkla. Að sögn lækna liðsins verður Klinsmann með fótinn í gifsi i 10 daga og verður frá í 4 vikur, sem þýðir að hann mun líklega missa af tveimur landsleikjum, vináttu- leik gegn Belgíu og Evrópuleik gegn Georgíu. Klinsmann lenti í samstuði við Stephane Henchoz á 43. mínútu, meiddist og yfirgaf völlinn í nokkrar mínútur. Hann kom þó aftur inná en yfirgaf völlinn að nýju vegna meiðslanna þegar 8 mínútur voru til leiksloka. „Þetta var eldmóður af verri tegundinni," sagði Klinsmann eftir á, „það hefði verið ráðlegra að halda sig fyrir utan völlinn." í fyrstu var ekki ljóst hve meiðslin voru alvarleg en það varð ljóst á mánudaginn. En að kvöldi sama dags fengu stuðningsmenn Bayem annan skell þeg- ar spænsku bikarmeistararnir Deportivo La Comna flengdu Bayern með 7:0 sigri í vináttuleik á Spáni, þar sem brasilíski framheijinn Bebeto skoraði þrjú mörk og fyrirliðinn Gran Gonzalez tvö. HM 2006 á Norðurlöndum? KNATTSPYRNUSAMBÖND fjögurra Norður- landa — Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland — eru nú að vinna að tillögu og umsókn, um að heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu 2006 verði haldin í löndunum fjórum. Samböndin hafa óskað eftir þvi við alþjóða knattspymusambandið, FIFA, um að fá sendar reglur um umsókn, en í reglun- um stendur að aðeins eitt land geti sótt um að halda keppnina. Forráðamenn á Norðurlöndum viija breyta reglunum, þannig að tvö eða fleirri nærliggjandi lönd geti sótt um og haldið HM. Skipt um leik- staði í Króatíu KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að heimaleikur króatíska liðsins Hajduk Split í Evrópukeppni bikarhafa og Panathinaikos frá Grikklandi fari fram í Rijeka, við landamæri Ítalíu 23. ágúst, en ekki í Split. Þá hefur verið ákveðið að leikur NK Osijek og Slovan Bratislava frá Slóvak- íu í UEFA-keppninni verði leikinn í Zagreb 22. ág- úst. Þessar tilfærslur eru vegna óvissuástandsins í Króatíu og Bosníu. Arnar og Bjarki í byrjunarliðinu KAPPAKSTUR Schumacher boðinn 1,6 milljarður á ári ÞÓ keppnistímabil Formula 1 ökumanna standi sem hæst víla forráðamenn keppnisliðanna ekki fyrir sér að bera víurnar í öku- menn keppinautanna. Ferrari er á góðri leið með að tryggja sér heimsmeistarann Michael Schumacher fyrir næsta tímabili, og hefur er reiknað með að tilkynnt um það í dag. Hefur liðið boð- ið honum andvirði 1.600 milljónir íslenskra króna i laun, gangi hann til liðs við liðið. Það þýðir hannfái 100 miiljónirfyrir hverja keppni, sem hann ekur í. TVÍBURARNIR af Akranesi, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, verða í fyrsta skipti saman í byrj- unarliði íslands í Evrópuleik þeg- ar íslendingar mæta Svisslend- ingum í kvöld kl. 21 á Laugar- dalsvelli. Þeir hafa raunar aðeins einu sinni verið saman í byijun- arliði í A-landsliðinu, í vináttu- leik gegn Sádi-Aröbum í Frakk- landi í fyrrasumar. Arnar og Bjarki verða I fram- linunni í kvöld ásamt Eyjólfi Sverrissyni. Arnar verður í venju- legri stöðu sinni á vinstri kantin- um en Bjarki tekur stöðu Arnórs Guðjohnsen hægra megin. Reikn- að var með að þetta yrði 60. lands- leikur Arnórs, en í gær kom í Ijós að hann hefur ekki náð sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í leik með Örebro á dögunum og missir af viðureigninni. Önnur breyting frá síðasta leik er sú að Þorvaldur Örlygsson kemur inn í liðið i stað Arnars Grétarssonar, en Þorvaldur var í banni í leiknum gegn Ungveij- um á Laugardalsvelli 11. júní. Birkir Kristinsson verður í markinu sem fyrr, varnarupp- stillingin verður óbreytt; Rúnar Kristinsson, Guðni Bergsson fyr- irliði, Ólafur Adolfsson og Krist- ján Jónsson. A miðjunni verða Þorvaldur, Sigurður Jónsson og Ólafur Þórðarson og tvíburnarn- ir og Eyjólfur frammi, sem fyrr segir. Arnór verður illa fjarri góðu gamni og þá eru sex eftir í hópn- um, og einhveijir fimm þeirra sitja á varamannabekknum. Það eru: Friðrik Friðriksson, Izudin Daði Dervic, Sigursteinn Gísla- son, Arnar Grétarsson, Hlynur Stefánsson og Haraldur Ingólfs- son. ■ Leikurinn / C2 essi upphæð er fyrir utan aug- lýsingar, sem ökumaður getur sjálfur selt á keppnisgalla sinn, en slíkar auglýsingar geta skipt millj- ónatugum á ársgrundvelli. Schumacher er ekki eini ökumað- urinn sem gæti verið á faraldsfæti. Ferrari hefur boðið í Hill og sömu- leiðis hefur Benetton talað við Bret- ann Damon Hill, en nú virðast líkur á því að hann verði áfram hjá Will- iams liðinu. Staða David Coulthard hjá liðinu gæti hinsvegar verið ótrygg. Nýlega ók 22 ára ökumað- ur, Jaques Villenueve fyrir Williams á æfingu og stóð sig vel. Villenueve er sonur frægs ökumanns, Gilles Villenuve, sem lést í slysi á kapp- akstursbraut. Á næstu dögum ætti að koma í ljós hvort Villenuve skrif- ar undir hjá Williams, en hann leið- ir nú meistarakeppni Ameríku í Indy kappakstri. Skipti Schumacher yfir til Ferrari þýðir það að sæti losnar hjá Benet- ton. Frakkinn Jean Alesi, sem ekur nú fyrir Ferrari er orðaður við liðið, en hann kveðst ekki vilja aka í sama liði og Schumacher. Gerhard Berger og Schumacher gætu því orðið í sama liði næsta ár. Berger var góð- ur vinur Ayrton Senna, sem oft háði harða rimmu við Schumacher í orði og á kappakstursbrautunum, þar til hann lést í slysi á Imola braut- inni í fyrra. Heinz Harald Frentzen ekur fyrir Sauber, en þykir líklegur til að skipta um lið. Benetton hefur sýnt honum áhuga, sömuleiðis McLaren, sem einnig hefur átt við- ræður við Frakkann Alain Prost, sem er margfaldur heimsmeistari. Eftir lát Senna kvaðst Prost aldr- ei aftur keppa, en Ron Dennis, keppnisstjóri McLaren hefur mikið reynt að fá hann til liðsins. Nú virð- ast auknar líkur á því. Prost hefur þegar ekið McLaren bílnum á æf- ingum, en Finninn Mika Hakkinen og Bretinn Mark Blundell aka fyrir McLaren í dag. FRJÁLSAR: FÆR MICHAEL JOHNSON180 ÞÚSUIMD FYRIR SEKÚIMDUIMA? / C3

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.