Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 4
mmmmmmmmmmmammmmmmm „Tókum áhættu“ KNATTSPYRNA „VIÐ ætluðum okkur að gera betur í leiknum," sagði Hörður Helgason, þjálfari íslenska liðsins eftir 2:4 tap í gærkvöldi. „Við tókum áhættuna á leika framar að þessu sinni eftir að hafa leikið góða vörn í síðustu leikjum. Þeir nýttu sér það að við vorum fram- ar og refsuðu okkur fyrir á grimmilegan hátt. Það má eflaust segja að við vorum sofandi fyrstu tuttugu mín- útnar í leiknum en vöknuðum við að fá okkur markið og náðum að jafna, en fengum á okkur slæmt mark strax í kjölfarið og vorum undir í leikhléi. Strax í byrjun síðari hálfleik fengum við tæki- færi til að jafna leikinn en tókst ekki að nýta það og í staðinn skora þeir þriðja markið sitt skömmu síðar, þannig að þetta var qjótt að snúast. Svissneska liðið var gott í leiknum og mun betra en við að þessu sinni.“ Island - Sviss 2:4 Kaplaknkavöllur - landsleikur í knattspymu landsliða leikmanna 21 árs og yngri - þriðjudagur 15. ágúst 1995. Aðstæður: SV gjóla og skýjað en rigningarlaust og átta gráðu hiti - völlurinn hins vejgar góður. Mörk Islands: Sigurvin Ólafsson (42.), Hermann Hreiðarsson (75.). Mörk Sviss: Pétur Marteinsson, sjálfsmark (19.), Markus Brunner (44.), Patrick de Napoli (47., 70.). Gult spjald: Markus Brunner (29.) - fyrir brot, Stephan Balmer (55.) - fyrir brot, Alexandre Comisetti (60.) - fyrir brot, Pétur Marteinsson (65.) - fyrir brot, Óskar Þorvaldsson (68.) - fyrir brot, Eiður Smári Guðjohnsen (79.) - fyrir að spyma knettinum að marki eftir að búið var að dæma rangstöðu á hann, Martin Lengen (88.) - fyrir brot. Rautt spjaid: Enginn. Dómari: Tetje Hauge frá Noregi, ágætur. Línuverðir: Arild Sundet og Rune Dölvik, einnig frá Noregi. Áhorfendur: 700. ísland: Árni Gautur Arason - Pálmi Haraldsson, Pétur Marteinsson (Hákon Sverrisson 74.), Óskar Þorvaldsson, Lárus Orri Sigurðsson - Kári Steinn Reynis- son, Auðun Helgason, Sigurvin Ólafsson (Tryggvi Guðmundsson 61.), Hermann Hreiðarsson - Guðmundur Benediktsson, Eiður Smári Guðjohnsen. Sviss: Fabien Margairaz - Martin Lengen, Eddy Barea, Markus Brunner, Step- han Balmer - David Sesa, Raphael Wicky, DanieLTarone, Alexandre Comisetti (Bruno Sutter 85.) - Patrick de Napoli, Hakan Yakin (Patrick Miiller 76.). Morgunblaðið/Golli EIÐUR Smári Guðjohnsen sem hér er að sleppa fram- hjá svissneskum leikmanni var hesti maður íslenska liðsins og greinllegt var að hann er í góðu formi. Om Æ Lárus Orri Sigurðsson missti knött- ■ I inn frá sér vinstra megin á miðjum eigin vallarhelmingi á 19. mínútu til David Sosa, Sosa tók á. rás með boltann og sendi inn í miðjan vítateig íslands þar sem Pétur Mar- teinsson kom aðvífandi og hugðist hreinsa aft- ur fyrir en þess í stað fór knötturinn efst í vinstra markhomið. 1m Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin ■ I Ólafsson voru snöggir að taka auk- spymu á hægri vallarhelmingi svissneska liðs- ins á 42. mínútu. Eiður Smári lék upp að mark- teigslínu og skaut boltanum með vinstri fæti í stöng svissneska marksins, þaðan barst boltinn út í teiginn þar sem Sigurvin Ólafssonkom fyrstur að honum og skoraði í hægra hornið. 1>^jDavid Sesa sendi fyrir íslenska ■ JBaamarkið frá hægri á 44. mínútur og Ámi Gautur Arason varði en héit ekki boltanum og Markus Brunner skoraði af stuttu færi. 1* Alexandre Comisetti lék upp vinstri ■ 'hJJkantinn og sendi fyrir markið á Patriek de Napoli og hann varð á undan Lár- us Orra í knöttin og skoraði af stuttu færi, þetta mark kom á 47, mínútu. 1m y| Eftir að Ámi Gautur hafði varið ■"Wglæsilega aukaspymu frá Daniel Tarone af 25 m færi barst knötturinn út í vinstra markteigshomið á 70. mínútur þar sem Alexandre Comisetti kom fyrstur að og sendi inn í markteiginn miðjan á Patrick de Napoli sem skoraði af stuttu færi í vinstra markhornið. 2m VI Eftir stutta hornspymu frá vinstri ■■Whjá íslenska liðinu á 75. mínútu barst knötturinn til Hákonar Sverrissonar og hann sendi rak- leitt inn í markteig Sviss, hægra megin, þar sem Hermann Hreiðarsson, tók boltann niður og spyrnti með vinstri færi efst í fjær markhornið, fallegt mark. Yngra liðinu tókst ekki að gefa tóninn ÍSLENSKA landsliðinu skipað leik- mönnum 21 árs og yngri tókst ekki að gefa því eldra tóninn með sigri í gærkvöldi gegn jafnöldrum sínum frá Sviss á Kaplakrikavelli. Sviss- lensku strákarnir hófu leikinn af miklum krafti og léku íslenska liðið oft grátt, einkum á fyrstu tuttugu mínútunum þegar íslenska liðið virt- ist ekki vera með í leiknum. Reyndar má segja að íslenska liðið hafi aldrei komist verulega inn í leikinn og því fór sem fór, Leikmenn Sviss leiddu með tveimur mörkum að leiklokum, 4:2 og skildu íslenska liðið eftir lang neðst í riðlinum með eitt stig að loknum sex leikjum. Vörn og einkum þó miðja íslenska liðs- ins virtist strax í upphafi ekki vera í takti við leikinn og mikill hraði svissnesku strákana virtist koma flatt upp á íslensku strákana. Strax á fyrstu mínútum var stórhætta við íslenska markið eftir að varnarmönnum hafði mis- lukkast að hreinsa frá eftir Alexandre Comisetti fékk dauðafæri rétt utan markteigs en Árni Gautur Arason, markvörður íslands varði Ivar Benediktsson skrifar aukaspyrnu. meistaralega. Skömmu síðar varði Ámi Gautur aftur snilldarlega frá sama manni. Það kom því fáum á óvart þegar gestirn- ir náðu að skora sitt fyrsta mark eftir að talsvert hafði legið á íslenska liðinu þó markið hafi orðið til á mjög slysalegan hátt. íslenska liðið hresstist aðeins eftir markið, en meiri drift vantaði þó á miðj- una og því sköpuðust fá veruleg færi við svissneska markið. Það var helst að Eiði Smára Guðjohnsen tækist að stríða sviss- Staðan Ungverjaland...5 4 1 0 7: 3 18 Svíþjóð.........6 3 1 2 8: 3 10 Tyrkland........5 2 2 1 7: 3 8 Sviss...........6 2 1 3 7:12 7 ísland..........6 0 1 5 4:12 1 Leikir sem eftir eru; 5. september: Svíþjóð - Sviss, Tyrkland Ungverja- land. 10. oktbóer: ísland - Tyrkland, Sviss - Ungverjaland. 10. nóvember: Ungverjaland - Island. 14. nóvember: Svíþjóð - Tyrkland. nesku leikmönnunum með tækni sinni en það dugði ekki til, framan af. Guðmundur Benediktsson var nálægt því að sleppa inn fyrir vörnina á 23. mínútu, en skot hans fór víðs fjarri og skalli Eiðs Smára skömmu síðar frá markteig var laus og svissneski markvörðurinn átti ekki í vand- ræðum með að handsama knöttinn. Hinu megin héldu leikmenn Sviss áfram að gera íslensku varnarmönnum lífið leitt og m.a. bjargaði Árni Gautur vel frá Daniel Tarone. Eftir einstaklingsframtak Eiðs Smára tókst íslenska liðinu að jafna und- ir lok fyrri hálfleiks en liðið sofnaði á verðinum og gestirnir komust aftur yfir fyrir hlé. Ekki tókst íslenska liðinu að rétta úr kútnum í síðari hálfleik og svissnesku leikmennirnir þurftu ekki mikið að hafa fyrir sigrinum. Eins og fyrri hálfleik átti íslenska liðið í basli á miðjunni og tókst aldrei að byggja upp pressu upp við sviss- neska markið frekar en í fyrri hálfleik. Eiður Smári Guðjohnsen bar höfuð og herðar yfir leikmenn íslenska liðsins að þessu sinni auk þess sem markvörðurinn ■Árni Gautur Arason bjargaði oft á tíðum vel og kom í veg fyrir stærra tap. Aðrir leikmenn eiga að geta gert betur en þeir sýndu í þessum leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.