Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.08.1995, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ HAFIÐ þið skrökvað, krakkar? Ekki segja nei, því það væri ekki sannleikanum samkvæmt. Við höfum öll einhvem tíma á ævinni - stuttri eða langri - gripið til lyginnar. Að skrökva er ekki gott, en við höfum ekki farið jafn illa vegna þess og spýtukarlinn Gosi. Öll þekkið þið ævin - týrið um hann, ekki satt. Nefið á honum lengdist við hveija lygi. Hann lenti í slæmum félagsskap og lét plata sig upp úr skón- um, hann sneri baki við föður sínum, en eftir hremmingar margskonar GOSI sneri hann aftur til föður- húsa og lagði af slæma siði. Þið sjáið myndirnar af honum Gosa hérna á síð- unni, sú minni er í lit en hin, þessi stóra, er ólituð og ekki alveg búið að teikna hana. Gosi er að dansa en dansfélagann hans vantar á myndina. Teiknið hann inn á mynd- ina, það getur verið þið sjálf eða hver sem er, og iitið hana síðan. Sam-myndbönd og Myndasögur Moggans bjóða ykkur til Gosa-lita- leiksins í tilefni þess að myndband með Gosa kom á markað á íslandi í þess- ari viku. Sam-myndbönd veita verðlaunin, sem eru: 10 Gosamyndbönd 10 Gosabakpokar 10 Gosaarmbandsúr 50 Gosaplaköt Þið sjáið að til nokkurs er að vinna. Þegar þið hafið lokið við myndina af honum Gosa og dans- félaga hans setjið þið hana í umslag og merkið það: Myndasögur Moggans Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reylqavík HEIMILI:___ PÓSTNÚMER: Síðasti skiladagurinn er 31. ágúst næstkom- andL Þegar skilafrestur er útrunninn verður dregið úr innsendum myndum frá ykkur og 6. september birtast nöfn vinningshaf- anna í Myndasögum Moggans og munu Sam- myndbönd senda verð- launin til hinna heppnu. Gangi ykkur vel, börn- in góð, og skemmtið ykk- ur nú. lipilllla É6 HEFEIN/MirrþAPSEM - HKÍrUR þÆlR. S7AIÐ 57ELP ORNAg, HJOL/ASKAUTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.