Morgunblaðið - 17.08.1995, Side 1

Morgunblaðið - 17.08.1995, Side 1
88 SÍÐUR B/C/D/E 184. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Nyrup heirn- sækir Thule Eiginkona Saddams í Jórdaníu Ilulissat. Reuter. FUNDI norrænu ríkisstjórnarleið- toganna sem fram fór í smábænum Ilulissat á V-Grænlandi, lauk í gær. í lok fundarins lýsti Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, því yfir að allt yrði gert til að draga fram allar upplýsingar um leynilega geymslu kjarnorkuvopna í Thule-herstöðinni á tímum kalda stríðsins. Hann hélt að leiðtogafundinum loknum áleiðis til Thule í fylgd Lars-Emils Johan- sens, formanns grænlenzku land- stjórnarinnar. „Við ætlum að komast til botns í þessu máli. Við munum endurrita söguna og segja almenningi í Dan- mörku og á Grænlandi allan sann- leikann í málinu,“ sagði Nyrup fréttamönnum í Ilulissat. Verkamenn, sem unnu að hreins- un eftir hrap B-52 sprengjuflugvél- Neyðar- ástand í Kólumbíu Bogota. Reuter. ERNESTO Samper, forseti Kól- umbíu, lýsti í gærkvöldi yfir neyðarástandi í því skyni að stöðva öldu ofbeldis og mannrána, sem eiturlyijasalar og vinstrisinnaðir skæruliðar eru sagðir standa að baki. Tæplega 20 þúsund manns hafa verið myrtir og 700 rænt á árinu. Samper kvaðst ekki grípa til þessa úrræðis til að draga athygli frá pólitískum vandræðum sínum. Hann hefur átt undir högg að sækja vegna ásakana um að eitur- lyfjasalar hafi lagt fé í kosninga- sjóð hans. Tók steininn úr á þriðju- dag er Fernando Botero varnar- málaráðherra var handtekinn og gefið að sök að hafa vitað af meint- um greiðslum kókaínbarónanna. -----♦ ♦ ♦----- Tsjetsjníja Uppreisnar- menn afhenda Míkill liðssöfnuður Króata við Dubrovnik Stjórnarandstaðan klofin ar Bandaríkjahers við Thule árið 1968, hafa eftir að upplýst'var að kjarnorkuvopn hefðu verið um borð í vélinni haldið því fram að þeir hafi hlotið skaða af völdum geislun- ar við hreinsunarstörfin og fara fram á skaðabætur frá Dönum. Johansen sagði dönsku stjórnina eiga að „biðja þorpsbúa afsökunar, sem voru látnir flytja nauðugir og sæta hættum sem þeir voru ekki látnir vita neitt um“. Nyrup hefur skipað tvær sjálf- stæðar rannsóknarnefndir. Önnur á að kanna réttmæti skaðabóta- krafna verkamannanna og hin að rannsaka allt sem varðar kjarn- orkuvopn í bandarísku herstöðinni í Thule á árunum 1945-1968. Grænlendingar vilja að tímabilið frá 1968 til 1995 verði líka rann- sakað. Reuter Leiðtogafundur á Grænlandi POUL Nyrup Rasmussen, for- sætisráðherra Danmerkur, og Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, bera saman bækur sínar fyrir blaðamanna- fund á ráðstefnu leiðtoga Norð- urlanda í Ilulissat á Grænlandi í gær. Á ráðstefnunni var sam þykkt að stofna Norðurheim- skautsráð með Bandaríkja- mönnum, Kanadamönnum og Rússum. ■ Norðurheimskautsráð/2 Amman, Bagdad. Reuter. JÓRDANSKIR embættismenn sögðu í gær að Sajida, eiginkona Saddams Husseins, forseta íraks, væri stödd í Amman og vonaðist til að hitta dætur sínar tvær og menn þeirra, sem fyrir viku gerðust landflótta frá írak. Sögðu þeir að hún hygðist telja þær á að snúa aftur. Greint var frá því að Sajida hefði komið til Amman á þriðjudag, en ekki var vitað hvort hún hefði náð að hitta dætur sínar, Rögdu og Rönu, sem hafa fengið hæli í Jór- daníu ásamt öllu sínu fylgdarliði. Annar tengdasona Sajidu, Hussein Kamel Hassan, var með valdamestu mönnum í Irak. íraska sendiráðið í Amman þvertók fyrir að kona Saddams væri stödd í Jórdaníu. Saddam skipaði ráðherrum sín- um á stjórnarfundi í gær að „virða lögin“ og bannaði þeim að sölsa undir sig völd. Lagði hann áherslu á að „ríkið yrði virt og allir vissu stað sinn og skyldur". írakar sögðu í gær að þeir tækju „kúrekastefnu" Bandaríkjamanna og hótanir þeirra um að beita her- valdi ekki alvarlega. Bandaríkja- menn tilkynntu á þriðjudag að flug- móðurskip, sem sigla átti frá Persa- flóa, yrði þar áfram og öðru skipi bætt við til að vera til taks ef írak- ar gerðu sig líklega til að fara með her á hendur Jórdönum. Reuter. Hermaður úr liði Bosníu Serba hleður sprengjuvörpu á meðan félagi hans tekur fyrir eyru sér. Myndin er tekin í bænum Srbobran í miðri Bosníu þar sem Bosníu - Serbar berjast við sljórnarher múslima. Útlagahreyfingar, sem vilja flæma Saddam og Baath-flokkinn frá völdum, hafa verið háværar frá því að tengdasynir forsetans flúðu land. Talsmenn þeirra hafa varpað ljósi á það, sem er að gerast bak við tjöldin, en engin eining virðist ríkja milli hinna ýmsu hreyfinga, utan hvað þær vilja Saddam feigan. Stjórnarerindrekar segja að stjórnarandstaðan sé of klofin til að taka við völdum í írak og því þurfi breytingar að koma frá hernum eða úr innsta hring Saddams sjálfs. * vopn sm Moskvu. Reuter. HÓPUR uppreisnarmanna í Tsjetsjníju-héraði lét af hendi vopn sín og skotfæri í gær um leið og hafinn var brottflutningur rúss- neska hersins, í samræmi við samn- ing þeirra við Rússa um að átökum í héraðinu verði hætt. Rússar höfðu hótað að beita vopnavaldi gegn uppreisnarmönn- unum, ef þeir létu ekki vopn sín af hendi án tafar. Uppreisnarmennirnir lögðu niður vopn að viðstöddum háttsettum embættismönnum beggja aðila. Zajfrcb, Belgrad, Washingtou, Sarajt'vo. Rcuter. KRÓATAR safna nú liði af miklum móð umhverf- is Dubrovnik og undirbúa sig undir uppgjör við sveitir Serba í Bosníu, sem hafa ógnað íbúum þessarar sögufrægu borgar og umhverfi hennar undanfarin ár. Rússat- segjast styðja friðaráætlun Bandaríkjamanna með ákveðnum fyrirvara, en Króatar gáfu í gær út misvísandi yfirlýsingar. Rússar sögðu í gær að unnt væri að sameina flesta þætti friðaráætlunar sinnar og Bandaríkja- manna, en þeir væru andvígir þeim þætti tillagn- anna, sem fæli í sér hótanir um valdbeitingu. Richard Holbrooke, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú á ferð um fyrrum Júgó- slavíu og ræddi í gær við Franjo Tudjman, forseta Króatíu, um tillögur Bandaríkjamanna. Króatar sögðu í gær að þeir væru „samvinnufús- Bandaríkin leita stuðn- ings við friðaráætlun ir“, en eftir fundinn með Holbrooke sagði Mate Granic, utann'kisráðherra Króatíu, að Króatar fögn- uðu „frumkvæði Bandaríkjamanna", en svaraði ekki spurningum um það hvort þeir styddu áætlun- ina. Holbrooke mun í dag ræða við ráðamenn í Serbíu og hyggst einnig halda til Bosníu. Gegn stórskotaliði Serba Að sögn Chris Gunness, talsmanns friðargæslu- sveita Sameinuðu þjóðanna, hyggjast Króatar hi'ekja stórskotalið Serba úr skotfæri við Dubrovn- ik. Serbar sátu um Dubrovnik árið 1991 þegar Króatar börðust fyrir sjálfstæði sínu, en ekki hef- ur verið ráðist á borgina síðan. Bosníu-Serbar hafa hins vegar látið sprengjum rigna yfir svæðið umhverfis Dubrovnik úr bænum Trebinje og er búist við að Króatar muni sækja þangað. Bosníu-Serbar segja að Króatar hafi þegar lagt undir sig nokkur þorp innan landamæranna að Bosníu og þau hafi verið byggð Serbum. Króötum er mjög í mun að tryggja öryggi strandarinnar við Adríahafið til að geta hafið ' ferðamannaþjónustu þar á ný. Sagt er að sjálfs- traust þeirra sé mikið um þessar mundir eftir auðveldan sigur á Serbum í Krajina-héraði. ■ Hótanir í bland við/20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.