Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NAUMAST það eru læti í kerlingunni. Á bara að skipta öllu út í kofanum? Smáfiskur í Smugunni Fiskur yfir viðmiðun- armörkum í fyrra VARÐSKIPSMENN á Óðni fóru um borð í fimm íslenska togara í Smugunni í september í fyrra til að mæla aflann. Þorskurinn reynd- ist í öllum tilvikum vera yfir viðm- iðunarmörkum íslenskra stjórn- valda. Fiskurinn í suðurhluta svæðisins var þó mun smærri en í norðurhluta Smugunnar. Suður- hlutanum var lokað fyrir veiðum íslenskra skipa haustið 1993 vegna mikils smáfisks í afla. Norskir strandgæslumenn fóru um borð í íslensk skip í Smugunni fyrir tveimur árum og mældu afl- ann. Eftir það sökuðu þeir ís- lensku sjómennina um smáfiska- dráp en skipstjórarnir voru með efasemdir um mælingar Norð- mannanna. Lokað 1993 Skipstjórnarmenn óskuðu eftir þ'ví að fá íslenskan eftirlitsmann og var Halldór B. Nellett, stýri- maður hjá Landhelgisgæslunni, sendur síðari hluta september með norsku varðskipi til að mæla afl- ann. í framhaldi af því lokaði ís- lenska sjávarútvegsráðuneytið syðri hluta Smugunnar fyrir veið- um íslenskra skipa og við það datt botninn úr veiðunum um sinn. JÓN Páll __ Ásgeirsson stýri- maður á Óðni við mælingar um borð í skipi í Smugunni í fyrrasumar. Við mælingar syðst í Smugunni reyndust 19-36% aflans vera undir- málsfískur. Hins vegar var aflinn lítill og dró það úr gildi mæling- anna. Eftir að togararnir færðu sig nyrst í Smuguna fengu þeir aðeins stórþorsk. Lítill tími til mælinga Þegar varðskipið Óðinn var sent í Smuguna fyrir ári var rætt um að varðskipsmenn hefðu það hlut- verk með öðru að mæla afla skip- anna. Kristján Þ. Jónsson skip- herra segir að vegna mikilla anna við að veita sjómönnunum læknis- hjálp fyrst eftir að skipið kom á miðin hafi lítill tími gefist til að mæla afla skipanna í mestu afla- hrotunni. I september, þegar um hægðist, hafi verið farið um borð í fimm skip til mælinga. Aflinn hafi í öllum tilvikum reynst vera undir viðmiðunarmörkum. Fiskur- inn í suðurhluta Smugunnar, á svæðinu sem lokað var fyrir tveim- ur árum, hafi þó verið mun smærri en í norðurhlutanum. Óðinn heldur á morgun áleiðis í Smuguna og er ætlunin að gera mælingar um borð í skipum þar þó veiðieftirlitsmaður frá Fiskistofu fari ekki með. Fram kom hjá Ara Edwald, aðstoðarmanni sjávarút- vegsráðherra, í blaðinu í gær að heimilt sé að loka svæðum fyrir veiðum íslenskra skipa ef mælingar varðskipsmanna gefi tilefni til þess. Tillaga sjálfstæðismanna í borgarráði Vinnuhópur skili tillömim tilað BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæðis- fiokksins lögðu til á fundi borgar- ráðs á þriðjudag að skipaður verði vinnuhópur þriggja borgarráðsfull- trúa sem skili tiilögum er miði að því að draga úr fyrirsjáanlegum draga úr halja borgarsjóðs á þessu ári. í tillögunni er vísað til þess að í ljós hafi komið að um töluverða eyðslu umfram samþykkta íjár- hagsáætlun borgarsjóðs 1995 verði að ræða. Þegar liggi fyrir upplýs- halla ingar um tæpar 600 miiljónir króna, en margt bendi til þess að umfram- eyðslan stefni í um það bil einn millj- arð króna. Afgreiðslu tillögunnar var frestað á borgarráðsfundinum. Norðurlöndin byggja sendiráð í Berlín Staðfesting á skyldleika og vinfengi þjóðanna Norðurlandaþjóðirnar hafa ákveðið að reisa sendiráð sín á sameiginlegri byggingar- lóð í miðborg Berlínar. Framkvæmdirnar eru um- fangsmiklar og leiðir Stein- dór Guðmundsson, for- stöðumaður framkvæmda- sýslunnar, íslensku bygg- ingarnefndina. Hann segir að bygging- arlóðin sé aðeins um 2 km frá Brandenborgarhliðinu. „Fyrir kunnuga er svo hægt að segja að lóðin sé skammt frá japanska og ítalska sendiráðinu, sem byggð voru fyrir stríð, og alls ekki langt frá Fíl- harmóníunni. Finnar og Svíar áttu stærstan hluta lóðarinnar og seldu hann til Berlínarborgar þegar enginn hafði lengur trú á því að Berlín yrði aftur höfuðborg Þýskalands. Þriðja hlutann átti sambandslýð- veldið Hessen og ijórða hlutann, um 500 fm, átti Berlínarborg sjálf.“ - Hvernig verður staðið að skipulagningu á lóðinni? „Samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið verður að efna til samkeppni um skipulag á byggingarsvæðinu. Samkeppnin er tveggja áfanga. Fyrri hluti keppninnar er hafinn og á að skila inn tillögum um skipulag svæðis- ins fyrir 6. nóvember. Niðurstöður dómnefndar eiga að liggja fyrir 12. janúar. Að því loknu verður efnt til samkeppni í hveiju Norð- urlandanna um hveija byggingu fyrir sig og er meiningin að sérein- kenni þjóðanna í húsagerðarlist verði dregin fram. Hér á íslandi verður því sérstök samkeppni um íslenska sendiráðið. Hins vegar er vert að taka fram að sigurvegaranum úr fyrri hlut- anum verður falið að hanna sam- eiginlega byggingu fyrir geymsl- ur, fundi og móttökur og hann hefur hönd í bagga með samræm- ingu sendiráðanna. Norðurlöndin fimm fá hvert sína sendiráðsbygg- ingu á lóðinni og verða sendiráðin svipuð að stærð að okkar sendi- ráði undanskildu. Byggingin er minni en hinna og sker sig því töluvert úr. Lóðin er um 7.000 fm og er gert ráð fyrir að heildargólf- flötur bygginganna verði um 10.500 fm á allt að fimm hæðum.“ - Hver verður kostnaðurinn við framkvæmdirnar? --------------- „Áætlaður kostnað- ur íslendinga er um Steindór Guðmundsson ► Steindór Guðmundsson, for- stjóri Framkvæmdasýslu ríkis- ins, er fæddur 8. júní árið 1947 í Reykjavík. Steindór er bygg- ingarverkfræðingur frá Edin- borgarháskóla í Skotlandi árið 1974. Hann var eftirlitsverk- fræðingur við Sigölduvirkjun, staðarverkfræðingur við bygg- ingu járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, Vesturlands- vegar í Kjós og byggingu sjúkrahúss í Grænlandi. Áður en Steindór tók við stöðu for- sljóra Framkvæmdasýslu ríkis- ins árið 1992 hafði hann verið framkvæmdasljóri Verkfræði- stofu Stanleys Pálssonar frá 'árinu 1982. Steindór er kvæntur Bjarn- dísi Harðardóttur og eiga þau þrjú börn. 180 milljónir króna. Heildarkostnaðurinn verður um þrír milljarð- ar króna. Af því er ” reyndar tæplega helmingur lóðar- verð. Verðið er frekar lágt miðað við hvað lóðarverð í miðborg Berl- ínar er hátt. Dæmi eru um að lóð- arverð sé 1,5 milljónir fyrir fer- metrann.“ - Hvers vegna bauðst ykkur svona gott verð fyrir lóðina? „Við erum ékki að versla á hin- um almenna markaði heldur við Berlínarborg. Ég býst við að borg- aryfirvöld hafi viljað liðka fyrir því að Norðurlöndin byggðu á lóð- inni því fleiri sendiráð eru í grenndinni. Önnur skýring gæti verið söguleg og falist í því að Svíar og Finnar áttu lóðina að hluta til áður eins og ég sagði frá.“ - Hvaða merkingu hefur sam- vinnan fyrir þjóðirnar? „Mér finnst sjálfum að ákaflega Þjóðuerjar eru að endur- skipuleggja Berlín. merkileg alþjóðapólitísk yfirlýsing felist í því að Norðurlöndin ætli að byggja þarna saman. Verkefnið er staðfesting á skyldleika og vin- fengi þjóðanna og viðhorf Þjóð- veija til samvinnunnar sýnir hvernig þeir líta til Norðurland- anna. Þeim finnst eðlilegt að þau ætli að byggja þarna saman nán- ast sama sendiráðið. Enginn fer úr svona samstarfi fyrirvara- laust." - Ber mikið á framkvæmdum í borginni? „Þjóðveijar eru hreinlega að endurskipuleggja Berlín. Ég nefni að víða, sérstaklega í austurhlut- anum, hafa verið lagðar stórar og miklar lagnir fyrir ofan gangstéttir. Stór pípa, um 50 cm í þvermál, dælir fyllingarefnum og önnur minni, 10-15 cm, dælir sementi. Af þeim er svo tappað inn á byggingarsvæðin samkvæmt mæli. Með því móti er stuðlað að því að minnka þungaumferð við byggingarsvæðin. Nóg er til af lóðum því Berlín var meira og minna sprengd niður í stríðinu og eiginlega er sama hvert er litið, alls staðar eru framkvæmdir og verða næstu árin. Eins og nærri má geta er mikið verk að flytja heila höfuðborg. Þeim flutningum fylgir ekki aðeins að komið sé fyr- ir aðstöðu fyrir sendiráð erlendra ríkja. Erlend stórfyrirtæki eru að koma sér fyrir í borginni. Sony og Mercedes Benz eru t.d. að byggja í nágrenni við norrænu sendiráðsbyggingarnar. Flutning- unum fylgja auðvitað starfsmenn og mikil húsnæðisekla er því í borginni."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.