Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 11 FRÉTTIR ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Mikið vatn hefur áhrif á veiðiskap MIKIÐ vatn er í ám á Suðvestur- og Vesturlandi og býður það upp á aðrar aðstæður en verið hafa í sömu ám síðustu 3-4 sumrin. Það gerir veiðiskapinn ögn erfiðari, því laxinn getur legið á hinum kyndugustu stöðum og ekki endilega þar sem hann er vanur þegar vatnsmagnið er venjulegt eða þaðan af minna. Hefur þetta sett nokkurt mark á veiðiskapinn að undanförnu. Hæstánægðir í Leirvogsá „Það er óhætt að segja að við séum hæstánægðir með gang mála. Það eru komnir um 330 laxar á land og við erum að gæla við að veiðin fari í 5-600 laxa í sumar, enda er nóg af laxi í ánni,“ sagði Guðmundur Magnússon í Leirvogs- tungu í samtali við Morgunblaðið. Aðeins er veitt á tvær stangir í Leirvogsá og því er þetta með því besta sem gerist í laxveiði. Guð- mundur bætti við að vatnið væri heldur mikið og hefði það þau áhrif að minna veiddist en ella, „duglegu maðkveiðimennimir sjá verr til og fá minna en ella,“ sagði Guðmund- ur. Stærsti lax sumarsins veiddist á mánudaginn, 15 punda hængur í Helguhyl. Velheppnaður barnaveiðidagur Barnaveiðidagur SVFR í Elliða- ánum í fyrradag gekk vonum fram- ar að mati stjórnarmanna SVFR sem Morgunblaðið ræddi við. Um 25 krakkar á bilinu 6 til 15 ára mættu til leiks gráir fyrir járnum og þeim fylgdu nokkrir valinkunnir veiðimenn. Alls veiddi hópurinn 16 laxa sem er meiri veiði á síðdegis- vakt heldur en oft hefur verið tekin í sumar þótt fullskipað hafi verið SVERRIR Þorsteinsson, vert í Kaffi Mílanó, veiddi fyrir nokkru stærsta laxinn i Laxá í Kjós í sumar, 17 punda hæng á Colly Dog. Hér hampar hann laxinum. fullorðnum reyndum veiðimönnum. Auk 13,5 punda laxins sem hin sex ára gamla Helga Björg Antonsdótt- ir veiddi á flugu í Hundasteinum, veiddist einn 13 punda lax í Stórhyl á maðk. Friðrik Þ. Stefánsson, for- maður SVFR, gaf í lok veiðidagsins fyrirheit um að ævintýrið yrði end- urtekið að ári. Álftá á góðu róli Nokkuð góð veiði hefur verið í Álftá á Mýrum það sem af er, í gær voru komnir 166 laxar á land. Mik- ið vatn og stundum skolað hefur hins vegar ruglað suma veiðimenn í ríminu því lax hefur gengið úr hefðbundn'um hyljum og lagst á ólíklega staði. Menn hafa verið mis- jafnlega fljótir að átta sig og sumir því ekki veitt sem skyldi, því tals- vert er af laxi í ánni og sjóbirtingur hefur látið á sér kræla að vanda síðustu vikurnar. Stærsti laxinn í sumar er 15 pund og drýgstu veiði- staðirnir Hrafnshylur og Hólkurinn. Toppveiði í Brennunni Veiði hefur verið með besta móti í Brennunni í sumar, en á stundum hafa slæm skilyrði sett strik í reikn- inginn. Heldur hefur dregið úr lax- veiðinni að undanförnu, en góðar sjóbirtingsgöngur hafa bætt það nokkuð upp. í gær voru komnir 176 laxar á land og 100 sjóbirtingar sem flestir hafa veiðst síðustu 2-3 vik- urnar. Þeir eru allt að 6-7 pund og flestir 2-3 pund. Stærsti laxinn í Brennunni í sumar er 19,5 pund. 75 ár frá skipun fyrsta sendi- herrans í GÆR, 16. ágúst, voru 75 ár liðin frá skipan fyrsta íslenzka sendi- herrans. í fréttatilkynningu frá ut- anríkisráðuneytinu kemur fram að hinn 16. ágúst 1920 hafi Sveinn Björnsson, þá hæstaréttarmála- flutningsmaður og síðar ríkisstjóri pg fyrsti forseti íslands, verið skipaður sendi- herra íslands í Danmörku. „Sveinn var skipaður sendiherra af konungi Danmerkur og íslands og skipunarbréfið var meðundirrit- að af forsætisráðherra íslands," segir í tilkynningu ráðuneytisins. „Trúnaðarbréf Sveins var gefið út af forsætisráðherra íslands og stíl- að á forsætisráðherra Danmerkur. Skipun íslenzks sendiherra í Dan- mörku var í samræmi við ákvæði sambandslaganna sem tóku gildi 1. desember 1918 enda höfðu dönsk stjórnvöld skipað sendiherra á ís- landi í ágúst 1919.“ Sveinn Björnsson Bentu á þann sem þér þykir bestur! Ný glæsileg lína Mazda 323 fólksbíla. Aldrei áður hefur jafn skynsamlegur kostur litið jafn vel út! RÆSIR HF SÖLUAÐILAR: Akranes: Bílás sf., Þjóðbraut 1, sími: 431-2622. ísafjörður: Bílatangi hf., Suðurgötu 9, simi: 456-3800. Akureyri: BSA hf. Laufásgötu 9, sími 462-6300. Egilsstaðir: Bílasalan Fell, Lagarbraut 4c, sími 471-1479. Selfoss: Betri Bílasalan, Hrísmýri 2a, sími 482-3100. Keflavík: Bílasala Keflavíkur, Hafnargötu 90, sími 421-4444. Notaðir bilar: Bílahöllin hf., Bíldshöfða 5, sími 567-4949.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.