Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ VERK Sigurðar Guðmundsson- ar í garðinum heitir Hafsauga. Skúlptúr- garður í N-Noregi í NORÐUR-NOREGI er verið að koma upp gríðarstórum skúlptúr- garði sem nær yfir 40.000 ferkm svæði. Það er Norlands Fylkes- kommune, sem samanstendur af 45 fylkjum, sem stendur að gerð garðsins en áætlað er að komið verði upp 36 skúlptúrum eftir 35 listamenn vítt og breitt um svæð- ið. Áætlað er að uppsetningu garðsins ljúki á þessu ári. í garðinum eru íslenskir lista- menn vel kynntir, Sigurður Guð- mundsson á verk í Sortland, Hreinn Friðfinnsson í Hattfjelldal, Kristján Guðmundsson í Skjerstad og nú er unnið að uppsetningu á verki eftir Huldu Hákon í Vefsn. Listamennimir velja verkum sín- um stað sjálfir. íslensk glerlist í Bodö Bodö er miðpunktur skúlptúr- garðsins en þar héldu glerlista- mennimir Sigrún Ó. Einarsdóttir og Sören S. Larsen sýningu á dög- unum ásamt ungri norskri mynd- listakonu frá Osló, Anne Britt Strömnes. Sigrún og Sören reka glerblástursverkstæðið Gler I Bergvík á Kjalamesi. -----» ♦-■»--- Kammertón- leikar á Klaustri ÁRLEG kammertónleikahelgi hefst á morgun á Kirkjubæjarklaustri kl. 21 með því að fluttur verður Kvart- ett fyrir fagott og strengi eftir Devi- enne en það flytja Georg Kliitsch á fagott, Guðný Guðmundsdóttir, fiðlu, Gunnar Kvaran, selló, og Unnur Sveinbjamardóttir á víólu. Þá verður Pfanótríó í d moll eftir Mendelssohn í flutningi Gunnars, Guðnýjar og Eddu Erlensdóttur, píanó. Því næst syngur Sigrún Hjálmtýsdóttir (Diddú) Vöggukvæði eftir Emil Thor- oddsen, Vögguvísu eftir Jón Leifs og Ljóð fyrir böm eftir Atla Heimi Sveinsson við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmunsdóttur, píanó. Georg og Unnur flytja Dúó fyrir ví- ólu og fagott eftir Spizak og loks syngur Sigrún Ljóð fyrir sópran, flautu og píanó eftir Adam við undir- leik Önnu Guðnýjar og Áshildar Haraldsdóttur, flautu. Laugardaginn 19. ágúst hefjast tónleikamir kl. 17. Sömu tónlistar- menn flytja verk eftir Mozart, Doniz- etti, Glúck, Schubert. Sigrún syngur sex ljóð eftir Rossini og Strauss. Kl. 15 á sunnudeginum verða flutt verk eftir C.P.E. Bach, Mozart og Reger. Sungin verða Ijóð eftir nokkra íslenska höfunéa m.a. Sigvalda Kaldalóns, Þórarin Guðmundsson og Sigfús Einarsson. Þá verður Andante fyrir píanótríó eftir Grieg og tónleik- unum lýkur á því að Sigrún syngur 5 ljóð op. 11 eftir Britten við undir- Ieik Önnu Guðnýjar. Fjölbreytt dagskrá á fimm ára afmæli RúRek djasshátíðarinnar DAGSKRÁ Rúrek djasshátíðarinnar sem haldin er árlega í samvinnu Ríkisútvarpsins, Reykjavíkur- borgar og Djassdeildar FÍH var kynnt á blaða- mannafundi nú í vikunni. Hátíðin, sem hefst þann 3. september næstkom- andi, er nú haldin í fímmta skiptið og hefur mark- ið verið sett hærra en áður af því tilefni. Boðið verður upp á víðfeðma dagskrá og þá glæsileg- ustu til þessa að sögn aðstandenda. Auk 5 ára afmælis hátíðarinnar á Djassvakning 20 ára af- mæli í ár. Undirtitill hátíðarinnar er Djass frá renesans til rapps og vísar til þeirrar breiddar sem boðið verður upp á í tónlistarflutningi. Tónleikar verða 28 talsins á 11 stöðum í bænum. 88 íslenskir tón- listarmenn og 22 erlendir leika á hátíðinni og koma þeir nú í meira mæli en áður frá Mið-Evrópu. Flestir helstu djassieikarar íslands koma fram á hátíðinni. Af erlendum gestum ber helst að nefna belgíska gítarleikarann Philip Catherine, danska trommuleikarann og lagasmiðinn Blackman Thomas sem flytur tónlist sína ásamt tríói sínu og bandaríska rappdúettnum Álways in Action og Richard Boone básúnuleikara’og söngvara sem kemur og tekur lagið ásamt danska saxófónleikar- anum Bent Jædig sem einnig leikur á öðrum tón- Endurreisn og rabb JESPER Thilo saxó- WALLACE Rooney fónleikari. trompetleikari. leikum með landa sínum, saxófónleikaranum Je- sper Thilo. Wallace Rooney og Hillard Ensamble Hápunktur hátíðarinnar er án efa koma banda- ríska trompetleikarans Wallace Rooney og hljóm- sveitar hans sem spilar á tónleikum föstudaginn 8. september á Hótel Sögu. Rooney er rísandi nafn í djassheiminum. Hann lék um tíma með Art Blakey en varð frægur er Miles Davis fékk hann til að blása með sér og stórsveit undir stjórn Quincey Jones á Montreux djasshátíðinni árið 1991 rétt fyrir dauða Davis. Hann hefur gefið út plötur með leik sínum sem hafa fengið afbragðs dóma. Sérstakir afmælistónleikar RúRek verða haldnir utan ramma hátíðarinnar sjálfrar í Hallgríms- kirlq'u, laugardaginn 23.september. Þar eru á ferð- inni norski saxófónleikarinn Jan Garbarek og breski sönghópurinn The Hillard Ensamble. Að- standendur RúReks segja Hallgrímskirkju sérstak- lega vel fallna undir þessa tónlist sem er samruni miðaldasöngtónlistar og nútíma djasssaxófónleiks. Listamennimir hafa gefíð út plötu saman sem hefur náð metsölu hér á landi og erlendis og vak- ið gríðarlega athygli um allan heim. Djasstríó lýkur tónleikaferð sinni um landið í Reykjavík í kvöld Mannlegar tilfinningar Morgunblaðið/Kristinn JIM Black, Chris Speed og Hilrnar Jensson. DJASSTRÍÓ Hilmars Jensson- ar gítarleikara, Chris Speed saxófónleikara og Jim Black trommuleikara lýkur tónleikaröð sinni hér á íslandi með tónleikum á Jazzbamum við Lækjargötu í kvöld og á öðrum tónleikum á sunnudags- kvöldið á sama stað. Á för sinni um landið spiluðu þeir á Akureyri, Seyð- isfírði og Höfn í Homafírði. Jim og Chris em frá Seattle í Bandaríkjunum. Þeir stunduðu nám í djasstónlist í Boston. Chris í New England Conservatory of Music og Jim í Berklee College of Musie, þar sem þeir kynntust Hilmari •Qgjjfóra að spila saman. Þeir búa nú og ||arfa í New York en Hilmar býr hér áíís- landi. Þetta er í fjórða skiptiiYsem þeir koma hingað til tónleikahlpds. „Við spilum í nokkrum hljómsVeit- um hvor um sig úti í New York en ekki öllum á sama tíma. Við leikum m.a. mikið með Andrew D’Angelo sem væntanlegur er hingað til lands að spila á RúRek djasshátíðinni. Við reynum þó að einbeita okkur að okk- ar eigin hljómsveit, sem heitir Hum- an Feel, það er okkar tónlist (Mann- legar tilfínningar, innsk. blm.), sögðu þeir í samtali við Morgunblaðið. Tón- listin sem þeir spila hér á íslandi er aðallega samtímadjasstónlist eftir Hilmar en tónlistin sem þeir leika í þeim sveitum sem þeir starfa í úti er af ýmsum toga þó aldrei sé neinn róttækur munur, oft bara mismun- andi tilfínning í hljómnum og mis- munandi áherslur. Þó erfítt sé að kalla tónlistina sem þeir leika TÓNUST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar KAMMERTÓNLEIKAR Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Elísabet Waage hörpuleikari fluttu tónverk eftir Mist Þorkelsdóttur, Willem de Vries Robbé, Rachmaninov og Jórunni Viðar. Þriðjudagur 15. ágúst 1995. TRÚLEGA er ekki um auðugan garð að gresja, hvað varðar tónverk fyrir fíðlu og hörpu. Helsta ástæðan er að harpan, sem er að framgerð til eitt af elstu hljóðfærum sögunn- ar, nær ekki fótfestu í klassískri tón- list fyrr en Érard kemur fram með pedal-aðferð sína, rétt fyrir aldamót- in 1800. Fyrir þann tíma var harpan stillt í einni tóntegund en með til- komu pedal-tækninnar urðu tón- breytingar mögulegar samtímis því sem leikið var á hljóðfærið. Sagt er að Krumpholz, sem var einn af fyrstu ákveðnu nafni, er hún gjarnan kölluð „free jazz“ eða frjáls djass. Þeir segja að djasstónlistarmenn í dag séu ekki mikið að semja smelli í stíl gömlu „standardanna“, frekar séu menn að bylta sér innan tónlist- arsögunnar og vinna tónlist undir áhrifum frá rokki, heimstónlist og sígiidri tónlist í síauknum mæli. „I dag era það einstaklingamir sem skipta mestu máli en ekki hljóðfærin sem þeir leika á. Það myndi ekki skipta máli þó að Chris spilaði á píanó, það væri samt Chris að spila með sínum hljómi, hann er svo afger- andi,“ segir Hilmar. Tónleikaferð um Landið „Tónlistin hans Hilmars hefur sinn sérstaka hljóm. Það er yndislegt að geta ferðast um og spilað nýja tón- list fyrir fólk. “ segir Jim Black. Þeir segja að viðtökur á Akureyri hafí verið framar vonum og fólk hafi mætt á tónleikana reiðubúið að hlýða á hvað það sem þeir hefðu upp á að bjóða. „Þetta vora frábærir tón- leikar," sagði Hiimar, sem var fyrir- fram hræddur um að vera borinn út ataður tjöra og fíðri. Þeir sögðust hafa spilað í kirkju á Seyðisfírði, sem var ánægjulegt, en Höfn í Homafirði var eini staðurinn þar sem einhveijir snera upp á sig. „Það vora tveir menn sem komu til mín í miðju lagi og heimtuðu endur- greiðslu og sögðu að þeir gætu spilað betur á hljóðfærin en við þó að þeir kynnu ekki neitt, tónlistin var þess hörpusnillingum seinni tima, hafi upphaflega Iært hjá Matthias Haydn, föður Haydn- bræðra, en Matthias var vagnhjólasmiður og söng og lék á hörpu eftir eyranu. Margar tilraun- ir voru gerðar varðandi krómatíska tónskipan hörpunnar og var „króma tíska harpan“, sem Lyon og Pleyel smíðuðu 1894, merkasta tilraunin en fyrir þessa hörpu sömdu Debussy og Énesco eitt verk hvor. Nú er það „þrívirka" harpan sem er notuð og hefur hún um margt svipaða stöðu og píanóið og er eitt af fastahljóðfær- um sinfóníuhljómsveitarinnar. Það var gott styrkleikajafnvægi á milli fíðlunnar og hörpunnar en má vera að Laufey hafí um of haldið aftur af leik sínum varðandi tón- styrk. Tónleikamir hófust á verki eftir Mist Þorkelsdóttur, sem hún nefnir Haustlauf (1994). Verkið er eðlis að þeim fannst,“ sagði Chris og brosti og sagði að það væri bara hluti af lífínu að það líkaði ekki öllum allt sem gert er. Hljóðfæraskipanin telst varla hefðbundin frekar en tónlistin. „Það þótti róttækt síðastliðið haust þegar við spiluðum í Tunglinu án bassaleik- ara með tvo saxófónleikara. Núna eram við gítar, trommur, sax og klarinett," segir Hilmar og Jim bæt- ir við: „Það myndi ekki þykja skrýtið ef óbó, fagott og fíðla myndu leika á kammertónleikum saman eða hvað? Fólk er of fast í formum og hefðum." Chris og Jim hafa báðir leikið inn á fjölda hljómplatna og þar á meðal mjög gegnsætt og þar reynir Mist sig við þjóðleg tónbrot, sérstaklega í miðhluta verksins, og má vera að margt hefði mátt taka öðrum tökum, t.d. í hraða og þar með gefa þessu einfalda verki meiri spennu. Annað verkið á efnisskránni var stuttaraleg sónata, eftir Willem de Vries Robbé, sem þó er á köflum skemmtilega unnin en ákaflega laus í formi. Besti kaflinn var sá þriðji, Adagio, og einnig best leikinn. „Vók- alísan" eftir Rachmanínov er fallegt verk og hljómaði skemmtilega í sam- leik fíðlunnar og hörpunnar, þó nokk- uð gætti þess á lágsviðinu, hversu tónstaða hörpunnar getur verið óviss. Síðasta verkið var íslensk svíta eftir Jórunni Viðar en frumgerðin er fyrir fiðlu og píanó. Elísabet hefur að nokkru umritað píanóröddina fyr- ir hörpu og var ekki annað að heyra eru þijár plötur sveitar þeirra „Hum- an Feel“. í haust er svo væntanleg plata Hilmars Jenssonar sem Jazzís gefur út þar sem þeir félagar leika með Hilmari ásamt Tim Berne, Skúla Sverrissyni bassaleikara og Andrew D’Angelo saxófónleikara. Þremenningamir notuðu tækifær- ið á ferð sinni um landið og skoðuðu markverða staði. „Við erum heillaðir af landinu og náttúrafegurðinni. Við höfum slappað vel af og komum endumýjaðir heim í hina ólíku nátt- úru stórborgarinnar," sögðu þeir að lokum. Tónleikar þeirra á Jazzbarnum í kvöld og á sunnudaginn hefjast kl. 21.30. en að vel hafí til tekist. Fyrsti þáttur svítunnar heitir Ávarp, reisulegur kafli, en síðan tekur við Óttusöngur, fallega spunninn, og þriðji þátturinn eru tilbrigi yfir þjóðlagið, Hættu að gráta, Mangi minn, sem eru.frjáls- lega en vel unninn. Tveir síðustu kaflamir nefnast Fiðlulag og Viki- vaki. Þetta skemmtilega verk Jór- unnar var að mörgu leyti vel flutt, sérstaklega tilbrigðaþátturinn og sömuleiðis óttusöngurinn. Samskipan fíðlu og hörpu þarf ekki síður en aðra kammertónlist, að byggja á langri samvinnu og þrátt fyrir ágætt og öraggt samspil, vant- aði nokkuð á samvirkni í inntónun og meiri hljóðfallsleg tilþrif en hér gat að heyra, því hljóðfallið (hrynur- inn) er einn af fímm meginþáttum tónflutnings, sem vel má nefna inn- tónun, hrynskerpu, hendingamótun, leiktækni og túlkun. Innan hvers þáttar er að finna mörg undiratriði og hefur fáum tekist að hafa fullt vald á öllu því sem þar má til tína. Jón Ásgeirsson Fiðla o g harpa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.