Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 23 LISTIR Ummyndað sýningarrými SÝNING á verkum Hlyns Halls- sonar verður opnuð í Menningar- miðstöðinni í Gerðubergi föstu- daginn 18. ágúst kl. 20. Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968 og nam við Mynd- listaskólann á Akureyri og Mynd- lista- og handíðaskóla Islands og útskrifaðist úr fjöltækni árið 1998. Hann stundar nú nám við Hochschule fiir bildende Kiinste í Hamborg, FH fiir Kunst und Design í Hannover og Kunstaka- demie Diisseldorf. Þetta er fjórða einkasýning Hlyns, en hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum sam- sýningum og framkvæmt gjörn- inga. Hann starfrækir sýningar- rýmið Kunstraum Wohnraum í Hannover og gefur út tímaritið Blatt Blað. Hlynur hefur ummyndað sýn- ingarrýmið í Gerðubergi með því að ljósmynda gólfflísar hússins og flísaleggja síðan með myndun- um. í sýningarskrá segir Hlynur: „Hlutlaust rými er ekki til. I flest- um tilfellum eru eiginleikar góðs sýningarrýmis þó fyrst og fremst þeir að það virki hlutlaust, dragi ekki athygli um of frá sýningunni sjálfri. Sýningarrýmið í Gerðu- bergi er langt frá því að geta talist hlutlaust rými. En það getur líka verið spennandi að fást við rými sem er ekki hlutlaust og hefur einhver sterk einkenni. Það skiptir því máli hverskonar verk eru sett inn í rými sem kemur jafnvel til með að stela athyglinni frá verkunum. Eða þá að rýmið virkar þannig á verkin að þau virðast vera líkt og aðskotahlutir. Það var þetta sem vakti áhuga minn. Rýmið sjálft er útgangs- punktur sýningarinnar og um leið inntak hennar." Yið opnun sýningarinnar frem- ur Hlynur gjörning sem ber nafn- ið Níu staðir. Sýningin verður opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13-19 og föstudaga til sunnudaga kl. 13-16 og stendur til 15. október. Tveir vin- ir á hrað- ferð KVIKMYNPIR Bíóborgin/Saga- bíó/ Borgarbíó á Ak- urey ri Tveir með öllu „Bad Boys“ ★ ★ 1/2 Leikstjóri: Michael Bay. Framleið- endur: Don Simpson og Jerry Bruck- heimer. Aðalhlutverk: Will Smith, Martin Lawrence, Téa Leone, Tcheky Karyo. Columbia 1995. SPENNUMYNDIN Tveir með öilu eða „Bad Boys“ er líklega einhver besta svertingjahasarmynd sem komið hefur hingað í langan tíma enda framleiðendurnir, Don Simpson og Jerry Bruckheimer, þekktir fyrir gott afþreyingarefni (Löggan í Bev- erly Hills, „Top Gun“). Og það er þessi mynd, góð afþreying en heldur ekki neitt meira. Hún er byggð í kringum mest notuðu hasarmyndaformúlu sem um getur, tvo félaga í löggunni, og minnir strax á fjöldann allan af spennumyndum síðustu ára („Lethal Weapon" kemur strax upp í hug- ann). Will Smith og Martin Lawr- ence leika löggufélagana og sam- kvæmt formúlunni er samband þeirra einkar stirt sérstaklega eftir að þeir verða að þykjast vera hvor annar í leit sinni að heróínþjófi, sem Tcheky Karyo leikur ágætiega og er auðvitað evrópskur eins og form- úlan krefst. Atburðarásin er drifin áfram mest af argi og gargi félag- anna, sem svo garga á yfirmann sinn sem gargar á móti. Myndin er mjög góð á meðan á hasarnum stendur en þess á milli dettur hún niður í voðalegt garg. Stíllinn er ákaflega poppaður eins og við þekkjum úr öðrum Simp- son/Bruckheimer smellum. Klipp- ingar eru mjög hraðar, myndavélin er á sífelldri hreyfingu í kringum leikarana og svo er sýnt hægt þegar það á við. Nærmyndir eru allsráð- andi, enda passar myndin betur í sjónvarpskassann þannig þegar hún kemur út á myndbandi, og tónlistin ýtir vel undir hasarinn. Aðalleikar- arnir, Smith og Lawrence, vita að í þessum myndum gengur allt út á að vera svalur og fyndinn og þeir eru það báðir svona eins og Eddie Murphy var í svipuðum formúluhas- ar fyrir mörgum, mörgum árum. Það er fyrst og fremst hasarinn sem heldur þessari afþreyingu gang- andi. Hann er oft mjög skemmtilega útfærður undir leikstjórn Michael Bays og gerir Tvo með öllu að ágætri bíóferð þótt hún sé aðeins skyndi- biti, sem maður á að gleypa í sig á mikilli hraðferð. Arnaldur Indriðason PABBI/MAMMA Allt fyrir nýfædda barnib ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 - S. 5512136 HAGKAUP fyrir fjölskylduna .. HELGARTILBOÐ Dagana 17., 18. og 19. ágúst verða kynningar í öllum verslunum Hagkaups á pasta- og pastaréttum. Kynnt verður Barilla pasta, Uncle Ben's pastasósur, fersk Myllu hvítlauksbrauð, Heidelberg salatsósur, íslenskt grænmeti, Búrfellsbeikon og rjóma- og gráðostar. Nýtt greiðslukortatímabil Barilla spaghetti og Uncle Bens pastasósur 169 kr. pakkinn Fersk Myllu hvítlauksbrauð fín/gróf 149 kr. stykkið Búrfells beikonsneiðar 689 kr. kílóið Heidelberg frönsk hvítlaukssósa 99 kr. flaskan Gráðostur 200 g 189 kr. stykkið Barilla pastakuðungar og McCormic pastasósur saman í pakka 99 kr. pakkinn Rjómaostur 400 g 198 kr. stykkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.