Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UNDIRHEIMAR HÖFUÐBORGAR- SVÆÐISINS /3LÆPASTARFSEMI í svokölluðum undirheimum höfuðborgarsvæðisins er umfjöllunarefni frétta- skýringar hér í blaðinu síðast liðinn sunnudag. Þar segir að í flestum tilfellum sé helber tilviljun hvar inn- brotsþjófar, sem flestir séu eiturlyfjafíklar, beri niður. Á hinn bóginn sé meira skipulag á viðskiptum með þýfi, það er á starfsemi aðila sem kaupi þjófstolin verðmæti og greiði aðallega með eiturlyfjum, einkum amfetamíni. Þess séu einnig dæmi að aðilum, sem stol- ið er frá eða jafnvel tryggingafélögum þeirra, sé falboð- ið þýfið. Heimildarmenn, sem fréttaskýringin byggir á, telja að allt að 200 til 300 fíklar stundi þjófnaði úr heima- húsum, fyrirtækjum og bifreiðum til að fjármagna fíkn sína. Þeir leita einkum að verðmætum, sem auðvelt er að afsetja, svo sem tölvum. Síðan liggur leiðin til þeirra sem verzla með þýfið, greiða fíklunum, oft með eiturlyfum, um þriðjung svartamarkaðsverðsins, og koma þýfinu í peninga eftir ýmsum leiðum. „I undir- heimum Reykjavíkur er stóri framadraumur þeirra, sem þar hafa tögl og hagldir, sá“, segir í fréttaskýringu blaðsins, „að þeir verði sá, sem nær að koma skipulagi á óreiðuna og stendur uppi sem guðfaðir íslenzkrar mafíu, sem beri nafn með rentu.“! Ástandið og framvindan í þessum efnum er löngu óviðunandi fyrir fólk og fyrirtæki hér á höfuðborgar- svæðinu. Nauðsynlegt er að bregðast við vandanum með marktækum hætti - áður en hann vex í illviðráðan- legan óskapnað. í þessum efnum duga engin vettlinga- tök. Efla þarf löggæzlu, sem þessum málum sinnir, og herða viðurlög. Nýtt fangelsi, sem senn kemur í gagnið, á að auðvelda að taka höfuðpaura starfsemi af þessu tagi, sem og annað brotafólk henni tengt, úr umferð. Og síðast en ekki sízt þarf að hjálpa fíkl- um, sem í raun eru langt leiddir sjúklingar, til heilsu og heimkomu í samfélag heiðarlegs, vinnandi fólks á nýjan leik. Mergurinn málsins er sá að það er meir en tíma- bært að tryggja - að þessu leyti og mun betur en nú er gert - eignir og öryggi heimila, fyrirtækja og ein- staklinga i íslenzku samfélagi. GEGN VILJA FÓLKSINS TjAÐ ER EKKI hlutverk kjörinna fulltrúa almenn- -*■ ings að ganga gegn augljósum vilja meirihlutans. Slíkt er andlýðræðislegt og í engu samræmi við nauð- synlegt siðgæði í opinberu lífi. Þetta hefur þó gerzt nú í sameinuðu sveitarfélagi Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna, sem hlotið hefur nafnið Reykjanesbær með fulltingi níu bæjarfulltrúa af ellefu. Samþykktin er gerð, þótt ljóst sé að yfirgnæfandi meirihluti íbúa þessa sameinaða sveitarfélags er andvígur nafninu. Nægir að benda á þá afstöðu, sem kom fram í atkvæða- greiðslu 8. apríl sl., þar sem 71% þeirra treysti sér ekki til að samþykkja nafnið Reykjanesbær eða orðs- krípið Suðurnesbær. Til hvers var atkvæðagreiðslan haldin, ef fyrirfram var ákveðið að hunza afstöðu fólks- ins? Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun sinni, að nærtækasti valkosturinn á nafni fyrir nýja sveitarfé- lagið sé Keflavík. Á heimskortinu skipar Keflavík sér við hlið örfárra íslenzkra örnefna, sem þekkt eru utan landsteinanna, eins og t.d. Geysir og Hekla. Ætli mönnum brygði ekki í brún, ef meirihluti hreppsnefnd- ar ákvæði að kalla Geysi Biskupstungnahver? Morgunblaðið/Kjartan Þorbjörnsson FYRIR fáeinum árum var örfoka land við Skógey við Hornafjörð. Þar er nú fjölbreyttur gróður í votlendi og kríur og endur verpa við tjörnina. ATÆPUM áratug hefur undraverður árangur náðst við uppgræðslu 4.000 hektara örfoka lands við Skógey í Hornafirði. Þar hafði uppblástur og sandfok eytt öllum gróðri á þessum fyrrum slægj- um og beitarlandi Hornfirðinga, sem heimildir herma að hafi verið byggt 18 bæjum fyrr á öldum. Frá því fyrst var sáð í Skógey árið 1986 hefur gróður sótt á sandinn og leir- urnar ár frá ári og nú er svo komið að þorri svæðisins er gróinn og Skógey er orðin griðland fjölbreytts fuglalífs. „Þetta er einhver glæsilegasti árangur sem náðst hefur í land- græðslustarfi hér á landi og það má segja að hann sé vel til þess fallinn að efla landgræðslumönnum og öllum Islendingum eldmóð til landgræðslustarfs. Það er erfitt fyr- ir vegfarandann sem fer um í dag að trúa því hve stutt er síðan þetta var allt sandi orpið,“ segir Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri. Eyddist í sandbyljum Annálar greina frá því að sand- byljir hafi leikið þetta engjaland Hornfirðinga grátt fyrr á öldum en á nítjándu öld og fram á þessa er ljóst að þar var gróður í góðu horfi fram á þessa öld. Hornfirðingar sem komnir eru yfir miðjan aldur minn- ast þess þegar bændur heyjuðu í Skógey og Hrísey. 1009 gekk mikill sandbylur yfir Skógey og fyllti lautir svo engjar tók af. Gróðureyðingin jókst við sandbyl 1929 og þegar sandur gekk enn yfir 1959 jókst gróðureyðing til muna og réði miklu um þann upp- blástur sem síðar varð. Um árabil urðu Hornfirðingar fyrir miklum óþægindum vegna sandstorms frá Skógeyjarsvæðinu sem gekk við til- teknar aðstæður yfir byggðina á Höfn og raskaði jafnvel atvinnu- og bæjarlífi. Endurheimt og uppgræðsla Skóg- eyjar komst á dagskrá landgræðslu hér með þjóðargjöfinni 1974 og þeim landgræðsluáætlunum sem eftir fylgdu. Forsenda þess að stöðva landeyð- inguna og endurheimta landið var að beisla Hornafjarðarfljót og Hof- fellsá, sem flæmdust um svæðið og fauk úr leirunum þegar minnst var í ánum. Ánum var því komið í far- veg með gerð varnargarða og graf- inn var stokkur fyrir farveg Hof- fellsár. Tilraunasáningar sem gerðar voru í nokkra tugi hektara lands gáfu góða raun og árið 1986 var Þrúðmar Sigurðsson bóndi í Miðfelli ráðinn landgræðsluvörður á svæðinu og hefur hann haft umsjón með starfinu síðan. Þá var Skógey girt og friðuð fyrir búfjárbeit og í fram- Sigrast á sandinum Skógey í Homafirði er veglegur minnisvarði um árangur í landgræðslustarfi undanfarinn áratug. Pétur Gunnarsson fór í Skógey og kynnti sér þann árangur sem þar hefur náðst. SÉÐ heim að Árnanesi frá leirunum á Skógeyjarsvæðinu. EGILL Jónsson alþingismaður var leiðsögumaður Morgunbláðs- manna um svæðið en hann hefur verið sérstakur áhugamaður um uppgræðslu svæðisins og var einn frumkvöðla þess að hafist var þar handa við landgræðslu. Hann sýndi ljósmyndaranum klifurjurt- ina umfeðming sem er sjaldgæf hér á landi en hefur náð nokk- urri útbreiðslu á svæðinu. Á þessum stað var fyrir fáum misserum stórgrýtt en umfeðmingurinn hefur vafið sig um gijótið og rutt öðrum gróðri braut. 5km haldi af því hófst markviss upp- græðsla svæðisins. Vötnin beisluð Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri sagði að aðstæður við Skógey hefðu verið mjög sérstakar þar sem uppgræðslutilraunir hafi orðið að haldast í hendur við aðgerðir til að verjast ágangi vatnanna og mark- visst og stórt átak í uppgræðslu til að hefta frekara sandfok. Mestu réði um þann frábæra árangur sem náðst hefur að tekist hefði að gera stórt átak í upphafi en þó einkum frá árunum 1988-1992. Einnig hafi há grunnvatnsstaða átt þátt í því hve vel tókst til. Alls hefur verið sáð í um það bil 3.000 hektara lands á svæðinu sem kennt er við Skógey, aðallega tún- vingli en einnig vallarsefgrasi og melgresi. Þá var plantað nokkru af víði en í kjölfar grassáninganna náði villtur íslenskur víðir að breið- ast út, eins og fjölmargar aðrar gróðurtegundir sem numið hafa þarna land og náð mikilli útbreiðslu. Sveinn segir að hin skjóta gróð- urframvinda á svæðinu hafi komið landgræðslumönnum á óvart. Sér- staklega væri gaman að fylgjast með skriðlynggresi, sem virðist kunna vel við sig í rakanum á leir- unum, þar sem það breiðist hratt út, sigrast á sandinum, bindur jarð- veginn og ryður öðrum gróðri braut. Sennilega hafi hagstætt veðurfar í Hornafirði þessi áhrif. Nýtt vistkerfi Á Skógeyjarsvæðinu hefur á tæp- um áratug, sem unnið hefur verið að landgræðslu og svæðinu hlíft við beit og hefðbundnum landnytjum, náð að dafna þar nýtt og ósnortið vistkerfi. Egill Jónsson alþingismaður á Seljavöllum, sem býr í næsta ná- grenni Skógeyjar og er einn af frum- kvöðlum þess að ráðist var í upp- græðslu svæðisins á sínum tíma segir að framfarirnar í gróðurlífi á svæðinu ár frá ári séu ótrúlegar og ekki síður hve fjölbreytt fuglalíf dafni þar og hve mikil fjölgun verði í fuglabyggðini ár frá ári. Mun bera nafn með rentu Egill segist vonast til að á næst- unni verði ráðist í framkvæmdir við slóða við girðingar í útjaðri svæðis- ins til að unnt verði að gera þetta friðland aðgengilegra til skoðunar- ferða en nú er. Skógeyjarsvæðið er þó þegar orðið alleftirsótt útivist- arsvæði og þangað kemur fólk í fuglaskoðun og til að fylgjast þar með landnámi gróðurtegunda. „Fyrr á öldum var þarna skógur og ef landið verður ekki tekið til annarra nytja má segja að það stefni í það að Skógey beri aftur nafn með rentu,“ sagði Sveinn Runólfsson. FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 29 Herferð Bandaríkjaforseta gegn reykingum ungmenna LAGT TIL ATLOGU VIÐ ÖFLUGAN ÞRÝSTIHÓP I I i I Bandaríkjaforseti hefur í nafni heilsuverndar bandarískrar æsku blásið til orustu gegn ein- um öflugasta þrýstihópi Bandaríkjanna, tó- baksframleiðendum, og uppskorið málaferli, sem reynzt gætu langvinn. Auðunn Arnórs- son kynnti sér málið. Reuter BILL Clinton Bandaríkjaforseti bendir á útsmoginn óvin heilbrigð- is bandarískrar æsku, sem hann hefur nú ákveðið að ráðast til atlögu gegn: Tóbaksframleiðendur. BILL Clinton, Bandaríkjafor- seti, lýsti því yfir síðastlið- inn fimmtudag, að hann hygðist ráðast til atlögu gegn sölu tóbaks til ungmenna. „Hernaðaráætlun“ hans felur meðal annars í sér að banna sígarettusjálf- sala og tóbaksauglýsingar á íþrótta- kappleikjum. Grundvöllur tillagna Clintons er sá, að níkotín sé fíkniefni. Tillögurnar eiga að verða að nýrri reglugerð Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkj- anna (FDA), en gefinn er 90 daga frestur á gildistökunni, sem þýðir að þeir sem vilja hreyfa mótbárum verða að gera það innan þessa frests. Tillögunum er ætlað að skera niður reykingar unglinga í Bandaríkjunum um helming á næstu sjö árum. Fyrstu aðgerðirnar eiga að felast í áróðurs- herferð til að upplýsa ungmenni í Bandaríkjunum um skaðsemi reyk- inga. Kostnaðinn við þessa herferð, 150 milljónir bandaríkjadala, á að skylda tóbaksframleiðendur til að bera. I öðru lagi á að banna tóbaks- auglýsingar í sambandi við íþróttavið- burði, þar sem sígarettutegundir eru auglýstar. Ennfremur eiga tóbaks- auglýsingar á vörum sem eru alls óskyldar tóbaksframleiðslu, s.s. hornaboltahúfum og stuttermaboium, að vera bannaðar. Frekari aðgerðum reglugerðarinn- ar er ætlað að felast í eftirfarandi: - Tóbaksauglýsingar yrðu tak- markaðar við svart/hvítan myndar- lausan .texta ef þær birtast í tímarit- um sem eru lesin af stórum hópi unglinga - Tóbaksauglýsingar utandyra yrðu bannaðar innan 300 metra frá skólum og leikvöllum. - Þess yrði krafizt að allir tóbaks- kaupendur sönnuðu aldur sinn. Ald- urstakmarkið verður 18 ár. - Markaðssetningarbrögð á borð við ókeypis sýnishorn eða sölu á stök- um sígarettum yrði bönnuð. - Sala á tóbaki í póstkröfu og í sjálfsölum yrði bönnuð. - Framleiðendur og dreifingar- aðilar yrðu gerðir ábyrgir fyrir sölu tóbaks til ungmenna undir lögaldri. Þar með færist réttarábyrgðin af herðum hins unga kaupanda og smá- söluafgreiðslumannsins. Heilbrigðisstofnanir fagna Þetta skref Clintons hefur verið lofað af tóbaksvarnarsamtökum og heilbrigðisstofnunum um allan heim, með Heilbrigðisstofnun SÞ, WHO, fremsta í flokki. Talið er að um þijár milljónir manna út um allan heim deyi nú á ári hveiju úr sjúkdómum sem rekja megi til reykinga, en WHO segir að í það stefni að þessi tala hækki í um 10 milljónir innan næstu fjögurra áratuga. Talsmaður WHO í Genf sagði á föstudag, að helmingur allra þeirra ungl- inga, hvort sem er karl- eða kvenkyns, deyi af völdum reyk- inga ef þeir byija að reykja sem tán- ingar og halda því áfram frameftir ævinni. Hann sagði stofnunina fagna sérstaklega öllum aðgerðum sem miða að vernd ungl- inga gegn reykingum. Clinton játar sig sekan um dálæti á vindlum Clinton kynnti tillögur sínar á fréttamannafundi, þar sem hann dró ekkert undan og lét tóbaksframleið- endur heyra, að sér væri alvara með að stöðva það sem hann kallaði hræsni í auglýsingamennsku þeirra, sem beint væri gegn börnum. Sala á tóbaki til barna og unglinga undir lögaldri er bönnuð í Bandaríkjunum, en samt er miklum hluta auglýsinga- og markaðssetningarbrellna tóbaks- framleiðenda beint til þessa hóps. Clinton sagði unglinga ekki byrja að reykja fyrir einhveija tilviljun. Þeir væru fórnarlömb auglýsingaherferða sem upphugsaðar væru af hæfustu sálfræðingum og áróðursmeisturum. Þetta segist forset- inn vilja stöðva með aðgerðum sínum nú. Á fundinum var Clinton þráfaldlega spurður um, hvort hann væri hættur að reykja vindla, eins og hann er þekktur fyrir að gera við einstaka tækifæri, þótt hann hafi ofnæmi fyrir þeim. Hann svaraði því til, að málið snerist ekki um það, hvort hann minnkaði neyzlu sína á vindlum úr 5-6 á ári niður í núll eða ekki, heldur um sígarettureykingar barna og ungl- inga í landinu. Hann sagðist ekki reykja „á neinn þann hátt, sem gæti skapað slæmt fordæmi," en játaði sig sekan um að hafa enn ekki alveg lát- ið af þessum ávana sínum. Eins og við var að búast, brugðust samtök tóbaksframleiðenda harka- lega við tillögum Bandaríkjaforseta. Strax eftir að Clinton hafði kynnt hugmyndir sínar lá fyrir kæra frá fimm stærstu tóbaksframleiðendum Bandaríkjanna, sem telja að boðáðar aðgerðir séu ólög- legar. Samtök tóbaks- framleiðenda í Bandaríkjunum eru mjög öflugur þrýsti- hópur, sem stjórnin hefur oft hikað við að ganga gegn. Talsmenn stjórnarinnar í Washington segja að ein leið sé fær til að afstýra því að FDA setji reglugerðina sam- kvæmt tilskipun forsetans, en hún sé sú að þingið setji lög sem kveði á um sömu hluti og reglugerðin. Það sem mest fer fyrir bijóstið á tóbaksframleiðendum er að forsetinn skuli vilja fá tóbak flokkað sem fíkni- efni. Þeir hafa áratuga reynslu af málaferlum, en þau sem framundan eru milli þeirra og forsetans munu verða frábrugðin öllum fyrri. Síðastliðna fjóra áratugi hafa ótal einstaklingar, sem skaðást hafa af völdum reykinga, staðið í málaferlum gegn tóbaksframleiðendum. Fram- leiðendur hafa varizt fimlega öllum slíkum ákærum og unnið hver einustu málaferli af þessu taginu hingað til. Ekkert tóbaksfyrirtæki hefur þurft að greiða svo mikið sem krónu'1 f skaðabætur til reykingaskaðaðra ein- staklinga. ' Skorið úr um lögsögu Aðalatriðið, sem tekizt verður á um í komandi málarekstri, verður ólíkt öllum einkareknum málum. Nú mun dómsvaldið þurfa að skera úr um, hvort ríkisstofnunin FDA, þ.e. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkj- anna, hafi lögsögu í málum er varða sígarettur. í fyrri tóbaks-dómsmálum var ávallt um ábyrgð framleiðanda á framleiðslu sinni að ræða; hvort tób- aksframleiðendur beri ábyrgð á sjúk- dómum tóbaksneytenda, sem - að sögn framleiðendanna - neyta fram- leiðslu þeirra af fúsum og frjálsum vilja. Bandarískir sérfræðingar í dóms- málum álíta, að nú séu líkurnar á að framleiðendur fái niðurstöðu sem er þeim að skapi mun minni en í þeim málum sem fjölluðu um ábyrgð þeirra á framleiðslu sinni. Einn sérfræðinganna, Stuart Fri- edel, lögræðingur í New York, segir langa hefð vera fyrir því hjá banda- rískum dómstólum að taka verulegt tillit til ríkisstofnana, þegar um það er að ræða að túlka hvað falli unife lögsögu þeirra. En ef dómstólarnír álíta aðgerðir stofnunarinnar ganga út fyrir tilætlaðan ramma, „munu þeir ekki hika við að dæma aðgerðirn- ar ómerkar,“ sagði Friedel. Niðurstaða málaferlanna mun að öllum líkindum fara eftir því hve vel FDA hefur undirbúið sitt mál, til að sannfæra dómstóla um að stofnunin hafi lögsögu yfir sígarettum. Fram- leiðendur segja FDA hafa farið út fyrir lögsögu sína. Annað mál sem til kasta dómstól- anna kemur í þessum málaferlum er hvort þær takmarkanir á auglýsing- um sem stofnunin stefnir að brjóti gegn tjáningarfrelsi tóbaksframleið- enda, sem fyrsta grein stjórnaskrfe- innar á líka að vernda. Málflutningur FDA mun byggjast fyrst og fremst á því, að stofnunin hafi lögsögu yfir lyfjum og lækninga- tækjum og því, að sígarettur verði skilgreindar sem framleiðsla, sem falli undir þetta hvort tveggja. Sígar- ettur innihaldi níkotín, ávanabindandi lyf, sem framleiðendur stjórni magn- inu af, og sígarettur séu lækninga- tæki („medical device“), þar sem fólk fái níkotín úr sígarettum. Löng málaferli í vændum Enginn dregur í efa, að tóbaks- framleiðendur stjórni því hve mikið níkotín sé í sígarettum. Aðallaga- þrætan mun snú^t. um það, hverS vegna framleiðend- ur geri það og hver sé tilgangur þeirra með því. Fulltrúar framleiðenda hafa margsinnis haldið því fram að níkotín- magni sé stjórnað eingöngu til að hafa áhrif á bragð og þéttleika fram- leiðslunnar og að níkotín sé hvorki ávanabindandi né lyf. Með tilvísunum í eigin rannsóknir tóbaksframleiðenda sýnir FDA fram á að fulltrúar tóbaksframleiðenda hafi lengi vitað um skaðsemi og ávanabindandi eiginleika níkotíns. FDA heldur meira að segja því fram, að framleiðendur ráðskist vísvitandi með níkotínmagnið í sígarettum til að halda reykingamönnum háðum. Það stoði því ekkert fyrir framleiðend- ur að halda öðru fram í málaferl- unum, sem gætu orðið löng. Stefnan að minnka reykingar ungmenna um 50% Tóbaksframleið- endur hafa unnið öll málaferli í 40 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.