Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ 32 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 AÐSENDAR GREINAR Nám og starfsvett- vangur þroskaþjálfa Signrbjörg Vera Dan Snæhólm Þroskaþjálfi! Hvað er nú það? Hvað gera þroskaþjálfar? SPURNINGAR sem þessar, heyr- _&■ um við, starfandi þroskaþjálfar býsna oft. Okkur fannst því tímabært, þar sem félag þroskaþjálfa átti 30 ára afmæli þann 20. maí sl., að kynna störf þroskaþjálfa svo og það nám sem til grundvallar því starfi liggur. Námið fer fram í Þroskaþjálfa- skóla íslands, sem er þriggja ára framhaldsskóli og eins og segir í námsvísi skólans; „starfar sam- kvæmt lögum sem tóku gildi 1. sept. 1985. Yfirstjóm skólans er hjá Menntamálaráðuneytinu. Hlutverk skólans er að veita nemendum fræði- lega þekkingu og starfsþjálfun til þess að stunda þroskaþjálfun hvar sem hennar er þörf. Ennfremur skal skólinn annast símenntun þroska- þjálfa". Fullt nám við skólann er 15 einingar á önn eða 90 einingar alls. Námið er umfangsmikið og tekur mið af þörfum hins fjölfatlaða, allt frá vöggu til grafar. Meðal námsefn- is sem kennt er í skólanum: Á 1. ári: Heilbrigðisfræði. Hreyfi- þroski og hreyfihömhin. Líffæra- og lífeðlisfræði. Ritgerðasmíð og bóka- safnsvinna. Tónmennt. Uppeldi; (m.a., lög um málefni fatlaðra, við- horf til fatlaðra og aðstæður hins fatjaða). Þroskaleikur. ■ Á 2. ári: Boðskipti; (helstu tjá- skiptaleiðir sem notaðar eru með fötluðum). Fatlanir; (eðlileg þróun andlegs og líkamlegs þroska og af- leiðingar ýmissa sjúkdóma). Hagnýt stjómun. Smitsjúkdómar. Öldrun. Órvun ofurfatlaðra. Að auki er á 1. og 2. ári kennd: Næringarfræði. Sál- fræði; (m.a., félags- fræði og hópferli). Þró- unarsálfræði. Á 3. ári: Fjölskyldan; (samskipti í fjölskyldum og við ijölskyldur). Sið- fræði. Sjúkdómar; (færni í að meta geðræn einkenni og truflanir svo og þekkingu á helstu meðferðarform- um, þar með talin geð- lyf). Stjórnun og fjár- sýsla. Á 2. og 3. ári er einn- ig kennd: Líkamsþjálf- un; (æfingakerfið L.T.B., líkamsvitund, tengsl, boðskipti). Leikræn tjáning. Skapandi starf; sem veitir nemendum uppeldis- og kennslufræðilega undir- stöðu og gerir þeim kleift að vinna á skipulegan hátt að skapandi starfí. Á 3. ári fá nemendur tækifæri til að dýpka þekkingu sína og reynslu á þessu sviði með gerð og fram- kvæmd þjálfunaráætlunar. Skipu- lögð vinnubrögð; þar sem markmiðið er að veita nemendum tækifæri til að tileinka sér þekkingu og fæmi sem þarf til að geta sinnt markvissri þjálf- un einstaklinga með sérþarfir. Nem- endur öðlast auk þess fæmi til að setja upp heildaráætlun og verða að raungera hluta hennar. Táknmál heymarlausra. Störf og starfsvettvangur Eins og sjá má á því er að framan greinir er nám þroskaþjálfa afar víð- tækt og spannar ævinámskeið mannsins frá getnaði til grafar. Þetta leiðir til þess að störf þroskaþjálfa sem og starfsvettvangur þeirra er fjölbreytilegur. Þeir starfa m.a., á dagvistár- og sólarhringsstofnunum, Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkis- ins, elliheimilum, geðdeildum, barna- deildum sjúkrahúsa, Endurhæfíngar- deild Lsp., í Kópavogi, leikfangasöfn- um, skólum og svæðisskrifstofum svo eitthvað sé nefnt. Þroskaþjálfar starfa skv., lögum og reglugerðum Nám þroskaþjálfa er afar víðtækt, segja þær Sigurbjörg Dan og Vera Snæhólm, og spannar æviskeið mannsins frá getnaði til grafar. um málefni fatlaðra. Starfsleyfí veit- ir heilbrigðisráðuneytið. Þroskaþjálf- ar hafa samið eigin siðareglur sem að mati lögfróðra em strangar og tekur starfandi siðanefnd, í félagi þroskaþjálfa, fyrir mál ef og þegar þörf krefur. Vegna þess hve víðtæk- ur starfsvettvangur þroskaþjálfa er, eru starfslýsingar ekki alls staðar þær sömu, en flestir eiga þó eftirfar- andi starfsþætti sameiginlega: Skipulag og stjórnun; skipulag og framkvæmd þroskaþjálfunar er í höndum þroskaþjálfa og á ábyrgð þeirra. Þverfagleg teymisvinna; samskipti við aðra fagaðila s.s., lækna, sjúkra- þjálfa, hjúkrunarfræðinga, iðju- þjálfa, leikskólakennara, sérkennara, kennara, talmeinafræðinga ofl. Skipulögð þjálfun/örvun alhliða þroska; þroskaþjálfun tekur m.a., yfir eftirfarandi þætti: A.D.L. þjálfun (atferii daglegs lífs). Félagslega þjálfun. Hreyfíþjálfun. Málþjálfun. Skynþjálfun. Vitræna starf- semi/hugsanamiðlun. Fundi og við- töl; skýrslugerðir. Gerð áhersluþátta fyrir þjálfunaráætlanir. Samvinna og ráðgjöf við foreldra/aðstandendur. Verkstjórn; sem m.a., felur í sér: Starfsmannahald. Starfsskipulag. Vakta- og vinnuskýrslugerð. Upplýs- ingamiðlun og ráðgjöf. Skipulagningu funda. Lyfjatiltekt og lyfjagjöf. Fjár- mál. Starfsþjálfun þroskaþjálfanema. Hér hefur verið stikað á stóru bæði er varðar nám og starfsvett- vang þroskaþjálfa. Til þessa hafa störf okkar að mestu einskorðast við þjónustu við fjölfatlaða en við sjáum fyrir okkur óplægðan akur, fyrir stétt okkar, í forvörnum og í auknum mæli varðandi málefni aldraðra. Væntanlega svarar þessi grein ein- hveijum af þeim spurningum, sem vakna þegar þroskaþjálfí er spurður hvað starfsheitið þroskaþjálfí merki. Höfundar eru deildarsijórar við endurhæfingar- og hæfingardeild Landspítalans í Kópavogi. „Opin og lýðræðisleg“ vinnubrögð hjá stjórn SVR? í KOSNINGABARÁTTUNNI fyrir borgarstjómarkosningamar í Reykjavík í fyrra vom málefni SVR mikið í sviðsljósinu, en eitt af kosn- ingaloforðum R-listans var að breyta SVR aftur í borgarfyrirtæki. Því miður bar oddvita sjálfstæðismanna ekki sú gæfa að lýsa því afdráttar- laust yfír, að SVR yrði breytt aftur í borgarfyrirtæki héldi Sjálfstæðis- flokkurinn meirihlutanum. Því var það skiljanlegt að margir vagnstjórar hjá SVR, sem fram að þessu höfðu stutt Sjálfstæðisflokkinn, kysu nú R-listann. I öllum málflutningi fulltrúa R- listans var mikil áhersla lögð á að næðu þeir völdum yrði tekin upp opnari, lýðræðislegri og jafnframt manneskjulegri vinnubrögð hjá borg- inni. í ljósi þessa er rétt að fara aðeins yfír hvaða vinnubrögðum stjórnendur SVR hafa beitt á þessu eina og hálfa ári síðan þeir komust til valda. Eitt að því fyrsta sem nýr meiri- hluti gerði var að .komast að sam- komulagi" við þáverandi forstjóra fyrirtækisins að hann léti af störfum. Þegar staðan var auglýst sótti einn af vagnstjórum fyrirtækisins um hana, en hann er menntaður við- skiptafræðingur og hefur jafnframt Nú virðast stjórnendur SVR farnir að taka út einstaklinga, segir Jens Ólafsson, og neyða þá til að segja upp störfum. unnið á Skólaskrifstofu Reykjavíkur. Naut hann stuðnings meirihluta vagnstjóra hjá SVR sem vonuðust til að nú fengi þeirra maður tæki- færi til að stýra fyrirtækinu. Svo fór þó ekki því utanaðkomandi einstakl- ingur var ráðinn sem forstjóri og var vilji starfmanna þvi hundsaður alger- lega við afgreiðslu þessa máls. Uppsagnir vagnstjóra Nú bar svo við fyrr í sumar að áðumefndur starfsmaður, sem starf- að hefur óaðfinnanlega hjá SVR í um 25 ár, var kallaður á fund for- stjóra fyrirtækisins og tjáð að starfs- krafta hans væri ekki lengur óskað. Lítið fór fyrir skýringum á þessari uppsögn öðrum en þeim að hann væri í fullu starfi annars staðar. I vor hafði öðrum starfsmanni fyrir- tækisins, sem einnig hafði starfað hjá því með sóma í ára- tugi, verið sagt upp störfum á sömu for- sendum. Þeim manni var gefinn kostur á að velja hvorri vinnunni hann héldi en í þessu tilfelli var ekki einu sinni um það að ræða. Nú hefur það ætíð verið viðurkennd stað- reynd að vagnstjórar SVR lifa ekki á föstum launum. Því hefur það lengi tíðkast að menn hafí stundað önnur aukastörf jafnhliða akstri hjá SVR. Margir hafa verið í leigubíla- eða sendibílaakstri, verið iðnaðar- menn, gluggaþvottamenn og fleira. I reynd hefur verið þegjandi sam- komulag innan fyrirtækisins um að amast ekki við þessu svo lengi sem menn hafa sinnt sínu starfí. Þetta hefur einnig þýtt að þeir vagnstjór- ar, sem ekki hafa aðra vinnu, hafa haft meiri möguleika á að bæta sér upp launin með aukavinnu. Því hefur þetta fyrirkomulag komið öllum til góða og ekki haft teljandi áhrif á rekstur fyrirtækisins. Nú virðist sem stjórnendur SVR séu farnir að taka út einstaklinga og neyða þá til að segja upp störfum. Því hlýtur spurning að vakna hver verði næstur. Hj ólaflutningar Enn eitt dæmið um sinnuleysi fulltrúa R- listans gagnvart vilja starfsmanna er nýleg ákvörðun stjómar SVR um að leyfa flutning á hjólum á ákveðnum leiðum. Þessi ákvörðun var tekin þrátt fyrir eindregna andstöðu vagnstjóra sem lögðu fram greinargerð á stjómarfundi með rökstuðningi fyrir andstöðu sinni. Meirihluti stjórnar- innar þótti hins vegar lítið til þessa álits koma og kaus að hundsa alger- lega afstöðu vagnstjóranna. Skipulagsbreytingar Nú á vordögum voru gerðar nokkrar breytingar á skipulagi SVR. Einn liður í þessum breytingum var ráðning sérstaks ,þjónustustjóra“ sem m.a. hefur með ráðningar vagn- stjóra að gera og afgreiðslu kvartana yfir vagnstjórum. Fram að þessu Jens Ólafsson hefur sá aðili, sem sinnt hefur þess- um málum hveiju sinni, starfað til fjölda ára sem vagnstjóri og síðar varðstjóri hjá fyrirtækinu og unnið sig upp í þessa stöðu. Hann hefur því þekkt starfið af eigin raun og átt auðvelt með að átta sig á hvenær ástæða hefur verið til aðgerða og hvenær ekki. Þrátt fyrir að hinn nýi þjónustustjóri sé sjálfsagt hinn vænsti maður, og sjálfur hef ég ekki annað en gott eitt um hann að segja, fer ekki hjá því að maður spyrji sig hvað það er sem gerir hann sérstak- lega hæfan tii að sinna málefnum v.agnstjóra SVR. Ekki er mér kunn- ugt um að hann hafi gert mikið af því að aka strætisvögnum eða hafí annað það að bera sem veiti honum sérstaka innsýn í starf vagnstjóra. í þessu sambandi vaknar einnig upp sú spuming af hveiju þessar stöður hafí ekki verið auglýstar, en ef ég man rétt var það eitt af kosningaloforðum R-listans að auglýsa allar stöður. Niðurstaða Af því sem hér hefur komið fram er ljóst að því fer fjarri að R-listanum hafí fylgt opnari og lýðræðislegri vinnubrögð í málefnum SVR heldur hafa þau sjaldan einkennst meir af hroka og yfirgangi. Það hefur því sannast að ekkert var að marka hin stóru orð R-listafólksins og þeir vagnstjórar, sem kusu R-listann í síðustu kosningum, hljóta að hugsa sig vandlega um áður en þeir kjósa hann næst. Höfundur er stjómmáiafræðingur og fyrrverandi vagnsljóri lijá SVR. r Hárnæring Sturtusápa Bodylotion kr. 229 kr-228 kr'229 Olíusápur Montagne Jeunesse Sjampó ^ kr. 229 plp:p. '0. f‘|f) gllÍlfl: kr. 98 FST" % Freyðibað Baðolia kr. 329 kr. 398 Andlitsvatn Hreinsimjólk Næturkrem kr. 298 kr. 298 kr. 454 Dagkrem kr. 398 Augngel kr, 398 .. Gjafakörfur að eigin vali P I gmngpi g j j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.