Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ K!<;■ ”í: Ki, .Tt .K tanirMiín ::*•» FIMMTUDAGUR I7. ÁGÚSTT99F 33 - AÐSEEMDAR GREINAR Af hverju á að loka Tindum? FUÓTLEGA eftir að ríkis- stjórnin var mynduð haustið 1988 urðum við vör við mikinn áhuga á því að stofnað yrði sérstakt meðferðarheimili fyrir unga fíkni- efnaneytendur. Það var samstarfs- nefnd ráðuneyta sem sýndi málinu áhuga og hafði forystu í því. Full- yrt var að um væri að ræða tugi ungmenna sem byggju við hrylli- leg fíkniefnavandamál sem þyrfti að -taka á. Afeitrunarstöð væri úrslitaatriði. Ég varð var við að áhuginn á þessari stofnun var misjafn, en engu að síður var stofnun meðferðarheimilisins á Tindum knúin í gegn. Nú aðeins fimm árum síðar verður Tindum lokað. 1. september næstkomandi. Er þar með óþarfi að reka aðstöðu fyrir unga fíkniefnaneytendur á íslandi? Var stofnun Tinda óþörf? Voru ráðamenn þeir sem áttu að- ild að stofnuninni á sínum tíma hafðir að fíflum? Var fíkniefna- vandamálið ekki eins'alvarlegt og af var látið? Eða hefur fíkniefna- vandamálið verið leyst á íslandi? Hvað hefur gerst? Það var fullyrt að um 150 ung- menni þyrftu á meðferð að halda á ári. Svo margir hafa ekki komið á Tinda; kannski 60 manns á ári?. Af hverju? Er það vegna þess að hinir hafi ekki verið til? Nei. Það er vegna þess að sömu ráðuneyti og stóðu að stofnun Tinda létu það viðgangast að aðrar stofnanir á þeirra vegum settu af stað sérstök ung- mennaprógrömm í samkeppni við hið nýja heimili. Þessár stofnanir áttu sér bakstuðning í stórum félagasamtökum. Þá kom það einnig á dag- inn _ að ekki einasta SÁÁ fór af stað með þessi verkefni á sínum vegum; aðrir vildu líka þessa Lilju kveðið hafa og komu sér á framfæri meðal ann- ars í gegnum fjárlaga- nefnd. Þannig fór sem sé að lokum að faglegt starf vand- aðra aðila til að hjálpa unglingum upp úr eitumotkun varð fórnarlamb dæmigerðra íslenskra stofnana- átaka. Og stjómvöld gáfust upp. En það er ekki mikil reisn yfir þeirri uppgjöf. Tindum verður lok- að en ekkert úrræði hefur tekið við í staðinn. Talað er um að reisa hús í Grafarvogi fyrir nýja tegund meðferðar. Það hús verður ekki tilbúið fyrr en á næsta eða þarnæsta ári. Það er engin skýrsla til um nauðsyn á lokun Tinda. Ekki stafur á blaði. Nema skýrsla frá Hagsýslu ríkisins fyrir fáeinum árum og þá leggst lítið fyrir fé- lags- og heilbrigðiskerfið ef það lætur hagsýsluna segja sér fyrir verkum í þessum efnum. Með fullri virðingu: hagsýslan sér bara rekstur ríkis- ins í dag en hún sér aldrei tjónið sem kann að verða úti í þjóðfé- laginu og hún sér aldr- ei gróða þjóðfélagsins af því að koma í veg fyrir að ungt fólk verði eitrinu að bráð. Því er borið við að meðferðin á Tindum hafi verið dýr. Hún var dýr. En hún varð dýrari vegna þess að stjórnvöldd sneru strax baki við stofnun sem þau höfðu sjálf komið á laggirnar. Rekstur Tinda að meðtalinni eftirmeðferð kostaði alls 200 mill- jónir króna í fjögur ár á saman- lögðu vérðlagi hvers ár. Meðal- kostnaður á hvern vistunardag á þessum fjórum árum var 20 þús- und krónur. Til samanburðar er kostnaður á vistunardag í Efsta- sundi um 21 þúsund krónur, en um 12 þúsund krónur á Sólheim- um 7. Kostnaður á vistunardag að Stóru-Gröf var um 23.500 kr. Það var því ekki kostnaðurinn sem réð úrslitum heldur sú staðreynd að ríkið fór í samkeppni við sjálft sig um vistunarúrræði fyrir ungl- inga. Og nú á að byggja annað heimili fyrir fíkniefnavanda ungl- inga. Enn er ríkið í samkeppni við Er búið að leysa fíkni- efnavandann, spyr Svavar Gestsson, í meðfylgjandi grein, en tilefnið er lokun Tinda eftir nokkra daga. sjálft sig. Er þetta boðleg meðerð á íjármunum skattgreiðenda? Eða er þetta, sem alvarlegast er, boð- leg meðferð á ungu fólki sem verð- ur ægilegasta vágesti nútímans að bráð? Ég spyr. Þegar Tindar voru stofnaðir var Alþingi aðili að þeirri ákvörðun. Alþingi hefur ekki tekið þátt í þeirri ákvörðun að loka Tindum eftir tvær vikur. Starfsfólki varð það fyrst ljóst fyrir 10 dögum að starfseminni ætti að ljúka 31. ág- úst. Það var gengið út frá því að starfsemin yrði í gangi að minnsta kosti fram á næsta ár. Hvað hefur gerst? Tindamálið verður tekið upp þegar Alþingi kemur saman á ný eftir fímm vikur. En stjórnvöld og fjölmiðlar eiga eftir að gera grein fyrir því af hveiju afeitrunarstöð- inni að Tindum verður lokað. Höfundur er alþingismaður fyrir Reykvíkinga. Svavar Gestsson. Ekki verið að ráðskast með Guð DOKTOR Benjamín Eiríksson skrifar hér í blaðið laugardaginn 5. ágúst grein sem ég sé ástæðu til að svara. Ég þakka honum greinina vegna þess að ég fagna þeirri umræðu sem hvetur kirkjufólk til að gera sér grein fyrir málum kirkjunnar. Ég er sammála dr. Benjamín um að ekki fari alltaf saman hið málfræðilega kyn og hið náttúrulega. Úr kirkjumáli má um það nefna orð ýmissa tungumála um heilagan anda. í hebresku er talað um heilagan anda í kvenkyni, á grísku er orðið hvorugkyns en á latínu karlkyns. Dr. Benjamín telur ekki að karlmaður þurfi að móðg- ast yfir að hlýða heitinu vera. Eg er henni (dr. Benjamín) sammála um það. Samt vil ég ekki hlíta því að vera kölluð bróðir. Og ég vil heldur ekki hlíta því að aðeins sé talað um Guð í karlkyni. Það er ekki heiðindómur að tala um Guð í kvenkyni. Umræða okkar í Kvennakirkjunni um Guð í kven: kyni byggist einmitt á Biblíunni. í Biblíunni er talað um Guð með ýmsum orð- um og myndum. Þar er einfaldlega sagt, í 2. Mós. 3.14, að Guð sé. Svo lýsir Biblían því á margan hátt hvað Guð er. Guð er andi, bjarg, ljós, vígi, eldur, Ijón, birna og margar fleiri myndir eru dregnar upp. í sköpunarsögunni í 1. Mós. 1. kafla er sagt að Guð hafí skapað manninn í sinni mynd, karl og konu. Það gef- ur okkur hugmyndir um að tala um Guð í okkar eigin mynd, kvenkyni og karlkyni. Föð- urmynd Guðs hefur hins vegar verið gert svo hátt undir höfði í guðfræði kirkjunnar að hún hefur skyggt á aðrar myndir. Það er föls- un á boðskap Biblíunnar. í Biblí- unni er Guði ekki aðeins líkt við feður og Guði eignaðar atvinnu- greinar karla, svo sem þegar Guði er líkt við konunga, dómara og hershöfðingja. Guði er líka líkt við konur. í Jes. 66.15 er Guði líkt við móður, og í Davíðss. 22.10 Guði líkt við ljósmóður. í Lúk. 15.8 er Guði líkt við konu sem sópar og í Það er ekki heiðindóm- ur, segir Auður Eir Vilhjálmsdóttir, að tala um Guð í kvenkyni. Matt. 13.33 er Guði líkt við konu sem bakar. Jesús líkti sjálfum sér við móður í Lúk. 13.34. Það er ekki rétt að aðeins sé talað um Guð í karlkyni í Biblíunni og það er heiðindómur að halda því fram að eina mynd Biblíunnar af Guði sé karlkynsmynd. Jesús flutti nýjan boðskap um konur. Hann andmælti hinum alda- langa boðskap gyðingdóms og grí- skrar heimspeki um að konur ættu að vera þjónustur karla. Það var mikill skaði kristinnar kirkju að guðfræðingar hennar skyldu ekki fylgja þessum boðskap Jesú eftir heldur taka í staðinn upp hinn gamla boðskap heiðinnar heim- speki og gyðingdómsins um kven- fyrirlitningu. En þessi skaði er ekki óbætanlegur. Við getum bætt hann með því að taka sjálf upp hugmyndir Jesú um konur. I því felst meðal annars að hætta að hugsa aðeins um Guð í karlkyni, hætta að tala um þrenninguna sem hóp þriggja karlpersóna, hætta að ávarpa allt kirkjufólk í karlkyni. í því felst líka að konur og karlar taki á móti frelsinu sem Jesús býður, en til þess þurfa bæði konur og karlar að hugsa nýjar hugsanir og semja nýjan lífsstíl. Kirkjan verður að sjá að það er skylda hennar að taka þessi mál föstum tökum og hætta að vera sú karla- lega kirkja sem hún er. Hún verð- ur að taka upp umræðu um þessi mál núna strax. í kvennaguðfræðinni er talað um Guð sem vinkonu. Með því er ekki verið að ráðskast með Guð. Guð sem er vinkona er ekki hátt upp hafin og hún beitir ekki valdi heldur er við hlið okkar í djúpri og skilningsríkri vináttu sem hvet- ur okkur til að bera ábyrgð á sjálf- um okkur og hjálpa henni við að vernda og bæta sköpun sína. Guð sem deilir bæði völdum, vináttu og umhyggju með öðrum er fyrir- mynd bæði kvenna og karla. Með þessum orðum þakka ég doktor Benjamín Eiríkssyni kær- lega fyrir þessa umræðu en mun ekki hafa hana lengri af minni hálfu. Höfundur er prestur. Auður Eir Vilhjálmsdóttir GERVIGÆSIR Verð: 1 stk. kr. 990. 12 i kassa -10% afsláttur kr. 10.800. 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. SSÚTILlFtSS GLÆSIBÆ - SÍMI581 2922 Biddu um Banana Boat sólmargfaldarann el þú vilt verða sólbrún/n ð mettíma i skýjaveðri. o Yfir 60 gerðir Banana Boat sólkrema, -olía,-gela,-úða,-satva og -stifta m/sólvöm frá i til #50, eða um tvöfalt öftugrí en aðrar afgengar sólarvörur. Banana Boat sólarlinan er fram- leidd úr Aloa Vera, kollageni og elastíni, jojoba, minkolíu, banönum, möndlum, kókos, A, B, D og E vitamínum □ Sértiönnuð sólkrem fyrir íþróttamenn. Banana Boat Sport m/sólv. #15 og #30. □ 99,7% tireint Banana Boat Aloe Vera gel (100%). Hvers vegna aö borga 1200 kr. tyrir kvartlitra af Aloe geli þegar þó getur fengið sama magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 700 kr? Eða tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geti á 1000 kr? Án spímlinu, tilbúinna lyktarefna eða annarra ertandi ofnæmisvalda. Biddu um Banana Boat á sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavikur. Banana Boat E-gel fæst lika hjá Samtökum psoríasis og exemsjúklin- 9a. Mikið úrval af BRIO kerrum & kerruvögnum. Vandaöar regnhlífakerrur frá kr 2.990 stgr. BARNAVÖRUVÉRS1.UN G L Æ S I B Æ SfMI 553 3366 Sameiginleg jörð, siðgæði og fegurð Náttúrulesar snyrtivörur Bjóðum helmingi betur en aðrir. Tilboð fimmtudag föstudag og lauqadaq Þeir sem versla fyrir 2000 eða meira fá frítt 250 gr af baðsalti ÞOllPIl) BORGARKRINGLUNNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.