Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HJÖRDÍS JÓHANNSDÓTTIR + Hjördís Jó- hannsdóttir fæddist á Siglufirði 11. júní 1927. Hún lést á Landspítalan- um 6. ágúst sl. Móð- ir Hjördísar var Unnur G. Ólafsdótt- ir, dóttir hjónanna Guðrúnar Baldvins- dóttur og Ólafs Sig- urðssonar, skip- sljóra á Siglufirði, og faðir hennar var Angantýr Guð- mundsson Guð- mundssonar, skóla- skálds. Foreldrar hennar gift- ust ekki, en móðir hennar gift- ist Jóhanni Þ. Karlssyni, siðar forstjóra, syni hjónanna Jón- asínu Dómhildar Jóhannsdótt- ur og Karls Sigurðssonar, bónda að Draflastöðum í Fnjóskadal. Jóhann ættleiddi Hjördísi um það bil ársgamla og gekk henni að öllu leyti í föður stað. Systkini Hjördísar í móðurætt eru Ólöf Dómhild- ur, (Unnur) Guðrún og Karl Eggert - Jóhannsbörn. Hjördís giftist 20. júlí 1952, eftiriifandi manni sinum, Mar- inó Davíðssyni, rafvirkja, syni hjónanna Vilborgar Jónsdóttur og Daviðs Stefánssonar, bónda að Asláksstöðum á Vatnsleysu- strönd. Hjördís og Marinó bjuggu mest allan sinn búskap að Gnoðarvogi 66 í Reykjavík. Börn þeirra og aðrir afkomendur eru: 1) Davíð Vil- berg, f.23.7. 1953, d. 1.1. 1971. Dóttir hans er Hjördís, f. 24.5. 1970, móðir María Gunnarsdótt- ir. Sambýlismaður Hjördísar er Hall- dór Björnsson. Þeirra barn er Gauti Gunnar, f. 7.3. 1995. 2) Guðrún Dröfn, leikskóla- kennari, f. 18.2. 1957. Sambýlismað- ur Guðrúnar er Stefán Sig- uijónsson. Þeirra börn eru Dav- íð, f. 24.4. 1991, og Sólrún, f. 14.5. 1994. 3) Eggert Már, hús- gagna- og gítarsmiður, f. 27.10. 1962. Sambýliskona Eggerts er Kristín Barkardóttir. Hjördís stundaði nám við Samvinnuskólann og ennfrem- ur við verslunarskóla í Oxford. Einnig lagði hún stund á píanó- nám og leiklistarnám. Áður en hún giftist, starfaði hún á skrif- stofu Þjóðleikhússins og lék einnig lítið eitt í leikritum leik- hússins á fyrstu árum þess. Eftir giftingu starfaði hún með hléum utan heimilis við skrif- stofustörf ásamt því að sinna húsmóðurstörfum. Hjördís verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 15. NÚ HEFUR móðursystir mín, Hjör- dís, kvatt þennan heim. Hún var elst þriggja systra, næst kom móð- ir mín, Olöf, en yngst er Guðrún. Enn yngri en þær er svo bróðirinn Karl. Milli þessara þriggja systra hefur ætíð verið mjög náið samband og hafa þær því alla tíð verið hluti af tilveru minni. Móðir mín og Dísa, eins og hún var alitaf kölluð innan Qölskyldunnar, höfðu oftast daglegt samband sín á milli þannig að nærri má geta hversu vel þær hafa verið kunnugar högum hvor annarrar. Elstu minningar mínar um Hjör- dísi, sem og myndir af henni frá yngri árum, sýna ákaflega fallega unga konu með mikið ljóst og fal- Crfisdrvkkjur trri: VeMingohú/ið GBPi-inn Sími 555-4477 lega liðað hár, vel dregnar auga- brúnir og skýra andlitsdrætti. Lífíð virtist brosa við henni. Hún var fallega systirin en í raun voru þess- ar þijár systur ákaflega ólíkar. Móðir mín bast föður mínum ung og helgaði sig húsmóðurstarfinu og bamauppeldi af heilum hug og mik- illi atorkusemi. Skapgerð Guðrúnar yngstu systurinnar var spunnin allt öðrum þráðum og í bemskuminn- ingum mínum rennur mynd hennar og Sölku Völku saman í eitt enda bjó hún á heimili foreldra minna þegar ég fyrst las það verk. í minni túlkun dró Salka Valka dám af Gunnsu, og öfugt. Hjördísi er að vissu leyti erfíðara að lýsa. Löngu áður en ég komst til vits og ára fékk ég einhvem óljósan grun um að hún hefði kannski ekki lagt það fyrir sig í líf- inu sem hugur hennar stóð til. Eg vissi að hún hafði unnið ýmis störf, á skrifstofum, lagt stund á leiklist og forframast nokkuð í sínu lífí. En á þessum tíma hefur sjálfsagt flestum ungum konum fundist að þær ættu að stofna heimili og ger- ast húsmæður hvert svo sem hugur þeirra stefndi að öðru leyti. Vafa- laust hefur þetta átt við um Dísu. Hún stofnaði heimili og eignaðist ERFIDRYKKJUR P E R L A N síml 562 0200 Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677 ai S. HELGASON HF ISTEINSMIÐ JA böm og unni sinni fjölskyldu ekki síður en aðrir í sömu sporam. En smám saman slokknaði nokkuð á lífsneistanum sem einkenndi hana á fyrri áram og ekki bætti úr skák að hún átti við talsvert heilsuleysi að stríða, einkum hin síðari ár. Banamein hennar greindist þó ekki fyrr en nokkram dögum fyrir and- látið og sjúkrahúslega hennar varð ekki lengri en rétt um ein vika. Engum sem þekkti hana duldist þó að hún hafði mátt þola umtalsverð- ar kvalir og vanh'ðan um alllangt skeið og hefði vafalaust margur borið sig verr í hennar sporam. Kannski var hún orðin heilsuleysinu vön en þó er mér kunnugt um að henni fannst erfítt að sætta sig við að geta ekki orðið sjálfri sér og sínum nánustu meira að liði, vissi vart hvað til bragðs skyldi taka til að snúa þeirri þróun við. Loks þeg- ar líknin kom hafði sjúkdómurinn heltekið allan líkama hennar og dauðastríð í raun hafist er hún lagð- ist inn á sjúkrahús. Það mun hafa komið illa við suma af hennar nán- ustu að gefast vart tími til að kveðja hana en auðvitað er dauði einstakl- ingsins ein af staðreyndum tilver- unnar sem okkur ber að sætta okk- ur við. Besta huggunin á slíkum stundum er minningin um einstak- ling sem hefur ætíð reynt að gera sitt besta og ekki lagt stein í ann- arra götu. Aldrei minnist ég þess að Dísa segði hnjóðsyrði um nokkum mann. Hún lifði sínu lífí í friði við menn og náttúra. Hér á áram áður hafði hún mikið yndi af góðum bókmennt- um og stundum ræddum við það sem hún hafði lesið. Hún sagði mér að sínar bestu stundir væra þegar hún kæmist snemma í rúmið með góða bók sér við hönd. Einnig vora blómin hennar yndi og átti hún erf- itt með að standast freistinguna að fá græðling eða afleggjara þegar hún sá fallega plöntu. Hygg ég að hún hafí komist næst því að kom- ast í kast við lögin hafi hún ein- hvem tíma látið undan þeirri freist- ingu að taka afleggjara ófijálsri hendi, ekki skal ég þó staðhæfa að það hafí nokkum tíma gerst. Eitt á ég meðal annars Dísu að þakka en það er að hún læknaði mig borgarbamið af dýrafælni. Langt fram eftir aldri mátti ég ekki vita af neinum dýram í návist minni og ekki fóra kettir varhluta af óhemjuskap mínum. Átti ég það jafnvel til að æpa upp ef þeir gerð- ust nærgöngulir og hafði ég þar enga stjóm á viðbrögðum mínum. En frænka mín kunni að lækna svona hegðun. Þannig var að hún átti alltaf einhver gæludýr og eink- um voru kisurnar hennar í miklu afhaldi. Dóttir mín komst svo á snoðir um að flölgun hefði orðið hjá Dísu en hún vissi sem var að það yrði tómt mál að tala um að fá kött á heimilið við óbreytt ástand. En þær tóku sig saman, telpan, amman og ömmusystirin og settu upp hernaðaráætlun. Fyrst völdu þær kettling sem átti að verða heim- ilismaður okkar. Síðan var ég boðuð til saumaklúbbs á heimili Dísu og átti mér einskis ills von. Sem ég sit í sakleysi mínu í sófanum hennar bregður hún sér allt í einu frá og kemur að vörmu spori til baka og leggur kettlinginn útvalda í keltu mína (reyndar fannst mér alltaf að hún hefði kastað honum til mín). Viðbrögð mín vora sem vænta mátti. Hins vegar átti ég ekki hægt um vik þama í stássstofunni, varð að reyna að hemja mig og sá enda að mér gæti vart stafað mikil ógn af þessari litlu vera. Þegar ég hafði síðan jafnað mig að nokkurri stund liðinni, vogaði ég mér að snerta litla kroppinn með einum fíngurgómi og viti menn þar varð til ást við fyrstu snertingu. Nokkru seinna flutti hann heim til okkar og var allt gert til að búa vel í haginn fyrir nýja fjölskyldumeðliminn. Ást fjöl- skyldunnar á þessu dýri varð þvílík að við voram öll einhuga um að aldrei nokkurn tíma hefði jafn fal- legt og gæft dýr verið alið. Kannski var hann eitthvað í ætt við dísuna sína. Bömin voru hins vegar það sem gáfu lífí Dísu mest gildi og má segja að hugur hennar hafí ætíð snúist um þau. Elsta son sinn, Davíð, misstu þau hjón á unglingsaldri og varð það þeim mikið áfall. Það var henni þó mikil huggun að hann hafði þá þegar eignast litla stúlku, sem einnig ber nafn ömmu sinnar, sem ætíð hefur verið henni gleði- gjafí. Ekki síður bar hún hag barna- bamanna tveggja, Davíðs og Sól- rúnar, sem eru rétt að byija að átta sig á tilveranni fyrir bijósti. Þau hafa áreiðanlega gert henni betur kleift að sætta sig við eigin endalok. Einstaklingurinn iifír áfram fyrst og fremst af eigin orðs- tír í hugum annarra og svo að nokkra leyti í afkomendum sínum. Dísa getur verið fullsæmd af hvora- tveggja. Vertu svo kært kvödd, frænka mín, og þakka þér fyrir samfylgd- ina. Aldís Guðmundsdóttir. Dísa okkar er farin, langt um aldur fram. Vissulega hafði hún átt við vanheilsu að stríða um nokkurra ára bil, en að endalokin kæmu svona snögglega óraði okkur ekki fyrir. Við hjónin kynntumst Dísu fyrir réttum fímmtíu áram, og hélzt sú vinátta til hinsta dags, enda var gott að eiga að vini konu, sem gædd var öllum þeim mannkostum, sem Dísa var búin, því hún var yndisleg manneskja í orðsins fyllstu merkingn, glaðvær og trygglynd og hallaði aldrei á nokkum mann. Hún var mjög trúuð kona og var trúin henni mikil stoð í veikindum hennar. Eitt er víst, að ekki urðu margir útundan í kvöldbænum hennar. Dísa varð fyrir miklu áfalli þegar Davíð sonur hennar lést af slysför- um á unga aldri, og kom þá trúin sér vel. Það er alltaf sárt að missa góðan vin, og því betri, sem hann er, því sárari verður missirinn. En „eitt sinn skal hver deyja“ og ekki verður því haggað. Þessi hógværa kona kvaddi þenn- an heim á sinn hljóðláta hátt eins og blóm á haustdegi. Við biðjum góðan Guð að geyma sálina hennar Dísu og gefa fjöl- skyldu hennar styrk i sorginni. Guðný og Ragnar. Það birtir, það birtir af degi. Sem blómregn af himni’ yfir legi í glitfestar geislar sér raða og glóroða sólvanga baða. Og minjamar björtu ég breiði sem bamið í þöp á þitt leiði, - þá gleði og sorganna sjóðu frá samverastundunum góðu. (Guðm. Guðmundsson.) Hún fékk fagurt ferðaveður til fyrirheitna landsins, bjart var yfír og sólin skein á heiðum himni, þeg- ar hún lagði af stað, klukkan sex að morgni þann 6. ágúst siðastlið- inn. Nokkrum vikum áður en Dísa kvaddi hafði hana dreymt mömmu okkar, mamma vildi að Dísa kæmi og sæi húsið sitt - og var búin að pakka niður í ferðatösku fyrir þetta elsta bam sitt. Þótt Dísa hafí lengi átt við van- heilsu að stríða, komu þessi alvar- legu veikindi - og andlát - hennar nánustu í opna skjöldu. Það leið vika frá því hún var lögð inn á sjúkrahús til rannsókna þar til hún var öll. Síðasta sólarhringinn sem hún lifði vissi hún lítið af sér en var þó umkringd sínum nánustu sem reyndu að létta henni, eins og þeir framast gátu, það sem fram- undan var. Dóttir hennar, Guðrún Dröfn, vék ekki frá henni og hélt í hönd hennar þegar hún opnaði augun, brosti - og kvaddi. Við systkinin þökkum henni hlýjuna sem frá henni streymdi til móður sinnar á dánarbeði. Á sínum yngri árum var Dísa ein af glæsilegustu konum bæjarins enda alltaf snyrtileg til fara og vel til höfð. Hún var vel gefin og gekk vel að læra, hafði bæði gengið í Verslunarskólann og Samvinnu- skólann, ásamt því að leggja stund á píanónám í ein sex ár á unglings- áranum. Hún fór til Englands í verslunarskóla í Oxford og bætti þar við kunnáttu sína og þegar heim kom fór hún á einkaritara- skóla sem þá var kvöldskóli og bætti enn við sig menntun. Áður en hún giftist vann hún við skrif- stofustörf hjá Landssambandi ís- lenskra útvegsmanna og varð síðar einkaritari Guðlaugs Róskinkrans, þjóðleikhússtjóra. Hún lærði leiklist í skóla Lárasar Pálssonar og lék nokkur hlutverk í verkum Þjóðleik- hússins á fyrstu árum þess. Eftir giftingu vann hún með hlé- um utan heimilis en helgaði sig heimili og bömum þess á milli. Árið 1970 missti hún elsta bamið sitt, Davíð, þá 17 ára gamlan, af slysföram. Hann var háseti á Goða- fossi og hvarf frá borði í Bandaríkj- unum. Tveir mánuðir liðu frá því hann týndist þar til hann fannst látinn. Sá tími var Dísu og hennar íjölskyldu mjög erfíður og var hún aldrei söm eftir þennan missi. Síðustu árin vora bamabörnin, Davíð og Sólrún, stóra sólargeisl- amir í lífí hennar. Hún lifði fyrir þau og það leið varla sá dagur að hún ekki sæi þau eða heyrði. Þau hændust mjög að henni og hún var þeim mjög kær. Hún var fundvís á smágjafír handa þeim sem aldrei misstu marks. Þegar Davíð litla, 3 ára, var skýrt frá að hann myndi ekki hitta þessa ömmu sína oftar því hún hefði verið mikið veik og væri farin til Guðs, sagði hann full- ur trausts á Guði: „Það er allt í lagi, Guð smíðar bara nýja Lúsu ömmu handa mér.“ Hann kallaði ömmu sína jafnan Lúsu-ömmu, því annar tveggja katta hennar heitir Lúsifer. Kisurnar hennar vissu hvað inni fyrir bjó og vildu hvergi sofa nema í nálægð hennar. Hún hafði ríka kímnigáfu og gott skopskyn, var jafnlynd og ljúf í skapi en jafnframt draumlynd og rómantísk að eðlisfari. Sál hennar var ofín úr fíngerðum þráðum og hún átti þá ósk að heimurinn væri betri en hann er, að öllum liði alltaf vel og hvergi væri stríð né hörm- ungar. Mikill dýravinur strax frá bamæsku — þegar hún var bam í sveit eitt sinn þurfti hún að velja hvort tunna dytti á kálf sem þar var eða á hana - hún lét tunnuna falla á sig. Börnum sínum var hún góð móðir og umhyggjusöm - og sömu umhyggjuna sýndi hún syst- kinum sínum og þeirra börnum. Dísa var elst okkar og við höfum alltaf átt hana þar til nú. Minning- arnar hrannast upp, margs er að minnast og margt er að þakka. Við þökkum elskulegri systur okkar samfylgdina og allar samveru- stundimar í gegnum árin - þökkum henni allt það sem hún var okkur og börnum okkar. Hún skilur eftir sig skarð sem aldrei verður fyllt - lífíð verður okkur snauðara en áður. Blessuð sé minning hennar. Systkinin Guðrún, Ólöf og Karl. Við viljum minnast Dísu frænku okkar með örfáum orðum. Á sunnu- degi berst fregn um að Dísa hafí dáið þá um nóttina eftir afar stutta dvöl á sjúkrahúsi - það er mikil harmafregn. Dísa - þessi góða og skemmtilega kona, hefur alltaf skipað sérstakan sess í fjölskyld- unni og það er erfítt að sætta sig 'við að hún sé svo snögglega hrifin burt frá okkur. Við finnum svo glöggt hversu kær hún var okkur og við munum sakna hennar svo sárt. Hún hafði lengi átt við heilsuleysi að stríða en þrátt fyrir það var hún alltaf kát og skemmtileg. Hún var afar vel gefín og henni var margt til lista lagt. Hún bjó yfir ríkri kímn- igáfu sem fólkið í kringum hana naut góðs af. Þegar hún kom í heim- sókn á stofuna til okkar var það ætíð þannig að allir söfnuðust saman til að spjalla og njóta hennar ein- stöku frásagnarlistar. Hún var góð og kærleiksrík og afar trúuð. Það er huggun okkar nú að henni verður vel fagnað hjá kærleiksríkum guði og þar mun henni líða vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.