Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 39 * Guð blessi fjölskyldu hennar og styrki í sorginni. Ásta, Guðrún og Dröfn Ólafsdætur. Við jólaheimsóknir undanfarinna ára höfum við hjónin fylgst með hvernig heilsu Dísu hefur hrakað ár frá ári. Við síðustu jól varð manni mínum að orði, eftir að við höfðum kvatt hana: „Ætli við sjáum Dísu nokkuð aftur?“ Því miður höfum við nú fengið það svar sem við síst vild- um. Nú er þessi glæsilega mágkona mín öll, eftir langvarandi veikindi. Hún var vel gáfum gædd, en umfram allt var hún gædd ríkri kímnigáfu og átti þá létt með að gera grín að sjálfri sér, þrátt fyrir að hún væri oft lasin. Hún var sann- gjörn og réttsýn, og dæmdi ekki | aðra. Ágirndin og græðgin í verald- leg gæði sem einkennir svo margt nútímafólk, voru henni ijarlæg og | framandi. Sonur hennar Davíð fórst af slys- förum á unglingsárum. Langur tími leið áður en lík hans fannst og varð biðin og óvissan fjölskyldunni þung- bær. Sorg Dísu vegna missis ást- kærs og hæfileikaríks sonar, varð henni mjög sár og markaði djúp spor í líf hennar. Þegar jarðsetning hans að lokum fór fram urðu spor- in þung, bæði fjölskyldunni og öðr- um ástvinum. Davíð eignaðist dótt- | urina Hjördísi og linaði það sorg Dísu. Seinni árin eignaðist hún fleiri mannvænleg barnabörn, sem hún unni heitt, var ákaflega stolt af og veittu birtu í líf hennar. Þær eru ótaldar stundirnar sem við hjónin áttum við kaffiborðið hjá Dísu og Madda. Þar var rabbað, grínast og þrasað. Og enginn gleymir kökunum sem jafnan voru á borðum, því þessi myndarlega ! húsmóðir var óþreytandi við að baka heimsins bestu kökur, svo lengi sem heilsan leyfði. Við hjónin finnum að Dísa er nú sátt að leiðarlokum og hefur náð þangað sem henni er fagnað af ástkærum syni sínum og öðrum látnum ástvinum, handan við móð- una miklu, í landinu bjarta. Elsku Maddi, Gugga og Eggert, hugurinn er hjá ykkur á þessari j sorgarstundu. En minningin um j mæta eiginkonu og móður mun lifa. ' Sveiney Sveinsdóttir, Stokkhólmi. Dagarnir voru þrungnir spennu og tilhlökkun, við vorum ungir leik- listarnemar við leiklistarskólann hans Lárusar Pálssonar árið 1948 . og við áttum framtíðina fyrir okkur. Þarna kynntumst við Dísa Jó. og | brölluðum margt með öðrum skóla- i systkinum, sérstaklega þeim Agn- " esi og Löllu, sem nú eru látnar. Þegar ég kom svo aftur til Reykja- víkur, til að setjast á skólabekk í Þjóðleikhússkólanum, með létta buddu og húsnæðislaus, hljóp Dísa undir bagga, bauð mér að deila með sér íbúð, sem hún leigði ásamt Olgu Pétursdóttur. Ég þáði þetta i með þökkum. Dísa var falleg stúlka, hafði létta ( lund og sérkennilega skemmtilega { kímnigáfu. Við bjuggum saman þennan vetur og nú, þegar hún er horfin okkur, lifna minningarnar á ný, allar góðu stundirnar standa mér ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um og fylla mig söknuði og eftir- sjá. Tírninn og atvikin höguðu því þannig að við Dísa höfðum ekki mikil samskipti þessi síðustu ár, en | sambandið rofnaði þó aldrei, við töluðumst við í síma og hittumst einstaka sinnum og nú vildi ég óska ( að það hefði verið oftar. En svona er lífið, raunveruleikinn er sjaldnast eins og þeir rósrauðu draumar sem okkur dreymir þegar við erum ung og stöndum á þrösk- uldi lífsins, en það er gaman að lifa og takast á við raunveruleikann í blíðu og stríðu. Þannig náum við að þroskast og vaxa og það er gott. Mig langar að kveðja Dísu Jó. j og þakka fyrir góðu stundirnar, um leið og ég bið fjölskyldu hennar ( allrar blessunar. Margrét Ólafsdóttir. JÚLÍANA * * SIG URJONSDOTTIR + Júlíana Sigur- jónsdóttir fæddist á Skjöld- ólfsstöðum í Breiðdal í S-Múla- sýslu 26. júní 1917. Hún lést í Reykja- vík 5. ágúst síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 16. ágúst. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) ELSKU langamma. Takk fyrir allt það góða sem þú gerðir fyrir okk- ur. Guð blessi minningu þína. Vilborg, Helgi, Bjarki og Sóley. Nú kveðjum við elskulega ömmu okkar. Ömmu sem var alltaf svo góð, hlý, mjúk og glæsileg. Ömmu sem var stöðugt að hugsa um vel- ferð okkar allra. Amma ræktaði garðinn sinn allt- af vel á meðan heilsa leyfði og heim- ili þeirra afa og hennar var einstak- lega fallegt og snyrtilegt. Amma tók alltaf vel á móti okk- ur öllum og það sem við kunnum ekki hvað síst. að meta var að hún talaði við okkur krakkana eins og að við værum fullorðnar manneskj- ur. í eldhúsinu hjá ömmu var margt skrafað. Oftast töluðum við um fjöl- skylduna og það hvernig hvetjum og einum vegnaði. Hún sagði okkur frá því sem gerðist á æskuárunum og vissu sína um að hún ætti eftir að hitta aftur þá sem hún hefur kvatt á lífsleiðinni. Við þökkum þér allt, elsku amma, og við sjáumst síðar. Elsku afi við biðjum guð að styrkja þig í sorginni. Þorsteinn, Bjarni, Berglind, Halla, Högni, Hildur og Hrund. í dag verður jarð- sungin frá Dómkirkj- unni í Reykjavík hús- freyjan í Barmahlíð 4. Það eru rösk þijátíu ár frá því atvikin hög- uðu því svo, að ég fór að starfa í verslun í Barmahlíð 4 og kynnt- ist þá húsfreyjunni á hæðinni, Júlíönu Sig- uijónsdóttur, og manni hennar, Þorsteini Erl- ingssyni. Þau kynni hafa haldist síðan allt fram á þennan dag. Það er gott fyrir ungt fólk, sem er að flytja í nýtt um- hverfi að mæta hlýhug og velvilja. Það var mín gæfa að kynnast þess- um hjónum. Það var ekki víl eða nagg, heldur hress blær athafna og framtaks. Húsbóndinn með flokka manna í vinnu ýmist í borg- inni eða úti á landsbyggðinni. Júl- íana var mikil húsmóðir. Heimilið var hennar starfsvettvangur lengst af. Hún bjó eiginmanni og börnum sínum fallegt og gott heimili, þar sem gott var að koma og spjalla um líðandi stund eða hina ýmsu þætti lífsins. Júlíana var hress kona og á stundum hvatskeytt í orðum. Það var hennar háttur, en innra sló við- kvæmt hjarta, sem ekkert mátti aumt sjá eða heyra án þess að finna til og helst að hjálpa eða aðstoða. í snauðum heimi ég hlusta á löngum vökum og heyri þyt af snöggum vængjatökum. Minn engill hefur lyft sér ljóss í veldi það líður aldrei dagur guðs að kveldi. En ég er mold og mæni í heiðniblá á meðan stundaglasið sandkom á. (Einar Ben.) Júlíana var fædd á Skjöldólfs- stöðum í Breiðdal, en foreldrar hennar flytja að Karlsskála í Vöðla- vík þegar hún var tveggja ára. Þar í Vöðlavík átti hún sín bernsku- og unglingsár. Þá var búið þar á hveij- um bæ og margbýlt á sumum. Þar er fallegt, úthafið í austur og fjöllin í skeifu um víkina. Á fimmtánda ári flytur hún með fjölskyldu sinni á Eskifjörð, vegna sjúkleika föður hennar og þar lést hann skömmu síðar. Frá þeim tíma má segja að hún hafi séð um sig sjálf. Fór að vinna þar sem vinnu var að hafa. Lá þá leiðin tii Vestmannaeyja og síðan til Reykjavíkur, þar sem hún átti heima síðan. Þar undi hún hag sínum vel og varð mikill Reyk- víkingur og vildi hvergi frekar búa. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Þorsteini Erl- ingssyni, Filipussonar grasalækn- is. Lengst af bjuggu þau í Skipa- sundi, en frá 1956 í Barmahlíð 4. Þar undu þau hjón hag sínum vel. Þau voru samhent í lífnu. Tóku af höfðingsskap og rausn á móti gest- um. Vildu hvers manns vanda leysa er til þeirra kom. Júlíana hafði ákveðnar skoðanir á þjóðmálum. Samkvæmt sjálfri sér og uppruna sínum taldi hún félagshyggju og samhjálp það form sem farsælast væri. Hún unni fegurð hvar sem hana var að finna, hvort sem það var í myndlist, tónum eða í umhverfinu sjálfu. Slíkra er gott að minnast. Þakka ég og fjölskylda mín margar góðar stundir ýmist heima eða heiman og í hestaferðum. Heimilið og fjölskyldan voru henni ákaflega hjartfólgin. Nú hin síðari ár er heilsan fór að bila var henni fátt meiri ánægja en velgengni barna og barnabarna. Áfangar Arnar á listaferli sínum voru henni mjög hjartfólgnir. Veik- indum sínum tók hún af stillingu, kvartaði ekki, staðráðin í að kom- ast yfir þau. Þorsteinn, maður henn- ar, annaðist hana af kostgæfni og kærleika síðustu mánuðina, þar til fyrir fáum vikum að hún fór á hjúkrunarheimilið Eir, þar sem hún lést. Jarðneski andi, hvað er vor heimur? í ómælisdjúpi ein brothætt skel. Þar sker oss í augu sálna sveimur með sigur viljann og ódauðlegt þel. Algeimis mál er hörpuhreimur, sem hjörtu nema og skilja vel. Maður, hvers virði er moldar seimur, móti því einu - signir þú hel. (Einar Ben.) Eiginmanni hennar Þorsteini Erl- ingssyni, börnum þeirra Sigrúnu, Kristínu og Erni og fjölskyldum þeirra og barnabarnabörnum og öllum ástvinum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Júlíönu Sig- uijónsdóttur. Hreinn Árnason. Við kistulagningu ömmu minnar Júlíönu var litla nafna hennar, dótt- ir mín, Júlíana Kristín, skírð. Séra Sigfinni hefði ekki getað mælst betur en þegar hann sagði að von- andi myndi Júlíana litla ekki bara erfa nafn langömmu sinnar, heldur líka alla hina góðu eiginleika henn- ELIN SIGTR YGGSDÓTTIR + Elín Sigtryggs- dóttir fæddist í Héraðsdal í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði 16. júní 1923. Hún lést á Fj ór ðungssj úkra- húsinu á Ákureyri 30. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akur- eyrarkirkju 16. ág- úst. í ÞESSARI minning- argrein ætla ég í fáum orðum að minnast ömmu minnar. Ég og Ella amma mín höfðum tengst mjög mikið síð- astliðin ár á mjög persónulegan og andlegan hátt. Við vorum eins konar trúnaðarvinkonur og hún var einnig verndarengillinn minn og verður það vonandi alltaf. Ég má teljast mjög heppin, því ég fékk að kynnast henni mjög vel og sá ég hana á hveijum einasta degi og ef ég sá ömmu mína ekki í nokkra daga myndaðist eins konar tómarúm inni í mér. Hún var mjög lífsglaður persónuleiki og var hún ætíð brosandi og hlæj- andi og held ég að enginn hafi verið eins óhræddur við dauðann og hún var. Hún sagði mér að dauðinn væri bara einn mikilvægur punktur í lífinu sem enginn ætti að vera hræddur við. Ég held að Elín amma mín hafi kennt mér allar mikilvægustu stað- reyndir lífsins bæði þær óumflýjanlegu og þær flýjanlegu. En ég held að ég ætti að gleðjast yfir þeirri guðsnáð að hún hafi fengið að fara eftir alla þessa kvalafullu mánuði en auðvitað mun ég sakna hennar sárt og djúpt en alltaf skal ég muna það svo lengi sem ég lifi að amma vildi hafa alla í kringum sig glaða og ánægða svo ég held að ég minnist allra þeirra góðu minn- inga sem amma mín gaf mér. Svo að lokum vil ég þakka öllum sem hafa veitt mér mikinn stuðning og auðsýnt mér samúð. Dagbjört Pálsdóttir. Við viljum í stuttu máli minnast elskulegrar ömmu okkar Elínar Sigtryggsdóttur. Hún Ella amma var einstök kona. Hvað sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún af dugnaði og samviskusemi. Þar er af mörgu að taka. Auk þess að stunda vinnu sína af mikilli eljusemi lét hún gott af sér leiða hjá hinum ýmsum félagasamtökum. Ávallt sat vellíðan annarra í fyrirrúmi hjá ömmu og mikill frið- ur ríkti í kringum hana. Þetta ásamt smellnum tilsvörum og skemmtilegri kímnigáfu veitti henni hlýlegt viðmót og góða nær- veru. Enda naut hún hlýhugar fjölda fólks í veikindum sínum. Amma var baráttukona með hjarta úr gulli eins og sýndi sig allt til hennar síðasta dags. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að vera samvistum við hana á lífs- leiðinni. Takk fyrir tímann sem með þér við áttum, tímann sem veitti birtu og frið. Ljós þitt mun loga og leiðbeina áfram, lýsa upp veg okkar fram á við. Gefi þér Guð og góðar vættir góða tíð eftir kveðjuna hér. Þinn orðstír mun lifa um ókomna daga. Indælar minningar hjarta’ okkar ber. (P.Ó.T.) Sigfríður og Pálmi. ar. Varla er hægt að óska litlu barni betra. Engin tilviljun réð nafnaval- inu. Lengi vel tók ég mér það bessa- leyfi að „lagfæra“ nafn mitt lítillega og kynna mig sem Sólveigu Júlí-. önu, var það gert í virðingarskyni við ömmu Júl, sem hefur alltaf stað- ið mér einna næst. Var það því strax sjálfgefið að litla Júlíana Kristín yrði nefnd í höfuðið á henni. Amma Júl var sérstök. Hinir góðu eigin- leikar hennar ömmu voru fjölmarg- ir, en það sem alltaf á eftir að lifa hvað skýrast í endurminningunni, er hinn mikli kærleikur sem hún bjó yfir í hjarta sínu og hún geisl- aði í svo ríkum mæli út frá sér. Amma Júl mátti aldrei neitt aumt sjá, sama var hvort hún var full- _ frísk eða lá fyrir á einhverri sjúkra- stofnun. Alltaf skyldi hún finna ein- hverja manneskju sem hún taldi sér trú um að væri veikari en hún og þyrfti hjálpar hennar við. Ekkert gladdi ömmu Júl meira en að fá að gera eitthvað fyrir aðra, baka pönnsur, strauja skyrturnar hans Óla síns, það hlaut alltaf að vera eitthvað sem hún gæti gert og ef ekki þá fann hún sér einfaldlega eitthvað „til dundurs“. Stundum var þó svo vel til tekið að hlutir fund- ust jafnvel ekki svo dögum eða vikum skipti og þá oft á tíðum á hinum undarlegustu stöðum. Amma var sígefandi af sér, hún var ekki rík af veraldlegum gæð- um, en hún var rík af innri fegurð og af andlegum og tilfinningaleg- um auði átti hún nóg. Lítið þurfti að gera til að gleðja ömmu, einn lítill koss, bíltúr, heimsókn og eng- inn gat átt önnur eins barnabörn eins og hún. Amma bar alltaf heill þeirra sem henni þótti vænt um fyrir brjósti. Ekkert var nógu gott fyrir okkur. Oft á tíðum þegar ég kom úr heimsókn frá henni, fann ég peningaseðil sem henni, ellilíf- eyrisþeganum hafði á einhveriv hátt tekist að lauma í vasann hjá mér. Barnabarnið hennar, tann- læknirinn, mátti nú örugglega ekki svelta. Þetta er lýsandi dæmi um hana ömmu mína og óþijótandi örlæti hennar. Nú eru þáttaskil í lífinu, elsku amma Júl er dáin. Oft á tíðum hefur maður hugsað til er þessi stund mundi koma. Heilsu ömmu hrakaði ört á síðasta ári en samt sem áður kemur dauðinn manni alltaf á óvart. Þó missirinn sé mik- ill og söknuðurinn eftir mjúku og hrukkóttu hálsakotinu, sem svo gott var að kyssa á, eigi eftir að vara lengi, reyni ég að hugga mig við að ég veit að núna er amma^- hamingjusöm. Amma sagði oft að hún vonaðist til að þurfa ekki að veslast upp og deyja örvasa gamal- menni. Henni varð að ósk sinni. Hún dó friðsælum dauðdaga og þrátt fyrir oft á tíðum erfitt lífs- hlaup, sátt við lífið og tilveruna. Amma var mjög trúuð kona og þroskuð sála. Vissa mín er sú að nú sé hún komin þangað sem hún er böðuð ljósi og ævarandi friði. Ég er rík, ég á í huga mér minn- ingu af ömmu minni. Ég mun alltaf búa að þeirri ótak- mörkuðu ást og blíðu sem þú gafst mér. Guð og englarnir vaki yfir þér, elsku amma mín. Sólveig. ‘ i** 1 11* Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR HÖTEL LOFTLEIIIH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.