Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á 95 ára afmœli mínu 11. ágúst meÖ hlýj- um kveðjum, gjöfum og blómum. Guö blessi ykkur öll. Ágúst Benediktsson, Dalbraut 20, Reykjavík. HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ V Vilt þú margfalda lestrarhraðann og bæta eftirtektina? / Vilt þú auðvelda námið og bæta námstæknina? V Vilt þú lesa meira af góðum bókum og njóta þeirra betur? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax á næsta námskeið sem hefst miðvikudaginn 30. ágúst n.k. Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091 I ire/\l >I F.STfíARSKf>i IISIN OPNUM Ú LHUÚáUíGI 70 FÖnUDHÚim 19. áC'ÚVT dídó — II 11111111 — Foreldraþing á Eiðum 26.-27. ágúst njuint - Grunnskólinn og sveitarfélögin Þóroddur Helgasoti, skólastjóri Reyðarfirði - Uppeldi, kemur það af sjálfu sér? Elísabet Berta Bjarnadóttir, félagsráðgjafi LANDSSAMTÖKIN HEIMIU! aiiAiÆjjiiiM rrm - Líðan barna í skólum - Að leysa ágreining - Sveitaskólinn - Foreldraráð Dagskráin hefst laugard. 26. ágúst kl. 13 oglýkur á sunnud. kl. 16. Upplýsingar og skráning hjá Heimili ogskóla í síma 562 7475 fyrir mánudaginn 21. ágúst. Allir foreldrar velkommr og börnin líka I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Sumarævintýri í Laugardal VIÐ ERUM tvær mömmur sem áttum böm í sumar á leikjanámskeiði að Engja- teig 1. Okkur langar til að lýsa ánægju okkar og skila þökkum til Hermanns Ragnars og Jóhanns Arn- ars fyrir allt skipulag og fyrir frábært námskeið undir góðri stjóm og við vonum að „Sumarævintýr- ið“ haldi áfram sumarið 1996. Þökkum innilega fyrir bömin okkar. Tvær ánægðar mömmur í Mosfellsbæ. Abending um forsetaefni VALGERÐUR Sigurðar- dóttir hringdi og kom með ábendingu um forsetaefni. Vildi hún benda á dr. Sig- mund Guðbjarnason fv. háskólarektor og konu hans Margréti Þorvalds- dóttur. Telur hún að þau myndu sóma sér vel í þessu embætti. Ljótar aðfarir! „ÉG GET ekki orða bund- ist! Ég var stödd uppi í sumarbústað við Hafra- vatn sunnudaginn 6. ágúst í blíðu veðri, vatnið spegil- slétt. Við sonur minn sát- um uppi í brekkunni og sáum gæsirnar með unga sína koma í einni breiðu eins og þeirra er von — syndandi í áttina til okkar að austan — friður og ró yfir öllu. Við höfum svo oft horft á þær í gegnum árin, heyrt þær rabba við ungana sína. Þær halda sig í einni breiðu með ungana. En allt í einu kemur hrað- bátur á ofsahraða og stefnir á miðja breiðuna. Við heyrðum veinin í gæs- unum. Þótt þær gætu forðað sér, gátu ungarnir það ekki. Þetta endurtóku þeir sem í bátnum voru um leið og hópurinn þétt- ist — aftur og aftur. Við heyrðum sár harmahljóð í fullorðnu fuglunum lengi á eftir meðan þær komust á land að vestanverðu með það sem undan komst. Það er fátt sem maður sér sem vekur meiri við- bjóð í sál manns en að horfa upp á slíkar aðfarir — ekki veit ég hvað þessir menn hafa haft uppúr sínu háttalagi. Ef til vill hafa þeir haft eitthvað í matinn — við sáum þá ekki tína neitt upp — en harmahljóð heyrðust lengi frameftir kvöldi eftir aðfarir þeirra. Vei þeim sem hafa slíkt innræti. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir, Miklubraut 56, Reykjavík. Tapað/fundið Bindisnæla tapaðist í miðbænum FALLEG bindisnæla (líkan af skipi) tapaðist í mið- bænum sl. laugardag. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 567 1426. Fundarlaun. Filma fannst í Hljóðaklettum TILEFNI þessa bréfs er að sonur okkar fann filmu í Hljóðaklettum fyrir norð- an þann 28. júlí sl. Filman er svart-hvít og sendum við mynd með ef einhver kannast við barnið á myndinni. Á filmunni eru líka myndir af leirlistar- verkum og landslags- myndir. í okkur er hægt að ná í síma 567-2366. Kristín og Birgir Úr fannst KARLMANNSÚR fannst á veginum í Öskjuhlíð. Uppl. í síma 554 4052. Filofax tapaðist BRÚNN filofax tapaðist úr kjallara á Kleppsvegi 14 sl. þriðjudag. Ér nafn eiganda grafið í veskið. I veskinu voru skilríki, greiðslukort ásamt miklu af persónulegum upplýs- ingum. Kannist einhver við að hafa fundið það vinsam- legast hringið í símboða 84- 52452 eða bílasíma 85- 35813. Gæludýr Köttur tapaðist LÍTILL, gulbröndóttur fressköttur, mikið hvítur á bringunni tapaðist úr Hát- úni sl. mánudag. Hann er ómerktur. Uppl. í síma 562 3977 og 562 6171. SKÁK Llmsjón Margeir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á opna mótinu í Leeuwarden í Hol- landi sem lauk fyrir helgina í viðureign stórmeistaranna An- drei Kharlov (2.555), * Rússlandi og Helga Áss Grétarssonar (2.440), sem hafði 5 svart og átti leik. Takið eftir óvenjulegri stöðu 4 svarta kóngsins úti á , miðborðinu! 26. - Hxf3! 27. Dxb7 J (27. Hxf3? - Rf4+ var , að sjálfsögðu vonlaust með öllu) 27. - Hxfl 28. Da6+ (Forðast 28. Kxfl Dd3! og svartur vinn- ur) 28. - c6 29. Kxfl - Hf8+ 30. Kel - Hb8 31. Hd2 - Hbl+ 32. Hdl - Hb2 33. Dc4 - Ke5!? 34. Hcl - g5 35. Dg4 - Kf6 36. Hal - Rc3 og nú loks- ins gafst hvítur upp. Rússarnir Gleizerov og Dvoiris sigruðu á mótinu með 7 v. af 9 mögulegum. Jóhann Hjartarson varð í 6-12. sæti með 6 v., Helgi Áss í 13-22. sæti með 5‘/2 v. en Hannes Hlífar Stef- ánsson var fjarri sínu besta og hlaut 4 ‘/2 v. Farsi LEKUR ÞAKIÐ? AFTUR!!! ,1 Ertu þreyttur á aö endurtaka lekavijbgérð annað hvert ár eða svo!! Nú gerir þú þakið vatnshelt með einni umferð af Roof-Kote. Taktu á málinu og kynntu þér möguleikana á vliðgerðum með Roof-Kote, Tuff-Kote og Tuff-Glass viðgeröarefnunum. Efnin voru þróuð árið 1954 og hafa staðist tímans raun. Heildsala: G.K. Vilhjálmsson Smyrlahrauni 60 |Z^565 1297 Víkveiji skrifar... KATTGREIÐANDI kom að máli við Víkveija og var harla reiður vegna þess óréttlætis sem hann kvað viðgangast í þjóðfélag- inu. Hann, daglaunamaður, sem búinn var að koma upp börnum sín- um og öllum til mennta, fór á skrif- stofu skattstjóra og fletti upp skatt- greiðslum nágranna sinna. Kom þá í ljós að þrír nágrannar hans greiddu engan tekjuskatt, en eignaskattar þessara þriggja ein- staklinga námu samtals rúmum 630 þúsund krónum. í útsvar greiddu svo þessir aðilar tæplega 218 þús- und krónur. í endurgreiðslu frá fjár- málaráðuneytingu fengu svo skatt- greiðendurnir þrír tæplega 559 þús- und krónur. Skattgreiðandinn, sem er venju- legur launamaður, greiðir til ríkis- ins meira en allir þessir þrír. Hann býr í sömu götu og þremenningarn- ir og hefur rétt ráð á að eiga einn bíl, en þremenningarnir eru með tvo og þijá bíla á hveiju heimili, sumar- bústaði og fleira. Samt virðast þre- menningarnir hafa aðeins um 800 þúsund krónur í árstekjur og því er ekki að undra að hann spyrji: Hvemig geta þessir menn lifað af þessum launum, fætt sig og klætt og staðið undir þeim útgjöldum, sem felast í umfangsmiklum heimil- isrekstri með mörgum farartækj- um? XXX VÍKVERJI verður að segja að hann skilur vel bræði þessa manns og það einkum og sér í lagi, þegar stjórnmálamenn hafa þegar viðurkennt opinberlega að undan- skot í þjóðfélaginu frá sköttum nema hátt á annan tug milljarða króna. Það er eitthvert brýnasta réttlætismál að búa skattalög þann- ig úr garði að skattbyrðin falli rétt- látt á skattþegnana. Leiðrétting á slíku þolir enga bið. xxx MIKLIR hitar hafa nú verið í Evrópu og Bandaríkjunum og er hvert hitametið slegið á þess- ari öld ogjafnvel í manna minnum. Það er ekkert grín fyrir fólk að lenda í hitum sem slíkum, þegar hitastigið fer jafnvel upp í 50 stig, eins og gerðist á Spáni fyrir nokkr- um dögum og í Chicago í Bandaríkj- unum. Þá má segja að betra sé að vera á íslandi, þar sem norðanáttin blæs nöpur og menn geta farið í lopapeysuna sína og vindþétta gall- ann utan yfir. Menn geta betur varizt kulda en hita. Heitasta veður sem Víkveiji hef- ur lent í var fyrir þremur sumrum í Þýzkalandi, en þá fór lofthiti í forsælu upp í 36 gráður og þótti Víkveija alveg nóg um. Þá sagði þýzka útvarpið að hitamet hafi ver- ið slegið frá 1933 og síðan mun þetta hitamet löngu fallið. Það virð- ist því sem loftslag í Evrópu og jafnvel í Bandaríkjunum líka sé eitt- hvað að hitna og spurningin er, hvort það sé af völdum þess gróður- húsaástands, sem lengi hefur verið talað um. En hvað sem því líður, þá hugsa menn sem lenda í slíkum hitum með angurværð til íslenzks slagveðurs, sem er snöggtum skárra en slíkir ofurhitar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.