Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 1
TÖLVUR J | m HLUTABRÉF MATVARA Digital og Micro- Verðiö aftur á Hverfaverslanir í soft í samstarfi/3 uppleið/4-5 sókn/6 IMtYgunMafrifc VmSKDn/JOVINNUUF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 17. AGUST 1995 BLAÐ B Heildverslun SUNDCO, sem er í eigu Gunnþór- unnar Jónsdóttur, hefur dregið sig út úr heildsölurekstri og selt Daníel Ólafssyni hf. (Danól) við- skiptasambönd sin. Sundco var stofnað 1994, og hefur síðan þá annast heildsölurekstur sem áður var í höndum Sunda hf., eignar- haldsfélags Gunnþórunnar. Tívolí Tívolí í Kaupmannahöfn tilkynnti í gær að tap yrði á rekstrinum á þessu ári, og er rigningaveðri kennt um. Aður hafði verið spáð um 4,6 milljóna danskra króna hagnaði, sem væri sama útkoma og í fyrra. OECD Heildarfjárfestingar OECD landa utan eigin landamæra voru tæpir 200 milljarðar dollara á síðasta ári. Aukning milli ára var 11%. Til dæmis fjárfestu Bandaríkin 58 milljarða dollara í öðrum OECD löndum og önnur OECD lönd fjár- festu samtals 60 milljarða dollara í Bandaríkjunum. Þá fjárfestu Bretar 30 milljarða dollara í öðr- um OECD löndum í fyrra á meðan fjárfestingar þeirra í Bretlandi námu 11 milljörðum dollara. SÖLUGENGI DOLLARS GENGI NOKKURRA GJALDMIÐLA frá 15. júní 1994 (sölugengí) DOLLARI -3,94% breyting frá áramótum Kr. 85 80 JJÁS0NDJFMAMJJ Dönsk KRÓNA kl +3,06% breyting „r frá áramótum 1L5J0 ’ 226 11,5 1994 1995 j'j a's'o'n'd j’f'm'a'm'j'j' 9,0 Japanskt YEN -0,41 % breyting frá áramótum Kr. -0,80 STERLINGSPUND -4,34% breyting frá áramótum 107,23 1994 Kr. -120 -115 -110 -105 102,58 -100 95 90 1995 11 85 JJÁSONDJFMAMJJ Þýskt MARK +1,57% breyting frá áramótum Kr. 50 48 —I—hri—I—I—I——i—i—i—i—r—i— JJASONDJ FMAMJJ 40 38 1995 i _i. i-irri . i .i 36 Franskur FRANKI +2,98% breyting frá áramótum Kr. 14 12,786 1994 13 13,082 12 11 1995 -t-r+r+r+r J JÁSONDJ FMAMJ J 7+r+— 10 Erindi Skeljungs til Samkeppnisráðs varðandi flutningsjöfnun Lagastofnun HI með málið „NIÐURSTAÐAN varðandi máls- meðferð á erindi Skeljungs var sú, að fá Lagastofnun Háskóla íslands til að gefa álit sitt á þessu máli, og er von á niðurstöðu í því mjög fljót- lega,“ sagði Brynjólfur Sigurðsson, formaður Samkeppnisráðs í samtali við Morgunblaðið. Skeljungur óskaði á vordögum eftir áliti ráðsins á því, hvort ákvæði laga um jöfnun flutn- ingskostnaðar á olíuvörum stangist á við markmið samkeppnislaga, og fór þess jafnframt á leit að Sam- keppnisstofnun ynni ekki að málinu, þar sem forstjóri hennar gegnir einn- ig formennsku í flutningsjöfnunar- sjóði. Forsaga málsins er sú, að Skelj- ungur hóf árið 1993 innflutning á svonefndri SD-skipaolíu. Samkvæmt lögum um flutningsjöfnun þarf að greiða gjald af bensín- og brennslu- olíutegundum sem er mismunandi hátt eftir flokkum. Gjaldið rennur í flutningsjöfnunarsjóð, sem er notað- ur til að greiða kostnað við flutning olíu út á land. Skeljungur telur, að jöfnun kostnaðar milli ólíkra teg- unda innan flokkanna fái vart stað- ist og torveldi fijálsa samkeppni. SD-olía var sett í flokk með svartol- íu, þrátt fyrir að hún sé einungis seld í stórum afgreiðslum frá fáum drefingarstöðvum, og segir Skelj- ungur að kostnaður við dreifingu hgnnar sé frábrugðinn kostnaði við dreifingu svartolíu. Á heildina litið dregur félagið í efa, að þátttaka samkeppnisaðila í dreifingarkostnaði hvors annars sé í anda samkeppnislaga. Skeljungur fór í erindi sínu til Samkeppnisráðs fram ,á, að forstjóri Samkeppnisstofnunar viki sæti í málinu. Jafnframt myndu starfsmenn stofnunarinnar víkja í málinu. Dollari kastar mæðinni að sinni DOLLARI seig aðeins í verði á gjald- eyrismörkuðum síðdegis í gær eftir að hafa hækkað áfram á Asíumörk- uðum aðfaranótt miðvikudags, en sérfræðingar búast við áframhald- andi hækkun. Gengi gjaldmiðilsins tók kipp á þriðjudag, þegar seðla- bankar Bandaríkjanna, Þýskalands og Japan sameinuðust um kaup. Gengi dollarans náði 99,05 jenum og 1,4930 mörkum árla í gær, en lækk- aði síðan í 97,53 jen og 1,4752 mörk. Dollari kostaði 65,86 ísl. krónur í gær, en kostaði 64,51 á mánudag. Efnahagssérfræðingar búast við að seðlabankarnir haldi að sér hönd- um á næstunni, þar sem þess sé vænst að markaðurinn komi gengi dollarans yfir 100 jen og 1,50 mörk af eigin rammleik. ] § ISLANDSBREF LANDSBRÉF HF. /rv — Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi Islands. Traust fjárfestinjj íslandsbréf hafa gefið 6,9% raunávöxtun á ári s.l. 5 ár. Hagstæð innlausnarkjör gera Íslandsbréfin að ákjósanlegum kosti fyrir þá sem vilja geta leyst verðbréf út með skömmum fyrirvara án kostnaðar. Kynntu þér kosti íslandsbréfa og berðu saman viö sambærileg verðbréf. Landsbréf hf. og umboðsmenn í Landsbankanum um allt land. 108 REYKJAVÍK, SIMI 588 9200, BREFASIMI 588 8598 SUBURLANDSBRAUT 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.