Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Uppgangur hjá fyrirtæki íslenskrar forritaþróunar í Skotlandi BBC í Glasgow kaupir ÓpusAlIt ATLANTIC Information Systems Ltd. í Skotlandi, systurfyrirtæki íslenskrar forritaþróunar hf., hefur gert samning um sölu og þjónustu á ÓpusAllt hugbúnaði við Breska ríkisútvarpið, BBC. Um er að ræða kerfi, sem sett verður upp hjá fyrir- tækinu í Glasgow og ef vel gengur er ætlunin að setja sams konar kerfí upp á fjórum öðrum stöðum, m.a. í Lundúnum. Atlantic Information Systems (AIS) var stofnað í september síð- astliðnum og í byijun störfuðu að- eins þrír menn hjá fyrirtækinu. Rekstur þess hefur gengið vonum framar og eru starfsmenn nú orðn- ir fjórtán talsins að sögn Hálfdans Karlssonar, framkvæmdastjóra Is- lenskrar forritaþróunar. AIS hefur náð samningum við nokkra stóra notendur og fyrir skömmu gerði það samning við Scottish Ambulance Service, sem hefur einkarétt á sjúkraflutningum í Skotlandi og frá olíuborpöllum í breskri lögsögu í Norðursjó. Hálfdan segir að fyrir- tækið sé hið stærsta sinnar tegund- ar í Bretlandi og t.d. stærra en sambærilegt fyrirtæki í Lundúnum. „Fyrirtækið er með 2.500 starfs- menn, 1.100 bifreiðar og nokkrar flugvélar, þyrlur og báta. Það rekur 21 birgðastöð og gerir að meðaltali 2.400 pantanir til birgja í hveijum mánuði. Það segir sig því sjálft að upplýsingamiðlun innan fyrirtækis- ins þarf að vera í góðu lagi.“ Vaxtarverkir Hálfdan segir að AIS einbeiti sér að sölu og þjónustu netkerfa fyrir 5-50 notendur og hafí markaðssetn- ingin gengið framar vonum. Fyrir skömmu seldi það franska fjölþjóða- fyrirtækinu Schlumberger, stærsta framleiðanda í heimi á olíu- og bensíndælum OpusAllt fyrir vöru- stjómun og skjalaskipti milli tölva. „Vandamálið hjá AIS hefur hingað til ekki legið í sölunni heldur því að byggja upp þjónustukerfí í sam- ræmi við útþensluna. Þetta eru því eins konar vaxtarverkir." Fjölmörg íslensk fyrirtæki eru nú að skipta algjörlega um upplýs- ingakerfí sín eða vinna að undirbún- ingi þess og fer Islensk forritaþróun ekki varhluta af því. „Tölvukerfí í fyrirtækjum eru víða orðin úrelt og fullnægja ekki þeim kröfum sém nútíma stjómendur gera um upplýs- ingaflæði. Nú, þegar afkoma margra fyrirtækja fer lítið eitt batn- andi, sjáum við að endumýjun tölvukerfa er víða efst á óskalistan- um og erum við í viðræðum við mörg fyrirtæki vegna þess,“ segir Hálfdan. „Lyfjadreifíng sf., Rekstr- arvörur og Prentstofa G. Ben.-Edda hf. hafa til dæmis nýlega fest káup á ÓpusAUt heildampplýsingakerfí. Þá tióku VISA ísland og Búnaðar- bankinn ÓpusAllt fjárhagsbókhald í notkun fyrir skömmu en þetta kerfí hefur nú þegar sannað sig hjá íslandsbanka, sparisjóðunum og Flugleiðum." Skeljungur endur- skoðar umboðsmál til að selja vömna á þeim verðum sem við ákveðum. Þess vegna lá í augum uppi, að það þurfti að breyta þessum samningum, og við ákváðum því að segja þeim upp og endur- skoða málið frá grunni, og færa samningana til nútímalegra við- horfs.“ Kristinn sagði, að rætt hefði verið um að nýir samningar gerðu ráð fyrir að umboðsmenn keyptu vörur á heildsöluverði hjá Skeljungi, en einstakir samningar yrðu að skera úr um endanlegt samskiptaform fé- lagsins og umboðsmanna þess. „Það sem við emm að leggja áherslu á með þessari endurskoðun er, að smásöluaðilarnir beri sjálfír ábyrgð á sinni verðlagningu," sagði hann. SKELJUNGUR hf. er nú að endur- skoða samskiptin við umboðsaðila sína á landsbyggðinni. Félagið hefur sagt upp samningum umboðsmann- anna, og segir Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, að ástæðan sé sú, að samningarnir séu gamlir og standist að hluta ekki ákvæði sam- keppnislaga. „Við urðum að segja þessum samningum upp með form- legum hætti, en sögðum hlutaðkom- andi aðilum jafnframt frá því, að í langflestum tilfellum höfum við áhuga á að semja við þá upp á nýtt,“ sagði Kristinn. Kristinn segir samningana ekki lengur hafa verið í takt við tímann. „I samningunum erum við t.d. eigin- lega að skuldbinda umboðsaðilana FRÁ afhendingn verðlaunanna. F.v. Einar Matthíasson, Erna Sörensen, Jan Klovstad, fyrrum fram- kvæmdastjóri Norræna hússins í Færeyjum, Preben Jack Pedersen, útgefandi ferðaritsins Stand By og Lars Larsen frá Flugfélagi Færeyja. Samkeppnisaðilar íslenskra iðnfyrirtækja í rannsókn hjá framkvæmdastjórn ESB Grunaðir um hringa- myndun og verðsamráð Skuldabréfaútboð SP-fj ármögnunar 100 millj- ónir seldar EIGNALEIGUFYRIRTÆKIÐ SP- Fjármögnun hf. hóf síðastliðinn mánudag 500 milljóna króna skuldabréfaútboð. SP-Fjármögnun, sem var stofnuð fyrr á þessu ári, hafði áður aflað um 100 milljóna króna með sölu skuldabréfa á verð- bréfamarkaði fyrir milligöngu Kaupþings, en Landsbréf annast sölu skuldabréfanna í 500 milljóna útboðinu. Að sögn Davíðs Bjömssonar, deildarstjóra hjá Landsbréfum, hafa mótttökurnar verið mjög góðar, en frá því að sala skuldabréfanna hófst síðastliðinn mánudag hafa 100 milljónir verið seldar. Davíð sagði að stefnt væri að því að selja skulda- bréfín jafnhliða fjármögnunarþörf SP-Fjármögnunar. „Við settum því 100 miljónir á sölu til að byija með, en sá skammt- ur seldist upp á þremur dögum,“ sagði Davíð og ennfremur að ætlun- in væri að setja 100 milljónir mán- aðarlega á markað til áramóta. Skuldabréf SP-Fjármögnunar eru 5 ára skuldabréf með tveimur árlegum afborgunum og ávöxtunar- kröfu upp á 6,23%. „Hér er um að ræða nýjan greiðanda á markaði sem er með trausta eigendur á bak við sig. Þessar góðu viðtökur eru svar markaðsins við því,“ sagði Davíð. -----»■ ♦--«-- Útboð ríkis- verðbréfa ALLS bárust 27 gild tilboð í þriggja ára ríkisbréf að fjárhæð 573 millj- ónir króna í útboði hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Þrettán tilboðum, að Ú'árhæð 240 milljónir króna var tekið og var meðalávöxtun þeirra 9,57% sem er nánast óbreytt fra síðasta útboði. 17 gild tilboð bárust í þriggja mánaða ríkisvíxla að fjárhæð 2.359 milljónir. Tíu tilboðum var tekið og nam heildarfjárhæð þeirra 2.022 milljónum. Meðalávöxtun þriggja mánaða ríkisvíxla var 6,94%. FRAMKVÆMDASTJÓRN Evr- ópusambandsins hefur hafíð rann- sókn á meintri hringamyndun nokkurra stórra iðnfyrirtækja í Danmörku, Þýskalandi, Finnlandi og Austurríki. Fyrirtækin fram- leiða öll foreinangruð hitaveiturör og hafa vel flest tekið þátt í útboð- um hér á landi. Þau hafa stofnað með sér samtök sem nefnast „European District Heating Pipe Manufacturers Association“ og leikur grunur á því að þau hafí haft samráð um verðlagningu samkvæmt því sem fram kemur í frétt í Financial Times. Mikið hefur verið skrifað um þessi mál í sænskum dagblöðum á undanförnum vikum og beinist athygli þeirra einkum að sænsku fyrirtæki, Powerpipe sem á sínum tíma hafnaði aðild að þessum sam- tökum og segist í kjölfarið hafa lent í miklum rimmum við þau fyrirtæki sem eru jnnan samtak- anna. Bergsteinn Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sets hf. á Selfossi sem framleiðir m.a. foreinangruð hitaveiturör, segir fyrirtækið hafa verið í harðri samkeppni við þessi fyrirtæki um nokkurt skeið í opin- berum útboðum hér á landi „Okkur sýnist að verð þessara fyrirtækja í opinberum útboðum hér á landi hafí verið með því lægsta sem þekkist í Evrópu. Toll- ar á þessa framleiðslu voru af- numdir árið 1989 og því höfum við verið í óheftri samkeppni síð- an. Við höfum hins vegar náð að keppa við þessi verð með því að hagræða eins mikið og okkur hef- ur verið unnt þannig að við stönd- um sterkari eftir, sérstaklega með tilliti til útflutnings en þar höfum við verið að þreifa okkur áfram á undanförnum 2-3 árum.“ Bergsteinn segir þessa rann- sókn framkvæmdastjómarinnar ekki koma sér á óvart. „Við höfum haldið þessu fram um nokkurt skeið og nú hefur fengist staðfest- ing á því sem við höfum verið að segja.“ Hann segir fýrirtækið helst verða vart við undirboðin á mörk- uðum þar sem lítil fyrirtæki á heimamarkaði eru til staðar og ekki um virka samkeppni erlendis að ræða af þess hálfu. Nesútgáf- an heiðruð í Færeyjum NESÚTGÁFAN hlaut nýverið sérstaka viðurkenningu Ferða- málaráðs Færeyja fyrir fram- lag sitt til færeyskrar ferða- þjónustu, m.a. með útgáfu á bæklingnum Around Faroe Is- lands, sem útgáfan hefur gefið út undanfarin ár. Einar Matthíasson rekur Nesútgáfuna ásamt konu sinni Ernu Sörensen og segir hann þetta vera mikla viðurkenn- ingu fyrir starfsemi Nesútgáf- unnar, en hún hefur um árabil gefið endurgjaldslaust út upp- lýsingabæklinga ætlaða inn- lendum sem og erlendum ferðamönnum hér á landi. .1 Mikil viðurkenning „Ferðamálaráð Færeyja notar i þennan bækling sem sitt helsta kynningarefni og nú þegar ráð- ið er að hefja starfsemi að nýju eftir stutt hlé vildu þeir nota tækifærið og veita þeim aðilum sem unnið hafa gott starf fyrir færeyska ferðaþjónustu ein- hverja viðurkenningu fyrir störf sín. Okkur þykir mjög vænt um þessa viðurkenningu enda erum við þar í mjög góð- um hópi manna. Hins vegar gerum við ekki ráð fyrir að þessi viðurkenning muni skila okkur verulega auknum við- skiptum þar sem við höfum verið á þessum markaði um nokkurt skeið og aðilar í ferða- þjónustu í Færeyjum þekkja vel til okkar.“ Auk bækiingsins hefur Nesútgáfan einnig gefið út kort af Færeyjum og segir Magnús að útgáfan standi straum af öllum kostnaði við þessa útgáfu en vinnan fari fram í nánu sam- starfi við Ferðamálaráð Fær- eyja. Meðal þess efnis sem Nes- útgáfan gefur út eru bækling- arnir Around Iceland og Á ferð um ísland og hafði útgáfan áður verið afhentur fjölmiðla- bikar ferðamálaráðs nú í vor fyrir störf sín í ferðaþjónustu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.