Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 5
4 B FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ + Eftir nokkurra ára lægð hefur verð á hlutabréfamarkaði hækkað undanfama mánuði Hlutabréfm hefja sig tilflugs * I lok júlí síðastliðnum var hlutabréfaverð á * Islandi hærra en það hefur orðið undanfarin fjögur ár. Hanna Katrín Fríðríksen skoð- aði þróunina hjá nokkrum hlutafélögum á Verðbréfaþingi frá ársbyijun 1994. Skráð vlfiskipti og hlutfall af markafivirði Skráð viðskipti á Verðbrétaþingi 1/1 '94 til 14/8 ’95 Hlutfall af markaðsvirði mmmmmmmmmmmmmmmm 256.980.746 FLUSlEICiT 274.537.290 3FÍAM0! 123.070.457 ?LÍS; . ■ 75.533.776 OlíUFÉLAGtD 189.882.870 SKELJliMSUH 64.196.163 L ■ 81.265.751 'Skráð á OTM hluta tímabilsins. Þau viöskiptí eru talin með hér. FRÁ SÍÐARI hluta ágúst- mánaðar 1991 fór verð hlutafélaga skráðum á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðnum almennt að lækka. Sú þróun hélt áfram allt til fyrri hluta síðasta árs, en Iækkunin varð mest frá hausti 1991 til miðs árs 1993 þegar hlutabréfaverð lækkaði um rúmlega fjórðung. Fyrri hluta árs 1994 fór síðan að bera á langþráðri hækkun á ís- lenskum hlutabréfamarkaði. Hana má helst þakka 2% lækkun raun- vaxta haustið áður, en frá mars á síðasta ári til loka júlí sl. hækkuðu íslensk hlutabréf um nær 42%, eða um 30% miðað við heilt ár, eins og kom fram í grein Sigurðar B. Stef- ánssonar, framkvæmdastjóra VÍB í síðasta viðskiptablaði þar sem hann fjallaði um ávöxtun á hlutabréfa- markaði. Hækkanir hjá flestum Á meðfylgjandi línuritum má sjá þróun hlutabréfaverðs í sjö félögum sem skráð eru á Verðbréfaþingi; Eimskip, Flugleiðum, Granda, Olís, Olíufélaginu, Skeljungi og ÚA, frá ársbyrjun 1994. Hækkunin er langmest hjá Flug- leiðabréfum sem hafa hækkað um 124%, úr 1,03 í 2,31. Gengi hluta- bréfa í Eimskip hefur hækkað úr 3,85 í 5,20 eða um 35% og Olísbréf hafa hækkað úr 1,95 í 2,35 eða um 20,5%. Þá hafa hlutabréf í Granda hækkað úr 1,90 í 2,14 eða um tæp 13% og hlutabréf í Olíufélaginu úr 5,25 í 5,53 eða um rúm 5%. Skelj- ungsbréf hafa hins vegar lækkað á umræddu tímabili úr 4,25 í 3,53 eða um 17%. Þá hafa hlutabréf í ÚA lækkað úr 2,8 í 2,76 eða um 1,5%. Hér er ekki tekið tillit til arðs og jöfnunar. Þau viðskipti sem liggja að baki breytingu á viðskiptagengi hluta- félaganna sjö á umræddu tímabili eru nokkuð mismunandi. Þannig nema skráð viðskipti með hlutabréf í Flugleiðum 274 milljónum króna sem eru 5,8% af markaðsvirði fé- lagsins. Viðskipti með bréf í Eim- skip nema um 257 milljónum og er sú upphæð 3,0% af markaðsvirði félagsins. Upphæð hlutabréfavið- skipta í öðrum félögum sem hér er fjallað um má sjá í meðfylgjandi töflu, sem og hlutfall þeirra við- skipta af markaðsvirði viðkomandi fyrirtækis. Raunávöxtun Flugleiðabréfa tæp 100% frá ársbyrjun 1994 Morgunblaðið fjallaði fyrri hluta árs 1994 um gengistap sem hluthaf- ar nokkurra af stærri félögum á hlutabréfamarkaði höfðu orðið fyrir vegna lækkunar hlutabréfaverðs í viðkomandi félögum árin á undan. í ljósi þróunar á hlutabréfamarkaði undanfarna mánuði er nú- hins veg- ar fróðlegt að skoða gengishagnað hluthafa nokkurra hlutafélaga á Verðbréfaþingi. Meðal þeirra hlutafélaga sem Morgunblaðið fjallaði um og hér er vísað til eru stórfyrirtækin Eimskip og Flugleiðir. í umfjöllun blaðsins kom fram að raunávöxtun hluta- bréfa í Eimskip frá ársbyrjun 1991 til ársloka 1993 hefði verið neikvæð um 11,5% miðað við markaðsvirði á bréfunum að teknu tilliti til arð- greiðslna. Þess ber að geta að rýrn- unin var undir meðaltalsrýrnun á íslenskum hlutabréfamarkaði á um- ræddu tímabili. í blaðinu kom líka fram að raunávöxtun hlutafjár hlut- hafa í Flugleiðum hefði verið nei- kvæð um 15% árið 1991, um 28% árið 1992 og um 11% árið 1993. Þróun hlutabréfaverðs síðasta árið eða svo hlýtur því að vera veru- legt gleðiefni fyrir hluthafa þessara félaga. Þannig er raunávöxtun hlut- afjár í Flugleiðum jákvæð um 99,31% frá ársbyijun 1994 til miðs ágústs að teknu tilliti til útgreiðslu arðs og útgáfu jöfnunarhlutabréfa á tímabilinu. Að teknu tilliti til sömu atriða er raunávöxtun hlutafjár í Eimskip jákvæð um 69,70%. Raunávöxtun hlutafjár í Granda er 30,33% á umræddu tímabili og hjá hinu sjávarútvegsfyrirtækinu sem litið var til, ÚA, var raunávöxt- un 23%. Hjá olíufélögunum þremur var raunávöxtun hlutafjár mest hjá Olís eða tæp 21%, rúm 17% hjá Olíufélaginu en aðeins 2% hjá Skelj- ungi. í útreikningum er gengið út frá því að viðkomandi hluthafi geri ekkert við arðinn sem hann fær greiddan á tímabilinu, þ.e. end- urfjárfesti ekki í viðkomandi hluta- félagi með þeim fjármunum. Markaðsvirðið hækkar í umfjöllun Morgunblaðsins um Flugleiðir sem vísað er til hér að framan kom fram að markaðsvirði hlutafjár í félaginu hefði fallið um 51% frá árslokum 1990 til ársloka 1993 á verðlagi ársloka 1993. Þann- ig hefði markaðsverðmæti hlutafjár- ins fallið úr 4.612 milljónum króna í 2.263 milljónir eða um 2.349 millj- ónir á tímabilinu. Frá upphafi árs 1994 til 14. ágúst sl. hefur markaðsvirði hlutafjár Flug- leiða augljóslega hækkað verulega. Þannig var markaðsverðmætið 4.750,5 milljónir 14. ágúst sl. miðað við 2.161,8 í janúarbyrjun 1994 reiknað til verðlags í ágúst sl. Hækk- unin nemur 2.588,7 eða 120%. Hjá Eimskip hækkaði markaðsvirði hlut- afjar á þessum tíma úr 4.852,2 milij- ónum í 8.459,2 milljónir eða um 3.607 milljónir. í prósentum talið er hækkunin 74%. Eins og sjá má af hækkun hluta- bréfagengis hjá félögunum sjö breyttist markaðsvirði hlutafjár ann- arra félaga minna en hjá Flugleiðum og Eimskip á umræddu tímabili. Hjá Granda hækkaði verðið úr 1.765 milljónum i 2.342 milljónir eða um 33% og hjá ÚA hækkaði markaðs- verðið úr 1.518 milljónum í 2.101 eða um 38% þrátt fyrir örlitla lækk- un gengis. Astæðuna má rekja til útgáfu jöfnunarhlutabréfa á tímabil- inu, en jöfnunarhlutabréf voru líka gefín út hjá Eimskip, Granda, Skelj- ungi og Olíufélaginu á þessu tíma- bili og hefur það áhrif á markaðs- verð hlutafjár í viðkomandi félögum. Markaðsvirði hlutafjár Olíufé- lagsins hækkaði um 27% á tímabil- inu, úr 3.000 milljónum í 3.817 og hjá Olís hækkaði markaðsverðið úr 1.313 milljónum í 1.574 milljónir eða um 20%. Markaðsvirði Skelj- ungs breyttist hins vegar lítið þar sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa jafn- aði upp lækkun hlutabréfaverðs. Almenningur reynslunni ríkari Sérfræðingar segja að með verð- hækkun undanfarinna mánuða hafí markaðurinn í raun aðeins verið að rétta sig af eftir hina miklu lækkun á árunum 1991 til 1993. En hvetjar eru væntingarnar fyrir verðmyndun á hlutabréfamarkaði á komandi mán- uðum? „Menn búast almennt við áframhaldandi hækkunum, þó ekki í sama mæli og verið hefur,“ segir Agnar Jón Ágústsson, hagfræðingur hjá Fjárfestingarfélaginu Skandia. „Fjárfestar munu þurfa að vanda betur valið á þeim bréfum sem þeir kaupa en þeir hafa þurft að gera hingað til.“ Agnar nefndi hlutabréf í Flugleið- um og Eimskip ásamt hugsanlega Hampiðjunni sem dæmi um bréf sem búast mætti við að ættu eftir að hækka einna mest. Eins sagði hann að mætti nefna flesta hlutabréfasjóð- ina og mögulega íslandsbanka. Flug- leiðir ættu þó væntanlega eftir að standa upp úr í hækkunum það sem eftir væri árs. „í sumum tilfellum eru hlutabréf enn lág þrátt fyrir þessar hækkanir sem hafa orðið. Þar er um að ræða bréf sem lækkuðu mjög mikið á þess- um tíma, t.d. Flugleiðabréfín. Al- mennt myndi ég telja það góðan kost að eignast hlutabréf í dag þó svo að eitthvað hægist á hækkunun- um“ Agnar sagði að hlutabréfamark- aðurinn hefði verið að rétta sig af eftir djúpa lægð og þegar bréfin hækkuðu kæmu fleiri aðilar inn á markaðinn. „Hlutabréfamarkaður- inn var nýjung og verðið var ein lína upp á við frá 1987 til áranna 1991/1992. Menn þekktu ekki hegð- unarmynstrið í verði hlutabréfa. Svo kom þessi lækkun og mönnum þótti hlutabréfin ómögulegur kostur í ljósi þeirra miklu væntinga sem þeir höfðu haft. Áhuginn dofnaði því. Nú er þessi áhugi að koma aftur og al- menningur er reynslunni ríkari, bú- inn að sjá að þetta er langtímafjár- festing." FUNDUR framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. SCANPIC LOFTLEIÐIR Shni: 5050 900 • Fax: 5050 905 VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 B 5 Nilfisk leitar nýs fram- kvæmdastjóra Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. EFTIR slæma afkomu á fyrra helmingi ársins hefur Keld Sengelöve, framkvæmdastjóri fyrir Nilfisk, verið leystur frá störfum. Velta fyrir- tækisins 1994 var upp á 1,5 milljarða danskra króna, en þrátt fyrir mikla veltu hefur hagnað- urinn verið lítill og það varð til þess að fram- kvæmdastjórinn var látinn fara. Nilfisk ryksugufyrirtækið er eitt af grónustu dönsku fyrirtækjunum og hefur um árabil ver- ið heimsþekkt fyrir kryppulaga ryksugur sínar, sem hafa þótt tákn fyrir gæði og góða hönn- un. Fyrirtækið var Ijölskyldufyrirtæki þar til það komst í eigu NKT Holding 1989, sem ætlaði sér að snúa dæminu við og auka arðsem- ina, en það hefur gengið hægt. Nilfisk hefur keypt töluvert af erlendum fyrirtækjum und- anfarin ár, en gagnrýnin á Sengelöve er meðal annars að nýju fyrirtækin hafi ekki verið aðlög- uð nægilega að Nilfisk. Sengelöve hafði gert ráð fyrir 5 milljón króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins, en þegar niðurstaðan var tap upp á 120 milljónir var hann látinn fara. Ætlunin er að leita nýs fram- kvæmdastjóra utan fyrirtækisins. Velta fyrir- tækisins 1995 var 1,5 milljarðar og búist er við að salan í ár verið 1,9 milljarðar. Velta NKT Holding á síðasta ári var 5,1 milljarður og hagnaðurinn nam 365 milljónum, sem staf- aði af óvæntum hagnaði, svo arðsemi fyrirtæk- isins er lág. Forstöðumenn þess vænta betri útkomu í ár. Reed Elsevier selur bókaforlög og blöð London. Reuter. ENSK-hollenzka útgáfufyrirtækið Reed Elsevi- er hefur sett í sölu þær deildir sínar, sem gefa út blöð og bækur fyrir almenna lesendur og neytendur, því að þær falli ekki lengur inn í þá stefnu fyrirtækisins að útvega kjarna upp- lýsinga á alþjóðamarkaði. Styrkur Reed Elseviers felst í útgáfu upp- flettirita og bóka um vísindi, lögfræði og kaup- sýslu. Nokkur fyrirtæki eru föl. Reed Elsevier vill t.d. selja landshlutablöð sín í Bretlandi og hollenzka blaðaforlagið Dag- bladunie,sem gefur út dagblöðin NRCHandels- blad og Algemeen Dagblad. Almennt neytendabókaforlag fyrirtækisins er einnig til sölu. Reed Elsevier hefur birtinga- rétt á sígildum barnabókum um Bangsimon og meðal vörumerkja fyrirtækisins eru Ham- lyn, Heinemann, George Philip, Methuen og Secker & Warburg. Loks verða tímarit í Hollandi og Bandaríkj- unum seld. IPC-tímaritin í Bretlandi verða einu ritin, sem samsteypan gefur út fyrir neytendur. Reichmann og Saudi-prins bjóða í Canary Wharf Toronto. Reuter. PAUL Reichmann, hinn kunni kanadíski fast- eignafrömuður, hefur skýrt frá því að hann hafi fengið prins í Saudi-Arabíu og fleiri fjár- festa í lið með sér til þess að bjóða í Canary Wharf skrifstofubyggingamar í London og kaupa þær af bönkum, sem komust yfir þær fyrir þremur árum. Með tilboðinu reynir Reichmann að ná aftur yfirráðum yfir byggingum, sem leiddu til þess að fasteignaveldi hans, Olympia & York, varð gjaldþrota 1992 þegar skrifstofuhúsnæði snar- lækkaði í verði. Auk Reichmanns standa að tilboðinu al- Waleed Bin Talal Bin Abdulaziz A1 Saud prins, 38 ára gamall frændi Fahds Saudi-Arabíukon- ungs, fyrirtækið CNA Financial Corp., trygg- ingafélög og fleiri fjárfestar. Ekki var upplýst hve hátt tilboðið væri. Hermt er að Reichmann sjálfur bjóði 1 millj- arð dollara í Canary Wharf — 10 háreistar skrifstofubyggingar, sem fjölskylda hans hóf að reisa 1987 meðfram ónotuðu hafnarsvæði við Thames, 4 km frá fjármálahverfi Lundúna. Að sögn blaða í London bjóða auðug fjöl- skylda í Hong Kong og annar hópur íjárfesta einnig í eignimar. Canary Wharf er nú í eigu 11 banka sem fengu umráð yfir eignunum í maí 1992 vegna vanskila Olympia & York Development, sem stóð frammi fyrir tapi á fleiri fasteignamörkuð- um, skorti á lausafé og fór fram á gjaldþrota- skipti. Vinnu lotiS! daq Jðrann Þ6r8ardéttlr 31.87.9516:04 I [MsrFös Bemsson 31.07.9516:08 6 EKKITRUFI A MIG [Ólafur GuSmundsson 31.87.9516:07 0 Fundnr h|ð iqsrtnrt ijptoJ&HidfiMr 31.07.95 16:02 I _______________ VeR ekti/KKA ni EKKI TRUFtA MIG 258 31.87.95 16:87 DufthylUi í laserprentara - Besta verðið i bænum! Aco BT-tölvur Taeknival Verðsamanburður á dufti í laserprentara. HP Laserjet4/4 + 10.700 kr. 11.800 kr. 13.579 kr. HP Laserjet 4L/4P 6.490 kr. ekki til 4.8.95 7.895 kr. HP Laserjet IIP/IIIP 7.900 kr. 8.300 kr. 9.600 kr. SKIPHOLT117 105 reykjavIk tr +354 562 7333 B\X +354 562 8622 íslensk skilahoða- skjóða í Windows KOMIN er á markaðinn ný út- gáfa, 2.0, af forritinu Hver er hvar? sem er svokallað skilaboða- skjóðuforrit. Upphaflega var út- gáfa 1.0 skrifuð til notkunar inn- anhúss hjá Hugbúnaði hf., en margir af viðskiptavinum Hug- búnaðar hf. sáu forritið í notkun og óskuðu eftir að fá eintak. Meðal annars hefur fjöldi fyrir- spurna um forritið borist frá er- lendum samstarfsaðiljum Hug- búnaðar hf. og verið gerð ensk útgáfa af forritinu undir heitinu HB-LogBook. Spönsk útgáfa er væntanleg fljótlega að því er kem- ur fram í frétt frá Hugbúnaði. Kerfinu er ætlað að einfalda símaþjónustu og tryggja að skila- boð komist auðveldlega til starfs- manna. í fréttinni segir að allir sem hafi unnið á vinnustað með 5 eða fleiri starfsmönnum kann- ast við þessa venjulegu erfiðleika við símsvörun, hvar er starfsmað- urinn? Er hann inni? Úti? Farinn Kemur einnig út í enskri og spænskri útgáfu heim? Hváð verður hann lengi burtu, hvenær kemur hann aftur? Hvar á ég að setja skilaboðin til hans og svo framvegis. Á sumum vinnustöðum sé hlaupið um allt og leitað, hjá öðr- um sett upp tafla eða bók í af- greiðslu og þar skráð hvort starfs- maðurinn er í húsinu, í útkalli, veikur eða í fríi. I forritinu Hver er hvar? sé hins vegar auðvelt að skrá þessi atriði, jafnvel þó viðkomandi starfsmaður sé inni en vilji ekki láta trufla sig eða á fundi. Fram kemur að starfsmaður sem hafi eigin tölvu geti séð við- veru annarra starfsmanna og sent þeim skilaboð. Hafi hann verið upptekinn eða fjarverandi berist honum tilkynningar um ný skila- boð á skjáinn. Meðal nýjunga í útgáfu 2.0 er bókun á fundarherbergi þar sem hægt er að skrá fyrir hvern, vegna hvers og hvað þarf að vera til stað- ar og hversu langan tíma fundur- inn á að standa. Einnig kemur fram að Hver er hvar? er afar einfalt í notkun og vinnur undir Windows. Ýmist er forritið notað á einni tölvu t.d. í afgreiðslu eða á símaskiptiborði, eða það er samtengt á net þar sem allir geta skoðað og skráð upplýs- ingar eða skilaboð. Ef starfs- maðurinn hefur sína eigin tölvu er hægt að setja forritið upp þann- ig að það skrái starfsmann mættan til vinnu um leið og hann ræsir tölvuna og úr vinnu um leið og hann slekkur á tölvunni. Verð Hver er hvar?-forritsins er 12.425 með vsk. og fæst það hjá Hugbúnaði hf sem veitir jafn- fram allar frekari upplýsingar. aco © Nú gefst þér einstakt tækifæri á að eignast vandaðan HP-Desk-Jet blek- sprautuprentara á verði sem ekki , á sér hliðstæðu á lslandt, aðeins 25.900 kr. m. vsk. Takmarkaðar birgðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.