Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 B 7~- VIÐSKIPTI Nýju borgarakort- in eru á leiðinni Talin geta sparað veruleg útgjöld ríkisins, einkanlega þó í heilbrigðiskerfinu KREDITKORT eru mjög algengur greiðslu- miðill og má sem dæmi nefna, að í Danmörku nota þau níu fjölskyldur af hveijum tíu. Nú er hins vegar að ryðja sér til rúms víða um lönd ný kortategund, svokölluð borgarakort, og er vonast til, að þau geti sparað veruleg útgjöld á ýmsum sviðum og ekki síst í heil- brigðiskerfinu. Nokkur umræða hefur verið um nýju borg- arakortin í Danmörku og virðast ýmsir ótt- ast, að með þeim sé verið að leiða „Stóra bróður“ til hásætis í samfélaginu. í öðrum Evrópulöndum fer lítið fyrir slíkum vangavelt- um og þar eru menn spenntari fyrir sparnaðin- um, sem kortunum getur fylgt, einkum hjá hinu opinbera. Mikið hagræði Sumir hafa gengið svo langt í að lofa hag- ræðið af borgarakortunum, að þeir hafa líkt því við símkerfið nú á dögum. Utkoman væri sú ef Danmörk er tekin sem dæmi, að þyrftu símadömur að annast öll símtölin, sem nú fara um stafræna kerfið, væru ekki til nógu margar konur f landinu til að manna stöðum- ar. í sumum Evrópulöndum era áætlanir um nýju borgarakortin komnar vel á veg en þau geta verið af ýmsum tegundum. í Englandi og Svíþjóð er til dæmis stutt í ný persónuskil- ríki í kortformi og í Þýskalandi hafa verið send út 80 milljónir sjúkrakorta til allra, sem tryggingakerfíð nær til. í hveiju korti er minn- isflaga, sem inniheldur nauðsynlegar upplýs- ingar um viðkomandi og því þarf hann ekki að þylja þær allar upp með tilheyrandi skrif- finnsku í hvert sinn sem læknir eða hjúkranar- kona verður á vegi hans í kerfínu. í Þýskalandi er um tilraun að ræða enn sem komið er en árangurinn þykir svo góð- ur, að ákveðið hefur verið til að byija með að senda 50.000 manns í Koblenz nýtt kort. í því verða ekki aðeins upplýsingar um nafn, heimilisfang, aldur og annað þess háttar, heldur einnig blóðflokkur og sjúkrasaga við- komanda í stuttu máli. Ætla að spara 10% í Frakklandi hefur fyrsta skrefíð verið stig- ið með útgáfu borgarakorta fyrir námsmenn þar sem ýmislegt, sem þeim kemur, er tíund- að en í Frakklandi era þó mestar vonir bundn- ar við sjúkrakortin. Stefnt er að því, að fyrir aldamótin verði allir landsmenn komnir með það upp á vasann. Frakkar reikna með, að unnt verði að spara um 10% af útgjöldum til heilbrigðismála með nýju kortunum og þá er að sjálfsögðu átt við þann kostnað, sem nú liggur í skriffinnsk- unni. Hann er meiri en margan granar eins og sést á því, að í Bandaríkjunum er áætlað^. að á milli 26 og 40% af hveijum dollara til heilbrigðismála fari í skriffinnsku- og stjórn- unarkostnað. Faroe Seafood hrein sölusamtök FÖROYA Fiskasala eða Faroe Seafood hefur verið endurreist sem hrein sölusamtök með framlagi úr færeysk-dönskum atvinnuþróunarsjóði. Lagði hann fyrirtækinu til um 600 milljónir ísl. kr. og er eini hlut- hafinn. Þar að auki hefur Föro- ya Banki gefið fyrirtækinu Iáns- heimild fyrir öðru eins. Viðræður um endurreisn Faroe Seafood hafa staðið i mánuð og vafðist það nokkuð fyrir mönnum að nota atvinnu- þróunarsjóðinn sem bjarghring vegna þess, að hann var stofnað- ur til að vinna að atvinnumálum í Færeyjum almennt. Lögum samkvæmt ber honum líka að losa sig við hlutabréfin strax og hann getur. Dótturfyrirtæki Faroe Seafood í Hirtshals, Faroe Seafood Finans, mun áfram njóta lánsheimilda I Den Danske Bank og Hambros Bank upp á rúmlega tvo milljarða ísl. kr. Ný stjórn Fyrirtækinu hefur verið skip- uð ný stjórn og var það hennar fyrsta verk að segja upp 15 af 55 starfsmönnum þess. Nýi stjórnarformaðurinn er Tormod Djurhuus lögfræðingur og að hans mati hafa Færeyingar loksins eignast eiginleg sölu- samtök. Náið samstarf verður með Faroe Seafood og fram- leiðslufyrirtækinu United Se- afood en það sér því fyrmefnda fyrir 60% útflutningsvörunnar. Samstarf um UNIX-staðal Tókýó. Reuter. UM 50 fýrirtæki í tölvuiðnaði hafa ákveðið að standa sameiginlega að næstu kynslóð UNIX-stýrikerfísins og verður það formlega tilkynnt í dag. UNIX-miðlarinn er meðal ann- ars í tölvum, sem Hewlett-Packard Digital Equipment framleiða en Windows NT frá Microsoft hefur veitt honum æ harðari samkeppni. Talsmaður dótturfyrirtækis Hewlett-Packards í Japan sagði, að fyrirtæki í tölvu-, tölvukubba- og hugbúnaðarframleiðslu stæðu að samstarfínu og þar á meðal IBM, Intel, Novell, Digital, COMPAQ Computer, Fujitsu og Siemens. Er stefnt að því að hanna fyrir árslok staðlað UNIX-stýrikerfí fyrir næstu kynslóð af 64-bita örgjörva. Aukin markaðssókn Windows NT Markaðssérfræðingar segja, að með þessu samstarfi muni kostnað- ur við þróun UNIX-hugbúnaðar lækka en hann hefur lengi verið mikill og dregið þess vegna úr notk- un hans í útstöðvum. Windows NT hefur verið á mark- aðnum í fimm ár en þó er aðeins stutt síðan fyrirtæki fóra að nota það í nokkrum mæli. Microsoft hef- ur hins vegar aukið markaðsstarfíð mikið og samdi raunar um það við Digital fyrr í mánuðinum að vinna að aukinni sölu þess til fyrirtækja. Kiyohiko Ishii, markaðssérfræð- ingur hjá Nomura-rannsóknastofn- uninni í Tókýó, segir, að fram- leiðslukostnaður UNIX-kerfanna sé þrisvar eða fjórum sinnum meiri en Windows NT og því sé samstarfíð um framleiðslu þess nauðsynlegt eigi það að halda velli. Frá mars í fyrra til jafnlengdar í ár seldi Mic- rosft 120.000 eintök af Windows NT í Japan og það beinir spjótunum sérstaklega að fjármálastofnunum. Windows 95 ímörgum útgáfum Seattle. Reuter. MICROSOFT fyrirtækið segir að ráðgert sé að Windows 95 notenda- skilin verði fáanleg á sjö evrópskum tungumálum í september og nokkr- ar útgáfur era áformaðar fyrir Asíumarkað snemma á næsta ári. Að sögn Bill Gates forstjóra verða japanskar, kínverskar og kóreskar útgáfur sendar í verzlan- ir í janúar, þótt þær verði auð- kenndar Windows 95. Skýrt hefur verið frá því að Microsoft muni veija 100 milljón- um dollara til óvenjunáinnar sam- vinnu við fyrirtækið Digital Equip- ment í því skyni að auka sölu Microsofts á fyrirtækjamarkaði. Nánar er fjallað um þessa sam- vinnu hér í viðskiptablaðinu á bls. 3. vmJW|rÁ.GUÐMUNDSSON HF. húsgagnaverksmiöja Skemmuvegi 4 Kópavogi Sfmi 5573100 Óánægja með fyrirhugaðan forsijóra Alusuisse-Lonza Ziirich. Morgunblaðið. SVISSNESKA ál- efna- og umbúðafyrirtækið Alusuisse-Lonza, A-L, tilkynnti fyrir tæpu ári að Dominique Damon myndi taka við for- stjóraembættinu hjá fyrirtækinu árið 1997 þegar núverandi for- stjóri, Theodor Tschopp, verður væntanlega kjör- inn stjórnarformaður þess. Damon er frönsk og fyrsta konan til að ná svona langt í sviss- nesku viðskiptalífi. En vinsældir hennar hafa dvínað og Sonntags Zeitung, annað stærsta sunnudagsblað Sviss, fullyrti um helgina að hún ætti forstjórastólinn ekki lengur vísan. Damon var ráðin til A-L fyrir rúmum fímm árum til að byggja upp umbúðasvið þess. Hún átti þátt í að fyrirtækið keypti Lawson-Mar- don, stærsta umbúðafyrirtæki Kanada, fyrir tveimur árum. Yfir þriðjungur veltu A-L er nú á um- búðasviðinu. Mikilvægi álframleiðslu innan þess hefur minnkað í samræmi við það. Dam- on starfaði hjá franska umbúðaframleiðandan- um Carnaud þegar Alusuisse bauð henni starf. Hún hélt fyrst að um misskilning væri að ræða þar sem að hún hafði ekkert vit á ál- framleiðslu og hélt að Alusuisse væri aðeins álframleið- andi. sínu sviði. Hún er harður stjómandi og veit hvað hún vill. Samstarfs- mönnum hennar ofbýður einræðis- hneigð hennar og hún þykir ekki góð í mannlegum samskiptum. Þó hefur enginn sagt upp störfum hennar vegna. Hún er næstæðsti starfsmaður fyrirtækisins á eftir Tschopp. Enginn kvartaði opinber- lega yfír henni fyrr en hún lagðist í rúmið í júní með gallsteina. Hún þurfti að taka tveggja mánaða veik- indafrí eftir það og á meðan hafa óánægju raddir farið að heyrast. „Hún verður að breyta fljótt um stjórnunarstíl," hefur Sonntags Zeitung eftir einum samstarfs- manni hennar. „Annars verður hún Damon er sjálfsörugg og snjöll á aldrei forstjóri A-L.“ Blab allra landsmanna! - kjarni málsins! Domique Damon Aðalfundur Hlutabréfa- sjóðsins Auðlindar hf. Aðalfimdur Hlutabréfasjóðsins Auðlindar hf. verður haldinn miðvikudaginn 30. ágúst 1995 kl. 16:00 í Grand Hótel, í Háteigi (efstu hæð). * Dagskrá, sbr. 11. gr. samþykkta félagsms: 1. Skýrsla stjómar. 2. Ársreikningur. 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar íyrir liðið starfsár. 4. Kosning stjómar og löggilts endurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 6. Ákvörðun stjómarlauna. 7. Tillaga um heimild til félagsstjómar um kaup á eigin hlutabréfúm. t 8. Fjárfesting í hlutabréfum, erindi Hreiðars Más Sigurðssonar. 9. Önnur mál. A AUÐLINDHF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.