Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 8
ftiflrigttiroMafoifo VIÐSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 0 Jón Björn Jóhann D. Skúlason Jónsson Fólk Nýttfólkhjá Reykja- nesbæ Jón Björn Skúlason hefur verið ráðinn atvinnumálaráðgjafí Reykja- nesbæjar. Jón Björn er fæddur i Reykjavík 29. október 1967. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík árið 1987 og B.S. prófi í landafræði frá Háskóla íslands árið 1992. Hann stundaði nám við Simon Frasier University í Vancouver og lauk þaðan M.A. prófi í hagrænni landafræði 1994. Unnusta Jóns er Steinunn Hauks- dóttir, jarðfræðingur hjá Orku- stofnun. Jóhann D. Jónsson sem gengt hefur starfi ferðamálafulltrúa Suðurnesja hefur hafið störf á Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanes- bæjar. Hann er fæddur 17. desem- ber 1945. Jóhann hefur starfað að ferðamálum bæði innanlands og utan, fyrst sem umdæmisstjóri fyrir innanlandsflug Flugfélags Islands á Austurlandi og síðan sem sölu- stjóri fyrir innanlandsflug Flugleiða. Hann starfaði sem sölustjóri félags- ins í Bretlandi á árunum 1982-1987 og síðan sem sölustjóri í markaðs- deild félagsins frá 1987-1989. Hann rak síðan ferðaskrifstofu fram til ársins 1991 er hann var ráðinn ferðamálafulltrúi Suðurnesja. Ráðningum ráðningamiðlunar Ráðgarðs hf. hefur fjölgað um 35% á ári frá 1992 Hreyfing að komast á at- vinnumarkaðinn Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson AUÐUR Bjarnadóttir og Torfi Markússon, hjá ráðningamiðlun Ráðgarðs hf., segja að líf sé að færast í atvinnumarkaðinn. „VIÐ finnum greinilega fyrir þvl að atvinnumarkaðurinn hefur tek- ið kipp það sem af er ársins. Fyrir- tæki ráða meira, og fólk er farið að horfa í kringum sig eftir nýjum tækifærum," segjaþau Torfi Mar- kússon og Auður Bjarnadóttir hjá Ráðningarmiðlun Ráðgarðs hf. í samtali við Morgunblaðið. „Sér- staklega er eftirspumin mikil eft- ir fólki með menntun á sviði upp- lýsingatækni. í þeirri grein er al- gengt að fólk komi beint úr námi, og fái góð og vel launuð störf.“ 35% vöxtur á ári Ráðgarður hf. var stofnað árið 1985 og veitir þjónustu í rekstrar- ráðgjöf. Fyrirtækið hefur m.a. unnið mikið að innleiðingu gæða- stjórnunar hérlendis. Alls starfa átján manns hjá fyrirtækinu og dótturfyrirtæki þess, Ráðgarði skiparáðgjöf hf., sem veitir ráð- gjöf tengda skipaútgerð um allan heim. Almennur vöxtur hefur ver- ið hjá Ráðgarði hf., og því hefur starfsemin verið flutt í stærra og hentugra húsnæði að Furugerði í Reykjavík. Ráðningamiðlun fyrir- tækisins hefur vaxið jafnt og þétt, og segja þau Torfi og Auður að vöxtur þessarar starfsemi hafi verið um 35% á ári síðan 1992. „Það ár var hreyfingin á atvinnu- markaði í lágmarki," segir Torfi. „Síðan hefur átt sér stað hægur vöxtur, en á þessu ári hefur mark- aðurinn tekið greinilegan kipp, og við höfum nú þegar ráðið fleira fólk en á öllu síðasta ári. Batann má ekki síst sjá á því, að ráðning- arnar jafnast nú meira á árið allt, en eru ekki eins.bundnar ákveðn- um árstíðum.“ Njóta góðs af rekstrarráðgj öfinni Auður segir, að ráðningaverk- efni verði oft til í framhaldi af tengslum sem skapast þegar fyr- irtæki nýta sér ráðgjafaþjónustu Ráðgarðs. „Við finnum að stjórn- endum fýrirtækja finnst þægilegt að skipta við aðila sem fyrirtæki þeirra hefur áður haft samskipti við. Þessi staðreynd skýrir eflaust að einhveiju leyti þann vöxt sem verið hefur hjá okkur.“ Auður og Torfi segjast verða vör við að æ fleiri fyrirtæki og stofnanir not- færi sér ráðningaþjónustu. „Reynsla okkar sýnir, að stærri hópur sýnir störfum áhuga ef ráðningaþjónusta annast ráðning- una. Þá sækja opinberir aðilar í ríkari mæli eftir þjónustu okkar. Svo virðist sem opinberar stofnan- ir og fyrirtæki vilji á þennan hátt taka af allan vafa um að faglega sé staðið að ráðningum, og höfum við orðið vör við að þessari við- leitni er vel tekið af umsækjend- um.“ Upplýsingatækni í vexti Torfi segir, að mikil eftirspurn sé eftir fólki í upplýsingatækni- iðnaði, svo sem tölvunar- og kerfisfræðingum. „Þetta er sú grein sem er í mestum vexti um þessar mundir, og ekki er útlit fyrir að breyting verði á því,“ segir hann. „Annars finnum við gjarnan fyrir bylgjum í eftirspurn eftir fólki í ákveðnum greinum. Síðustu mánuði höfum við fundið fyrir bókhaldsbylgju, þar sem leit- að er eftir fólki sem hefur mennt- un og reynslu á því sviði. Einnig hefur verið aukin gróska í stjórn- unar- og sérfræðiráðningum, auk annarra starfa. Þá sjáum við um ráðningar í æ fleiri lögfræðistörf, en sú grein hefur ekki verið áber- andi hjá okkur hingað til.“ Eg fæ allar rekstrar- og hreinlætisvörur Hilmar Bjartmarz húsvörður í Hofsstaðaskóla Garðabæ Rekstrarvörur, Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík, Slmi: 587 5554 Fax: 587 7116 Torgið Samkeppnisyf irvald í mótun NÝ SAMKEPPNISLÖG, sem tóku gildi 1993, hafa hægt og sígandi sett mark sitt á atvinnulíf hérlend- is. Lögin fela samkeppnisyfirvöld- um vald til að úrskurða um sam- keppnishömlur, óréttmæta við- skiptahætti, gegnsæi markaðar og ýmislegt fleira. Þann tíma sem Samkeppnisstofnun og . Sam- keppnisráð hafa starfað hefur framkvæmd laganna verið að taka á sig mynd. Innan atvinnulífsins hefur á sama tíma átt sér stað aðlögun að sambúðinni við þetta nýja afl. Nú nýverið felldi Sam- keppnisráð úrskurð í tengslum við kaup Olíufélagsins hf. (Esso) og Texaco á 45,5% hlut í Olíuverzlun íslands hf. (Olís). Þessi úrskurður er um margt merkilegur, og til þess fallinn að dokað sé við og litið yfir farinn veg í þróun sam- keppnismála eftir að nýju lögin tóku gildi. Mikilvægt að tala einni röddu Mál olíufélaganna er ekki síst athyglisvert af þeim orsökum, að samkeppnisyfirvöld tóku það upp af eigin fordæmi. Hingað til hafa þau vart haft svigrúm til að gera slíkt, sökum anna við að leysa úr erindum sem berast frá utanað- komandi aðilum. Mikilvægi máls- ins, og sú athygli sem það hefur hlotið á opinberum vettvangi, hef- ur einnig orðið til þess, að víða er litið á það sem prófstein á stefnumörkun samkeppnisyfir- valda, sem og þrautseigju þeirra við að fylgja eftir úrskurði sínum. Undirbúningur málsins af hálfu Samkeppnisstofnunar og kynning báru þess einnig merki, að hún áttað sig á þessum væntingum. Spuningar vöknuðu þegar mál- flutningur stofnunarinnar í málinu fékk tímabundið á sig misvísandi blæ, því skilja mátti, að Olíufélag- inu væri í sjálfsvald sett hvernig það túlkaði ákvörðun Sam- keppnisráðs í málinu. Skoðun stofnunarinnar var síðan áréttuð, sem var afar mikilvægt, fyrir ímynd hennar og trúverðugleika í framtíðinni. Mjúkt vald? Því er ekki að neita, að í við- skiptalífinu gætir nokkurrar óþreyju í garð samkeppnisyfir- valda. Þær raddir heyrast til dæmis, að þau hafi ekki mótað sér skýra og öfluga stefnu, og því ekki tekist að sýna svo ekki verði um villst að valdið sé þeirra. Þessi gagnrýni á við nokkur rök að styðj- ast, enda virðist sem samkeppn- isyfirvöld hafi kosið að gæta vark- árni í ákvörðunum fyrst um sinn, án þess þó að ganga í berhögg við tilgang sinn. Þessi stefna virð- ist skynsamleg, ekki síst ef horft er til þess, að harkaleg framganga gæti raskað jafnvægi viðskipta- lífsins. Þá er til þess að líta að aðstæður hérlendis eru um margt ólíkar því sem gerist víða erlend- is, sökum smæðar þjóðfélagsins. Það verður því að teljast sam- keppnisyfirvöldum til hróss, að þeim hefur tekist að koma þeim skilaboðum til atvinnulífsins, að þau meti sérstöðu þess, og fari varlega með það vald sem þeim hefur verið falið. Og hvort sem það er með vilja gert eður ei, þá hefur mikil áhersla á úrskurði tengda opinberum eða einkaleyf- isvernduðum rekstri væntanlega orðið til þess að auka velvild sam- keppnisyfirvalda meðal atvinnu- rekenda í einkageiranum, enda má segja að í þessum málaflokki hafi þeim tekist einna best upp að skapa sér skýra stefnu. Reynslan af störfum sam- keppnisyfirvalda frá gildistöku nýrra samkeppnislaga verður að teljast vel viðunandi, sé tekið tillit til aðstæðna. Sú stefna sem þau hafa mótað sér virðist skynsam- leg, en um leið vandrötuð. Þeim hefur, þrátt fyrir nokkra gagnrýni, tekist án teljandi áfalla að laða fram þá hugarfarsbreytingu sem nauðsynleg er innan atvinnulífs- ins til að samkeppnislög nái að þjóna tilgangi sínum. SiEi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.