Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 C 5 MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson ÓVENJULEGUR ÞRÍHYRNINGUR DRAMA Varaskeifan (The Substitute Wife) 'k'k'k Leikstjóri Peter Werner. Hand- ritshöfundur Stan Daniels. Tón- list Mark Snow. Aðalleikendur Farrah Fawcett, Lea Thompson, Peter Weller. Bandarísk. The Frederiek E. Pearce Company 1994. Myndform 1995.105 mín. Aldurstakmark 16 ára. Nebraska síðla á öldinni sem leið. Amy Hightower (Lea Thompson) er haldin ólækn- andi sjúkdómi sem er langt kominn með að leggja hana í gröfina. Amy er ákveðin kona og óbilgjörn og ætlar sér hvorki að skilja bónda sinn (Peter Weller) einan eftir í búskap- arbaslinu né börnin þeirra fjögur. Svo hún tekur til sinna ráða. Ógift kvenfólk liggur ekki á lausu í Villta vestrinu um þessar mundir, annars staðar en á hóruhúsi í nágrenninu. Þar finnur Amy hina lífsreyndu Pearl (Farrah Fawcett) sem er reiðubúin að skipta um hlutverk. Þær halda í sveitina. Efnið er til að byija með all-reyf- arakennt en handritið er prýðilega skrifað og glettið, þrátt fyrir alvör- una. Þá er myndin ágætlega leikin, einkum af Thompson og Farrah, sem hefur margsýnt að hún kann sitt fag. Weller er traustur en kannske ekki alveg nógu trú- verðugur í bóndahlutverkinu. Hér er vel staðið að málum, viðkvæmt efnið fær vel viðunandi meðhöndlun og málalok. Því telst Varaskeifan óvenju góð kapalmynd sem full ástæða er til að mæla með. VERULEIKIOG SÝNDARVERU- LEIKI VÍSINDASKÁLDSKAPUR VR 5 (VR 5) kk Leikstjóri Michael Katleman. Aðalleikendur Lori Singer, Ant- onio Head, Louise Fletcher, David McCallum, Michael East- on. Bandarísk. Rysher 1995. Sam myndbönd 1995. 94 mín. Aldurs- takmark 16 ára. LAUGARDAGUR 19/8 Sidney (Lori Singer) er dóttir vísindamanns sem stóð framarlega í rannsóknum á sýndarveruleika tölvutækninnar. Hún missir föður sinn og systur í bílslysi en móðir- in leggst í sorg og sút. Sidney sekk- ur á kaf í hátæknibúnað föður síns og skyndilega fara að gerast óvæntir hlutir og ótrúlegir í heimi sýndai’veruleikans, sem ljóstra upp gömlum leyndarmálum. Þokkaleg meðalmynd með Lori Singer, sem af og til hefur skotið upp kollinum á hvíta tjaldinu, síð- ast í Short Cuts Roberts Altmans. Þá bregður hér fyrir gömlum kunningja úr The Man From U.N.C.L.E., sjónvarpsþáttum sem nutu feykivinsælda á sínum tíma. Eins kemur Louise Fletcher við sögu, hún gleymist örugglega eng- um sem hjúkrunarfræðingurinn Ratchet í Gaukshreiðrínu. Fletcher hefur átt erfitt uppdráttar síðan, þau örlög bíða ótrúlega margra Óskarsverðlaunahafa. Þessi smá- mynd gefur örlitla hugmynd um hið nýja hátækniumhverfi sýndar- veruleikans. FARMANNS- RAUNIR SPENNUMYND Rangur maður (The WrongMan) k k Leikstjóri Jim McBride. Hand- ritshöfundur Michael Thoma. Aðalleikendur Rosanna Arq- uette, Kevin Anderson, John Lithgow. Bandarísk. Polygram Filmed Entertainment 1994. Há- skólabíó 1995. 90 mín. Aldurs- takmark 12 ára. Farmaðurinn Alex lendir í vondum málum í landvistarleyfi í Mexíkó. Grunað- ur um morð leggur hann á flótta með hjálp Missy (Rosanna Arquette) og Mills (John Lith- gow). Þau reynast vafasamur fé- lagsskapur. Leikstjórinn á fínar myndir að baki, einsog The Big Easy og The Great Balls of Fire. Þess á milli súnkar hann niður undir botninn (Breathless, Uncovered), þessi film noir mynd siglir þar á milli. Arq- uette leikur af sál og einkum lík- ama í tæfuhlutverkinu en það er Lithgow sem heldur myndinni sam- an, forvitnilegur sem oftar sem drykkfelldur skúrkur. Tónlist Los Lobos það næstbesta innanborðs. Handritið bragðdauft, líkt og And- erson. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Leort kk'A Nýjasta mynd fransmannanna Lucs Besson leikstjóra og stjörnunnar hans, Jean Reno, nýtur sín eigin- lega betur á skjánum en á hvíta tjaldinu. Leon er hinn grimmasti myndbandahasar, ákjós- anleg afþreying þeim mörgu sem hafa gaman að harðsoðnu ofbeldi. Að þessu sinni leikur Reno leigu- dráparann Leon, sem stundar iðju sina í New York á vegum morðmiðl- arans Danny Aiello. Til sögunnar kemur útúrdópaður lögregluforingi og fúlmenni (Gary Oldman). Myrð- ir hann nágranna Leons, fjölskyld- una hennar Möttu litlu (Natalie Portman) og kallar með því yfir sig hefnd morðtólsins. Mætast þá stálin stinn.' Reynt er að byggja upp áhuga- vert tilfinningasamband milli Möttu og morðingjans og gera þar með eitthvað meira úr sláturtíðinni. Samskiptin verða aldrei mikið meira en brosleg enda Besson lítt kunnur fyrir dramatísk afreksverk en því lunknari átakaleikstjóri. Leon er blanda af hörkugóðum hasaratriðum og einstaklega ósannfærandi melódrama. Reno leikur á sinn persónulega hátt Ka- spar Hauser með morðæði. Old- man, sá ágæti leikari, er orðinn leiðigjarn í tilbreytingarlausum gassagangi í hlutverkum hálfvit- lausra manna og alvitlausra. Port- man slær öllum út sem Nikita á fermingarfötunum, nema tónskáld- inu Eric Serra. Tónlist hans hefur oft verið það athyglisverðasta í myndum Bessons og svo er hér. 106 mín. Aldurstakmark 16 ára. Engill á uppleið BRESKI gæðaleik- arinn Gary Old- man lýsti eitt sinn Umu Thurman svo að hún væri líkust per- sónu þeirri sem hún lék í kvikmyndinni Ævintýri Munchaus- en, sjálfri ástargyðj- unni Venus. Þau voru þá hjón. Eftir að þau slitu samvistir var hann krafinn sagna um ástæður skilnað- arins. Hann yppti öxl- um og svaraði: „Reyndu sjálfur að búa með engli!“ Ummæli Oldmans segja kannski meira en mörg orð um þessa hálfþrítugu leikkonu sem á að baki ágætan leik í misjöfnum myndum, en hefur nú tryggt stöðu sína meðal Hollywood- stjarnana vegna eftirtektarverðr- ar frammistöðu í mynd Quentins Tarantinos, Pulp Fiction. Gömul sál í ungum líkama Tarantino sagði að þessi unga þokkagyðja, sem keðjureykir lengstu gerð af sígarettum og er hærri en margir mótleikarar hennar (um 1,80 m á hæð), hefði sál fertugrar konu. Þetta má eflaust til sanns vegar færa, því að Uma Thurman þykir skarp- greind og þroskuð miðað við ald- ur. Hún gekk í hjónaband með Oldman árið 1990, en óregla hans og skapsveiflur grófu undan sam- bandinu. Skömmu eftir að hann var handtekinn fyrir ölvunarakst- ur að loknum miklum gleðskap í fylgd vinar síns og starfsbróðurs, Kiefer Sutherland, þraut það örendi. Hún hefur lýst skilnaðinum sem erfiðasta tímabili sem hún hefur gengið í gegnum og þegar Oldman bar á góma í nýlegu við- tali við Umu, varð hún fjarræn á svip og eyddi öllu tali um persónu- lega erfiðleika þeirra. Þau eru hins vegar enn góðir vinir að sögn og hún er óspör á að lofa leik Oldmans. „Hann er góður leikari. Allt sem hann gerir er gert af fáránlegri og manískri fag- mennsku og glæsibrag." „Mér fannst fyrir- sætustarfið afar óspennandiaðferð við að drepa tímann“ Hræðist ekki veruleikann Hún lagðist að eigin sögn í ferðalög að loknum skilnaðinum, sem endurspeglar hugsanlega sérkennilega æsku hennar. Uma eyddi fyrstu árum ævi sinnar á stöðugu flandri innan Bandaríkj- anna og utan og fékk m.a. lang- vinna ást á Indlandi í kjölfarið. „Það er algjörlega ekta. En raun- veruleikinn skýtur mér ekki skelk í bringu. Þarna er að finna fólk sem er að missa nefið sökum holdsveiki, en ég rek ekki upp öskur og hleyp á náðir búðarferða í Bloomingdale’s." Uma reyndi ung fyrir sér í fyr- irsætustarfinu, en ber því illa sög- una. „Mér fannst starfið afar óspennandi aðferð við að drepa tímann. Fyrirsætustarfið snýst mestmegnis um að telja konum trú um að þær þurfi meira drasl og að þær eigi að kaupa þetta drasl sem yngi þær um áratug og laða að karlmenn í hrönnum!“, segir hún. „Hefði ég viljað verða sölumaður hefði ég einfaldlega sótt um slíkt starf.“ UTVARP RÁS I FM 92,4/93,5 í.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Haraldur M. Krist- jánsson flytur. Snemma á laug- ardagsmorgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 8.55 Fréttir á ensku. 9.03 Út um græna grundu. Þátt- ur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. (Endurfluttur annað kvöld kl. 21.00) 10.03 Veðurfregnir. 10.15 „Já, einmitt“ Óskalög og æskuminningar. Umsjón: Anna Páh'na Árnadóttir. (Endurflutt nk. föstudag kl. 19.40.) 11.00 í vikulokin. Urnsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Stef. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 14.30 Innan seilingar. Útvarps- menn skreppa í laugardagsbíltúr til Hafnarfjarðar. Umsjón: Æv- ar Kjartansson. 16.05 Sagnaskemmtan. Fjallað um sögu og einkenni munnlegs sagnafíutnings og fluttar sögur með islenskum sagnaþulum. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir. (Áður á dagskrá 24. júií sl.) Þóttur Steinunnar Harðurdóttur Út um græna grundu, um núttúruna, umhvcrfiö og feröamúl, er ó dag- skrú Rósnr I kl. 9.03. 16.30 Ný tónlistarhljóðrit Ríkisút- varpsins. Dagur hjá Karlamgn- úsi, eftir Þorkel Sigurbjörnsson og nemendur Tónmenntaskól- ans. Svítan “Aachen kappar“ eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Nemendur Tónmenntaskóla Reykjavíkur leika undir stjórn Sæbjörns Jónssonar. Umsjón: Dr. Guðmundur Emilsson. 17.10 Tilbrigði. Við sjávarins nið. Hafið eins og skáld og tónlistar- menn hafa séð það. Umsjón: Trausti Ólafsson. (Endurflutt nk. þriðjudagskvöld kl. 23.00.) 18.00 Heimur harmóníkunnar. Umsjón: Reynir Jónasson. (End- urflutt nk. föstudagskvöld kl. 21.15.) 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.40 Óperuspjall. Rætt við Krist- in Sigmundsson, baritónsöngv- ara, um óperuna ítölsku stmk- una í Alsír eftir Gioácchino Rossini og leikin atriði úr óper- unni. Umsjón: Ingveldur G. Ól- afsdóttir. 20.55 „Gatan mín." Pósthússtræti í Reykjavík. Jökull Jakobsson gengur strætið með Petreu Pét- ursdóttur. (Áður á dagskrá i júní 1971) 22.10 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins: Eirný Ásgeirsdóttir flytur. 22.30 Langt yfir skammt Gluggað í gamlar bækur og annað góss. Umsjón: Jón Hallur Stefánsson. 23.00 Dustað af dansskónum. 0.10 Um lágnættið. — Konsert í G-dúr fyrir tvo gítara eftir Antonio Vivaldi. Ángel og Pepe Romero leika með St Mart- in in the Fields hljómsveitinni: Iona Brown stjórnar. — Divertimento númer 6 í c-moll fyrir blokkflautu og sembal. Michala Petri og George Malc- olm leika. — Svita f a-moil fyrir alt-bokk- flautu og kammersveit eftir Ge- org Philipp Teleman Camilla Söderberg leikur með Bachsveit- inni í Skálholti. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns, Veðurspá. Frittir ó RftS I og RftS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar fyrir yngstu börnin. 9.03 Með bros á vör, f för. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdótt- ir. 12.45 Georg og félagar. Um- sjón: Georg Magnússon og Hjálmar Hjálmarsson. 14.00 íþróttarásin. íslandsmótið í knattspyrnu. 16.05 Létt músik á síðdegi. Ásgeir Tóm- asson. 17.00 Með grátt í vöngum. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfréttir. 19.40 Vin- sældalisti götunnar. Umsjón: Ólaf- ur Páll Gunnarsson. 20.30 Á hljóm- leikum. 22.10 Veðurfregnir. 22.15 Kvöldtónar. 23.00 Nætui-vakt Rás- ar 2. Umsjón: Guðni Már Henn- ingsson. Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. Veðurspá kl. 1. NÆTURÚTVARPID 1.05 Nætui-vakt Rásar 2. 2.00 Fréttir. 2.05 Rokk. 3.00 Næturtón- ar. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Nætur- tónar. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með hljómlistarmönnum. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég man þá tið. Hermann Ragnar Stefánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. ADALSTÖDIN 90,9/ 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Halli Gísla. 16.00 Gylfi Þór. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðalstöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 9.00 Morgunútvarp. Eiríkur Jóns- son. 12.10 Jón Axel Ólafsson og Valdís Gunnarsdóttir. 16.05 Erla Friðgeirsdóttir. 19.00 Gullmolar. 20.00 Laugardagskvöld. 3.00 Næt- urvaktin. Fréttir lcl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Stminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSIÐ FM 96,7 3.00 Ókynntir tónar. 13.00-17.00 Léttur laugardagur. 20.00 Upplút- un á laugardagskvöldi. 23.00 Næt- urvaktin. FM 957 FM 95,7 10.00 Sportpakkinn. Hafþór Svein- jónsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Björn Þór, Ragnar Már, Axel og Valgeir. 16.00 Helga Sig- rún. 19.00 Björn Markús. 21.00 Mixið. 23.00 Pétur Rúnar Guðna- son. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 íslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardags vaktin. 23.00 Næturvaktin. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00 Ljúfir tónar. 12.00 Kvik- myndatónlíst. 13.00 Á léttum nót- um. 17.00 Sigildir tónar. 19.00 Við kvöldverðarborðið. 21.00 Á danss- kónum. 24.00 Næturtónar. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Með sitt að aftan. 14.00 X-Dómínóslistinn. 17.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.3.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.