Morgunblaðið - 17.08.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 17.08.1995, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA D 1995 FIMMTUDAGUR 17.ÁGÚST BLAD FIFA sendi Sviss heillaóskir fyrir íslandsferð „VIÐ sendum ykkur okkar bestu hugsanir og heillaóskir fyrir íslandsferðina.“ Á þessa leið hljómaði skeyti sem fararstjóra svissneska sam- bandsins barst þremxu- dögum fyrir leikinn gegn íslendingum, sem væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að skeytið er undirritað af for- seta alþjóða knattspymusambandsins, dr. Joao Havelange, aðstoðar framkvæmdastjóra og fjár- málastjóra sambandsins og fleirum. „Þetta er smekklaust bréf og jaf ngildir því að ég færi að senda öðru liðinu sem keppir í úrslitum bikar- keppninnar heiUaóskir með von um gott gengi í leiknum. Eg er bara alveg gáttaður yfir þessu,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. „Ég hef ekki fengið svona skeyti fyrir íslands hönd með sambærilegum óskum,“ bætti hann við. KNATTSDYRNA Ásgeir Elíasson, þjálfari: „Við náðum okkureinfaldlega ekki á strik" Fyrra markið var slæmt „ VIÐ vorum ekki í jafnvægi í upphafi leiksins og það varð okkur að falli,“ sagði Ásgeir Elíasson, þjálfari islenska liðs- ins eftir leikinn í gærkvöldi. „Fyrra markið var slæmt og síðan var spurning um hvort annað markið væri löglegt, það má alltaf ræða það. Eftir það jafnaðist leikurinn og við náð- um okkur aldrei á strik að þessu sinni. Þeir léku góða vörn og okkur gekk illa að skapa okkur færi upp við mark þeirra, því miður, svo þar við sat að þessu sinni. Mínir menn lögðu sig fram í leiknum fyrir utan augnablikið í upphafi leiks, en það dugði ekki að þessu sinni. Ég held að spennan og væntingar hafi ekki farið með okkur að þessu sinni. Þeir hlutir voru ekkert meiri nú en oft áður. Við náðum okk- ur einfaldlega ekki á strik og því fór sem fór.“ Við áttum að geta gert miklu betur „Við fengum skell í byrjun, fengum markið á okkur — það sló okkur út af laginu. Það breytir hins vegar ekki því að áttum að geta gert miklu betur, það er engin spurning," sagði Ólafur Þórðarson. „I fyrri hálf- leik vorum við að gefa þeim alltof mikið pláss til að athafna sig á vellinum og okkur tókst ekki lagfæra það. Við áttum að skora mark þegar líða tók á hálfleikinn en það tókst ekki. Þá var dómarinn slakur og það varð ekki til að gera hlutina betri. Liðið fór í leikinn með réttu hugarfari og menn voru stað- ráðnir í að gera sitt besta, okk- ur tókst ekki að sýna það og því miður var þetta langt í frá okkar dagur að þessu sinni.“ Þungbúið, en sólíhjarta - sagði Roy Hodgson, þjálfari Svisslendinga, ánægðurað leikslokum Roy Hodgson þjálfari Svisslendinga var að vonum ánægður eftir sigur- inn. „Ég sagði fyrir leikinn að íslending- ar léku skipulega og við reyndum að gera slíkt hið sama í kvöld og ég held að okkur hafi tekist vel til. Hér áttust við tvö skipulögð lið,“ sagði Hodgson. „Ég dáist að íslenska liðinu. Það lend- ■ ir 0:2 undir eftir tuttugu mínútna leik og heldur samt áfram að berjast og komst vel inn í leikinn er líða tók á og gerði okkur erfítt fyrir. Flest lið í Evr- ópu hefðu gefist upp eftir að liafa lent tveimur mörkum undir svo snemma leiks, en ekki íslendingar. Ég lagði mikla áherslu á það við strákana í leikhléi að varast baráttu íslendinganna og sem betur fer héldu þeir vöku sinni. Staða okkar hefur óneitanlega lagast mikið núna. Þessi leikur- var mjög mikil- vægur fyrir okkur og ef við hefðum tap- að hefði verið þungbúið hjá okkur, svip- að og veðrið hér á Laugardalsvelli. En þess í stað er nú sól í hjarta okkar eins og vera ber eftir sigurleik. Við erum í mjög þægilegi-i stöðu, þurfum bara eitt stig til viðbótar til að komast áfram og ég held að það sé nokkuð öruggt að við náum því stigi,“ sagði hamingjusamur þjálfari Sviss eftir leikinn. Morgunblaðið/Golli Skipu- lagid hélt SVISSLEND- INGAR léku injög skipu- lega gegn ís- lendlngum, sem átti erf- itt með að brjóta þá á bak aftur. Skagamenn- Irnir Bjarki Gunnlaugs- son og Sig- urður Jóns- son, liggj- andi á vell- inum, höfðu lítið að gera í þessa fylk- ingu Sviss- lendinga. Guðni Bergsson er í miðjum hópi and- stæðing- anna. FRJÁLSÍÞRÓTTIR: TVÖ GLÆSILEG HEIMSMET Á GULLMÓTI í ZURICH / D4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.