Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1995 MORGUN BLAÐID _______________EVROPUKEPPNIN I KNATTSPYRIMU_ Þungt högg í byijun og rothögg skömmu síðar íslendingar áttu ekki möguleika gegn sterku liði Svisslendinga ÍSLENSKIR áhorfendur áttu ekki skemmtilega stund í Laug- ardal í gærkvöldi. Fjölmargir Svisslendingar gerðu sér hins vegar glaðan dag í kuldanum og lið þeirra sá um að halda á þeim hita með öruggum 2:0 sigri. Landslið Sviss er því orð- ið efst í 3. riðli Evrópukepninn- ar með 13 stig eftir sex leiki en íslendingar sitja á botninum sem fyrr — hafa fjögur stig eft- ir fimm leiki og markatöluna 3:11. íslendingar léku illa í gær, ekkert sást af bestu hlið- um liðsins, marktækifærin mátti telja á fingrum annarar handar og uppskeran varð því aðeins sú sem liðið átti skilið; engin. að verður að segjast eins og er að íslendingar áttu ekki möguleika gegn Svisslendingum. Fyrir því eru ýmsar ástæður; miklu máli Halígrímsson vitaskuld að skrifar Svisslendingar skor- uðu strax eftir að- eins rúmar þijár mínútur. Við það var eins og allur þróttur væri úr íslensku leikmönnunum drykklanga stund. Þeir voru úti að aka. Það var eins og sprungið hefði á einu dekki undir vagninum og hreinlega gleymst að setja varadekkið undir. Slík kerra hefur auðvitað ekki roð við kraftmiklu farartæki eins og því svissneska. Mikil stemmning var á Laugar- dalsvelli, fjölmenni mætt á staðinn löngu fyrir leik, en gestirnir voru fljótir að þagga niður í íslendingum, bæði þeim sem sátu á áhorfenda- svæðinu og hinum á grasinu. Fyrri hálfleikur var afspyrnu- slakur af hálfu íslendinga en Sviss- lendingar skemmtu sér konunglega. Markið í byijun var auðvitað mikið högg; bæði kom það snemma og var líka mjög klaufalegt, þannig að íslensku strákarnir áttu greini- lega erfitt með að sætta sig við það. Menn verða þó auðvitað að reyna að gera það, hvað sem á dynur — hætta að hugsa um öll leiðindaatvik, hversu klaufaleg sem þau kunna að vera og fara að vinna í að snúa leiknum sér í hag. En það var bara ekki gert. Svisslendingar voru miklu meira með boltann, löbb- uðu framhjá miðju- og varnarmönn- um íslands nánast hvenær sem þeir vildu og eftir tæpar átján mín- útur höfðu þeir bætt öðru marki við. Þá var vel að verki staðið hjá þeim, en þó ekki svo vel að íslend- ingar hafi ekki átt að geta komið í veg fyrri markið. Langt í frá. Segja má að það mark hafi verið rothöggið. Það var ekki fyrr en síðasta stundarfjórðung hálfeiksins sem lið íslands rétti örlítið úr kútnum. Bolt- inn fór að ganga betur á milli manna og eitt gott færi skapaðist. Dauðafæri raunar, er Arnar Gunn- laugsson komst einn í gegn í víta- teignum eftir laglegt samspil Bjarka og Þorvaldar en Arnar var aðeins of seinn að skjóta og vildi síðan fá víti fyrir bakhrindingu og íslensku áhorfendurnir voru sam- mála honum. Dómarinn var það hins vegar ekki og virtist hafa rétt fyrir sér. Arnar var of seinn að skjóta og missti boltann aðeins of langt frá sér áður en hann datt. Seinni hálfleikurinn var ekki skárri en sá fyrri. Svisslendingar voru í þægilegri stöðu, drógu sig aðeins aftar á völlinn en áður og íslendingar voru reyndar meira með boltann en í fyrri hálfleiknum. Það dugði þó ekki til að búa til neina hættu. Liðið skapaði nánast ekki neitt; komst ekki langt gegn sterkri vörn Svisslendinga og gestirnir þurftu ekki að hafa neinar áhyggj- ur. Öruggum sigri þeirra var aldrei ógnað. Enginn þeirra sem kom fram fyrir Islands hönd í gærkvöldi var í landsliðsgæðaflokki. Vörnin var óörugg, miðjumennirnir hugmynda- snauðir og sóknarþrennan dauf. Segja má að ekki hafi reynt mikið á Birki í markinu; hann varði nokkr- um sinnum vel og verður ekki sak- aður um seinna markið en var — eins og fleiri — sofandi þegar fyrra markið var gert. Kristján, Guðni, Ólafur Adolfsson og Rúnar voru ekki samstilltir í vörninni. Sóknar- menn Svisslendinga fóru illa með þá og segja má að varnarlínuna hafi skort nauðsynlega aðstoð frá miðjumönnunum. Miðvallarþrenn- an, Þorvaldur, Sigurður og Olafur, barðist vel — enda þessir einstakl- ingar ekki þekktir fyrir að gefa mikið eftir. En tríóið gerði heldur ekki mikið meira. Sendingar voru slæmar, sóknaruppbygging hug- myndasnauð og hugsunin því miður allt of sjaldan nægilega rökrétt. Svo virtist a.m.k. miðað við hvernig þeir uppskáru. Rúnar kom fram á miðjuna þegar leið á leikinn og það breytt engu úr því sem komið var. Tvíburarnir Arnar og Bjarki voru á köntunum og Eyjólfur Sverrisson í stöðu miðheija. Það sást berlega að hann er ekki í leikæfingu því Eyjólfur komast aldrei í takt við leikinn og virkaði þungur. Honum var enda skipt út af og segja má að meiri hraði og annar taktur hafi komið í leik liðsins eftir að Harald- ur Ingólfsson kom inn á en hættan sem myndaðist við mark Svisslend- inga varð þrátt fyrir það aldrei mikil. Arnar og Bjarki tóku einn og einn sprett en náðu ekki, frekar en aðrir liðsmenn, að sýna hvað í þeim býr. Liðið var ósamstillt; virk- aði langtímum saman sem hópur einstaklinga en ekki sem samæfður flokkur. Þveröfugt við öflugt lið Sviss, sem var sannfærandi. Oa Svisslendingar fengu ■ I hornspyrnu frá vinstri eftir þijár mínútur. Eftir stutt horn kom fyrirgjöf frá Cir- iaco Sforza, Christophe Ohrel var á markteigshominu nær, knötturinn hrökk í hann og breytti um stefnu, „lak“ framhjá Birki og var rétt kominn yfir línuna þegar Tiirkyilmaz bætti um betur. Þegar boltinn söng í netinu voru liðnar þijár mlnútur og 45 sekúndur af leiknum. Oa^^Þorvaldur Örlygsson mámfétt við og missti knöttinn skammt utan vítateigs. Náði honum aftur en mistókst þá að senda hann frá sér og Sforza, sem sótti að Þorvaldi, náði knettinum renndi honum laglega til hliðar á Kubilay Tiirkyilmaz, sem stakk sér á milli Olafs Adolfssonar og Rún- ars Kristinssonar í teignum og skoraði með vinstri fótar skoti - knötturinn fór á milli fóta Birkis markvarðar og í netið. Markið kom eftir 17 mínútur og 46 sekúndur. Staðan Sviss.........6 4 1 1 12:7 13 Tyrkland......5 3 1 1 12:6 10 Svíþjóð.......6 2 1 3 7:8 7 Ungveijaland.5 1 2 2 6:8 5 ísland........6 114 3:11 4 íslendingar eiga eftir tvo leiki í haust — Ungveija á útivelli og Tyrki á heimavelli. ÚRSLIT ísland - Sviss 0:2 Laugardalsvöllur, Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu, 3. riðill, miðvikudaginn 16. ágúst 1995. Aðstæður: Suð vestan vindur, talsverður, rigning og völlurinn rennblautur en annars góður. Islendingar undan vindi í fyrri hálf- leik. Mörk Sviss: Christophe Ohrel (4.), Kubilay Turkyilmaz (18.) Gult spjald: Enginn. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Wojcik Ryzard, Póllandi. Ekki slæmur, en spjöld hefðu mátt fara á loft. Línuverðir: Koczar Eugeniusz og Slabik Krzysztof, Póllandi. Áhorfendur: 9.043 greiddu aðgangseyri. ísland: Birkir Kristinsson — Kristján Jóns- son (Izudin Daði Dervic 88.), Guðni Bergs- son, Ólafur Adolfsson, Rúnar Kristinsson — Þorvaldur Örlygsson, Sigurður Jónsson, Ólafur Þórðarson — Arnar Gunnlaugsson, Eyjólfur Sverrisson (Haraldur Ingólfsson 67.), Bjarki Gunnlaugsson. Sviss: Marco Pascolo — Marc Hottiger, Stephane Hertchoz, Alain Geiger, Yvan Quentin — Christophe Ohrel, Ciriaco Sforza, Sabastien Fournier, Alain Sutter ( Thomas Bickel 78.) — Adrian Knup, Kulilay Turky- ilmaz (Christophe Bonvin 85.) 1. RIÐILL: Azerbaijan - Slóvakía...............0:1 Yancula (60.). 1.000. Frakkland - PóIIand.................1:1 Youri Djorkaeff (86.) — Andrzej Juskowiak (35.). 40.426. Staðan: Rúmenía...............7 5 2 0 15: 6 17 Frakkland.............7 2 5 0 7: 1 11 Pólland...............7 3 2 2 13: 8 11 ísrael................7 2 3 2 11:10 9 Slovakia .............7 2 2 3 9:15 8 Azerbaijan............7 0 0 7 2:17 0 2. RIÐILL: Armenía - Danmörk...................0:2 - Michael Laudrup (33.), Allan Nielsen (46.). 22.000 Staðan: Spánn.................7 6 1 0 15: 3 19 Danmörk...............7 4 2 1 12: 6 14 Belgía................7 3 2 2 13: 9 11 Makedonía.............7 1 3 3 7:12 6 Kýpur.................7 1 2 4 4:12 5 Armenía...............7 0 2 5 2:11 2 4. RIÐILL: Eistiand - Litháen................0:1 - Darius Maciulevicius (49.). 1.500 Staðan: Króatía...............7 5 1 1 12: 2 16 Ítalía................6 4 1 1 11: 4 13 Litháen...............7 4 1 2 7: 5 13 Úkraína...............7 3 1 3 5: 8 10 Slóvenía .............7 2 2 3 9: 8 8 Eistaland.............8 0 0 8 2:19 0 5. RIÐILL: N oregur - Tékkland.................1:1 Henning Berg (27.) — Jan Suchoparek (85.). 22.054. Staðan: Noregur...............8 6 2 0 17: 2 20 Tékkland..............7 3 3 1 14: 6 12 Holland...............7 3 2 2 15: 5 11 H-Rússland ...........6 2 1 3 6:10 7 Lúxemborg.............7 2 0 5 2:18 6 Malta.................7 0 2 5 2:15 2 6. RIÐILL: Liechtenstein - Portúgal............0:7 - Oliviera Domingos (25.), Joao Santos Paulinho (33.), Rui Costa 2 (41., 71. - vít- asp.), Paulo Alves 3 (67., 73., 90.). 3.500. ■Alves kom inná sem varamaður á 55. mín. Lettland - Austurríki...............3:2 Rimhus 2 (13., 60.), Zeiberlins (87.) — Polster (69.), Ramusch (79.). Staðan: Portúgal..............7 6 0 1 24: 5 18 írland ...............7 4 2 1 14: 4 14 Austurríki............7 4 0 3 22: 7 12 N-írland..............7 3 1 3 10:11 10 Lettland..............8 3 0 5 9:18 9 Liechtenstein.........8 0 1 7 1:35 1 8. RIÐILL: Finnland - Rússland.................0:6 - Vassili Koulkov 2 (32., 49.), Valeri Karp- ine (40.), Dmitri Radchenko (43.), Igor Kolyanov 2 (67., 69.). 14.200. Skotland - Grikkland................1:0 Ally McCoist (72.). 34.910. Staðan: Rússland .............7 5 2 0 24: 1 17 Skotland..............8 5 2 1 13: 3 17 Finnland..............8 5 0 3 17:14 15 Grikkland ............7 4 0 3 13: 7 12 Færeyjar..............7 1 0 6 5:24 3 San Marinó............7 0 0 7 1:24 0 Vináttuleikur Norrköping, Svíþjóð: Svíþjóð - Bandarikin................1:0 Tomas Brolin (85. - vítasp.). 14.249. ARNAR Gunnlaugsson fékk besté á brjóstið og var að koma Átti dómarinn a Hefð Dómarinn hefði alveg getað dæmt víti, en hann gerði það ekki og því var þetta ekki víti,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, en hann fékk besta færi íslendinga skömmu fyrir leikhlé. „Sviss kom okkur ekki á óvart með mikilli baráttu í upphafi, við áttum von á því, en það er mjög þreytt að fá mark á sig eftir þijár mínútur þegar maður er búinn að peppa sig upp fyr- ir átökin í leiknum, það drepur mann alveg niður. Eftir annað markið var hálfgert spennufall hjá okkur og því miður tókst okkur ekki að rífa okkur upp úr því. Við spiluðum þokkalega i seinni hálfleiknum en tókst ekki að skapa okkur nein færi. Ætli færið sem ég fékk skömmu fyrir hlé sé ekki eina færið sem við fengum og svo fengum við nokkra potsénsa. Ég ætla alls ekki að kenna dóm- aranum um hvernig fór en hann var frekar ragur og ég er helst á því að hann hafi gleymt spjöldunum heima. Svissararnir voru fastir fyrir en alls ekki grófir, en þeir fengu að toga dálítið mikið í okkur og gengu á lagið vegna þess að dómarinn dæmdi lítið,“ sagði Arnar. Átti að dæma á Svisslendinginn þegar annað markið kom „Ég lenti í tæklingu við einn leik- mann Sviss og vann hana að sjálfs- öðu, en þegar ég ætlaði að standa upp togaði hann mig niður aftur og hélt mér svo þegar ég reyndi aftur að standa á fætur. Dómarinn virtist vera að beita hagnaðarreglunni en hefði átt að dæma á hann þegar hann sá að ég náði ekki að koma boltanum frá vegna þess að ég lá. Þegar svona lag- að gerist rétt utan við vítateig á auðvit-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.