Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.1995, Blaðsíða 4
m®ir|5íinXiIa&tí> Dominique Wilkins sá tekjuhæsti utan NBA FRJALSIÞROTTIR / STIGAMOT I ZURICH Heimsmet í 5.000 metra hlaupi og 3.000 metra hindrunarhlaupi DOMINIQUE Wilkins, sem lék lengi með Atlanta í NBA deildinni og nú síðast með Boston, er orðinn launahæsti körfuknattleiksmaður utan Kiptanui fyrstur til að bvjóta átta mín. múrinn MOSES Kiptanui frá Kenýa setti glæsilegt heimsmet á stigamóti Alþjóða frjálsiþrótta- sambandsins íZiirich í Sviss í gærkvöldi þegar hann varð fyrstur til að hlaupa 3.000 metra hindrunarhlaup undir átta mínútum. Hann fór á 7.59,18 minútum og fagnaði gífurlega en skömmu síðar gerði Haile Gebresilassie frá Eþíópíu sér lítið fyrir og bætti heimsmet Kiptanuis í 5.000 metra hlaupi frá júní sem leið, hljóp á 12.44,39 mínútum en fyrra metið var 12.55,30. Með þessu gáfu hlaupararnir tóninn fyrir næstu öld en heimsmetið færði þeim auk þess 50.000 dollara (um þrjár milljónir og tvö hundruð og fimmtíu þús- und kr.) og eitt kfló af gulli. Kiptanui varð heimsmeistari í þriðja sinn í 3.000 metra hindrunarhlaupi á HM í Gautaborg á dögunum og fyrir þremur árum setti hann heimsmet, 8.02,08, á vellinum í Ziirich. Þá gaf hann til kynna að langþráður draumur 3.000 metra hindrunarhlaupa, að hlaupa undir átta mínútum, væri raunhæfur möguleiki og það tókst við bestu hugsanlegu aðstæður í gærkvöldi. Kiptanui sagði fyrir keppnina í Gautaborg að ekki væri nóg að eiga heimsmetið. „Þó ég eigi heimsmetið er það ekki nóg. Ég vil gera eitt- hvað sem fólk man eftir þegar það minnist íþrótta.“ Og hann gerði það í gærkvöldi. „Að vera fyrsti maðurinn til að hlaupa undir átta mínútum er mikil- vægara fyrir mig en vinna til gull- verðlauna í Heimsmeistarakeppn- inni,“ sagði Kiptanui eftir að múr- inn var fallinn. „Ég vildi ekki að nokkur annar leiddi hlaupið því ég var mjög öruggur með sjálfan mig og mér fellur ekki að vera á eftir öðrum. Það er betra að vera fyrstur yfir hindranirnar." Annað heimset Gebresilassies á árinu Gebresilassie, sem er 22 ára, bætti heimsmetið í 10.000 metra hlaupi fyrr á tímabilinu og varð heimsmeistari í þeirri grein í Gauta- borg í liðinni viku en setti nú mark sitt á 5.000 metrana, bætti metið um nær 11 sekúndur. Slík bæting hefur ekki átt sér stað í greininni í 63 ár eða síðan Finninn Lauri Lehtinen hljóp á 14.17,0 árið 1932 en landi hans, Paavo Nurmi átti fyrra metið sem var 14.28,20. „Eg er frekar hissa á tímanum," sagði Gebresilassie og þakkaði landa sínum Bekila Worku fyrir að hafa hafa haldið uppi hraðanum. Þegar 1.000 metrar voru í mark var Gebresilassie 14 sekúndum und- ir fyrra heimsmeti miðað við sömu vegalengd. Einu sinni áður á sama degi Heimsmetin í 3.000 metra hindr- unarhlaupi og 5.000 metra hlaupi hafa einu sinni áður fallið á sama degi. Það var í Helsingi 14. septem- ber 1972 þegar Finninn Lasse Viren bætti metið í 5.000 metrunum og Svíinn Anders Garderud í hindrun- arhlaupinu. Christie sigraði heimsmeistarann Bretinn Linford Christie meiddist á lærvöðva og varð sjötti í 100 metra hlaupi á HM í Gautaborg en stóðst læknisskoðun á síðustu stundu, var með í gærkvöldi og sigr- aði með glæsibrag á 10.03 sekúnd- um. Kanadíski heimsmeistarinn Donovan Bailey varð annar á 10.09 og Bandaríkjamaðurinn John Drummond þriðji á 10,10 en sex Reuter KENÝAMAÐURINN Moses Kiptanu! fagnar hér að ofan heims- meti sínu í 3.000 m hindrunarhlaupi í Ztirich í gærkvöldi, á myndinni til hliðar fagnar Haiie Gebreseiassi frá Eþíópíu meti sínu í 5000 m hlaupi. menn úr úrslitahlaupinu í Gauta- borg reyndu með sér i Zúrich. „Eg er ekki sprettharðastur í heimi en ég var fljótastur að þessu sinni,“ sagði Christie sem er 35 ára. „Donovan er heimsmeistarinn, á morgun kemur nýr dagur og ný keppni. Ég hélt að ég gæti ekki verið með en ég kom hingað, fékk bestu meðferðina og hún virtist duga.“ Olympíumeistarinn náði besta startinu, hélt forystunni allan tím- ann og var gífurlega öflugur síð- ustu 50 metrana. Hann sigraði einnig í hlaupinu á stigamótinu á sama stað í fyrra og eins og þá fögnuðu áhorfendur honum eins og stuðningsmenn knattspymuliða eru þekktir fyrir. „Linford Christie" kölluðu þeir hvað eftir annað og eru fijálsíþróttamenn óvanir slíkum móttökum. „Sigurinn bætir ekki upp tapið í Gautaborg,“ sagði Christie sem fékk 60.000 dollara fyrir það eitt að vera með. „Þetta kemur viku of seint. Donovan fékk titilinn sem ég vildi fá.“ Engin mistök hjá Torrence Gwen Torrence frá Bandaríkjun- um var dæmd úr leik í 200 metra hlaupi á HM fyrir að fara út af braut en hélt sig á réttum stað að þessu sinni og sigraði á 21,98. Merlene Ottey frá Jamaíka varð að sætta sig við annað sætið enn einu sinni, hljóp nú á 22.12. „Þetta var engin sárabót fyrir Gautaborg," sagði Torrence. „Eg er ánægð með að hafa sigrað Ottey en mikilvæg- ara var að ég gerði engin mistök — ég reyndi að halda mér á brautinni." Johnson missti flugið Allen Johnson fagnaði sigri i 110 metra grindahlaupi á HM en varð að sætta sig við þriðja sætið í gær- kvöldi. Landi hans, Mark Crear, sem féll á bandaríska úrtökumótinu fyrir HM, var sterkur síðustu 20 metrana og sigraði á 13,18 sekúnd- um. Breski heimsmethafinn Colin Jackson varð í öðru sæti á 13,21 en Johnson var einum hundraðasta úr sekúndu á eftir. Johnson sagði fyrir hlaupið að hann yrði að sigra fyrrnefnda keppinauta sína til að treysta stöðu sína á toppnum. „Ég er mjög ánægður með að sigra sterkari menn en voru á HM,“ sagði Crear en Jackson var ekki með í Gauta- borg vegna meiðsla. „Tíminn skipt- ir ekki máli heldur sigurinn og ég vona að ég verði bestur þeirra allra á næsta móti.“ 25 heimsmeistarar frá Gauta- borg kepptu í gærkvöldi og fengu þeir samtals fimm millj. dollara (um 325 millj. kr.) í verðlaun. Sýnt var beint frá keppninni í 35 löndum og er talið að 800 milljónir hafi fylgst með. Bandaríkjanna. Hann gerði tveggja ára samning við griska liðið Panathinaikos frá Aþenu, sem tryggir honum 450 milljónir. Wilkins átti tvö ár eftir af samningi sínum við Boston en klásúla í samningi hans sagði að hann gæti keypt sig útúr samningi eftir keppnistimabilið. Wilkins er þó ekki alveg laus því hann á í deilum við félagið útaf 540 milljóna láni sem hann fékk hjá félaginu. ■ HOLLENSKA blaðið Voetbal Intemational sagði frá því í gær að Manchester Utd. væri með Tijiani Babangida, landsliðsmiðheija Ní- geríu, sem leikur með hollenska liðinu Roda. undir smásjánni. Ba- bangida, sem er 21 árs, er metinn á 204 millj. ísl. kr. ■ KEVIN Keegan, framkvæmda- stjóri Newcastle, er ekki hættur að kaupa leikmenn. Hann hefur keypt Shaha Hislop, landsliðsmarkvörð Trinidad á 1,7 millj. punda. Hislop tekur stöðu Pavel Srnicek, sem er í leikbanni fyrstu tvo deildarleiki liðsins. ■ KEEGAN hefur keypt fjóra leik- menn að undanförnu og borgað sam- tals 14,2 millj. punda fyrir þá — Hislop, David Ginola (2,5 millj. pund), Warren Barton (4) og Les Ferdinand (6). ■ FLESTIR sparksérfræðingar í Englandi spá því að meistarabarátt- an í vetur standi á milli Liverpool, Newcastle, Arsenal, Manchester Utd. og meistara Blackburn. ■ SVISSNESKI landsliðsmaðurinn Stephane Chapuisat, sem leikur með Dortmund, verður að fara á ný undir hnífinn — verður skorinn upp fyrir meiðslum í hægra hné. Hann verður frá keppni í fimm mán- uði og verður í fyrsta lagi tilbúinn að leika í febrúar á næsta ári. ■ FRANSKI landsliðsmaðurinn Basil Boli, sem hefur leikið með Glasgow Rangers, er farinn til Mónakó — skrifaði undir tveggja ára samning. ■ DANSKA landsliðið lék Evrópu- leik í Armeníu í gær. Danir fóru með allan þann mat sem þeir áætl- uðu að snæða í ferðinni, frá Dan- mörku og sá matsveinninn Flemm- ing Larsen á Hotel Marinan að matreiða fyrir landsliðsmenn kjöt- bollur, medisterpylsur og hakkabuff. Danir tóku með sér fjórtán stóra kælikassa fulla af matvörum. ■ MANCHESTER United hefur hætt við fimm millj. punda sölu Andrei Kanchelskis til Everton, eftir að fyrrum félag kappans, Shakter Donetsk, villdi fá 1,1 millj. pund af söluupphæðinni. ■ TAFFAREL, landsliðsmark- vörður Brasilíu, varð að fara á sjúkrahús til að láta sauma tíu spor í höfuð sitt, eftir að stuðningsmaður liðs hans, Atletico Mineiro, hafði kastað flösku í höfuð hans, þegar æfing liðsins stöðvaðist og Taffarel farið til að ræða við stuðningsmenn- ina. Þrjátiu menn voru handteknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.