Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fltagiiiiINbiMfr 1995 KNATTSPYRNA Skór Van FOSTUDAGUR 18. AGUST BLAÐ c endanlega á hilluna MARCO Van Basten, einn besti miðherji síðari tíma, tilkynnti í gær að hann myndi ekki leika knatt- spyrnu framar. Þessi hollenski landsliðsmaður, sem verið hefur á mála hjá AC Milan á ítalíu síðustu árin, hóaði fréttamenn á fund sinn í Mííanó í gær og greindi frá þess- ari ákvörðun. Ástæðan eru slæm öklameiðsli sem hrjáð hafa leik- manninn í rúmlega tvö ár, en hann hefur ekkert leikið síðan í úrslita- leik Evrópukeppni meistaraliða 1993 er Milan tapaði fyrir Mar- seille. Van Basten, sem á myndinni hér til hliðar sést á blaðamanna- fundinum í gær, var þrisvar kjörinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu. Hann kvaðst hafa tekið umrædda ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við lækni sinn í Belgíu, eftir að í ljós kom að ástand öklans hafði nákvæmlega ekkert batnað síðasta árið. „Þegar ég stend upp verkjar mig í öklann. Ég get ekki einu sinni leikið tennis við vini mína," sagði þessi frábæri leikmaður, sem er aðeins þrítugur að aldri. HANDKNATTLEIKUR ^P*Nfef**r*,«%9j^a;. ¦:¦* ,J***^ .... Reuter Þeir sem skalla knöttinn oft hafa lægri greindarvísitölu KNATTSPYRNUMENN sem skalla knöttinn oftar en tíu sinnum í leik, hafa lægri greindarvísitölu en aðrir leikmenn. Þetta er niðurstaða rannsóknar Andrienne Witol prófessors í Richmond háskólanum í Bandaríkj- unum og var niðurstaðan kynnt á ársþingi sálfræð- inga sem haldið var í New York fyrir skömmu. Prófessorinn gerði könnun á 60 knattspyrnumönn- um á aldrinum 18 til 29 ára sem leika knattspyrnu reglulega og fékk þessa niðurstöðu með greindarmæl- ingum með jöfnu millibili. Þar kemur fram þeir sem skalla knöttinn meira en tfu sinnum í leik eigi mun erfiðara með að einbeita sér og fengu 103 stig á greindarvísitöluprófi en hinir voru með 112 stig. Ekki var merkjanlegur munur á árangri þeirra í skóla en þó er það ljóst að „skallamennirnir" verða að leggja harðar að sér til að ná sama árangri og hinir sem ekki skalla mikið eða æfa ekki knattspyrnu. „Það er engin ástæða til þess að láta börnin okkar hætta að æfa knattspyrnu, en það er hins vegar fyllsta ástæða fyrir knattpspyrnuþjálfara til að kenna nem- endum sínum að skalla á réttan hátt til þess að draga megi úr hættunni og nota jafnframt létta knetti," sagði Witol, þegar niðurstöðurnar voru kynntar. Blikarnir fá góðan liðsstyrk NÝLIÐAR Breiðabliks í úrvalsdeildinni f körfuknatt- leik hafa fengið góðan liðsstyrk. Bandaríkjamaðurinn Michael Thele, 23 ára, kemur til Blikanna f lok ág- úst. Hann er 23 ára, tveggja metra skytta, sem skor- ar mikið af þriggja stíga körfum. Theie, sem er hvít- ur, lék með liði Christian-háskólans í Texas. Þá hafa fjórir leikmenn frá Snæfelli gengið til liðs við Breiða- blik — Atli Sigurþórsson, Finnur Sigurðsson, Ágúst Jensson og Davíð Sigurþórsson, sem er mjög efnileg- ur bakvörður, 16 ára. Gamlir búningar teknir fram UNGLINGALANDSLIÐIÐ í handknattleik, sem fer til Danmerkur í dag til að taka þar þátt í móti, verð- ur að leika í gömlum búningum á mótinu. Ástæðan fyrir því er að búningarnir sem liðið átti að fara með, eru í Færeyjum. Það eru búningarnir sem 21 árs landsliðið lék í á Norðurlandamótinu, sem lauk um sl. helgi. Þar sem 21 árs landsliðið er veðurteppt í Færeyjum, urðu starfsmenn Handknattleikssam- bandsins að taka upp gamla búninga, sem búið var að pakka niður og leggja. Þorbjöm Jensson og lærisveinar veðurtepptir í Færeyjum eftir Norðurlandamótið „ VIÐ erum staddir á hóteli rétt við flugbrautina og okkur hefur tekist að sjá brautarendann öðru hverju í dag," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik er Morgunblaðið náði tali af honum í Færeyjum í gær. I Færeyjum er Þorbjörn veður- tepptur með 21 árs landsliði ís- - lands, en liðið tók þátt í Norður- landamótínu þar um síðustu helgi. „Við áttum að koma heim á þriðjudaginn en hér hefur verið svartaþoka síðustu daga og ekk- ert verið flogið til og frá land- inu. Eins og staðan er nú hafa Flugleiðir aflýst flugi hingað í dag og flugfélag heimamanna sem er skipað sérþjálfuðum áhöfnum til að lenda við erfiðar aðstæður hefur ekkert geta hreyft sig," bætti Þorbjörn við. „Okkur er sagt að spáin fyrir morgundaginn [í dag] sé góð, en Húmorinn hefur ekki týnst í þokunni það er ekkert víst að hún rætist því þetta hefur líka verið sagt síðustu daga svo við erum ekk- ert sérstaklega vongóðir um að komast héðan á næstunni. En það er góður andi í hópnum og húmorinn hefur ekkert týnst í þokunni. Það hefur verið lítið við að vera og við höfum haft það helst fyrir stafni að skokka hér í nágTenninu. í dag fundum við þorp í þokunni og þar er knattspyrnuvöllur svo að á morgun [í dag] ætlum við að fara í knattspyrnu. í kvðld [gær- kvöldi] stendur til að fara í Ieigu- bíl 10 kílómetra leið inn í þorpið og taka myndbandsspólur á leigu." Þorbjörn sagði að ágætlega færi um hópinn á hótel Vogum og hann hef ði ekki undan öðru að kvarta en þokunni. Um árang- urínn á Norðurlandamótínu sagði Þorbjörn að hann hefði verið upp og ofan. Liðið hefði fengið skell gegn Svíum, 16:34, en að öðru leyti hef ðu úrslitin verið eins búast hefði mátt við. Hópurinn sem hann væri með nú væri skipaður yngri leik- mðnnum en hópurínn sem tók þátt í undankeppni HM í Portúg- al í vor. „Við vorum nærri sigri gegn Norðmönnum í leiknum um þriðja sætið og þar réðust úrslit- in ekki fyrr en á lokamínútun- um," sagði Þorbjörn. Norðmenn sigruðu í leiknum 23:22. íslend- ingar sigruðu fyrst A-lið Fær- eyja 21:19, síðan unglingalið Færeyinga (21 árs og yngri) 23:22, ogtöpuðu fyrir Dðnum 19:22. „Nú erum við aðallega að kanna hvaða mðguleika við eig- um á því að komast héðan. Einn möguleikinn er að taka ferju héðan til Aberdeen í Skotlandi, fara þaðan með lest til Glasgow og fljúga þaðan heim til íslands. Annar möguleiki er að taka Norrænu næst þegar hún kemur frá íslandi og fara með henni til Bergen og komast þaðan heim. Við erum að skoða alla mögu- leika og ég reikna jafnvel með að sækja um vinnu á ferðskrif- stofu þegar ég loksins kemst heim!" sagði landsliðsþjálfarinn hress í bragði þrátt fyrir allt. Hann lét þess að lokum getið að allir bæðu fyrir bestu kveðjur heim. EYJÓLFUR SVERRISSON: SPENNANDIVERKEFNI í BERLÍN / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.