Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR RALL Fyrrum Bretlandsmeist- ari keppir í alþjóðarallinu KNATTSPYRNA Milutinovic aftur lands- liðsþjálfari Mexíkó Bora Milutinovic hefur verið ráð- inn landsliðsþjálfari Mexíkó í knattspyrnu á ný og tekur hann við af Miguel Mejia Baron sem var sagt upp eftir tap gegn Bandaríkjunum á dögunum. Milutinovic, sem er 51s árs og fæddur í Júgóslavíu, var landsliðsþjálfari Mexíkó þegar liðið komst í átta liða úrslit Heimsmeist- arakeppninnar í Mexíkó 1986 og er það besti árangur þjóðarinnar. Hann hætti sem landsliðsþjálfari Banda- ríkjanna í apríl sem leið eftir fjög- urra ára starf en Bandaríkin komust áfram eftir riðlakeppni HM í fyrra undir hans stjóm. Milutinovic, sem talar spænsku reiprennandi og er kvæntur mexí- kóskri konu, nýtur mikillar virðingar í Mexíkó eftir árangurinn í HM 1986, en áður var hann bæði leikmaður og þjálfari í 1. deild í Mexíkó. Með ráðningunni vonast Mexíkóbúar til að komast á rétta braut fyrir undan- keppnina vegna HM í Frakklandi 1998. „Við höfum sett liðinu ákveð- in markmið og teljum að Bora sé rétti maðurinn til að ná þeim,“ sagði formaður landsliðsnefndar. Mexíkó sigraði í 37 leikjum og tapaði sjö undir stjóm Milutinovic sem er sumsstaðar í Mexíkó kallaður „kraftaverkamaðurinn“. „í>að er gott að vera kominn aftur," sagði Milut- inovic sem er eini þjálfarinn í sög- unni sem hefur stjómað þremur landsliðum í þremur heimsmeistara- mótum í knattspymu í röð. Eftir HM í Mexíkó tók hann við liði Costa Rica og kom því í aðra umferð í HM á Ítalíu 1990. SKIÐI Samhlidasvig í Kerlingarfjöllum MÓT í samhliðasvigi, Fannborgar- mótið, verður haldið í Kerlingarfjöll- um á morgun, laugardag. Að sögn Valdimars Ömólfssonar byijuðu þeir Kerlingarfjallamenn með sam- hliðasvig á svæðinu fyrir um tutt- ugu ámm og ætla nú að endur- vekja mótið. Þetta er næst síðasta helgin sem svæðið verður opið í sumar og að sögn Valdimars er mjög góður snjór til staðar, harður og góður keppnissnjór. BRETINN David Mann, meistari í bresku landskeppninni í rall- akstri 1993 keppir, í alþjóðarall- inu hérlendis í september. Keppnin verður 9.-11. september og eru sex erlendar áhafnir skráðar til leiks. David Mann ekur 300 hestafla fjórhjóladrifn- um Toyota Celica, sem hann hef- ur keppt á í sex ár. „Ég ákvað að sleppa því að keppa i Bretlandi á þessu ári og koma frekar til íslands. Alan Catchart verður aðstoðaröku- maður minn, en hann keppti með Peter Vassallo í alþjóðarallinu í fyrra. Ég reyni náttúrulega að Nú fer í hönd mikill annatími hjá siglingamönnum því fram undan em þrjú íslandsmót. í dag hefst keppni í Optimist-, Topper- og Europe-flokkum, en það em kænu- flokkar unglinga og keppa 12-15 ára krakkar á Optimist en 16 ára og eldri á Topper og Europe. Þá hefst keppni á kjölbátum á þriðjudaginn og að lokum á Laser-kænum um miðjan september. íslandsmót Optimist, Topper og Europe verður haldið á Sketjafirði og er mótið í umsjá Siglingafélags- ins Ýmis í Kópavogi. Fyrsta keppni hefst kl. 16 í dag og síðan verður tvívegis keppt á laugardag og sunnudag — samanlagður árangur gildir til úrslita. Búast má við harðri keppni í öllum flokkum og kannski helst í Optimista-flokki þar sem keppnin mun verða mest á milli Ól- afs Víðis Ólafssonar úr Ými og Haf- steins Ægis Geirssonar úr Brokey en þeir hafa barist um titlana í sum- ar. Þess skal getið að Ólafur Víðir er aðeins tólf ára og er strax kominn í toppbaráttuna, það er því ljóst að þar er komið mikið efni í frábæran siglingamann. Mikið verður um að vera hjá Ými á meðan mótinu stend- ur og ættu allir áhugasamir að líta inn á félagsvæðið við Vesturvör í Kópavogi. A þriðjudaginn, 22. ágúst, kl. 18 hefst svo íslandsmót kjölbáta fyrir komast á leiðarenda með góðum árangri, sagði David Mann í sam- tali við Morgunblaðið. Hann hef- ur síðustu ár verið í fremstu röð í bresku landskeppninni í rall- akstri og hefur att kappi við ökumenn eins og Richard Burns, sem ekur nú fyrir verksmiðjulið Subaru, David Gillanders, Chris Mellors og Murray Grierson, sem allir eru í miklum metum í Bret- landi. „Mig hefur Iangað til íslands í mörg ár, en það er talsvert dýrt að koma og því hefur ekki orðið úr því fyrr. Það verður fróðlegt að aka á svartri ösku í utan Reykjavíkurhöfn og er mótið að þessu sinni í umsjá Siglingafé- lagsins Brokeyjar í Reykjavík. Það má búast við því að allt að tuttugu bátar með áttatíu til hundrað manns taki þátt í mótinu sem gæti orðið það stærsta og mest spennandi sem haldið hefur verið. Margir koma til greina í toppbaráttuna og er erfitt að spá í úrsitin. Veðrið gæti haft talsverð áhrif á úrslit þessa móts. Ef skoðaður er árangur móta sum- arsins hefur Viðar Olsen og áhöfn á Sæstjörnu unnið tvö mót. Anton Jónsson og áhöfn á Evu II hafa unnið eitt mót, lent einu sinni í öðru sæti og einu sinni í þriðja sæti. Páll Hreinsson og hans áhöfn á Sigur- borgu hafa tvívegis náð fyrsta sæti og tvisvar þriðja. Þá hefur Niels Chr. Nielsen og áhöfn á Urtu náð öðru sæti tvívegis í sumar. Þessir bátar raða sér einnig í fjögur efstu sætin í þriðjudagskeppni sumarsins. Ýmsir aðrir gætu þó hreift við úrslit- um og má þar nefna Rúnar Steinsen sem keppir á Skeglu úr Þyt Hafnar- firði en hann hefur ekki keppt mikið en þó náð einu bronsi og einu silfri. Það er Ijóst að mótið verður spenn- andi og úrsitin gætu farið á alla vegu. Þá verður haidið íslandsmót Laser í september og verður Guðjón Guð- jónsson úr Brokey að teljast líkleg- astur til sigurs í því móti. Guðjón fyrsta skipti, á Dómadalsleið", sagði Mann. Aðrir erlendir ökumenn sem keppa verða Niell Dougan á Ford Sierra Cosworth, Philip Walker á Mazda 323 og þá munu þrír breskir ökumenn frá breska hernum mæta á Land Rover jeppum. Alþjóðrallið er þriggja daga keppni. Rásmark og enda- mark verður við Perluna og sterkustu íslensku áhafnirnar verða meðal keppenda. Þá mun sérstök áhorfendaleið verða í Öskjuhlíð og munu 10 mótor- hjólaökumenn einnig keppa á þeirri leið í sérstakri keppni. hefur unnið þennan titil tvö síðastlið- in ár og hefur mesta reynslu af þeim sem taka þátt. Einnig verður keppt í svokölluðum Radíal-flokki en þá eru notuð minni segl. Keppnin er í umsjá Brokeyjar í Reykjavík og verður keppt á Skerjafirði. í kvöld KNATTSPYRNA 1. deild karla Grindavík: Grindavík-KR.....18.30 Kópav.: Breiðablik - Fram..18.30 3. deild: Dalvík: Dalvík-Ægir........18.30 Egilsstaðir: Höttur - leiknir.18.30 Fjölnisv.: Fjölnir - Haukar.18.30 Isafjörður: BÍ-Völsungur....18.30 4. deild: Laugardalur: Víkverji - GG...20 Njarðvík: Njarðvík - Grótta...18.30 Sandgerði:' Reynir - Bruni....18.30 Ásvellir: ÍH-Ókkli.........18.30 Grenivík: Magni-Hvöt.......18.30 Hörgárd.: SM-Tindast........18.30 Sauðárkr.: Þrymur - Neisti....18.30 ■Hópferð verða frá KR heimilinu í kvöld kl. 17 á leik Grindavíkur og KR. GOLF Golfmót knattspyrnumanna verður haldið í dag á golfvellinum í Grafar- holti og ræst verður út kl. 12. Mótið er öllum opið, knattspyrnumönnum, forráðamönnum, dómurum og íþróttafréttamönnum. Leikið verður með og án forgjafar. SIGLINGAR / ISLANDSMOTIÐ Hörð keppni framundan BYKO-MÓTIÐ Verður haldið á Kiðjabergsvelli, Grímsnesi, sunnudaginn 20. ágúst. Vegleg verðlaun, bæði með og án forgjafar, auk annarra verðlauna. Skráning á Kiðjabergi í síma 486-4495 kl. 16-20 miðvikudag, fimmtudag og föstudag og frá kl. 10-20 á laugardag. Komið og spilið á hinum stórglæsilega Kiðjabergsvelli. Allir kylfingar velkomnir. BYKO SJ MEIjSTARASAMBAND HUSASMIÐA KNATTSPYRNA EYIÓLFUR Sverrlsson með knöttinn í lar um á Laugardalsvelll FRJALSIÞROTTIR Bætir Vala Norð- urlandametið í stangarstökki? REYKJAVÍKURLEIKARNIR í fijáls- íþróttum verða í kvöld á Laugardalsvelli. Mótið hefst kl. 19 og stendur í tvær klukkustundir. Hin unga og efnilega Vala Flosadóttir verður meðal keppenda og keppir í bestu grein sinni, stangarstökki, en hún á Norðurlandameti í greininni — hefur hæst stokkið 3,80 metra — og auk þess keppir hún í hástökki. Vala er búsett í Svíþjóð og kemur sérstaklega til lands- ins fyrir leikana. Flest allt besta fijálsíþróttafólk lands- ins verður í eldlínunni í kvöld, en um er að ræða boðsmót og valið er eftir afreka- skrá FRÍ. Þess má geta að Guðrún Arnar- dóttir, sem keppti í 400 metra grinda- hlaupi á HM í Gautaborg á dögunum, hyggst keppa í 800 metra hlaupi í kvöld og verður fróðlegt að sjá hvernig henni gengur. Einn útlendingur verður meðal kepp- enda að þessu sinni, Japaninn Yoshito. Konno í 800 metra hlaupi. Hann á best 1.46,22 mín. en best á þessu ári 1.47,50. Spennandi verður að sjá hvort hann bæt- ir vallarmetið í greininni en það er 1.49,40 mín., er í eigu Sovétmannsins Srotowot- os, og hefur staðið allar götur síðan 1978.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.