Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1995 C 3 IÞROTTIR „Spennandi verk- efni í Beriín“ - segir landsliðsmiðherjinn EyjólfurSverrisson, sem erorðinn leikmaðurmeð 2. deildarliðinu Herthu Berlín Morgunblaðið/Bjami idslelknum gegn Svlsslendlng- í fyrrakvöld. SUND „ÞAÐ er spennandi verkefni framundan hjá Herthu Berlín, sem er þekktasta lið Berlfnar- borgar — stefnan hefur verið tekin á sæti í fyrstu deildar- keppninni, enda telja menn ekki annað við hæf i en lið f rá Berlín sé í keppni með bestu liðum Þýskalands," sagði Eyj- ólfur Sverrisson, landsliðs- maður f knattspyrnu, sem er á ný kominn til Þýskalands, eftir eins árs útivist i'Tyrklandi, þar sem hann varð meistari með Besiktas. Eyjólfur lék áður með Stuttgart og varð Þýskalands- meistari með liðinu. Eyjólfur sagði að allar aðstæður hjá Herthu Berlín væru mjög góðar — liðið leikur heimaleiki sína á Ólympíuleikvanginum, sem tekur KNATTSPYRNA Eike Immel til Man. City „HANN er leikmaðurinn sem við þurfum á að halda,“ sagði Alan Ball, framkvæmdastjóri Manchester City, eftir að hann var búinn að ganga frá kaupum á Eike Immel, markverði frá Stuttgart og fyrrum landsliðsmarkverði Þýska- lands, á 400 þús. pund. Immel get- ur ekki leikið með City gegn Totten- ham um helgina, vegna meiðsla. Þá gekk City einnig frá samningi við Kit Symons, landsliðsmanni Wales, varnarmanni frá Portsmo- uth á 1,8 millj. pund, inn í kaupun- um var að Carl Griffiths, sóknar- leikmaður, og Fitzroy Simpson, miðvallarspilari, fari frá City til Portsmouth. Gert ráð fyrir sundmetum í nýrri laug á Ólympíuleikunum næsta sumar Engar afsakanir ganga í Atlanta Sjö ára gamalt heimsmet í sundi féll á Kyrrahafsmótinu á dög- unum en mótið fór fram í Atlanta í Bandaríkjunum — í lauginni sem keppt verður í á Ólympíuleikunum á næsta ári. Gerð laugarinnar er þess eðlis að gert er ráð fyrir heims- met falli þar í keppni þeirra bestu á Ólympíuleikunum. Að sögn Mikes Edwards, fram- kvæmdastjóra sundmiðstöðvarinn- ar, er ekki hægt að setja út á laug- ina og er hún kölluð laug þar sem afsakanir ganga ekki. í áratug var Edwards framkvæmdastjóri laug- arinnar í Indianapolis þar sem úr- tökumót Bandaríkjamanna vegna Ólympíuleika hafa farið fram en góðir tímar hafa náðst í þeirri laug. „Laugin er sambærileg þeirri sem er í Indianapolis," sagði Edwards. „Við gerum ráð fyrir heimsmetum og sundmenn geta ekki borið við afsökunum vegna þessarar laugar.“ Hönnun ólympíulaugarinnar í Atlanta miðaðist við að sundmenn næðu sem mestum hraða í minnsta mögulega öldugangi. Hún er þriggja metra djúp en venjulega hafa 50 metra langar ólympíulaug- ar verið tveggja metra djúpar. Vatn sem flýtur yfir bakkana fellur í þar til gerðar raufar og er dælt aftur í laugina við botninn og breytist yfirborð vatnsins í lauginni því ekki. Laugin er nógu breið fyrir 10 braut- ir en breiddinni verður jafnað út á átta brautir á Ólympíuleikunum. Brautarmerkingarnar verða meiri um sig en gengur og gerist og það ásamt aukinni breidd hverrar braut- ar gerir það að verkum að hreyfing á vatninu vegna aðgerða sund- manns á einni braut hefur ekki áhrif á næstu braut. Breidd braut- arinnar veldur því einnig að vatn á hreyfingu jafnast út frekar en að renna aftur í slóð sundmanns. Níu heimsmet féllu á Ólympíu- leikunum í Barcelona 1992. yfir sjötíu og sex þúsund áhorfend- ur. „Það er spennandi að fá að taka þátt í uppbyggingunni hjá liðinu," sagði Eyjólfur. Hertha Berlín hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína í 2. deild- arkeppninni, en þess má geta að þrjú stig verður tekið af liðinu í lok keppnistímabilsins, vegna ijár- málaóreiðu sl. keppnistímabil. „Fyrrum forráðamenn liðsins lentu í fjármálahneyksli fyrir nokkrum árum, en nú er búið að skipta um stjórn og fjársterkir styrktaraðilar hafa komið til liðs við liðið.“ Hvernig finnst Eyjólfi að fara að leika með 2. deildarliði, eftir að hafa leikið með tveimur meistaralið- um? „Ég tel samning minn ekki vera skref aftur á bak. Þetta er öðruvísi verkefni, eftir að vera á toppnum í tveimur löndum. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því, að það HELGAR-GOLF Djúpivogur Opið mót verður á velli GKD á Djúp- vogi á laugardaginn og verða leikn- ar verða 18 holur með og án forgjaf- ar. Hafnarfjörður Golfklúbburinn Keilir stendur fyrir opnu móti á velli sínum á laugar- daginn. Keppt verður í fímm flokk- um. Ræst verður út kl. 8. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Árnessýsla Golfklúbburinn Dalbúi í Miðdal í Árnessýslu verður með opið golfmót á laugardaginn á velli sínum. Leikn- ar verða 18 holur með og án forgjaf- ar. Hella GHR á Hellu er með opið golfmót á laugardaginn á velli sínum. Leikn- ar verða 18 holur með og án forgjaf- ar. Mosfellsbær GOB verður með opið mót á Bakka- kotsvelli í Mosfellsdal á laugardag- inn. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Þingeyri Golfklúbburinn Gláma á Þingeyri stendur fyrir opnu móti á velli sín- um á laugardag. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Ólafsfjörður Golfklúbbur Ólafsfjarðar verður með opið mót á laugardaginn. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Biskupstungur Æfmaælismót til heiðurs Eiríki Smith listmála sjötugum verður haldið á Úthlíðarvelli á laugardag- inn. Ræst verður út klukkan tíu og leiknar 18 holur með og án forgjaf- ar. Grindavík Opið golfmót verður á sunnudaginn á Hústóftarvelli við Grindavík. Höggleikur með og án forgjafar. Ræst verður út klukkan 8. Korpúlfsstaðir Golfklúbbur Reykjavíkur stendur fyrir opnu móti á sunnudaginn. Leiknar verða 18 holur með og á forgjafar. Garðabær Golfklúbbur Kópávogs og Garða- bæjar stendur fyrir opnu golfmóti á sunnudaginn á velli félagsins. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Hafnarfjörður Opið unglingamót verður á sunnu- daginn á Keilsvellinum. Keppt verð- ur í flokkum 15-18 ára og 14 ára og yngri. Ræst verður út frá kl. 9. er ekki alltaf hægt að komast að í toppliðum í toppdeildum. Þessi ákvörðun mín er einnig spurning um framtíðina, ég var ekki tilbúinn að fara til hvaða liðs sem var, að- eins til að fá að vera með. Ég vil frekar fara til liðs, þar sem þjálfar- inn óskar eftir kröftum mínum, heldur en liðs sem framkvæmda- stjóri sér um kaupin á leikmönnum — og þá oft án þess að þjálfarinn hafi nokkuð um það að segja. Það er þannig með knattspyrnuna, að það er ómöglegt að gera framtíð- arplön, meðal annars vegna meiðsla," sagði Eyjólfur, sem varð 27 ára í byrjun ágúst. Hann gekk til liðs við Stuttgart fyrir sjö árum. „Það er alltaf gaman að vera með í meistarabaráttu, en eins og ég sagði þá er verkefnið hjá Herthu Berlín spennandi. Forráðamenn liðsins hafa sagt, að markmiðið sé að koma liðinu í fyrstu deild á þrem- ur árum. Liðið er að mestu byggt upp á ungum leikmönnum. Þjálfari Herthu, Karsten Heine, hafði fyrst samband í maí og kom til Tyrk- lands til að ræða við mig. Þá bað ég um frest til að svara, hann varð við því. Þegar hann bauð mér svo samning, sem ég gat ekki hafnað, sló ég til. Það er þægilegt að vera í Þýskalandi, og má segja, að ég sé kominn heim. Ég get ekki neitað því, að þegar ég ákvað að hætta hjá Besiktas, var ég alls ekki á leið- inni til Þýskalands — England og Frakkland voru inni í myndinni." Eyjólfur sagði, að hann hefði allt- af tekið réttar ákvarðanir á knatt- spyrnuferlinum að eigin mati. „Ég fór til Stuttgart í stað þess að fara til Brann í Noregi — síðan til Besikt- as í stað þess að fara í þýsku eða frönsku deildina.“ Fimm í banni í 13, umferð FIMM leikmenn 11. deild, sem voru reknir af leikvelli um sl. helgi, taka út leik leikbönn í kvöld og á morgun, þegar 13. umferðin fer fram. Tveir leikir eru á dagskrá í kvöld og þá verður Þórhallur Orn Hinriksson ekki með Breiða- bliki gegn Fram í Kópavogi og Framarar leika án Josip Dulic og Nökkva Sveinssonar, sem var úrskurðaður í leikbann vegna fjögurra áminninga. Óskar Hrafn Þorvaldsson leikur ekki með KR í Grindavík í kvöld og Tómas I. Tómasson leikur ekki með Grindavík, þar sem hann tekur út eins leiks bann vegna fjögurra áminninga. FH-ingarnir Auðun Helgason og Hrafnkell Kristjánsson leika ekki með gegn Val að Hlíðarenda á morgun og Ragnar Gíslason, sem tekur út eins leiks bann vegna sex áminninga, leikur ekki með Leiftri gegn í A á Akranesi á morgun. Nokkrir leikmenn í 2. deild voru úrskurðaðir í leikbann. Stefán M. Ómarsson, Víkingi, fer i eins leiks bann vegna sex áminninga, Baldur Bjarnason, Sljörnunni, eins leiks bann vegna fjögurra áminninga, Garðar M. Newman, Víði, fékk tveggja leikja bann vegna brottvísunar. Eins leiks bann bengu Jón Hrannar Einarsson, KA, vegna fjögurra áminninga, Radovan Cvijanovic, Þór, vegna sex áminninga, Páll Þorgeir Pálsson, Þór, vegna brottvísunar, Ivar Jónsson og Valdimar Hilmars- son, HK, vegna brottvisunar og Tomislav Sivic, HK, vegna fjög- urra áminninga. Tveir þjálfarar voru úrskurð- aðir í eins leiks bann og fjár- sekt, vegna brottvísunar. Ásgeir H. Pálsson, þjálfari kvennaliðs FH, fékk kr. 10.000 í sekt og Árni Stefánsson, þjálfari 3. flokks KA, fékk 5.000 króna sekt. ÞAÐ ER NÆSTA VIST AÐ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.