Morgunblaðið - 19.08.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.08.1995, Qupperneq 1
• Að lesa í málverk/2 • Unglingalandsliðið í tórílist/3 • Þar sem þú býrð líka/5 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 ■ BLAÐ' SPRENGING varð í útgáfu sígildr- ar tónlistar með íslenskum flytjend- um hjá Japis í fyrra að sögn Ás- mundar Jónssonar deildarstjóra í tónlistardeild Japis. Á útgáfuáætl- un þessa árs eru enn fleiri titlar en komu út hjá fyrirtækinu á síð- asta ári. „Þessi útgáfa hefur óneit- anlega vaxið ár frá ári og við erum í sambandi við nokkra tónlistar- menn sem eru að fara að hugsa sér til hreyfings og gefa út efni, þannig að það eru margar hug- myndir í gangi í sambandi við út- gáfu næsta árs,“ sagði Ásmundur í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins. Trio Nordica „Það er ekkert komið út ennþá en fyrsti diskur ársins, sem við gef- um út og dreifum, er nýkominn í hús hjá okkur,“ sagði Ásmundur. „Á þessum disk leikur Trio Nordica, þær Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari, Auður Hafsteinsdóttir fiðlu- leikari og Mona Sandström píanó- leikari verk frá rómantíska tímabil- inu eftir Clöru Wieck Schumann, Franz Berwald og Felix Mend- elssohn - Bartholdy. Diskurinn kem- ur út í september. Stuttu seinna er áætlað að diskur Kolbeins Bjarna- sonar flautuleikara, Impulsivo, komi út. Á honum leikur hann verk hon- um tengd, þ.e.a.s. verk sem m.a. hafa verið samin fyrir hann eða kerinara hans. Þetta er samtíma- tónlist eftir Hafliða Hallgrímsson, Þorstein Haukson ofl.“ Diskurinn var tekinn upp í Skálholti og inni- Heldur verk samin á tímabilinu frá 1970 fram á okkar tíma. Diskurinn kemur samtímis út á Ítalíu. íslenskir fiytjendur sækja í sig veðrið Nýr geisladiskur frá Naxos útgáf- unni með Kristjáni Jóhannssyni og safndiskur með söng Einars Kristjánssonar er meðal þess sem er væntanlegt á markaðinn frá tón- listardeild Japis. Þóroddur Bjama- son kynnti sér útgáfu haustsins hjá fyrirtækinu. Kristján Einar Jóhannsson. Kristjánsson. Safn væntanlegt með söng Einars Kristjánssonar í október er væntanlegur diskur með píanóleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur þar sem hún leikur m.a. píanókonsert eftir Grieg. í kjölfarið fylgir svo diskur Martials Nardeaus, Péturs Jónassonar og Guðrúnar Birgisdóttur og diskur Gunnars Kvarans sellóleikara og Gísla Magnússonar píanóleikara. Einnig er væntanlegt tveggja diska safn af upptökum á söng Einars Kristjánssonar sem var einn þeirra söngvara sem fyrst létu að sér kveða utan landsteinanna. Sá diskur er gefinn út í samvinnu við Smekkleysu. Aðspurður um sölu á þessum diskum sagði Ásmundur að hún hefði verið samkvæmt vænting- um.„ Þegar gefnir eru út fjórir ís- lenskir diskar, eins og í fyrra, sem að meðaltali ná því takmarki þá myndi ég telja það mjög gott,“ sagði hann. Hann sagði jafnframt að upplög diskanna væru á bilinu 500-1000 eintök og á ársgrund- velli þætti gott að selja útgáfu með sígildri tónlist í 4-500 eintökum.,, Aftur á móti höfum við oðið vör við það að þessi útgáfa hefur lengri líftíma heldur en oft áður og ég hef þá trú að ef tekst að vinna þessu einhvern farveg og þetta verður regluleg og markviss útgáfa þá verði í framtíðinni sjálfkrafa hægt að sjá íslenska flytjendur í búðarrekkunum við hlið þeirra er- lendu. íslensku hljóðritanirnar og út- gáfan standast fyllilega samanburð við þær erlendu og það er það sem skiptir máli upp á framtíðarsölu," sagði Ásmundur. Hann sagði það vera í farvatninu að koma þessu efni á erlendan markað en það væru þreifingar sem ekki væri hægt að ræða á þessu stigi. Hann sagði þó að það efni sem þeir hafa þegar kynnt erlendis hafi hlotið góðar undirtektir. Sögusinfónía Jóns Leifs Sögusinfónía Jóns Leifs er á út- gáfuáætlun þýska hljómplötufram- leiðandans BIS í byijun september og kemur út hér á landi á sama tíma. Óperan Aida eftir Verdi með Kristján Jóhannsson í einu aðal- hlutverkanna, hlutverki Radames, er þegar komin út erlendis og er væntanleg á markað hér á Iandi um næstu mánaðamót. Hljóðritunin var gerð á Irlandi með þarlendum kórum og Sinfóníuhljómsveit en einsöngvarar koma víða að úr heiminum. í blaði frá útgáfunni er sagt eftirfarandi um sópransöngkonuna Mariu Dragoni sem syngur hlut- verk Aidu, „Maria Dragoni - er hún næsta María Callas? það er spurn- ing sem vert er að spyrja í kjölfar- ið á frammistöðu hennar í þessari stóru og hrífandi uppfærslu á Aidu.“ Um Kristján Jóhannsson segja þeir; „Stórtenórinn Kristján Jó- hannsson færir okkur þann Rada- mes sem hann hefur hrifið áheyr- endur með um allan heim.“ Meistarar handverksins á Balkanskaga BOSNÍSKA skáldið, Sasa Skenderija, hefur ort ljóð sem nefnist Meistarar handverksins. í því stendur: „Morðingjar líkt og listamenn eru hneigðir fyrir rómantískar ýkjur, gagnkvæma upghafningu, til áhersluauka.“ í ljóðinu segir ennfrem- ur: „Þeir skjóta yfir mark- ið. Leyniskyttan og ljós- myndarinn./ Krossinn er himv sami í miðju skotmáli þeirra.“ Sviðsmynd Skenderija í öðru ljóði er skelfileg. Fólk bíður aðframkomið í kjöll- MYND- urum. Fuglarnir eru flogn- SKREYTING ir; sírenuvælið hefur hrakið eftir Kathleen burt. L. Oettinger Ljóðin ásamt fleiri ljóðum frá Balkanskaga birtast í nýju hefti bandaríska tímaritsins Visions International (nr. 48, útg. Black Buzzard Press). Ritstjóri og útgefandi er Bradley R. Strahan sem leggur metnað sinn í að kynna ljóðlist frá öllum heimshornum og hefur meðal annars birt margt eftir íslensk skáld í Visions. Nokkur ljóðanna eru sprottin beint úr jarð- vegi styijalda á Balkanskaga fyrr og síðar, ekki síst í fyrrverandi Júgóslavíu, en yfir- leitt eru yrkisefnin sígild og sammannleg. Saga titlanna HEFÐU bækurnar Trimalchio in West Egg og Tom-All-Alone’s the Ruined House orðið þær sí- gildu bókménntir sem þær eru ef höfundar þeirra, Scott Fitz- gerald og Charles Dickens, hefðu gefið þær út undir þessum titlum en ekki The Great Gatsby og Bleak Housel Tenessee Will- iams sagði að titill bókar væri aukaatriði en hefði leikrit hans, The Streetcar named Desire, orðið jafnfrægt og raun ber vitni ef höfundurinn hefði nefnt það The Poker Night eins og til stóð í upphafi? Bók um titla í Bretlandi kom nýlega út bók um tilurð ýmissa frægra bóka- titla eftir André Bernard. í bók- inni, sem heitir Now a 11 we need is a Title: Famous Book Titles and How They Got That Way, eru sagðar sögur á bak við titla og reynt að komast fyrir um upptök og inntak þeirra sem eru óljósrar merkingar. Einna fræg- astur slíkra titla er vafalaust Beðið eftir Godot eftir írska rit- höfundinn Samuel Beckett en fræðimenn hafa sett fram marg- ar lærðar kenningar um hann. Ein athyglisverðasta tillagan er þó sú að Beckett hafi einn dag- inn gengið fram á hóp fólks á götuhorni í Par- ís sem var að fylgjast með hjólreiðakeppn- inni Tour de France. Þegar hann spurði fólkið hvað það væri að gera á það að hafa svarað því til að það biði eftir Godot en God- ot þessi var elsti þátt- takandinn í keppninni og hjólaði hægast. Hoeg og Smilla Bók danska rithöfund- arins Peters Hoegs, en Smillas fornemmelse forsne (ísl. Lesið isnjó- inn), heitir í enskri þýð- ingu Smilla’s Feelingfor Snow en átti upphaflega að heita A Sense of Snow. Útgefandi bókar- innar í Bandaríkjunum taldi einnig vænlegra að breyta nafni Hoegs í Peter Hawk. Hoeg var hins vegar á öðru máli og krafðist þess að hann fengi að halda nafni sínu og 4., að aðalsöguhetja ' - hans, Smilla, kæmist C á forsíðuna einnig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.