Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 4
4 C LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 Eitt hundrað ár frá fyrstu sýningu Cézanne í París Misskilinn snillingnr HÉR ER nýleg ljósmynd af fjallinu frá sama sjónarhóli. ÞEGAR gengið er um sveitirnar í kringum Aix-en-Provance í Suður- Frakklandi hlýtur mönnum að verða hugsað til málverka kunnasta íbúa borgarinnar fyrr og síðar, Paul Céz- anne. Á síðustu tuttugu árum ævi sinnar málaði hann ótal myndir af Saint-Victoriefjalli og nánasta um- hverfí þess. Bæjarbúum í Aix þótti hins vegar ekki mikið til verka hans koma. í september verður opnuð sýning á 200 myndum eftir Cézanne í Grand Palais í París en þar á með- al verða kunnustu verk hans frá Provence-héraði. Sýningin, sem haldin er í tilefni af því að hundrað ár eru liðin síðan Cézanne hélt sína fyrstu sýningu í París, mun fara til Lundúna og Fíladelfíu á næsta ári. „Monet er bara auga“ Sjálfum þótti Cézanne sér aldrei takast nógu vel upp í list sinni, hann var iðulega óánægður með verk sín og taldi þau ekki í samræmi við þau listrænu markmið sem hann setti sér. íbúar í fæðingarbæ hans Aix voru heldur ekki mjög hrifnir af list hans, þeir fyrirlitu hann raunar og útskúfuðu. Segja bæjarbúar nú að hann hafi verið hinn dæmigerði mis- skildi snillingur. Cézanne hafði snúið aftur til Aix árið 1882 að hluta til vegna þess að honum hafði ekki gengið neitt betur að vinna sér sess í París en í heimabæ sínum. Verk hans voru mun lengur að öðlast viðurkenningu stórborgarinnar en verk impressjón- istanna sem hann hafði sjálfur starf- að með um hríð. Hann fór fyrst til Parísar að freysta gæfunnar árið 1861. Hann kynntist þar danskfædda impress- jónistanum Camille Pissaro sem sá í verkum hans ýmis einkenni hinnar nýju stefnu. Cézanne tók hins vegar fljótlega að reyna að þróa þennan stíl, hann vildi „gera impressjónis- mann að einhverju varanlegu eins og list safnanna". Honum þótti hið vitsmunalega vanta í verk þessarar stefnu, sagði að verk hennar væru einungis lýsing á skynjun lista- mannsins: „Monet er bara auga.“ Það var trú Cézanne að listamað- urinn yrði að móta sína eigin sýn á heiminn, „maður verður að sjá nátt- úruna eins og enginn hefur séð hána áður“. Sjálfur lagði hann áherslu á form náttúrunnar. Verk hans eru þó ekki hrein speglun náttúrunnar heldur tjáning á þeim tilfinningum sem form hennar vekja. Viðurkenning Cézanne vann að því allt til ævi- loka að móta sinn eigin stíl, sína eig- in sýn á náttúruna. „Eg verð að halda áfram - ég einfaldlega verð að mála náttúruna," skrifaði hann skömmu fyrir andlát sitt í október árið 1906. En þegar hér var komið sögu voru Frakkar smátt og smátt að uppgötva töfrana í verkum hans. Fyrsta sýning hans í París árið 1895 vakti mikla athygli og í kjölfarið eignaðist hann nokkra unga fylgismenn. Cézanne hefur reyndar oft verið talinn faðir nútímamálaralistar. Verk Cézannes voru hins vegar lengi vel útilokuð frá bæjarlistasafn- inu í Aix og komust ekki á veggi þess fyrr en nokkrum árum eftir dauða hans. Nú eru hins vegar skipulagðar ferðir frá bænum til þeirra staða sem Cézanne kaus helst að stunda list sína á. Gatan sem vinnustofa hans stóð við hefur og verið nefnd í höfuðið á honum. Svanhvít Egilsdóttir söngkennari í Vínarborg Kennslan er mér allt SVANHVÍT Egilsdóttir er borinn og bamfæddur Hafnfirðingur og þar hóf hún feril sinn sem tónlistarmaður. Átta ára hóf hún píanónám hjá Ingi- björgu Benediktsdóttur og sex árum síðar var hún farin að leika á píanó í bíói bæjarins. „Ég skil ekki hvemig ég fór að því að túlka myndimar með tónlist á þessum aldri þannig að fólki líkaði," segir hún og hlær. Hrakningar Svanhvít hóf nám við Tónlistar- skólann í Reykjavík sextán ára. Kennari hennar var dr. Mixa en hjá honum byijaði hún að læra að syngja. Dr. Mixa átti reyndar eftir að verða örlagavaldur í lífi Svanhvít- ar löngu seinna þegar tékneskur eig- inmaður hennar, Jan Morávek, var á flótta undan nasistum í Þýskalandi á stríðsárunum. Dr. Mixa útvegaði Jan stöðu sem fyrsta klarinettuleik- ara við óperuna í Graz þegar nas- istar ætluðu að setja hann í herinn. Að endingu þurftu þau hins vegar að flýja frá Graz. Lentu þau í ótrú- legum hrakningum á flóttanum sem þau komust þó ósködduð frá, að sögn Svanhvítar. „Ég og Jan komum hingað heim eftir stríðið. Ég hafði lofað Jan að hér myndi allt verða betra en úti. Það gekk hins vegar ekki eftir - nema í mínu tilfelli. Mér var tekið afskaplega vel en Jan ekki. íslensk- um tónlistarmönnum þótti hann ógna sér, þeir meinuðu honum jafn- vel að starfa lengi vel. Jan var geysi- lega hæfur tónlistarmaður. Hann kunni á sextán hljóðfæri þegar hann var sextán ára. 011 hljóðfæri hljóm- uðu vel í höndum hans, jafnvel þau sem aðrir töldu ekki góð. Hann var ótrúlega næmur tónlistarmaður." Tilurð kennara Svanhvít hafði lært söng í Leipzig á fjórða áratugnum. Um 1950 fór hún til Ítalíu í frekara söngnám. Þar kynntist hún Sigurði Demetz sem síðar átti eftir að koma hingað til lands að kenna söng. Seinna meir stundaði hún nám í Salzburg. „Á meðan ég var við nám þar voru aðr- ir nemendur oft að koma til mín að biðja mig um ráð. Ég sat því iðulega við píanóið og leiðbeindi öðru fólki. Ég var þannig farin að kenna án Morgunblaðið/Sverrir Svanhvít Egilsdóttir prófessor hefur kennt söng í Vínarborg síðastliðin fjörutíu ár. Þessa dagana heldur hún sitt árlega söngnámskeið hér á landi í tíunda sinn. Þröstur Helgason ræddi við Svanhvíti í tilefni þess um langan og viðburðaríkan feril hennar. þess að hafa nokkurntímann ætlað út á þá braut. Ég hafði reyndar gefið út þá yfirlýsingu að ég myndi vilja taka mér flest annað fyrir hend- ur en söngkennslu." Frá Salzburg flutti Svanhvít til Vínarborgar um 1960 þar sem _hún tók að einbeita sér að kennslu. Áður en langt um leið var henni boðin kennarastaða við tónlistarakadem- íuna í borginni sem hún þáði eftir nokkrar fortölur. Nokkrum árum síð- ar fékk hún þar prófessorsstöðu sem hún gegndi í 23 ár. Á þessum tíma segist hún hafa haft geysilega marga góða nemendur sem náð hafa langt í söngnum og nefnir hún sem dæmi Robert Kerns, Renötu Holm, Gund- ulu Janowitz og Helgu Dernesch sem starfar nú við Metropolitan-óperuna. „Helga sækir hjá mér tíma enn. Hún kemur til að fá styrk og stuðning auk þess sem það er nauðsynlegt að láta fylgjast með röddinni.“ íslenskar raddir Svanhvít segist einnig hafa haft marga góða íslenska nemendur í gegnum tíðina, s.s. Sigríði Ellu Magnúsdóttur, Snorra Wiium, Þuríði Baldursdóttur og Ingveldi Yr Jóns- dóttur sem hún segir að sé geysilega efnilegur söngvari. „Annars eru ís- lenskar raddir einstakar. Þær eru jafnhreinar og loftið og vatnið hér, ómengaðar og náttúrulegar. Það er líka einkennandi fyrir Islendinga hvað þeir eiga gott með að tileinka sér þessa tónlist, þeir taka fljótt við. Þeir víla heldur ekki fyrir sér að þurfa að hafa fyrir hlutunum sem oft vill brenna við hjá erlendum nem- endum mínum.“ Aðspurð segist Svanhvít eiga sér marga eftirlætissöngvara hér á landi. „Stefán íslandi og María Markan voru miklir söngvarar. Mér þykir líka Kristján Jóhannsson frá- bær, hann sýnir mikla sönghæfni. _ Sömuleiðis er Kristinn Sigmundsson með mjög fallega rödd.“ Á leiðinni heim Svanhvít kennir enn úti í Vínar- borg þótt tíu ár séu liðin síðan hún hætti í háskólanum. „Kennslan er mér allt,“ segir hún. Hópur nemenda sækir einkatíma hjá henni og eru þrír þeirra á námskeiði hennar hér. Fá þeir að gista í húsi sem hún hef- ur nýlega fest kaup á í Hafnarfirði. Hefur hún lagt í þá fjárfestingu vegna þess að hún vonast til að geta flutt heim til íslands á næst- unni. „Mér hefur alltaf liðið vel í Vín en hér á ég heima og hvergi annars staðar." MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 C 5 EIN AF fjölmörgum myndum sem Cézanne málaði af Saint-Victoriefjalli. íslensk ljósmyndun fær góða dóma í Þýskalandi ÍSLENSK ljósmyndsýning var haldin í Krefeld í Þýskalandi á dögunum á vegum Kjarvals- staða. Þátttakendur voru fimm ungir ljósmyndarar, Bragi Þór Jósefsson, Éinar Falur Ingólfs- son, ívar Brynjólfsson, Kristín Bogadóttir og Þórdís Ágústs- dóttir. Sýningin var hluti af ís- lensku menningarhátiðinni sem staðið hefur í sambandslandinu Nordrhein-Westfalen síðan í vor. Gagnrýnendur Westdeutsche Zeitung og Rheinische Post fara lofsamlegum orðum um sýning- una. I myndum Braga Þórs segja gagnrýnendurnir að íslensk náttúra kalli fram hughrif og tilfinningar sem séu þeim fram- andi. Einar Falur dregur fram andstæður náttúru og mannlífs á skýran og myndrænan hátt, segir í dómi, og er dapurlegrar bensínstöðvar í miðju hijóstrugs landslags sérstaklega getið. Myndir Ivars Brynjólfssonar vekja upp spurningar um fram- tíðina, þykir gagnrýnanda það góð hugmynd og táknrænt að taka myndirnar innan úr ófull- gerðu húsi. Kristín Bogadóttir kallar fram sérstæða fegurð í myndum sínum; segir gagnrýn- andi að mynd Kristínar af and- liti með lokuð augu hafi draum- FRÁ OPNUN sýningarinnar í Krefeld. kennt andrúm. Gagnrýnandi bendir á hið leyndardómsfulla og íróníska í myndum Þórdísar Ágústsdóttur. I myndum hennar er hinn kraftmikli blámi himins- ins alsráðandi. Segir gagnrýn- andi að landslagið í myndum Þórdísar sé eins og leiksvið mótífa hennar, fólks, dýra og bygginga. í öðrum heimi þar sem þú býrð líka Gunnar Ekelöf var meðal helstu skálda Norðurlanda á öldinni. Landi hans Karl Vennberg, sem lést fyrir skömmu, var talinn í forystu sænskra skálda og gagnrýn- enda. Jóhann Hjálmarsson fer nokkrum orðum um hlut Vennbergs og segir frá minn- ingum skáldsins og ritstjórans Olofs Lagercrantz um Ekelöf. Heiti bókarinnar er sótt í ljóð eftir Ekelöf: Ég bý í öðrum heimi, en þú býrð þar líka. hann í hópi áhrifa- meiri gagnrýnenda og menningarritstjóra. Lengst inni í rökkrinu Meðal helstu ljóða- bóka Vennbergs eru frumraunin „Hymn och hunger“ (1937), „Halmfackla" (1944), „Fiskefárd“ (1949) og „Sju ord pá tunnelban- an“ (1971), en fyrir hana hlaut hann bók- menntaverðlaun Norð- urlandaráðs 1972. Vennberg er oft nefndur í sömu andrá og Erik Lindegren og þeir tveir helstu skáld „fyrtiotalist- anna“ svokölluðu. Þeir eru samt ólíkir. Lindegren var torráðinn og bölsýnn, en hjá Vennberg eru létt- ari tónar. Hann beitti sjálfhæðni og leitaðist við að yrkja sig í sátt við umhverfið. Stjórnmálalega séð Karl Vennberg Olof Lagercrantz Karl Vennberg fæddist í Bládinge í Smálöndum 1910. Vennberg var framarlega í flokki þeirra skálda sem kennd eru við fimmta áratug- inn og var alla ævi virkur í bók- menntaumræðu. Hann kom fram og starfaði með ungum skáldum og lét sér mjög annt um þróun ljóðlistarinnar. Um sína daga var GIJNNAR Ekelöf 1957. „í fjarska en þó nærri.“ Ævisagnahöfund- ar eru ekki sammála um áhrif drykkjusýki á líf hans og skáldskap. var hann sósíalisti með trúarþörf. Hann leyfði sér að yrkja um Guð eða að minnsta kosti ávarpa hann í ljóðum sínum. „Lengst inni í rökkrinu / skaltu búast til varnar“, orti Vennberg í kunnasta ljóði sínu. í eftirmælum sem ég hef lesið um Karl Vennberg, en umfjöllun um hann og verk hans er í fullum gangi í Svíþjóð og víðar, er lögð áhersla á manninn, hinn geð- þekka og áhugasama bókmennta- mann. Ekelöf í augum Lagercrantz Gunnar Ekelöf og Olof Lager- crantz þekktust frá því um miðjan þriðja áratuginn. Vinátta þeirra var mjög náin og entist til æviloka Ekelöfs 1968, en hann náði því að verða sextugur. Skáldin áttu margt sameiginlegt. Auk þess að vera fjarskyldir voru þeir komnir af yfirstéttarfólki og báðir áttu geðveika foreldra, Ekelöf föður og Lagercrantz móður. Bók Lagercrantz sem kalla má „vinarbók“ byggist á athugunum, dagbókarbrotum og bréfum, með- al annars frá Gunnari og Ingrid, konu hans, til hjónanna Lagercr- antz og Marinu. Um Ekelöf hefur áður verið fjallað á mjög nærgöng- ulan hátt, ekki síst í sex hundruð síðna ævisögu eftir Carl-Olof Sommar. En Lagercrantz gengur lengra, einkum í lýsingum sínum á takmarkalausri drykkju Ekelöfs. Það sem einkenndi Ekelöf frá upp- hafi kynna þeirra Lagercrantz var óhófleg áfengisneysla. Áfengið og það'að vera utangarðs Svo margt hefur verið skrifað um drykkju skálda að það er ómaksins vert að hyggja að því sem jafn glöggur maður og Olof Lagercrantz hefur að segja um þetta efni. Hann nefnir mörg dæmi um bágborið ástand skáldbróður síns og það sem íþyngdi honum eftir drykkju að sögn Ingrid Ekel- öf. En hvorki Lagercrantz né Ingrid eru reiðubúin til að dæma Gunnar Ekelöf. Að mati Lagercrantz var Ekelöf í góðu jafnvægi og hamingjusamur maður þrátt fyrir drykkju og til- finninguna að vera utangarðs. Sköpunarkrafturinn hélt aftur af því sem var stjórnlaust og þrúg- andi. Lagercrantz skrifar: „Hlutverk áfengisins í lífi Gunn- ars getur enginn skýrt fullkom- lega. Áfengið er þar, en það sem mestu skiptir er það sem Gunnar kom til leiðar en ekki hvernig lífí hann lifði. Áfengið fór illa með hann og stytti líf hans en var líka hvati til sköpunar. Því meira sem ég velti þessu fyrir mér verður augljósara hversu flókið það er. Ekkert af því sem ég hef heyrt eða lesið í óstöðvandi umræðu um áfengismál gildir um Gunnar. Mig grunar að það séu til álíka margar tegundir drykkjusýki og mann- eskjur sem drekka." Heimsókn engilsins Það er staðreynd að Gunnar Ekelöf orti oft undir áhrifum áfengis, „furstaljóðin“ og „undir- heimaljóðin“ í síðari bókum hans munu mörg þannig tilkomin. í samræðum þeirra Lagercrantz og Ingrid Ekelöf um drykkju Gunnars lætur Ingrid eftirfarandi orð falla: „En það er þegar hann drekkur sem engillinn kemur til hans. Það er þá sem hugmyndirn- ar kvikna, honum vitrast hlutirnir. Síðan vinnur hann úr þeim. Þetta er eins konar undur.“ Þolinmæði Ingrid, lífsförunaut- ar Ekelöfs, og óttinn við að allt færi úr skorðum án hennar styrkti hana og efldi. Henni er ljóst að hún verður að standa vörð um mann sinn. Samkvæmt fræðunum er hann dæmigerður alkóhólisti hvað sem Olof Lagercrantz segir. Skáldið og bókmenntafræðing- urinn Reidar Ekner hefur haft umsjón með verkinu Gunnar Ekel- öf: Skrifter (útg. Bonniers, átta bindi, 2.500 síður). í Skrifter er að fínna allt sem Ekelöf samdi og þýddi og töluvert af áður óbirtu efni. Ekelöf var snjall ljóðaþýðandi og líka meistari prósans. Hann var meðal þeirra fyrstu sem kynntu franskan súrrealisma á Norður- löndum. Fá eða engin norræn skáld hafa náð lengra en Gunnar Ekelöf í ljóðlist sinni hvort sem hann var staddur í sænskum hversdagsleika eða býsönskum helgidómum. Hann leitaði æ oftar til Grikklands og Tyrklands, framandi menning- ar sem var honum þó nákomin. Hjá honum renna líf og dauði saman í eitt og verða eins og Lag- ercrantz bendir á „kvenvera með sköp“ sem hann þrengir sér inn í „með fæturna á undan og höfuðið á eftir andstætt venju en eins og ég fæddist". í áður tilvitnuðu ljóði Ekelöfs stendur: Spyijirðu hvar ég sé þá bý ég hér bak við fíðllin. Það er í fjarska en ég er nærri. Ég bý f öðrum heimi en þú býrð þar líka. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.