Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 6
6 C LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ DUO-DE-MANO. Rúnar Þór- isson og Hinrik Bjarnason Spænsk gít- artónlist SUNNUDAGINN 20. ágúst mun gítardúettinn Duo-de-Mano, skip- aður þeim Hinriki Bjamasyni og Rúnari Þórissyni, halda tónleika í Grindavíkurkirkju. Á efnisskrá verða verk frá'Spáni og Suður-Ameríku. Duo-de-Mano var stofnaður 1994. Höfuðáhersla er lögð á suður-amer- íska tónlist, en á efnisskrá er einnig spænsk gítartónlist og hefðbundin evrópsk tónlist. Tónleikarnir í Grindavíkurkirkju hefjast kl. 18. ------♦--------- Námskeið tón- listarkennara í Skálholti DAGANA 28.-30. ágúst nk. stendur Félag tónlistarskólakenn- ara fyrir námskeiði tónlistarkenn- ara_ í Skálholti. Á námskeiðinu verður frjallað um samskipti kennara og nemenda, kennslufræði fyrstu stiganna í hljóðfæranámi og söngnámi, skóla- námskrá og skólastarf, auk kynn- ingar á Alexandertækni. Leiðbeinendur verða þessir: Húgó Þórisson, sálfræðingur; tón- listarkennaramir Halldór Haralds- son, Vilborg Jónsdóttir, Páll Eyj- ólfsson og Þuríður Pálsdóttir; Helga Jóakimsdóttir, Alexandertækni- kennari; Hrólfur Kjartansson, deild- arstjpri í menntamálaráðuneytinu og Ólafur M. Jóhannsson, endur- menntunarstjóri KHÍ. Þetta er í annað sinn, sem Félag tónlistarskólakennara stendur fyrir námskeiði tónlistarkennara í Skál- holti og er þetta námskeið opið öll- um tónlistarkennurum. Skráning fer fram á skrifstofu Kennarasambands íslands. Sumarsýn- ingu Huldu- hóla að ljúka SUMARSÝNINGIN, sem staðið hefur yfir á Hulduhólum frá 22. júlí og er til 20. ágúst, lýkur um helgina. Sýnendur eru Rut Rebekka, sem sýnir vatnslitamyndir, og Sigrún Guðmundsdóttir sýnir skúlptúr. Sýningunni lýkur á sunnudagskvöld en opið er frá kl. 14-18. Goðsagnir JÓN GUNNAR Árnason: Cellophony. 1972. MYNPOST Listasafnið á Akurcyri HÖGGMYNDIR / GRAFÍK Jón Gunnar Arnason / Hafliði Hallgrímsson Opið kl. 14-18 all daga nema mánudaga til 27. ágúst. Aðgangur ókeypis Sýningarskrá kr. 300 LISTASAFNINU á Akureyri hef- ur smám saman verið að vaxa fiskur um hrygg, og þar hafa undanfarin misseri verið settar upp ýmsar áhugaverðar sýningar. Nú í sumar er meginsýningin á verkum Jóns Gunnars Ámasonar myndhöggvara og er það val í góðu samræmi við aðra áhersluþætti Listasumarsins á Akureyri þetta árið, þar sem högg- myndin er í nokkru fyrirrúmi. í hliðarsal safnsins eru síðan sett- ar upp aðrar sýningar. I júní var þar sýning á málverkum Hauks Stefáns- sonar, í júlí var sýning á myndverk- um tékkneska listamannsins Jan Knap, sem munu einnig verða sýnd sunnan heiða. Nú stendur yfir sýning á grafíkmyndum Hafliða Hallgríms- sonar, sem er öllu þekktari sem tón- listarmaður en fyrir verk sín á sviði myndlistar, sem þó hefur verið dijúg- ur þáttur í ferli hans um langt árabil. Þar sem rými safnsins vinnur nán- ast saman sem ein heild, er rétt að líta til þessara sýninga í því samhengi. Jón Gunnar Árnason Á síðasta ári var haldin umfangs- mikil og vönduð sýning á verkum Jóns Gunnars í Listasafni Íslands undir yfirskriftinni „Hugarorka og Sólstafir". í þeim orðum má segja að hafi komið fram nokkur kjami þess sem fólst í verkum listamanns- ins, sem lést langt fyrir aldur fram 1989. Á sýningunni hér er veitt örlít- il innsýn í hluta þess myndheims sem Jón Gunnar skapaði undir þessum merkjum, og lögð áhersla á vegg- myndir hans, sem hér njóta sín eink- ar vel I látlausu rýminu. Flest listaverkin á sýningunni em kunnugleg þeim sem þekkja nokkuð til verka listamannsins, en þó er ætíð fróðlegt að sjá þau í nýju rými, sett upp með öðmm hætti en fyrr. f öðmm salnum er komið fyrir fjölda teikninga og skissumynda, sem Jón Gunnar hefur m.a. unnið við undir- búning verksins „Sigling", sem stendur við eitt mesta umferðarhom Akureyrar, með útsýni til hafnarinn- ar. Það er fróðlegt að fylgja eftir þróun verksins og þeim hugmyndum, sem þar festast að endingu. Lykilverk eins og „Gravity" (nr. 16), „Leikur“ (nr. 18) og „Leikur fyrir tvo stjómmálamenn ...“ (nr. 15) em ætíð fersk og óbundin af samtímanum; þau njóta sín vel í uppsetningunni hér, þótt hið fyrst- nefnda mætti gjama sýna í fyllri mynd við gott tækifæri. Smærri verk Jóns Gunnars vinna mjög á við hveija skoðun, og má einkum benda á „Phantom" (nr. 13), sem virkar hér afar ógnandi, sem og nokkur af „Objects" (nr. 5-12) listamannsins, sem ef til vill hafa fremur verið tekin sem leikur en fullgjld listaverk; bygging þeirra nýt- ur sín vel hér í nándinni. Verkið „Cellophony" (nr. 14) er án efa ein af þeim snjöllu hugmyndum, sem lifir ekki síður vegna einfaldleika útfærslunnar en þeirrar áherslu á hið smáa og hversdagslega í lífinu, sem þar kemur fram; það er ómögulegt annað en að komast í gott skap við að velta því verki fyrir sér. Með sýningunni hefur verið gerð einföld en þægileg sýningarskrá, þar sem gott æviágrip gæti verið hand- hægt fyrir þá, sem eru að hefja kynni sín á verkum þessa einstæða lista- manns. Hafliði Hallgrímsson Þótt það sé ef til vill ekki hið fyrsta sem menn hugsa til á listsýningum, hafa tónlist og myndlist ætíð tengst sterkum böndum. Lýsingar á tónlist eru gjama mjög litríkar, og umfjöllun um myndlist afar hljómmikil, þegar best lætur, þrátt fyrir að myndverk byggi almennt á kyrrð fremur en óróa hljóðsins. Hafliði skýrði þessi tengsl ágætlega sjálfur í inngangi að lítilli bók með teikningum hans, sem kom út fyrir nokkrum árum: „Það er ekki undarlegt þótt tón- skáld sæki í myndlist, því þar ríkir þögnin. Við þögnina eiga flest tón- skáld flókin viðskipti, sem aldrei er að vita hvernig lýkur.“ í hans eigin tilviki hafa þau við- skipti verið mikil og borið eftirtekt- arverðan ávöxt. Hafliði hefur jafnan stundað myndlistina að nokkru með- fram starfinu í tónlistinni, og sótti listnám í nokkra skóla í Bretlandi á sínum tíma. Hann hélt sína fyrstu sýningu á Akureyri 1967, en hefur síðan m.a. sýnt í Norræna húsinu og í Skálholti. Hér sýnir Hafliði rúmlega þijátíu grafíkmyndir sem byggja fyrst og fremst á fínlegri línuteikningu. Myndefnin eru goðsöguleg, ímyndir dauða og fáránleika, og dulúðug ser- ía mynda frá Orkneyjum, sem virka sterkt á áhorfandann sem ein heild. Vinnsla myndanna vísa um sumt til myndheima Alfreðs Flóka, sem einnig náði að tengja saman fínlega vinnu og furðuheima, þar sem litlir fletimir spretta til lífs. Auk þessa er að finna í myndum Hafliða sterka trúarlega tilvísun, sem verður hvergi innilegri en í „Vegurinn" (nr. 29), sem með einföldu myndmáli segir allt sem segja þarf. Hér eru á ferðinni ágætlega unnin myndverk, sem eru allrar athygli verð, og alveg óþarft að flokka sem ein- hveija léttúðuga tómstundaiðju til hliðar við tónlistina; hér er dýpra far- ið. Við fyrstu sýn kann að virðast langur vegur milli þess sem Jón Gunnar og Hafliði leggja til með list sinni, en við nánari athugun kemur skyldleikinn ótvírætt í ljós. í myndum sínum fylgir Hafliði flugi íkarusar og leiðir áhorfendur um dularfulla goðsagnaheima á Orkneyjum og víð- ar; Jón Gunnar ýjar að sínum eigin goðsögnum, hvort sem verk hans snúa að spillingu stjórnmálanna, ein- faldleika tónlistarinnar eða þeim öfl- um, sem stjóma alheiminum. Hinn sameiginlegi þáttur er íhug- un listamannsins og virðing fyrir þeim öflum sem öllu ráða, það sem skilur að er hin myndræna framsetn- ing þeirrar íhugunar. Þannig vinna þessar tvær sýningar saman á sinn hátt, um leið og þær bjóða upp á ólíka sjónræna reynslu þeirra sem þær skoða. Er rétt að hvetja Akureyringa og gesti þeirra til að líta inn á þessar sýningar áður en þeim lýkur. Eiríkur Þorláksson AÐ LIFA AF LISTINNI Haraldur Bilson er list- málari af íslenskum ættum sem selur mynd- ir sínar víða um heim. Hann segir Ömu Schram frá bemskuár- um sínum í Reykjavik og löngun sinni til að sýna verk sín hér. Ákvarðanir Haraldur Bilson. Morgunblaðið/Kristinn „ÉG var mjög ungur þegar ég komst að því að ég vildi helga líf mitt listmálun. Þegar ég var um tví- tugt seldi ég mínar fyrstu myndir og upp frá því hef ég getað Iifað af listinni," segir Haraldur Bilson eða Harry eins og hann er kallaður. Hann er staddur hér á íslandi til að kynna landanum verk sín og kanna möguleikana á því að setja upp sýn- ingu í Reykjavík. Haraldur segist að mestu vera sjálfmenntaður. Hann hafi um tíma stundað myndlistamám í St Martin í London, en líkaði ekki námið og hætti eftir stutta veru í skólanum. Hann hefur haldið myndlistarsýn- ingar víða um heim, bæði einkasýn- ingar og samsýningar, í heimahús- um, á hótelum og á listasöfnum. „Eg mála aðallega með olíu, vatnslitum og akríl, en teikna auk þess mikið,“ segir hann. Haraldur er íslenskur í aðra ættina en breskur í hina. For- eldrar hans kynntust á stríðsárunum er faðir hans var í breska hemámslið- inu. „Móðir mín Kristjana Jónsdóttir vann þá sem þjónustustúlka á veit- ingastofu ömmu minnar, Jónu Helgu Valdimarsdóttur, á Laugaveginum í Reykjavík. Breskir hermenn vöndu komur sinar þangað og þeirra á meðal var faðir minn, Jack William Bilson. Þau urðu ástfangin og gift- ust nokkru síðar eða árið 1942,“ segir hann. „Fljótlega eftir það flutti móðir mín til Bretlands og bjó þar fram yfir stríðsárin." Veiðimennskan heillaði Haraldur fæddist í Reykjavík árið 1948 í húsi ömmu sinnar að Lauga- vegi 43b. Þar ólst hann upp fyrstu ár ævinnar. „Það var eitthvert miss- ætti á milli foreldra minna á þessum árum. Ég hitti því ekki föður minn fyrr en við móðir mín fluttum aftur til Englands. Þá hef ég sennilega verið sex ára. Síðan hef ég aðallega verið búsettur í Bretlandi," segir hann, en undanfarin fímm ár hefur hann búið í Ástralíu og Hong Kong. Haraldur segist eiga góðar minn- ingar frá bemskuárum sínum í Reykjavík. „Þegar ég var strákpatti fannst mér mjög gaman að dorga niðri við höfn. Stundum hafði ég erindi sem erfíði og fékk kola á öng- ulinn. Þá kom ég sigri hrósandi heim til ömmu og sýndi henni fiskinn og hún lofaði að hafa hann í matinn. En eitt sinn er ég hafði komið heim með veiðina og gefið ömmu sá ég til hennar henda fiskinum og taka annan úr skápnum sem hún eldaði í staðinn," segir Haraldur og hlær dátt. „Veiðimennskan hlýtur að hafa heillað mig á þessum árum því fyrsta myndin sem ég man eftir að hafa teiknað var einmitt af fiskibáti og manni með veiðarfæri. En þá mynd teiknaði ég þegar ég var í Landakots- skól?,“ segir Haraldur. „Þá minnist ég þess hve amma var ákveðin í að láta mig borða rúg- brauð. Mér fannst það mjög bragð- vont. Þegar enginn sá til stakk ég rúgbrauðinu ofan í sokkana og fóðr- aði fuglana á því þegar ég komst út. Síðan þá hef ég ekki þolað að hafa ull næst mér. Það minnir mig alltaf á smjörið á rúgbrauðinu, sem klístraðist við fótleggina," segir Har- aldur og brosir. Málaði mikið i skóla „Þegar við fluttum aftur til Eng- lands kunni ég ekki stakt orð í ensku. Ég leið dálítið fyrir það þegar ég byijaði í skóla. Kennaramir fundu það hins vegar út að ég gat teiknað og málað og hafði gaman af því. Og það var mín leið til þess að tjá mig. Á þessum árum tók ég þátt í myndlistarsamkeppni og vann til fyrstu verðlauna fyrir bestu myndirn- ar. Ég gleymi því aldrei hve mér fannst það skrítin tilfinning að taka á móti verðlaunum af fólki sem kunni ekki mitt tungumál og ég ekki þeirra. Smám saman náði ég þó tökum á enskunni, en um leið ryðgaði ég í móðurmálinu," segir hann. Haraldur kveðst eiga viðskiptavini víða um heim sem kaupi reglulega af honum myndir. „Mér var til dæm- is boðin vinnuaðstaða í Hong Kong, þar sem ég hef hlotið þó nokkra at- hygli," segir hann og vitnar í því sambandi til umfjöllunar um sig í blaðinu South China Morning Post.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.