Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 1
- ¦ BLAÐ ALLRA LANDSMANNA IRwgmiMaMfr 1995 LAUGARDAGUR 19. ÁGUST BLAÐ D Skeytið tekið upp hjá FIFA SKEYTIÐ sem svissneska landsliðinu barst með heiuaóskum og með von um velgengni í íslandsf erðinni rétt fyrir leikinn gegn ls- lendingum í vikunni og var m.a. undirritða af formanni alþjóða knattspyrnusambandsins hefur vakið athygli langt út fyrir landsstein- ana enda sérstakt mál á ferðinni. „Ef rétt er, eru þetta stórathugaverð ummæli frá formanni alþjóða knattspyrnusambandsins og ljóst að málið verður að taka upp innan FIPA," sagði Lennart Johansson, formaður knattspyrnusambands Evrópu í fyrradag þegar hann var inntur eftir málinu, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig að sinni. FRJALSIÞROTTIR / REYKJAVIKURLEIKARNIR Vala Flosadóttirbætti Norðurlandametiðístangarstökki kvennaígærkvöldi, stökk3,81 m Morgunblaðið/Árni Sæberg ff Sýnir að allt er hægt u V AL A Flosadóttir úr IR setti í gærkvöldi Norðurlandamet í stangarstökki kvenna þegar hún fór yfir 3,81 m á Reykjavíkur- leiknum á Laugardalsvelli. Bætti hún þar með eldra metið um einn sentimetra en það setti hún fyrir skömmu í Svíþjóð þar sem hún býr um þessar mundir. Segja má að gærkvöldið hafi verið sannkall- að stangarstökkskvöld því á sama tíma setti Daniela Bartova frá Tékklandi heimsmet í stang- arstökki kvenna, stökk 4,20 m á móti í Köln. Á sama móti varð Okker Brits frá Suður Afriku ann- ar maðurinn til að fara yfir sex metra í stangarstökki karla þegar hann stökk 6,03 m og átti góðar tilraunir við 6,15 m. Norðurlandamet Völu var há- punkturinn á Reykjavíkurleikun- um í gærkvöldi, en Vala kom hing- að til lands gagngert til að taka þátt í mótinu. „Mér fannst ég eiga þetta inni fyrir keppnina, en leist samt ekki á blikuna þegar ég byrj- aði því að ég fékk stöng að láni sem var mýkri en ég er vön að nota og því átti ég í vandræðum með tæknina. Þetta sýnir að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi," sagði Vala í samtali við Morgun- blaðið eftir mótið. „En það var frábær stemmning hér í kvöld og ég fékk góðan stuðning fra áhorf- endum sem hvöttu mig til dáða. Með stuðningi þeirra hefði mér ekki tekist þetta." Árangur Völu er m. j»g glæsileg- ur, ekki síst þegar tekið er tillit til þess að hún er aðeins saiitján ára gömul. Hún hefur búið í Sví- þjóð sl. þrjú ár þar sem foreldrar hennar hafa verið við nám í Lundi. Um áframhaldið sagði Vala að hún teldi sig eiga meira inni í greininni og hún sagðist ennfram- ur reikna með því að einbeita sér að stangarstökkinu í framtíðinni, en hún hefur lika verið að keppa í hástökki og sjöþraut. Hún sigr- aði Uka í hástökki á Reykjavíkur- leikunum í gær stökk 1,70 m, en best á hún 1,81 m. „Ég klára menntaskólann í vor og reikna með því að taka mér þá árs frí frá námi og einbeita mér að æfing- um. Nú æfi ég á hverjum degi og stundum tvisvar á dag, en ég byrj- aði í skólanum í byrjun vikunnar og nú verð ég að skipuleggja mig vel í vetur til að samræma skólan og æfingarnar." Vala fer aftur til Svíþjóðar á þriðjudaginn. „Það var mjög gaman að setja metið i kvöld. Aðstæðurnar voru ágætar, þó hefði mátt vera heitara en það var frábært að fá svona góðan stuðning frá áhorfendum," sagði hin unga afrekskona, Vala Flosadóttir, eftir að hafa sett Norðurlandameti í stangarstökki á Laugardalsvelli í gærkvöldi. rt- ENGLAND: WIIKLAR VONIR BUNDNAR VIÐ DENNIS BERGKAMP / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.