Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.08.1995, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA / ENGLAND Erlendir leikmenn setja enn meiri svip á úrvalsdeildina Miklar vonir bundnar við Dennis Bergkamp LEIKIR 1. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu verða um helgina og samkvæmt enskum fjölmiðlum eru miklar væntingar til tímabilsins. Mörg félög hafa lagt mikið undir og greitt háar fjárhæðir fyrir leikmenn en mestar vonir eru bundnar við Hollendinginn Dennis Bergkamp sem Arsenal fékkfrá Inter Milan á ítaliu fyrir um 750 millj. kr. Þess er vænst að með snilli sinni og sókndirfsku breyti hann ekki aðeins deildarknattspyrnunni til hins betra heldur efli enska landsliðið til dáða. Þá horfa menn fyrst til úrslitakeppni Evrópumótsins í Englandi í júní á næsta ári. Arsenal hefur verið í sviðsljósinu að undanfömu og þykir liðið líklegt til stórræða með Berg- kamp og ekki síður fyrirliða enska landsliðsins, David Platt, sem félagið keypti frá Sampdoria á. Ítalíu. Sagt er að breytingarnar á Highbury frá liðnu tímabili verði hugsanlega þær áhrifamestu í enskri knattspyrnu síðan Ardiles hinn argentíski gekk til liðs við Tottenham 1978. Gary Lineker, fyrrum fyrir- liði enska landsliðsins, sagði í grein í enska blaðinu Observer að miðjumaðurinn Platt væri nær öruggur með að gera 20 mörk í komandi deildarkeppni og Bergkamp kæmist að því að hann fengi miklu meira rými frammi en hann átti að venjast á Ítalíu. „Hann uppgötvar, eins og Cantona hefur þegar gert, að vamir enskra liða ráða ekki við svona leikmann.“ England aftur í fremstu röð Chrid Lightbown veltir fyrir sér hugsanlegum áhrifum Bergkamps á enska knattspymu í grein í The Sunday Times. Hann segir að samn- ingur Hollendingsins til íjögurra ára staðfesti að bestu knattspymu- mennirnir trúi á knattspyrnuna í Englandi og takist honum vel upp verði það til þess að fleiri af þeim bestu fari til enskra liða. Þar með verði ensk lið samansett eins og best verður á kosið að sögn sérfræð- inga — enskt hugarfar og hæfileik- ar frá meginiandinu. Arsenal verði stórveldi í Evrópu og opni einnig leið fyrir önnur ensk lið, sem fara eins að, til að stjóma ferðinni í óhjákvæmilegri Evrópudeild. Að- lagist Bergkamp, og aðrir sem fylgja í kjölfarið, ensku knattspym- unni verða mótheijar þeirra að taka upp sömu aðferðir; með öðram orð- um gæti England orðið stórveldi á ný með tímanum ef ungu knatt- spymumennimir reyni að gera eins vel eða betur en erlendu stjömum- ar. Platt, sem var fjögur ár á Ítalíu, tekur í svipaðan streng og er bjart- sýnn á að fleiri erlendir, hæfíleika- ríkir knattspyrnumenn hafi áhrif á ensku knattspymuna og þar með landsliðið sem ætti að gera Evrópu- keppnina áhugaverða eftir von- brigði Englendinga í Heimsmeist- arakeppninni. Það er að vísu nokk- uð kaldhæðnislegt en mörk Berg- kamps fyrir Holland gegn Englandi í riðlakeppni HM urðu til þess að Englendingar sátu heima þegar úrslitakeppnin fór fram í Bandaríkj- unum. HOLLEIMDINGURINN Dennls Bergkamp. DAVID PLATT. RUUD GULLIT. Bergkamp segist vera ánægður með að vera kominn til Englands. „Sem sóknarmaður kann ég mjög vel við enska knattspymu. Ensk lið vilja skora og sigra. Mér gekk illa á Italíu því þar var ég frammi með einum öðrum gegn fjórum eða fímm vamarmönnum í hveijum leik. Hér fær maður meira pláss því vamar- mennirnir vilja sigra.“ Platt telur að sú breyting verði að æ fleiri lið verði með þijá vamar- menn en bakverði sem taki virkan þátt í spilinu á miðjunni eða veijist ef á þarf að halda, að meiri fjöl- breytni sjáist í leikaðferðum. „Ég held að mörg lið leggji áherslu á miðjuspilið eins og gert er á megin- landinu," sagði hann. Liðsheildin spurning Allir eru sammála um að Brace Rioch teflir fram öflugu liði á Hig- hbury og Lineker bendir á að lið með Bergkamp, Platt, Wright og Merson sé þess virði að horfa á en hann hefur samt sínar efasemdir. Fyrsta spurningin sé hvort leik- mennirnir séu nógu góðir til að byggja upp fyrir Bergkamp og í öðra lagi finnst honum varnar- mennirnir fjórir bera of mikið yfír- bragð eldri leikmanna. „Þó reynsla geti verið jákvæð er betra að vera með blöndu af eldri höfuðum og yngri fótum. Meiðsl virðast æ al- gengari eftir því sem menn verða eldri og þau gætu orðið veikleiki Arsenal.“ Gullit í vöminni Chelsea hefur átt frekar erfitt uppdráttar undanfarin ár en er spáð meiri velgengni í ár. Þar hefur mest að segja að félagið keypti Mark Hughes frá Manchester -Un- ited og fékk Hollendinginn Ruud Gullit frá Sampdoria. „Chelsea verður ekki meistari en með Mark Hughes og fyrrum fyrir- liða hollenska landsliðsins verður liðið mun betra en í fyrra,“ sagði Lineker. „Ég bíð spenntur eftir að sjá Ruud Gullit í miðvarðarstöð- unni. Hann lék í þeirri stöðu þegar ég sá hann fyrst á móti í Barcelona 1986. Hann var svo góður að 120.000 Katalóníumenn stóðu upp og hylltu hann þrátt fyrir að honum hafí ekki tekist að skora úr víti sem réði úrslitum í vítakeppni." Blackbum nær óbreytt Almennt hefur verið mikið um félagaskipti á undirbúningstíman- um en athygli hefur vakið að Black- burn sem á titil að veija teflir fram nær óbreyttu liði frá fyrra tímabili. Sennilegt þykir að meistararnir verði áfram í baráttu efstu liða en talið er að Evrópukejppnin geti sett strik í reikninginn. I því sambandi er bent á að ófarirnar gegn sænska liðinu Trelleborg í UEFA-keppninni fyrir tæpu ári sitji í mönnum og þeir vilji því leggja áherslu á að standa sig í meistarakeppninni að þessu sinni. Erfitt hjá Man. Utd. MANCHESTER United hefur verið með mjög sterkt lið und- anfarin ár en því tókst ekki að veija titilinn í vor og eru sér- fræðingar á því að það sé ekki liklegra til að endurheimta hann vorið 1996. Ástæðan er sögð sú að félagið hafi selt lyk- ilmenn og ekki fjárfest í eins sterkum mönnum. Alex Fergu- son fékk Cantona til að vera áfram en Frakkinn verður í banni fram í október og eftir á að koma i ljós hvað hann gerir þegar á reynir. Salan á Andrei Kanchelskis til Everton gekk til baka en Úkraínumað- urinn hefur sagt að hann vilji ekki leika lengur undir stjóm Fergusons þjá United. Paul Ince er farinn tíl Inter Milan á ítaliu og Hughes tíl Chelsea svo talið er að róðurinn á Old Traf- ford verði erfiðari en að und- anförnu. Liverpool spáð vel- gengni LIVERPOOL er spáð vel- gengni í vetur en með þeim fyrirvara að Stan Collymore standist álagið. Liverpool keypti hann frá Nottingham Forest fyrir 8,5 miRj. punda sem er metfé fyrir enskan leik- mann. Mikið er talið velta á hvernig honum takist að vinna með Robbie Fowler í framlín- unni og þá ekki síst í byijun móts. Newcastle - alla leið GARY Lineker segir að Leeds geti reynst erfitt og Tony Yeboah geti vel orðið marka- kóngur en hann hallast að því að Newcastle verði meistari eins og reyndar æ fleiri. Stuðn- ingsmenn Newcastle vilja bik- ar og Kevin Keegan, sem hefur verið við stjórnina í fjögur ár, þarf ekki að hugsa um Evrópu- keppni þetta tímabil. Newc- astle varð síðast Englands- meistari 1927 og Keegan hefur styrkt liðið mikið fyrir kom- andi átök og hvergi sparað. Hann keypti enska landslið- smiðherjann Les Ferdinand frá QPR fyrir sex millj. punda, Warren Barton frá Wimbledon fyrir fjórar milljónir punda og franska landsliðsmanninn David Ginola frá PSG í Frakk- landi fyrir 2,5 miRj. punda með titilinn í huga. „Sú staðreynd að Manchester United virðist hafa skipt um stefnu sannfærir mig enn frekar um það að meistaratitillinn bíður handan við hornið." Sjónvarps- útsend- ingar RÍKISÚTVARPIÐ, RÚV, mun hefja beinar útsendingar frá ensku knattspyrnunni laugar- daginn 30. september. Beinar útsendingar hjá enska sjón- varpstöðin Sky Sport hefjast um helgina og geta knatt- spyrnuunnendur séð þær í fé- lagsheimilum íþróttafrélaga, ýmsum veitingarstöðum qg Sport Hótel í Laugardal. A morgun verður leikur Arsenal - Middlesbrough sýndur og á mánudagskvöld: Leeds - Liverpool.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.