Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C tvgunHaMfe STOFNAÐ 1913 187.TBL.83.ARG. SUNNUDAGUR 20. AGUST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Gamla Júgóslavía Rússar eygja lausn í árslok LEIÐTOGAR Rússlands eru þeirrar hyggju að lausn verði fundin á málefnum gömlu Júgóslavíu og friður kominn á fyrir árslok með aðstoð leiðtogafundar, sem Borís Jeltsín leggnr til að verði hald- inn. Ráðgert er að fundurinn verði hald- inn um miðjan október og hann sitji helstu ríki heims og deiluaðilar í fyrrver- andi Júgóslavíu. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosníu- Serba, kvaðst í gær bjartsýnn á að um- heimurinn væri staðráðinn í að binda enda á stríðið í Bosníu og bjóst við að pólitísk lausn yrði fundin á næstu vikum. Króatar halda áfram að safna liði umhverfis hafnarborgina Dubrovnik og sögðu Sameinuðu þjóðirnar að loft þar væri lævi blandið. Franjo Tudjman, for- seti Króatíu, sagði á föstudag að hann vildi tryggja frið umhverfis Dubrovnik með samningum, en útiiokaði ekki áhlaup á stórskotalið Serba: „Við bíðum átekta þar til þolinmæði okkar er á þrotum." Alsírsk samtök lýsa ábyrgð FRÖNSK útvarpsstöð sagði í gær að sam- tök alsírskra skæruliða hefðu hringt og lýst ábyrgð á sprengingunni í hjarta Parísar á miðvikudag á hendur sér. Sam- tökin vijja koma stjórn Alsírs frá og stofna múslimskt ríki. Franska rannsókn- arlögreglan vildi ekkert um yfirlýsing- una segja, en hið virta dagblað Le Monde kveður lögreglu taka mark á henni. Blóðskortur vegna al- næmisótta BLÓÐSKORTUR er nú í blóðbanka Níg- eríu vegna ótta almennings við alnæmi og segja læknar að fyrir þær sakir hafi 22 konur látið lífið á stærstu fæðingar- deild landsins á þessu árí. Stjórn landsins segir að þetta viðhorf megi rekja til skorts á upplýsingu. Slitinn stimpill UM 100 flutningabílar töfðust í margar klukkustundir á iandamærum Albaníu og Grikklands vegna þess að opinber stimp- ill albanskra landamæravarða var útslit- inn, að sögn blaðsins Koha Jone. Mikil umferð er um landamærastöðina þar sem þetta varð og máttu allir þeir, sem voru í viðskiptaerindum, bíða á með- an nýr stimpill var pantaður og fenginn frá höfuðborginni, Tirana. Ferðamenn fengu að fara yfir landamærin með óstimplaða pappíra. ANDSTÆÐUR A ÍSAFIRÐI Bandaríkjamenn sagðir leita arftaka Husseins Amman, Bagdad. Reuter. BANDARÍKJAMENN leita nú að sögn emb- ættismanna í Kúveit að arftaka Saddams Husseins, forseta íraks, meðal útlægra ír- askra stjórnarandstæðinga. í frétt sjónvarps- stöðvarinnár Sky sagði að Bandaríkjamenn hefðu í hyggju að stofnuð yrði útlagastjórn, sem yrði til reiðu búin þegar Saddam Hus- sein færi frá. írakar létu Sameinuðu þjóðirnar í gær hafa nýjar upplýsingar um eldflaugaáætlan- ir sínar. Þeir fordæmdu um leið Bandaríkja- menn fyrir að senda herlið í Persaflóa og líktu þeim við „örvinglaðan fjárhættuspilara, sem hefði tapað öllum sínum veðmálum". Maurizio Zifferero, aðstoðarstjórnandi Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA), sagði að þessar upplýsingar breyttu í raun engu um þá mynd, sem menn hefðu af kjarn- orkuvopnaáætlun íraka. Geta ekki smíðað kjarnorkuvopn „Sú mynd er að útilokað sé að Irakar geti um þessar mundir reynt að smíða [kjarn- orku]sprengju á laun," sagði Zifferero. Irakar láta Sameinuðu þjóðirnar hafa gögn um eldflaugaáætlun og for- dæma Bandaríkjastjórn ' Jórdanar lýstu í gær margir yfir reiði sinni í garð Bandaríkjamanna og sökuðu háttsett- ir embættismenn í Amman þá um að auka spennu við Persaflóa með hernaðarbrölti að óþörfu til að nýta sér landflótta tengdasona Saddams Husseins. Fullyrðingum Bandaríkjamanna um „óvenjulega" herflutninga íraka hefur meira að segja verið tekið með varúð í Kúveit og jórdanskur dálkahöfundur spurði hvort bandarískir njósnahnettir sæju meira en greina mætti á jörðu niðri og gætu lesið hugi manna. Jórdanar sögðu í gær að þeir myndu ekki gera neina þá stefnubreytingu gagnvart ír- ak, sem kynni að stefna hagsmunum þeirra í hættu. Jórdanar neituðu því jafnframt að Bandaríkjamenn beittu þá þrýstingi og krefðust þess að þeir slitu viðskiptasam- bandi við íraka. „Jórdanar munu hvorki gera neitt, sem leggur hernaðarlega eða efnahagslega hags- muni þeirra í hættu, né eykur þjáningar ír- ösku þjóðarinnar," sagði jórdanskur embætt- ismaður, sem ekki vildi láta nafns getið. Bandaríkjamenn kváðust á föstudag vilja að Jórdanar hættu að kaupa olíu af írökum. Þessi olíusala sem nemur um 50 þúsund tunnum á dag er nánast einu viðskiptin, sem írakar eiga við umheiminn fyrir opnum tjöld- um. Bandaríkjamenn halda nú heræfingar með Jórdönum nokkur hundruð kílómetra frá landamærum íraks og lýstu því yfir á föstu- dag að heræfingum með Kúveitum hefði verið flýtt. írakar segja fráleitt að þeir hyggist ráð- ast gegn Jórdönum eða Kúveitum og kveða vopnaskak Bandaríkjamanna tilhæfulaust. EKKIhaouii mimii ÍSTJÚKMLUM 10 Syngjandi sveitarstjóri VIÐSHPn/AIVINNULÍF Á SUIMNUDEGI 20 NIUSIÐUR Á MÍNÚTU Slær túnin í eldinn O

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.