Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 13/8 -19/8. — ► VSÍ kynnti fulltrúum stéttarfélaganna í álverinu í Straumsvík hugmyndir sinar um breytingar á kjarasamningum og þætti sem tengjast hugsanlegri stækkun álversins. Hug- myndirnar snúast um aukna verktöku en aðaltrúnaðar- maður starfsfólks í álverinu segir hugmyndir vinnuveit- enda hafa komið sér á óvart. Verktaka er nánast óþekkt í álverum í Noregi og hefur það ekki fælt fyrirtæki frá því að stækka álver þar, að því er fram kom hjá for- manni norskra verkalýðsfé- laga í greininni. ► ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra ræddi við norska og rúss- neska starfsbræður sína, um veiðar í Barentshafi, í Pétursborg. Engar ákveðn- ar niðurstöður urðu af fund- inum en sjávarútvegsráð- herra sagði Rússa nú sýna meiri vilja til ræða um veið- arnar í Barentshafi. ► SEGULSTÁL var notað til að ná títupijóni upp úr 10 mánaða telpu á speglun- ardeild Borgarspítalans. Ásgeir Theodórs, sérfræð- ingur í meltingarsjúkdóm- um náði títupijóninum með því að þræða segulstál í gegnum speglunartæki nið- ur í maga barnsins. Eftir að segulstálið hafði gripið títuprjónshausinn var prjónninn dreginn út í gegn- um speglunartækið. I^ýlaveiki í löxum LAXAR sem fundust dauðir í Elliðaán- um drápust úr nýju afbrigði af kýla- veiki. Meira en tugur laxa hefur fund- ist dauður í ánum síðustu daga. Þetta er í fyrsta sinn sem sjúkdómurinn greinist í laxi hér á landi. Lögð verður áhersla á að einangra Elliðaárnar og koma í veg fyrir að kýlaveikin berist í aðrar ár og fískeldi. Ótti er við að kýlaveikin berist í hafbeitarstöðvar. Vaðandi túnfiskur út af Reykjanesi SKIPVERJAR á Barða NK-120 urðu varir við mikið af túnfíski á karfamið- um djúpt út af Reykjanesi í sumar. Skipveijar urðu varir við túnfisk fyrir tilviljun en hann virtist vera á mjög stóru svæði. Jóhann Sigurjónsson sjáv- arlíffræðingur segir að túnfísk sé að fínna í talsverðu magni suður af land- inu en menn þurfí að fara langt til að finna hann. Úthlutun á toll- kvótum á osti LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hef- ur úthlutað osttollkvótum, alls 19 tonn- um af osti sem er ekki framleiddur hér. Meðal umsækjenda um innflutn- ingskvóta á ostum var Hagkaup en með umsókn fyrirtækisins fylgdu lög- fræðilegar athugasemdir við reglugerð Guðmundar Bjarnasonar landbúnaðar- ráðherra um innflutning á ostum og fleiri vörum. Hagkaup, sem fékk engan tollkvóta í úthlutun ráðuneytisins, áskildi sér allan rétt til að fá málsmeð- ferð ráðuneytisins ógilta yrði úrskurðað eftir 4. grein reglugerðarinnar. Carlsson hyggst fara frá INGVAR Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar, lýsti yfír því á föstudag að hann hygðist láta af embætti í mars og stíga um leið úr formanns- stóli sænska Jafnaðarmannaflokks- ins. Carlsson kveðst hafa náð fram helstu mark- miðum sínum í embætti. Aðild að Evrópusambandinu sé í höfn, efnahag- urinn á uppleið og flokkur sinn hafí náð stjómartaum- unum að nýju. Carlsson varð for- sætisráðherra Svíþjóðar þegar Olof Palme var myrtur. Þegar hann lætur af embætti verða liðin tíu ár frá morðinu. Ingvar Carlsson Þjóðernishreinsanir í Bosníu og liðssöfnuð- ur við Dubrovnik SERBAR hófu „lokaáfanga þjóðemis- hreinsana" í Banja Luka í Bosníu, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Króatar halda áfram að safna liði umhverfis borgina Dubrovnik við strönd Króatíu að Adríahafínu. Búist er við að þeir hefli á næstu dögum stórsókn inn í Bosníu til að stöðva stór- skotaliðsárásir Serba á nágrenni hinnar fornfrægu borgar. Franjo Tudjman, forseti Króatíu, sagði hins vegar að nú vildi hann komast hjá frekari hern- aði á hendur Serbum eftir að hafa rætt við aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem hefur verið á ferð og flugi um fyrrum Júgóslavíu að reka áróður fyrir nýrri friðaráætlun Banda- ríkjamanna. Nyrup í Thule POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur, átti fund með Lars- Emil Johansen, formanni grænlensku landstjómarinnar, á Grænlandi og hét því að draga fram allar upplýsingar um geymslu bandarískra kjarnorku- vopna í Thule. ► SAUTJÁN manns særð- ust þegar sprengja sprakk við neðanjarðarlestarstöð hjá Sigurboganum í Parísar á fimmtudag. Þetta var ann- að sprengjutilræðið í höfuð- borg Frakklands á 23 dög- um. Ottast menn nú aðalda hryðjuverka ríði yfir. Öfga- hreyfing alsírskra múslima lýsti í gær ábyrgð á hendur sér, en lögregla virðist hafa fáar vísbendingar. ► JAPANIR báðust fyrsta sinni afsökunar á grimmd- arverkum japanska hersins í heimsstyijöldinni síðari á þriðjudag þegar hálf öld var liðin frá uppgjöf þeirra. Ekki voru þó allir á eitt sáttir um ágæti afsökunar- beiðninnar og sögðu samtök breskra hermanna, sem voru striðsfangar japanska hersins, að Tomiichi Murayama forsætisráð- herra hefði lagt hana fram persónulega, en ekki fyrir hönd japönsku þjóðarinnar. Þ- NORSKUR gísl fannst myrtur í Kasmír á Indlandi fyrir viku. Enn eru fjórir gíslar í höndum mannræn- ingjanna, sem vilja aðskiln- að frá Indlandi. )► KÍNVERJAR sprengdu á fimmtudag kjarnorku- sprengju í Lop Nor eyði- mörkinni í Xinjiang. Til- raunin var gagnrýnd harka- lega um heim allan og létu Japanar hæst. Kinveijar gerðu einnig kjarnorkutil- raun í maí, en þá voru sýnu minni viðbrögð. ► HERMT var að eigin- konu Saddams Husseins, forseta íraks, hefði verið meinað að hitta landflótta dætur sínar og eiginmenn þeirra er hún kom til Amm- an í Jórdaníu og hún hafi snúið aftur heim við svo búið. Bandarikjamenn hafa verið með hernaðarviðbún- að í Persaflóa, en írakar segja hann tilhæfulausan, þeir ógni engum. FRÉTTIR Beiðni Bónuss enn í skoðun ráðuneytísins LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ segir í svarbréfí til Hreins Loftsonar hrl. að beiðni umbjóðanda hans Jó- hannesar Jónssonar í Bónusi um inn- flutning á frosnum kjúklingum frá Svíþjóð sé til athugunar í ráðuneyt- inu. Ekki hafí enn verið mótaðar reglur vegna hugsanlegs innflutnings á hráum sláturafurðum og sé reglu- gerð nr. 24/1994 um vamir gegn því að dýrasjúkdómar berist til lands- ins til endurskoðunar í ráðuneytinu. Af því leiði að beiðni Jóhannesar hafi ekki verið synjað af ráðuneyt- inu. Eins og ranglega sé haldið fram í erindi Hreins. Hreinn óskaði eftir því að ráðu- neytið rökstyddi ákvörðun sína um að synja Jóhannesi um innflutning á frosnum kjúklingum. Landbúnaðar- ráðuneytið hefur svarað erindinu og segir í svarinu að samkvæmt 2. mgr. 10. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993, sbr. breytingu með 26 gr. laga nr. 87/1995 um breytingar á lögum vegna aðildar íslands að Alþjóðavið- skiptastofnuninni sé innflutningur á hráum sláturafurðum og fleiri vöru- tegundum, sem taldar séu upp í a-c liðum 1. mgr. háðar leyfí landbúnað- arráðherra að fengnum meðmælum yfírdýralæknis „enda þyki sannað að ekki berist smitefni með þeim er valda dýrasjúkdómum." Reglugerð samin Fram kemur að ráðuneytið hafi sent frá sér fréttatilkynningu um hvemig hagað yrði endurskoðun og framkvæmd reglugerða, sem óhjá- kvæmilega tækju breytingum vegna gildistöku áðurnefndra laga nr. 87/1995, 11. júlí sl. Síðan hafi ráðu- neytinu borist beiðni frá Jóhannesi um innflutningsleyfí á 10 tonnum af hráum frosnum kjúklingi frá Sví- þjóð þann 12. júlí. Ráðuneytið hafí óskað eftir umsögn yfírdýralæknis vegna beiðninnar en hafí bent Jó- hannesi jafnframt á að verið væri að semja reglugerð vegna hugsan- legs innflutnings á hráum frosnum kjötvörum. „Beiðni umbj. yðar er til athugun- ar í ráðuneytinu. Ekki hafa enn verið mótaðar reglur vegna hugsan- legs innflutnings á hráum sláturaf-. urðum og er reglugerð nr. 24/1994 um varnir gegn því að dýrasjúkdóm- ar berist til landsins til endurskoð- unar í ráðuneytinu. Það er því ekki um það að ræða að beiðni umbj. yðar hafi verið synjað af ráðuneyt- inu, eins og ranglega er haldið fram í bréfi yðar,“ segir í svarbréfi land- j búnaðarráðuneytisins til Hreins;] Loftsonar. í ANDDYRI Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefur verið komið upp yfirlitssýningu á ljósmyndum sem Ragnar Axelsson tók í hálend- isferð sem hann fór ásamt Guðna Einarssyni blaðamanni fyrir stuttu. Afrakstur ferðarinnar hefur birst lesendum í viðamiklum greinarflokki með yfirskriftinni FRÁ Landmannalaugum. Á fjöllum Fólk á fjöllum og í faðmi fjalla. Valdar hafa verið á sýninguna 18 myndir úr ferðinni sem sýna stór- brotna náttúru Islands í síbreyti- legri fjallabirtu. Myndirnar, sem eru bæði Morgunbláðið/Rak svart/hvítar og í lit, eru allar til sölu. Sýningin er liður í því að kynna Myndasafn Morgunblaðsins sem hefur að geyma fjöldann allan af ljósmyndum sem birst hafa í blað- inu. Myndir sem teknar eru af ljós- myndurum blaðsins eru seldar til einstaklinga og fyrirtækja og hef- ur sú þjónusta aukist ár hvert. Uppsögn skrifstofustjóra Vita- og hafnamálastofnunar Starfslokin byggjast ekki á lögmætum grundvelli SAMKVÆMT áliti umboðsmanns Alþingis stenst uppsögn Sigurðar Inga Kristinssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra Vita- og hafnamála- stofnunar ekki lög en Sigurði var sagt upp starfinu þegar skipulags- breyting var gerð í stofnuninni 28. desember 1992. Sigurður hyggst nú leita réttar síns en samgönguráðu- neytið hefur vísað málinu til ríkislög- manns. Sigurður var ráðinn skrifstofu- og fjármálastjóri Vita- og ■ hafnamála- stofnunar með ráðherrabréfi 1975. Skipulagsbreytingar innan stofnun- arinnar hófust fyrst 1988 þegar Hermann Guðjónsson núverandi hafnamálastjóri tók við af Aðalsteini Júlíussyni. Við skipulagsbreytingarnar fékk Sigurður starfsheitið skrifstofustjóri Vitastofnunar íslands. Sú staða var síðan lögð niður tveimur árum seinna en Sigurður segir að aldrei hafi með formlegum hætti verið stofnað til hennar. Hlutur Sigurðar verði bættur Sigurður kvartaði strax yfír máls- meðferðinni við umboðsmann Al- þinjgis og samgönguráðherra. I niðurstöðum umboðsmanns Al- þingis segir: „Óumdeilt er að Sigurð- ur var skipaður af samgönguráð- herra í stöðu skrifstofustjóra Vita- og hafnamálastofnunar ríkisins frá 1. desember 1975 að telja. Sam- kvæmt 4. gr. laga nr. 38/1954 ber að Hta svo á að skipaður ríkisstarfs- maður skuli gegna stöðu sinni þar til eitthvert þeirra atriða kemur til sem getur í 1. til 7. tölulið greinarinn- ar. Af þeim gögnum sem ráðuneytið hefur lagt fyrir mig og skýrslum sem hefur verið aflað við könnun þessa máls verður ekki talið að samgöngu- ráðuneytið hafí sýnt fram á að Sig- urður hafi á löglegan og bindandi hátt verið fluttur úr starfí skrifstofu- stjóra Vita- og hafnamálastofnunar ríkisms 1 starf skrifstofustjóra Vita- stofnunar sem samgönguráðuneytið kveðst hafa lagt niður. Af þessum sökum verður óhjákvæmilegt að telja að ákvörðun samgönguráðuneytisins frá 28. desember 1992 um starfslok Sigurðar hafí ekki byggst á lögmæt- um grundvelli." y Ennfremur segir í áliti umboðs- manns: „Það eru tilmæli mín til sam- gönguráðuneytisins að það taki mál Sigurðar til meðferðar á ný komi fram ósk um það frá honum og taki þá til sérstakrar athugunar hvernig hlutur hans verður réttur." Sigurður hefur nú farið fram á það og benti hann á að í Iögum um réttindi ríkisstarfsmanna er kveðið á um að ef stöður eru lagðar niður eigi ríkisstarfsmenn forgangsrétt í aðrar stöður hjá ríkinu. „Gerðir hafa verið sérsamningar við ýmsa ríkis- starfsmenn og þeir fengið nokkurra ára biðlaun og háar eingreiðslur fyr- ir svokallaða starfslokasamninga," sagði Sigurður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.