Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 9 FRÉTTIR MIÐÁ í Dðlutn er ekki mikið vatnsfall og hentar því börnum grýðilega, ekki síst vegna þess að mikið er þar af vænum silungi. Á myndinni er ung stúlka að renna 2 punda bleikju upp í fjöruna. Benidorm 14. sept. frá kr. 39.932 Nú seljum við síðustu sætin til Benidorm í haust og bjóðum spennandi viku og tveggja vikna ferð þann 14. september fyrir þá sem vilja framlengja sumarið í sólinni. Mýrar- kvísl tek- ur við sér Veiði hefur tekið mikinn kipp í Mýr- arkvísl síðustu daga og veiðin orðin jafn mikil og allt síðasta sumar og er þó drjúgt enn til vertíðarloka. Dæmih um að veiði í ám fyrir norðan sé betri heldur en í fyrra eru ekki mörg, en auk Mýrarkvíslar má nefna Blöndu og Laxá á Ásum. Auk þess hefur veiði gengið með ágætum í Svartá. „Skot“ í Mýrarkvísl „Við vorum í þijá daga með þijár stangir og veiðin var 36 laxar, þar af 22 á eina stöngina. Þetta var í vikunni og voru þar með komnir 140 laxar á land, jafn mikið og alit síð- asta sumar. Það er slæðingur af laxi í ánni og þetta voru allt að 15 punda fiskar. Flestir 4 til 6 og svo nokkrir 10 til 12 pund,“ sagði Olgeir Haralds- son, sem ásamt Sigurði H. Sigurðs- syni og fleirum lenti í hörkuveiði í Mýrarkvísl. Olgeir sagði miðsvæðið og efsta svæðið best, sérstaklega miðsvæðið, en það efra væri í sókn. Mjög gott vatn er og í ánni, var mjög mikið framan af sumri, en hefur verið mátulegt um skeið. Gljúfurá tók aftur við sér Gljúfurá tók aftur við sér eftir að veiði hafði dofnað þar upp úr síðustu mánaðamótum, en fram að því hafði verið mjög líflegt á bökkum árinnar svo og í hyljunum. Hópur einn fékk nýverið 23 laxa á þijár stangir á tveimur dögum og voru það nær ein- göngu fluguveiddir laxar. Þá voru komnir 274 iaxar á land. Lax er um alla á, en mest- er þó af honum í svokölluðum Móhyljum sem eru ofar- lega í ánni. Fyrstu laxarnir úr Tungufljóti Tveir fyrstu laxarnir hafa loksins veiðst í Tungufljóti og veiðimenn sem þar voru á ferð nýverið sáu laxa á nokkrum stöðum. Sæmilega hefur aflast af bleikju sem þarna er stað- bundin, en að undanförnu hafa fyrstu sjóbirtingarnir látið sjá sig. Segja má að þar með sé vertíðin hafin fyr- ir alvöru, því Fljótið er fyrst og fremst sjóbirtingsveiðislóð og ein af þeim betri í landinu. Reytist úr Norðurá Þokkaiega hefur gengið í Norðurá að undanförnu. Það eru engin upp- grip, en svona reytingsveiði. Á fímmtudagskvöld var kominn 1521 lax á land af aðalsvæðinu og yfir 200 til viðbótar af svæðinu Norðurá 2, eða milli 1700 og 1800 laxar sam- kvæmt upplýsingum frá skrifstofu SVFR. Norðurá er með örugga for- ystu. Rífandi veiði í Elliðaánum Þrátt fyrir hinar dapurlegu fréttir af heilsuleysi laxastofnsins í Elliða- ánum verður ekki fram hjá því horft að rífandi veiði hefur verið í ánum , að undanförnu, um 25 laxar á dag FEIKNALEG bleikjuveiði hefur verið í Fijótaá í Fljótum. Hér er Marinó Guðmundsson með hluta af morgunafla fyr- ir stuttu. Mest af bleikjunni er 1-2 pund. GARÐAR Geir Hauksson, 6 ára, með 7 punda lax sem hann fékk í Vesturdalsá í Vopnafirði fyrir nokkru. Til aðstoðar var afi hans Garðar H. Svavarsson. að jafnaði að sögn Bergs Steingríms- sonar framkvæmdastjóra SVFR. Á föstudagskvöldið voru komnir 778 laxar á land sem er nærri svipaðri veiði og á sama tíma í fyrra. Róast í Rangánum Róleg veiði hefur verið í Rangán- um að undanförnu, bæði vegna erfiðs veðurfars og eins hefur mjög dregið úr göngum. Víða á svæðinu, svo sem á Rangárflúðum, er hins vegar all- mikill lax og því reytist alltaf upp nokkuð af fiski. „Það eru komnir milli 1130 og 1140 iaxar á land og að undanfömu hafa 6-7 punda hængar verið áber- andi í aflanum," sagði Þröstur Elliða- son leigutaki í samtali í gær. Skipting aflans milli ánna er þann- ig að Eystri Rangá hefur gefið um 360 fiska, Ytri áin um 780. Nú fara í hönd maðk- og spónveiðidagar eft- ir nokkuð langan fluguveiðikafla og því má búast við nokkrum hvelii. Miðá full af sjóbleikju Miðá í Dölum er full af fallegri sjóbleikju og sífellt er nýr fiskur að ganga. í vikulokin voru komnar hátt í 500 bleikjur á land, flestar 1-2 pund, en 3-4 punda bleikjur hafa ekki verið óalgengar og nokkrar 5 punda eru stærstar. Þær hafa gjarn- an veiðst ofar í ánni en þær smærri. Bestu veiðistaðirnir hafa verið Hundadalsármót og Nesoddi. Lax- veiðin hefur verið fremur treg, en þó hafa komið skot og skot. 38 stykki voru komin á land í viku- lokin, flestir dregnir úr Skarðafljóti. Stærsti laxinn 12 pund, en flestir hinna 4-6 pund. Að sögn veiðimanna við ána höfðu þeir skemmt sér kon- unglega við sjóbleikjuveiðar, enda gefi bleikjuveiði laxveiði lítt eftir ef rétt tæki væru notuð við veiðarnar. Falleg íbúðarhótel með allri þjónustu, móttöku, veitingastað, sundlaug, garði og verslun. Allar íbúðir eru með einu svefnherbergi, stofu, baði, eldhúsi og svölum. Tryggðu þér síðustu sætin og bókaðu strax. Kr. 39.932 Verð m.v. hjón með 2 böm, 14. sept., 1 vika. Kr. 58.560 Verð m.v. 2 í íbúð í 2 vikur, skattar innifaldir. bi/ngdinni 8 vikna námskeið fyrir karla sem vilja taka vel á! ■ ing og n inningar í hverri viku. 3 heppnir fá 3ja mán kort í lokin. Hefst 28. ágúst Láttu skrá þig strax á þetta frábæra og árangursríka námskeið. Byggðu upp vöðvamassa og iosnaðu við fitu AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVÍK S. 533 3355

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.