Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ f Skálmöld ríkir í Kól- umbíu og forseti lands- ins er vændur um að hafa þegið stórfé frá eiturlyfjasölum. Vonir landsmanna hafa brugðist og margir ótt- ast allsheijar upplausn með tilheyrandi blóðsút- hellingum, Asgeir Sverrisson segir frá forseta landsins, Er- nesto Samper, og myrkraöflunum sem eitra stjórnmálalífið í Kólumbíu. * OLGA á stjórnmálasviðinu, manndráp, upplausn og stór- felld glæpastarfsemi eitur- sala hafa einkennt stjómmálalífið í Kólumbíu á undanfömum áratugum. Og enn á ný hefur forseti þessa Suð- ur-Ameríkurikis, að þessu sinni Er- nesto Samper Pizano, lýst yfir neyða- rástandi í landinu í því yfírlýsta augnamiði að binda enda á öldu of- beldis- og óhæfuverka sem riðið hafa yfir að undanfömu. Reynslan hræðir. Allsheijar upplausn ríkti í Kólumbíu á sjötta áratugnum er ýmsir einræðis- herrar voru við völd og er talið að allt að 280.000 manns hafí týnt lífí á þessu tímabili sem innfæddir nefna „ofbeldisskeiðið" (La Violencía). Kól- umbía hefur verið úthrópuð sem ríki eiturlyfjasala, sem einskis svífast, og notið takmarkaðrar virðingar á al- þjóðavettvangi. Afskipti Bandaríkja- manna í krafti vopnavalds af starf- semi þeirra hefur skapað ólgu innan- lands og tilraunir helstu stjómmála- flokka að tryggja stöðugleika hafa flestar reynst heldur haldlitlar. Og nú hriktir enn í stoðum valdakerfisins í Kólumbíujgrunsemdir þær sem vöknuðu í fýrra um að hinn nýkjömi forseti landsins væri í raun aðeins málaliði eiturbaróna hafa breyst í vissu í hugum margra og vandséð er að Emesto Samper haldi velli. Emesto Samper var kjörinn for- seti Kólumbíu í júní í fyrra. Stefnu sína boðaði hann á grundvelli „um- bótastefnu" sem þótti um margt minna á Bill Clinton, forseta Banda- ríkjanna. Lina átti þjáningar þær sem óheft markaðshyggja hefði lagt á landsmenn. Jafnframt lýsti forsetinn yfir því að enn yrði hert baráttan gegn skipulögðum glæpahringjum í landinu, sem svo mjög hafa svert ímynd þess á alþjóðavettvangi. Umdeild íhlutun Forveri hans, Cesar Gavria Trujillo, sem kjörinn var í maímánuði 1990, hafði gripið til þess úrræðis að fá aðstoð frá Bandaríkjunum i þeirri von að unnt reyndist að uppræta eitur- hringina. I desember 1993 voru / / FORSETI KOLUMBIU LYSIR YFIR NEYÐARASTANDI :: NÁMSMENN í höfuðborg Kólumbíu, Bogotá, í mótmælagöngu gegn „mafíunni“. h valdi eiturs og spillingar bandarískir hermenn sendir til Valle del Cauea-héraðsins og fordæmdu andstæðingar forsetans þessa ákvörð- un hans. Þótt liðsauka þessum hefði verið ætlað að sinna ýmsum mannúð- armálum töldu andskotar Gavria að með þessu hefði hann orðið við kröfu Bandaríkjamanna um að hervaldi skyldi beitt til að uppræta Cali-eit- urlyflahringinn, sem er einn sá ill- ræmdasti í landinu. Svo fór að lokum að hermennimir voru kallaðir heim og sérstakt ráð úrskurðaði að Gavria forseti hefði brotið gegn ákvæðum stjómarskrárinnar með þessari ósk sinni um liðveislu Bandaríkjamanna. Ekki bætti það samskipti Kólumbíu og Bandaríkjanna þegar yfírvöld í fyrmefnda ríkinu hvöttu Cali-hópinn til að gefast gegn því að tekið yrði með siikihönskum á helstu glæpa- mönnum samtakanna. Uppgjöf og flótti Escobar Gavria hafði mistekist ætlunar- verk sitt. Hann hafði í upphafi for- setaferils síns boðað að eiturbarón- arnir myndu hvergi fá að þrífast og í fyrstu virtust stjórnvöld ætla að ná nokkrum árangri. Mikill sigur vannst er þekktasti leiðtogi Medellín- hringsins, Pablo Escobar, gafst upp og fram voru bornar á hendur hon- um 14 alvarlegar ákærur m.a. um morð, hryðjuverkastarfsemi og mannrán. En þetta reyndist skammgóð- ERNESTO Samper boðaði svipaða stefnu og Bill Clinton Bandaríkjaforseti er hann var kjörinn forseti Kólumbíu í fyrrasumnar. ur vermir og niðurlæging stjórnvalda átti eftir að reynast algjör. Escobar hélt áfram að stjóma Medeilín- hringnum úr klefa sínum í sérbyggðu öryggisfangelsinu í Evigado og annar hópur, Cali-hringurinn, varð umsvifa- mikill og tryggði jafnt streymi eitur- lyfja úr landi og til innanlandsneyslu. Heimsathygii vakti er Escobar slapp úr haldi þegar verið var að flytja hann úr öryggisfangelsinu í júlí 1992. _ Pepe Escobar hóf þegar að krefjast samningaviðræðna við stjórnvöld og stofnaði í því augnamiði sérstök sam- tök, Antioquia Rebelde. Á sama tíma komu hatursmenn Escobar, saman og stofnuðu samtök til höfuðs honum og fjölskyldu hans. Þau nefndust Pepe (Perseguidos par Pablo Esco- bar), samtök þeirra sem sætt hafa ofsóknum af hálfu Pablo Escobar, og var þar m.a. að finna ýmsa haturs- menn eiturbarónsins innan Medellín- hringsins. Svo fór að lokum að Pepe lét til skarar skríða gegn Escobar, undirsátum hans og ættmennum á sama tíma og sérsveitir Iögreglu. Margir þekktustu leiðtogar Medellín voru drepnir, aðrir handteknir en jarðvist Pablo Escobar lauk í miklu kúlnaregni í desember 1993. Óþægilegar upptökur Þrír forsetaframbjóðendur höfðu fallið fyrir morðingjahendi í kosning- unum 1990 og landsmenn kipptu sér í fyrstu ekki svo mjög upp við það er fullyrt var strax að loknum kosn- ingunum sumarið 1994 að Emesto Samper hefði fengið fjárstuðning frá Cali-hópnum. Ríkissaksóknari Kól- umbíu hafnaði því að segulbandsupp- tökur sem dregnar voru fram í dags- ljósið sönnuðu að Samper hefði þegið fé frá eiturlyfjahringnum þótt einhver samskipti hefðu átt sér stað. Sjálfur sagði Samper að það eina sem hann hefði þegið frá eiturlyfjabarónunum væri „fjórar kúlur í belginn" er reynt var að ráða hann af dögum. í júlí í fyrra komu síðan fram aðrar upptökur sem gáfu til kynna að yfirmaður lögreglu Kólumbíu hefði þegið mútur frá Cali-hringn- um. Þetta þóttu Bandaríkjamönnum slík tíðindi að ákveðið var að skil- yrða alla efnahagsaðstoð við Kólumb- íu því að hafín yrði rannsókn á sam- starfsvilja stjómvalda þar í því skyni að hefta eiturlyflastreymið. Ameríkanar á hleri Því var almennt haldið fram að Bandaríkjamenn hefðu staðið að baki hlerunum þessum og upptökunum og vændu fjölmiðlar í Kólumbíu bandarísk stjórnvöld um niðurrifs- starfsemi. Áðgangur bandarískra sérsveita að upplýsingum um kól- umbíska eiturhringi var takmarkað- ur og skorður settar við umsvifum MIGUEL Rodriguez Orejuela, leiðtogi Cali- hópsins, undir merki lögreglu Kólumbíu, sem kveðst starfa í nafni guðs og föðurlandsins. Rodriguez lýsti yfir því að Samper forseti væri maður dáindis heiðarlegur og að hann hefði aldrei þegið peninga frá eiturlyfja- hringnum. Bandaríkjamanna í landinu. En hremmingum Emesto Sampers var ekki lokið, öðru nær. Nýverið voru birtar segulbandsupptökur af samtali hans við eiginkonu eiturlyfja- baróns eins og fjölmiðlar gengu af göflunum. Á upptökum þessum reyn- ir konan að fá forsetann til fundar og býðst einnig til að sjá til þess að eiginkona hans fái sendan glæsilegan demantshring. Samper hefur ekki neitað því að samtal þetta hafí farið fram en kveðst þá ekki hafa vitað að kona þessi væri í tygjum við eitur- sala. Hann segist ekki hafa farið til fundar við hana og hringurinn hafí aldrei borist. Glæpamennimir hafí með þessu viljað koma höggi á for- seta landsins. Samper varð fyrir enn einu áfallinu á dögunum þegar varnarmálaráð- herra landsins og fyrrum kosninga- stjóri forsetans sagði af sér. Verið er að rannsaka hvort hann hafí tekið við peningum þeim sem Cali-hringur- inn hafí boðið til að styrkja kosninga- baráttu forsetans í fýrra. Fullyrt er að rúmar 420 miljónir króna hafí rannið í kosningasjóðinn með þessum hætti. Samper breytti eftir þetta nokkuð framburði sínum og sagði að hefði einhver af samstarfsmönnum hans tekið við peningum frá eiturlyfja- hringnum hefði hann ekki vitað af því. Engu breytti þótt fyrram gjald- keri kosningasjóðs hans hefði þá lýst yfír því að Samper hefði verið full- kunnugt um greiðslur þessar. Hamingjuóskir frá Washington Samper kveðst sæta ofsóknum af hálfu eiturlyfjabaróna og fjölmiðla. Og því er ekki að neita að baráttan gegn hringjunum virðist hafa verið hert til mikilla muna. Frá því í maí- mánuði hafa sex þekktir leiðtogar Cali-hringsins verið handteknir og stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa séð sérstaka ástæðu til að senda Samper hamingjuóskir í nafni Bills Clintons forseta og A1 Gore, varamanns hans. „Herra Samper er heiðarlegt úrvals- menni,“ sagði Miguel Rodriquez Orejuela, leiðtogi Cali, er lögreglu- menn leiddu hann út af heimili sínu á nærbrókinni fyrir skemmstu og færðu í fangelsi. Síðar lýsti hann yfír því að hann hefði aldrei styrkt Sam- per fjárhagslega. Þessi sérkennilega yfirlýsing um persónu og upplag forsetans hefur komið að takmörkuðu gagni. Stjóm- arandstaðan krefst þess að forsetinn segi af sér og það gera fjölmiðlar einnig. Ríkissaksóknari vinnur að rannsókn málsins og þing landsins hefur skipað sérstaka rannsóknar- nefnd, sem raunar er einkum skipuð fulltrúum flokks forsetans, Fijáls- lynda flokksins, Partido Liberal. Ogæfan ríður sjaldnast við einteym- ing; verið er að rannsaka hvort eigin- kona forsetans hafí gerst sek um fjár- málamisferli. Nýtt „ofbeldisskeið“? Rannsókn ríkissaksóknara mun vega þyngst. Vinsældir for- setans hafa farið ört dvín- andi og vaxandi heift ein- kennir þá kröfu margra að forsetanum verði vikið frá. Leiði saksóknaramebættið fram sannanir um að Sam- per hafí verið fullkunnugt um fjárstuðning Cali-hóps- ins era dagar hans á valda- stóli taldir. Ýmsir óttast þá að sagan endurtaki sig og að við taki allsheijar upp- lausnarástand með tilheyr- andi ofbeldisverkum. Það er með tilvísun til þessa sem túlka ber þá yfirlýs- ingu Sampers forseta frá því á miðvikudag að neyð- arlög skuli gilda í landinu, mikill fjöldi fólks hefur fall- ið fyrir morðingjahendi í ár og mannrán hafa verið tíð. Forsetinn vísar til þess að nýtt „ofbeldisskeið", svipað La Violencía, bíði landsmanna verði fram- kvæmdavaldið veikt enn frekar. Skömmu fyrir valdatöku sína í fyrra sagði Emesto Samper í viðtali við viku- ritið Time;„Við ætlum að vinna þetta stríð.“ Herför þessari lýsti hann sem „úr- slitaorastunni", lands- menn hefðu fengið sig fullsadda af glæpasamtökum og starfsemi þeirra. Nú er ljóst að til- raunin til að „hreinsa" þjóðlífið og samfélagið hefur mistekist i Kólumb- íu og enn eru myrkraöflin ráðandi í stjómmálum landsins. I l I » » I » í í I t < < I < i f € f H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.