Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 17 INNI í kúluhúsinu hennar Ingunnar þekur sundlaug hálfa stofuna. Verið var að leggja síðustu hönd á frágang hennar þegar blaðamann bar að. Engin uppgjöf Hún segir að bændurnir í sveit- inni séu duglegir að bjarga sér. Það verði ekki af þeim skafið. „Hitt er annað mál að það er óskaplega sárt til þess að vita að það skuli enn á ný vera stefnt að flötum nið- urskurði í sauðfjárrækt. Ef af því verður, er ég ansi hrædd um að bændur hér muni týna tölunni. Við hljótum að óska eftir því að tekið verði tillit til hreinna sauðfjárrækt- arsvæða enda telst Norður-Þingeyj- arsýsla öll til slíks svæðis. Menn hafa ekki í önnur hús að venda. Við eigum ekki að gefast upp. Við eigum að sækja fastar í útflutning pg fá stóru sölusamtökin, SH og ÍS, til þess að selja fyrir okkur lambakjötið. Þessir aðilar þekkja markaðsstarfsemina út og inn og svo eigum við að gera utanríkis- þjónustuna mun virkari í markaðs- starfsemi en nú er. Við eigum að hjálpast að. Það þýðir ekkert að hver sé í sínu horni að reyna að bjarga sér. Með samstilltu átaki getum við gert miklu betur heldur en við gerum í dag. Ég trúi ekki á algjört frelsi í neinni mynd, hvort sem verið er að tala um uppeldi á börnum eða óhefta framleiðslu. Ég held það þoli enginn algjört frelsi. Það er tálsýn. Við hljótum að þurfa að setja okkur einhvern ramma að lifa í. Það verður að vera stjórn á hlut- unum, bæði í landbúnaði og í sjávar- útvegi sem og öðru.“ Annt um börnin Skólamál í Öxarfjarðarhéraði eru Ingunni hugleikinn, en í senn þung þar sem hreppurinn ber ærinn kostn- að af rekstri tveggja grunnskóla, á Kópaskeri og í Lundi, sem helgast fyrst og fremst af fjarlægðum og dreifðri byggð. Hún talar samt sem áður um skólamálin með stolti enda Kópasker komið á kortið sem vaxt- arbroddur innan þess geira, ekki síst vegna frumkvæðis skólastjórans Péturs Þorsteinssonar, sem bryddað hefur upp á merkilegu þróunar- starfí, en hann er jafnframt höfund- ur íslenska menntanetsins, sem orð- ið er þekkt víða. Þrátt fyrir það falla skólamál undir erfiðustu mál, sem sveitar- stjórinn hefur þurft að glíma við á sínum níu ára ferli. „Fyrir þremur árum síðan fórum við af stað með athugun á því hvort við gætum hugsanlega sameinað skólana tvo á einhvem hátt vegna þess að nem- endum hafði fækkað mjög og það er dýrt fyrir svo fámennt sveitarfé- lag að halda úti tveimur skólum. Sú umræða reyndist ákaflega við- kvæm og mjög þung orð voru látin falla. Fólk varð strax mjög uggandi um að það væri ásetningur okkar að leggja annan skólann niður, en það var aldrei ætlun okkar þó það hafí verið túlkað á þann veg. Ég vil ekki ásaka einn eða neinn í þessu máli. Skólamál eru í eðli sínu við- kvæmustu mál, sem hægt er að fjalla um og mér þykir vænt um að svo er vegna þess að það sýnir hversu annt okkur er um bömin okkar. Málið leystist sem betur fer far- sællega á þann veg að við gátum sparað peningá með því að færa leikskólann, sem var í ófullnægjandi húsnæði. Þetta var auðvitað farsæl- asta lausnin og eftir stendur að ég er ánægð með að við skyldum hafa dug og þor í að fara af stað með þessa erfíðu umræðu, sem leiddi af sér mjög jákvæða niðurstöðu. Samvinna er nú mikil milli starfs- fólks leikskóla, grunnskóla og tón- listarskóla þar sem að allir eru und- ir sama þaki og hver skóladagur hefst með samsöng smárra sem stórra í sal.“ Ingunn segir að fyrirsjáanleg sé aukin hagræðing á komandi skólaári þegar rekstur grunnskól- anna verður alfarið færður yfir til sveitarfélaganna. Sem liður í þeim undirbúningi hefur skólanefnd Öxarfjarðar- og Kelduneshrepps, sem rekur Lundarskóla í Öxar- firði, samþykkt að leggja þar nið- ur heimavist, en bjóða þess i stað upp á daglegan skólaakstur fyrir alla nemendur skólans, en hingað til hafa elstu börnin verið í heima- vist. Hámenntaður Héraðsbúi Ingunn er ættuð af Héraði, elst fjögurra dætra Svavars Stefánsson- ar fyrrum mjólkurbússtjóra á Egils- stöðum og Kristbjargar Sigur- björnsdóttur fulltrúa, en að sögn Ingunnar, byggðu þau sjöunda hús- ið, sem reist var á Égilsstöðum. „Ég þekki það því vel hvernig það er að búa á litlum stöðum og kann því ákaflega vel að vera í svona litlu samfélagi,“ segir Ingunn. „Það var aftur á móti ekkert á áætluninni hjá mér að setjast að á Kópaskeri, af öllum stöðum, á unglingsárum þegar ég var að skipuleggja fram- tíðina. Eg hugsaði í þá daga hlýlega til Mosfellssveitar, þar sem ég gæti átt mér örlítinn landskika, búið úti í sveit en í senn notið menningarinn- ar og borgarlífsins þegar ég sjálf vildi. Hver veit nema ég láti þessa æskudrauma mína rætast einhvern tímann. Minn ráðningarsamningur miðast venjulega við fjögur ár í einu. Nú eru þijú ár eftir af kjörtímabilinu og svo sjáum við bara til.“ Að afloknu stúdentsprófi frá MA 1971 lagði Ingunn leið sína til Bandaríkjanna þar sem hún stund- aði tölvunám í eitt ár. Hún lauk BA-prófí í sálarfræði og prófi í upp- eldis- og kennslufræðum frá HÍ árið 1977 og Msc-gráðu í sálarfræði frá Gautaborgarháskóla 1981. Heilsugæslusálfræðingur Ingunn fluttist til Kópaskers sem læknisfrú árið 1984, en eiginmaður hennar Sigurður Halldórsson, sem ættaður er frá Valþjófsstöðum í Öxarfírði, hafði þá verið ráðinn þangað sem heilsugæslulæknir. Þau eiga þijú börn, soninn Halldór Svav- ar 13 ára og dæturnar Kristbjörgu og Kristveigu, sem eru 19 og 20 ára og hafa stundað nám við Menntaskólann á Akureyri síðast- liðin ár. Eftir flutninginn norður tók Ing- unn að sér að forma starf heilsu- gæslusálfræðings við heilsugæslu- stöðvarnar á Kópaskeri og Raufar- höfn og varð þar með fyrsti heilsu- gæslusálfræðingurinn á Islandi. Hún segist hafa fengið tækifæri til að móta starfið og til hennar var m.a. leitað þegar verið var að byggja upp slík störf við aðrar heilsugæslustöðv- ar á landinu, en að hennar sögn er oft auðveldara að koma nýjungum í kring á minni stöðunum en þeim stærri, þar sem hlutimir geta verið ansi þungir í vöfum á stundum. „Þetta starf var mjög skemmtilegt og því fylgdi mikil breidd. Þó ég hafi verið að fást við tiltölulega fáa einstaklinga, var ég að fást við allt sviðið, allt frá börnum í móðurkviði upp í fólk á elliárum.“ Flokkarnir biðla Ingunn hefur alltaf verið kjörin persónukjöri í sveitarstjóm og hefur þar af leiðandi ekki verið háð nein- um stjórnmáláflokki fyrr en fyrir síðustu Alþingiskosningar að hún tók §órða sætið á lista framsóknar- flokksins í Norðurlandi eystra eftir prófkjör, en flokkarnir höfðu biðlað til hennar hver af öðrum undan- gengin ár að undanskildum Kvennalistanum! „Mér leist einfald- lega best á stefnuská framsóknar- manna þó þar með sé ekki sagt að ég virði ekki skoðanir annarra, hvar í flokki sem þeir standa. Mér fínnst afar mikilvægt að menn ræði á gagnrýninn hátt hvaðeina, þó sveit- arstjórnin hér hafi aldrei kynnst því að vera með minnihluta og meiri- hluta. Við þekkjum ekki stjórnar- andstöðu hér og ég leyni því ekki að mér finnst sú stjórnarandstaða, sem oft situr á Alþingi, ganga of langt í niðurrifsstarfsemi, jafnvel þegar verið er að gera góða hluti. Slík vinnubrögð bera vott um að menn hafi ekki næg verkefni. Þess vegna er mikilvægt, tel ég, að stjórnarandstaðan á hveijum tíma fái að vera með og taka þátt í stjórn landsins þó að aðhald sé vissulega nauðsynlegt af hennar hálfu lika. Það væri nú lítið gaman að lífínu ef allir væi-u á sömu skoðun. Ég legg hinsvegar metnað minn í upp- byggingu, en ekki í niðurrif." Sveitarstjórinn neitar því svo sem ekki aðspurð að hún gangi með þingmanninn í maganum. Segir það starf kannski vera eðlilegt framhald á þroskabrautinni þar sem hún hafí byijað á því að vinna með börn, þá unglinga og fjölskyldur, síðan með sVeitarfélag og loks samtök. Hún hefur verið formaður Fjórðungs- sambands Norðlendinga og er nú oddviti Héraðsnefndar Norður-Þin- geyinga. „Það er því ekkert óeðli- legt að ég haldi áfram að fíkra mig í starf, sem hefði með þjóðarheill að gera, hvort sem það væri sem þingmaður eða eitthvað annað. Þetta er hálfgerður tröppugangur lífið allt. En svo kemur að því ein- hvern tímann á lífsleiðinni að maður fer að leita inn á við. Hvort það verður fyrr eða seinna hjá mér, veit ég ekki. Ég hef listina að lifa fyrir og geymi í handraðanum til betri tíma. Ég verð að fá að skapa. Það er mér lifsnauðsynlegt." Hannar, málar, syngur Og nú þegar hefur Ingunn skap- að sér lítinn draumastað, þrátt fyr- ir annir, en um þessar mundir er fjölskyldan að flytja inn í kúluhús, sem Ingunn hefur hannað að mestu leyti sjálf og notið dyggrar aðstoðar arkitektsins Einars Þorsteins og eiginmannsins. Tengdaforeldrarnir gáfu þeim hjónum örlítinn land- skika í landi Valþjófsstaða árið 1986. Þau byijuðu að planta þá þegar og nú er húsið, sem hlotið hefur nafnið Vin og er hið sérkenni- legasta á að líta, því sem næst full- búið. „Þarna hef ég fengið útrás fyrir sköpunargleðina,“ segir Ing- unn, en í frístundum hneigist sveit- arstjórinn mjög til lista. Fýrir utan útivist, sem hún hefur mikið yndi af, málar hún myndir í olíu eða með vatnslitum og keyrði sig inn á Akureyri á laugardögum í allt haust til þess að sækja mynd- listarnámskeið hjá fjöllistamannin- um Erni Inga. Til sanns um það bendir hún á mynd á kontórnum sem hlotið hefur heitið „Sveitar- stjórinn". Ingunn hefur sömuleiðis verið virk í kórstarfi frá gamalli tíð og reyndar ætlaði hún sér einhvern tímann að verða söngkona og þá helst að syngja blús og djass. Henni til mikillar gremju hefur hún misst af söngæfingum nokkuð reglulega undanfarið þar sem sveitarstjórnar- fundi og söngæfíngar hefur borið upp á sama tíma. „Ég varð afskap- lega glöð þegar sveitarstjórnin sam- þykkti á fundi fyrir skömmu að færa fundina sína til um dag svo ég gæti sinnt söngnum. Söngurinn hefur fylgt mér alla tíð. Ég þarf að fá að syngja því þá líður mér svo vel,“ segir hún. Blómleg byggð Ingunn lýsir samfélagi Öxfirðinga sem samfélagi góðs fólks, sem sé í raun eins og ein stór fjölskylda. „Einhveiju sinni sagði forseti íslands að allt, sem vel væri gert, væri menning. Mér fínnast þau orð eiga við hér. Fólk vandar sig. Það gerir kröfur í skólamálum og það vill búa við góðar aðstæður. Hér er líka mikil umhyggja ríkjandi yfírleitt og það flnnst mér mjög jákvætt í samfé- lagi sem þessu.“ Um framtíð Öxarflarðarhéraðs segir Ingunn: „Ég spái því að hér verði blómleg byggð um ókomna tíð ef við náum því að geta selt fískinn okkar og lambakjötið á skikkanlegu verði. Auk þess má ekki gleyma ferðaþjónustunni, sem við bindum miklar vonir við, enda náttúruperlur hér allt í kring, Dettifoss, Asbyrgi, Hljóðaklettar, Melrakkasléttan og Miðnætursólarhringurinn, sem við köllum svo, en nýlega stofnuðum við ásamt Vopnfírðingum og Bakk- firðingum ferðamálasamtökin Mið- nætursólarhringinn, sem nær allt frá Tjörnesi austur að Hellisheiði. Það þýðir ekkert annað en að taka hönd- um saman ef hlutirnir eiga að ganga upp. Við þurfum bara að fá vegina okkar lagða bundnu slitlagi, þá er okkur borgið.“ Semens í eldliúsið! ’-t-.iL..:—:i...................................................... Gufugleypar - í öll alvöru eldhús. Eldavélar - sigildar gæðavélar. Innbyggðir ofnar - þeir gerast ekki betri. E3 Örbylgjuofnar„ - mikið úrval og gott verð. E3 Helluborð - treystu Siemens. Mikið úrval af eldavélum, bakstursofnum, helluborðum, gufugleypum og örbylgjuofnum. Gæða-eldunartæki til að prýða eldhúsið þitt. Þúáttþaðskilið. sálENS' Umboðsmenn okkar á landsbyggðinni eru: Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs • Borgames: Glitnir • Borgarfjörður. Rafstofan Hvitárskála Hellissandur Blómsturvellir Grundarfjörður. Guðni Hallgrimsson - Stykkishólmur. Skipavik - Búdardalur: Ásubúð - isafjörður. Póllinn ■ Hvammstangi: Skjanni • Sauðárkrókur. Rafsjá Siglufjörður: Torgið • Akureyri: Ljósgjafinn Húsavfk: Öryggi - Þórshöfn: Norðurraf - Neskaupstaður: Rafalda • Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. • Egilsstaðir: Sveinn Guðmundsson • Brelðdalsvfk: Stefán N. Stefánsson ■ Höfn f Homafirðf: Kristall • Vestmannaeyjar Tréverk Hvolsvöllur Kaupfélag Rangæinga • Selfoss: Árvirkinn • Grindavík: Rafborg • Garður. Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavfk: Ljósboginn • Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiöi SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.