Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Golli NÍUSÍÐUR ÁMÍNÚTU vmsnpn/AivnnnjuF Á SUNNUDEGI ► Ólafur Haukur Johnson er fæddur í Reykjavík 20. desember árið 1951. Alinn upp við Miklubrautina til 12 ára aldurs, síðan á Fjölnisvegi I Þingholtunum. Síðan er hann á „óttalegu flandri". Hann er stúdent frá Menntaskólanum í Hamrahlíð 1972 og viðskipta- fræðingur frá HÍ 1977. Frá árinu 1979 hefur hann rekið Hraðlestr- arskólann sem hann segir að hafi verið í hægum en öruggum vexti allar götur síðan, ef frá eru talin örfá ár er efnahagslægð grúfði sig yfir land og lýð. Morgunblaðið ræddi við Ólaf um þennan for- vitnilega skóla, tilurð hans og eðli. eftir Guðmund Guðjónsson AÐ ER óhætt að segja að tildrög þess að Olafur fékk áhuga á hrað- lestri báru að með heldur óvenjuleg- um hætti. Hann var hálfnaður með viðskiptanámið við HÍ þegar mikill námsleiði greip hann. Ólafur segir: „Ég fann að ég var orðinn alveg ómögulegur, mér varð ekkert úr verki og var að því kominn að hætta námi, er ég tók mig saman í andlitinu og ákvað að taka mér frí frá náminu ellegar horfa upp á það fara alfarið í vaskinn. Ég hafði unnið við flugafgreiðslu bæði á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli á sumrin og það varð úr að ég fór til Ameríku í tæpt ár, fór að vinna við flugafgreiðslu á Kennedyflugvelli. Þar kynntist ég hraðlestri." Það hljómar heldur undarlega að einhver kynnist hraðlestri við flugafgreiðslu, hvemig bar það að? „Ég bara heyrði af þessu og leist strax vel á þetta. Það var hægt að læra hraðlestur í kvöldskóla. Bæði hraðlestur einan og sér og einnig kennslu í hraðlestri. Ég fór á þessi námskeið og útskrifaðist. Ég var þorrann af tímanum mínum þama úti að læra þetta og var fljótt ákveðinn í að setja á stofn hraðlestr- arskóla hér heima.“ Ragur að byija Ólafur heldur áfram: „Ég var nú samt ragur að byija og ákvað því að ljúka viðskipta- fræðináminu í Háskólanum fyrst. Það sem jafnan tekur um tvo vetur að klára lauk ég á níu mánuðum, m.a. fyrir tilstuðlan hrað- lestrarkunnáttunnar. Ég var að velta fyrir mér hvernig best væri að stofnsetja skólann er Þórður Sverrisson skólafélagi minn, sem þá var framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags- ins, hafði samband við mig og bað mig um að halda námskeið á þeirra vegum. Varð það úr að við gerðum samkomulag um að ég héldi tvö námskeið á vegum Stjórnunarfélags- ins. Fyrir mig var þetta mjög góður stökkpall- ur. Bæði gat ég ýtt þessu úr vör af krafti þeirrar góðu ímyndar sem Stjórnunarfélagið hafði áunnið sér og auk þess fékk ég fína aðstöðu og góða hjálp hjá félaginu við að vinna upp námsefnið, en það var mikil vinna við þýðingar og staðfærslu. Svo má líta þann- ig á það, að með þessum hætti gat ég gert könnun á hvort grundvöllur væri fyrir hrað- lestrarkennslu án þess að taka persónulega íjárhagslega áhættu. Það er skemmst frá að segja að dæmið gekk upp. Hraðlestrarskólinn var stofnsettur árið 1979 og hefur verið sam- felldur vöxtur í starfsgreininni fram á þennan dag ef undan eru skilin 3-4 ár fyrir nokkrum árum þegar efnahagslífið fór í tímabundna niðursveiflu. Amerískur uppruni Hraðlestur er upprunninn í Bandaríkjunum og hefur dreifst þaðan víða um Evrópu. Fram- halds- og langskólanemendur læra hraðlestur og eins leggja stjómendur fyrirtækja á sig að nema greinina. Hvar liggja ræturnar og hvað er hraðlestur? Ólafur svarar spurningun- um þannig: „Hraðlestur er, eins og nafnið bendir til, að lesa verulega hraðar en fólk almennt gerir. Kennsla í hraðlestri hefur verið með árangursríkum hætti í Bandaríkjunum í 40 ár. Kona að nafni Evelyn Wood hóf kennslu í Bandaríkjunum árið 1955, en námskeiðin fengu fyrst byr undir báða vængi eftir að John F. Kennedy forseti fékk frú Wood til þess að kenna ráðherrum sínum og aðstoðar- mönnum hraðlestur þar eð það fór í taugarn- ar á honum hvað þeir voru seinir að lesa. Sjálfur las Kennedy óhemjuhratt, eða um 3.000 orð á mínútu að því að talið er, án þess þó að hafa nokkru sinni numið hraðlest- ur. Þetta var einfaldlega gáfa sem hann fæddist með, eða að hann þjálfaði þetta með sér. Ólafur heldur áfram: „Reynslan af nám- skeiðunum hefur verið sú, að þátttakendur rúmlega fjórfalda lestrarhraða sinn að jafn- aði, oftast nær með bættri eftirtekt. Þátttak- endur á námskeiðunum læra ekki einungis að lesa hratt, heldur eru einnig kennd ýmis önnur tæknileg atriði við lestur á mismun- andi lesefni sem auka lestrarhraðann. Ein- göngu er um að ræða lestur í hljóði og hinn mikli árangur næst með grundvallarbreyting- um á lestraraðferðum og aukinni einbeitingu. Aukin einbeiting er lykilatriði í þessu og án þess að ég ætli að fara að lýsa kennslu- tækni, þá legg ég mjög hart að nemendum mínum að nota fingur eða penna við lestur- inn. Það þekkja allir hvernig augun eiga það til að hoppa á milli lína og menn þurfa að lesa aftur sömu Iínurnar eða jafnvel heilu málsgreinarnar. Það gildir einu hvort um er að ræða Morgan Kane eða þyngri bókmenntir. Þetta fer eftir því hvernig les- arinn er stemmdur og hvernig einbeiting hans er. Hvernig er hægt að auka svo mjög lestrar- hraða án þess að glata í raun allri einbeit- ingu, þ.e.a.s. ná því sem lesið er? „Kennslan gengur út á að skerpa einbeit- inguna, eins og ég kom að áðan, og reynslan sýnir að fólk snareykur hraðann og athyglin batnar. Allar götur frá því að ég fór að kenna þessa grein hafa nær allir nemendur mínir náð að stórauka leshraða sinn um að minnsta kosti helming. Margir hafa þó komið á nám- skeiðin fullir efasemda um eigin getu til þess eða ágæti námskeiðanna. Því höfum við haft þann háttinn á, að endurgreiða þeim sem ekki ná að tvöfalda lestrarhraða sinn í það minnsta. Með því að endurgreiða þeim sem ná ekki árangri, hefur tekist að eyða efa- semdum um gildi námskeiðanna. Annars fer árangur þátttakenda fyrst og fremst eftir því hversu vinnusamir þeir eru. Það hefur ekkert með greind að gera,“ segir Ólafur. íslendingar góðir nemendur Ólafur er spurður hvort íslendingar gefi nokkuð eftir sem nemendur í hraðlestri? „Nei, nei, íslendingar eru ágætir nemend- ur og þeir skila ekki lakari árangri en aðrir. Meðaltalið hjá mér er að menn rúmlega fjór- falda leshraðann og er þá miðað við sex vikna námskeið. Einn nemandi minn skaraði veru- lega fram úr. Hann jók leshraða sinn úr 230 orðum á mínútu í 2.700 orð. Miðað er við að 300 orð séu á venjulegri blaðsíðu, en þá erum við að tala um að hann hafí lesið 9 blaðsíður á einni mínútu. Mér fannst þetta með nokkrum ólíkindum þótt ekki sé um eins- dæmi að ræða og því spurði ég hann vand- lega út í efnið sem hann las. Og það kom á daginn að hann svaraði vel, athyglin minnk- aði ekkert þrátt fyrir hinn mikla leshraða. Ég nefndi áðan hinn gífurlega leshraða Kennedys heitins Bandaríkjaforseta og þegar hann fékk Evelyn Wood til að kenna ráð- herrunum og aðstoðarmönnunum hraðlestur. Þetta gaf tóninn þar vestra, nú má telja þá þingmenn á bandaríska þinginu á fingrum annarrar handar sem ekki hafa numið hrað- lestur." En á Alþingi íslendinga? „Þar má telja þá þingmenn á fingrum annarrar handar sem hafa numið hraðlestur! Ég held að þar sé á ferðinni stétt manna sem (líkt og aðrir stjórnendur gæti séð sér hag í að læra hraðlestur. Ég man t.d. eftir einu atviki, miklu deilumáli sem varð vegna inn- flutnings Bónus á útlendum kjúklingaleggj- um. Þá var haft eftir Davíð Óddssyni bæði í útvarpinu og Morgunblaðinu að Jón Sigurðs- son fyrrverandi ráðherra hefði laumað í gegn breytingu á frumvarpi. Svona uppákoma seg- ir mér hins vegar að þingmennirnir, sem hvað helst komu af fjöllum í þessu tilviki, hafí hreinlega ekki lesið frumvarpið. „Ég notaði tækifærið og sendi frá mér dálítið rætna auglýsingu þar sem ég neri þessu um nasir þeirra og hvatti þá til að láta sjá sig á næsta hraðlestrarnámskeiði. Það var húsfyllir hjá mér, en það lét enginn þing- maður sjá sig! Ég hef sent bréf inn á þing og boðið námskeið. Að vísu hef ég ekki gert það eftir að Ólafur G. Einarsson tók við þing- forsætismennsku, en Salome var vön að svara mér á þann hátt að slíkt væri algjör áþarfi, alþingismenn á íslandi væru prýðilega læsir. Viðskiptavinirnir En ef stjórnmálamenn eru ekki viðskipta- vinir Ólafs, hveijir þá? „Fram undir það síðasta hafa um sextíu prósent nemenda minna verið framhalds- og háskólanemendur. Þeir taka flestir jafnframt námstækninámskeið sem að sumu leyti er tengt hraðlestrarnámskeiðinu en að öðru leyti ekki. Hin fjörutíu prósentin hafa einkum ver- ið fólk úr atvinnulífinu og þá mjög mikið stjórnendur fyrirtækja. Einnig koma margir sem hafa ánægju af lestri góðra bóka og vilja komast yfir meira lesefni. Ánægja af lestri vex verulega þegar hratt er lesið og ( yfirsýn yfir lesefnið batnar. Sérnámskeið fyr- ir stjórnendur í fyrirtækjum eru einmitt aðal- ■ 1 vaxtarbroddurinn um þessar mundir. Það er j þó ekki einhlítt að þátttakendur séu aðallega stjórnendur. Ég hef einnig kennt í fyrirtækj- um á borð við stórar verkfræðistofur og þar hefur öllu starfsfólkinu verið boðið að taka þátt í námskeiðunum. En það segir sig sjálft, að stjórnendur fyrirtækja þurfa oft og iðulega að lesa mikið magn á stuttum tíma, t.d. skýrslur fyrir fundi o.s.frv." En hefur Ólafur tölu á öllum þeim lands- j mönnum sem numið hafa hraðlestur hjá hon- um? „Nei, því miður. Það væri gaman að geta I flett því upp. Eina svarið sem ég kann er að þeir eru mjög margir. Hins vegar eru ekki mikil takmörk sett í aldri þeirra sem vilja og geta numið hraðlestur. Nemendur mínir hafa spannað allt frá 15 ára aldri og upp í ellilífeyrisþega. Helst tek ég þó ekki nemendur undir 15-16 ára aldri. Það virðist vanta dálítinn anga af þroska til að geta sett sig af nauðsynlegum þunga inn í námið. j Námið skilar sér ekki til þeirra og það er . ekki einungis mín reynsla heldur einnigþeirra sem kenna hraðlestur erlendis,“ segir Ólafur. I Utan vinnutíma Oftast þegar rætt er við athafnamenn og stjórnendur fyrirtækja kemur í Ijós að viðmælendurnir vinna mikið. Árangur þeirra byggist á þrotlausri vinnu og eljusemi. Ef reynt er að skyggnast framhjá vinnunni og sjá hvað það er sem kætir menn mest utan skrifstofumúranna kemur upp úr kafinu að i menn hafa lítinn tíma aflögu. Ólafur er þessu I marki brenndur, því auk þess að reka Hrað- ^ lestrarskólann kennir hann viðskiptafög við Fjölbrautarskólann í Breiðholti, auk þess að hafa rekið ásamt Pétri Birni Péturssyni sum- arskóla á sama stað. Ýmsar fleiri nýjungar hafa að auki verið í vinnslu og athugun. En hann situr þó engan veginn einn yfir öllu saman, því Hraðlestrarskólinn er ekki rekinn af honum einum. Segja má að eigin- kona Ólafs, Borghildur Pétursdóttir, sjái um , skrifstofuna, en Ólafur um kennsluna. Þetta er því sannkallað fjölskyldufyrirtæki. Og í frístundum þykir Ólafi gott að slaka á með j fjölskyldunni, með eiginkonunni og börnun- um, Ölafi Hauki 12 ára, Pétri Erni 10 ára og Örnu Margréti 7 ára. Af fyrra hjónabandi á Ólafur Katrínu Ágústu sem nemur ballett í Svíþjóð. Hér áður stundaði Ólafur nokkuð stanga- veiði, bæði lax- og silungsveiði, en hefur dreg- ið mjög úr því. Vötnin stundar hann þó enn af nokkru kappi og hann hefur hug á að j herða sóknina aftur á laxamiðin. í vaxandi mæli hefur fjölskyldan tekið þátt í veiðiskapn- ' um. Stangaveiði hefur löngum þótt gott at- I hvarf frá amstri hversdagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.