Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 21 Hér á landi voru nýlega stödd hjónin Adriane og Stefán Benediktsson. Stefán er dóttursonur vestur-íslenska ljóð- skáldsins Stephans G. Stephanssonar, Guð- rún Guðlaugsdóttir hitti Stefán að máli og ræddi við hann um störf hans í olíuiðnaði, minn- ingu afa hans og sitt- hvað fleira. Vildi gjaman vera hér oglæra STEFÁN Benediktsson er af íslensku bændafólki kom- inn,_ faðir hans var bóndi, af íslendingum kominn í báðar ættir en móðir hans, Rósa Sigurlaug, sem enn er á lífi háöldr- uð, er ein af átta börnum Stephans G. Stephanssonar, ljóðskálds og bónda í Alberta, og konu hans Helgu Sigríðar Jónsdóttur, en þau hjón voru systkinabörn. Þau bjuggu fyrst í Norður-Dakota en fluttu svo til Markerville. „Afi og amma bjuggu skammt frá Red Deer, sem er nálægt Markerville í Alberta, ég man ekkert eftir afa, hann dó árið 1927 en ég fæddist í Calgary árið 1933. Ég man hins vegar vel eftir Helgu ömmú minni, hún lifði til ársins 1940. Þótt afi minn væri dáinn þegar ég fæddist var minning hans sterkur þáttur í lífi fjölskyldu minnar. Móðir mín dáði föður sinn mikið og vitnaði gjarnan til orða hans og skoðana. Afi minn var ekki aðeins áhrifamikiil maður í minn- ingu fjölskyldu sinnar, hann var áhrifamaður í sinni byggð í ýmsu tilliti, veitti m.a. mjólkurbúi for- stöðu og var sveitarstjóri um tíma. Nafn hans er mjög vel þekkt þar enn í dag, enda var hús hans gert að safni sem margir skoða, fyrir þeirri framkvæmd barðist móðir mín mikið,“ segir Stefán Benedikts- son, þegar hann er spurður um afa sinn og verk hans. „Ég hef ekki lesið mikið af verkum afa, aðeins þau sem þýdd hafa verið á ensku. Ég hvorki les né tala islensku. Það var töluð íslenska heima hjá mér meðan ég var á barnsaldri en því lauk þegar faðir mirtn dó frá okkur flórum systkinum, ungum að árum, árið 1941. Hann var í rauninni Guðmundsson en fékk Benedikts- son-nafnið vegna ættleiðingar og það nafn berum við afkomendur hans. Pabbi var ættleiddur af frænda sínum þegar hann missti föður sinn barn að aldri. Ég er næstelstur fjögurra systkina, systir mín Helga íris er elst en tveir yngri bræður mínir, Konráð og Theódór, dóu á unglingsaldri. Útskrifaðist frá Tindastóli Ég ólst upp við algeng landbún- aðarstörf, vann við búgarðinn heima eftir að pabbi dó. Ég fór auðvitað í framhaldsskóla, það voru þrír skólar þarna sem báru íslensk nöfn, Tindastóll, Hekla og Hólar, ég útskrifaðist frá Tindastóli. Þess- ir skólar eru nú allir aflagðir. Á þeim tíma sögðu þessi nöfn mér næsta lítið en nú hef ég séð bæði fjöllin sem skólarnir voru kenndir við og komið að Hólum. Þangað kom ég í þessari íslandsferð og sá raunar Tindastól líka núna. Heklu sá ég hins vegar í annarri af tveim- ur fyrri íslandsferðum mínum. í fyrra skiptið kom ég hingað með syni mínum árið 1968 og fór þá nokkuð víða, í seinna skiptið kom ég einn og stansaði stutt.“ Stefán Benediktsson hefur víða farið vegna starfa sina. „Ég fór eftir tvítugt til starfa hjá olíufyrir- tækinu Esso, sem kostaði mig til náms við háskóla þar sem ég lærði verkfræði og hjá því fyrirtæki starf- aði ég í 18 ár eftir að námi mínu lauk,“ segir Stefán. Eins og fyrr sagði hefur Stefán aðeins lesið þau verk afa síns sem þýdd hafa verið á ensku. eitt ljóða hans er honum sérstaklega hugleik- ið. „Meðan ég enn var í mennta- skóla las ég eitt sinn ljóð eftir afa í sýnisbók um bókmenntir sem við vorum látin læra. Kvæðið hans hét Til Alberta. Þegar að því ljóði kom í námsyfirferðinni spurði ensku- kennarinn hvort við þekktum eitt- hvað til ljóðskáldsins Stephans G. Stephanssonar. Það gaf sig enginn fram svo ég rétti hikandi upp hend- ina, það var dálítið erfitt því ég var mjög feiminn í þá daga. „Hvað veist þú um þetta ljóðskáld," sagði kenn- arinn. „Stephansson var afi minn,“ sagði ég. „Éyrir hvað annað er hann þekktur," sagði kennarinn þá, - hann var gamansamur maður. Hitti alls staðar íslendinga Sjálfur hef ég ekki skrifað neitt nema um verkfræðileg efni. Ég vann við olíuleit og fleira fyrir Esso eins og áður kom fram. A vegum þess fyrirtækis fór ég víða um heim, m.a. til Texas, Ástralíu, Indónesíu, Argentínu og Saudi-Arabíu og það merkilega gerðist að alls staðar þar sem ég var hitti ég fyrir einhveija íslendinga. Seinna varð ég einn af fram- kvæmdastjórum annars stórs fyrirtækis í olíu- iðnaðinum, Amerada Hers Corporation, og loks stofnaði ég mitt eigið fyrirtæki, Benson Petroleum LTD, sem líka starfar innan olíu- iðnaðarins. Eldri sonur minn starfar þar mér við hlið, dóttir mín hefur haslað sér völl innan fataiðnaðarins og yngri sonur minn er myndlist- armaður.“ Börn sín átti Stefán með fyrri konu sinni. Síðari kona hans, Adriane, er ættuð frá Hollandi og Kólumbíu en flutti til Kanada þriggja ára gömul. Hún kvaðst í samtali við blaðamann hafa haft ómælda ánægju af að heimsækja Island og sagði fegurð landsins og hlýhug íbúanna hafa farið fram úr sínum glæstustu vonum. „Við höfum átt yndislegar stund- ir hér á landi undanfarið,“ sagði Stefán ennfremur.„Einkum var eft- irminnilegt að heimsækja heima- slóðir afa míns í Skagafirði. Ætt- ingjar mínir þar tóku okkur með kostum og kynjúm, veittu okkur af rausn og sýndu okkur mikla hlýju. Ekki spillti að svipmót sumra þeirra minnti mig á fólkið mitt í Alberta. Ég gæti vel hugsað mér að dvelja hér um tíma og huga að rótum mínum hér og rifja upp ís- lenskuna, ég skil þó nokkuð í mál- inu en get ekkert talað. Ef aðstæð- ur mínar leyfa mun ég hrinda þess- ari ráðagerð í framkvæmd síðar.“ Að þessum orðum töluðum sýndi Stefán Bendiktsson blaðamanni auglýsingaspjald með mynd af Stephani G. Stephanssyni. Þar kom fram að dagana 20. - 22. október nk. verður í Alberta í Kanada hald- in þriggja daga hátíðadagskrá þar sem búferlaflutningum Islendinga til Vesturheims, sögu þeirra og menningu verða gerð skil. Islenskum gestum hefur verið boðið til hátíða- haldanna, meðal þeirra eru dr. Finn- bogi Guðmundsson sem flytja mun upphafsorð. Meðal íslenskra boðs- gesta eru einnig Haraldur Bessason, Þorsteinn Gylfason, Páll Skúlason, Kristján Kristjánsson, Baldur Haf- stað og Viðar Hreinsson. Einnig mun Bill Bourne, afkomandi Stephans G. Stephanssonar, halda tónleika á umræddri hátíð. T3he lceÍAndic Connecnon FJALLAÐ verður um Stephan G. Step- hansson í hátíðardagskrá sem senn verð- ur haldin í Alberta í Kanada. Haustsólin Verð frá 29.565 kr. m.v. 4 (tvo fullorðna og tvö börn 2ja-11 ára í íbúð á Tropical). 34.400 kr. m.v. 2 í stúdíói á Tropical. Allt að seljast upp til Portúgals 30. ágúst örfá sæti laus 6. sept. uppselt/biðlisti 13. sept. örfá sæti laus 20. sept. örfá sæti laus 27. sept. uppselt/biðlisti 8. okt. uppselt/biðlisti URVAL UTSYN Lágmiíla 4: sími 569 9300, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavtk: sími 421 1353, Selfossi: stmi 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og hjá umboðsmönnum um land allt. Aukaferð 4. sept. 10 sólardagar - heimflug um Barcelona. 49.900 kr. m.v. tvo í gistingu. 17 sólardagar - heimflug um Barcelona. 57.900 kr. m.v. tvo í gistingu. Aukaferð 11. sepH 10 sólardagar - heimflug um Barcelona. 49.900 kr. m.v. tvo í gistingu. 15 daga ferð til Mallorca 18. sept. Heimflug um London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.