Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk HOU) DO I LOOK, MARCIE? l'M 60IN6 FISHIN6! ISSur. YOU L00K 6REAT, SIR... HAVE A 6000 TIME.. I LUA5 H0PIN6 I LOOKEP LIKE HUCKLEBERRV 5AWVER.. Hvernig lít ég út, Magga! Ég er Þú lítur stórkostlega út, herra. Ég, var að vona að ég liti út eins að fara að veiða! Skemmtu þér vel. og Stikkilsberja-Finnur. BREF HL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Móðir jörð græðir allt Frá Einari Sveini Erlingssyni: ÞESSI yfirskrift er orð sem ég heyrði föður minn eitt sinn segja, en hann gerði meira en að segja þau, hann var alltaf að sanna þau fyrir fólki. Erlingur Filippusson, faðir minn, var gjaman kallaður Erlingur grasa- læknir og var hann þekktur um allt land fyrir lækningar sínar. Hann nam fræði sín af móður sinni, Þórunni Gísladóttur ljósmóður, en hún gekk gjaman undir nafninu Þómnn grasa- kona vegna þekkingar sinnar við að lesa úr flóru Islands lyfjagrösin góðu, sem þar leynast. Margt fékk hún af þessari þekkingu í arf frá forfeðrum sínum, sem stunduðu þessa iðju. Önnur grös þreifaði hún sig áfram með í stanslausri leit að meiri þekk- ingu. Faðir minn Erlingur lést 1967 í hárri elli eftir mikið og gott starf í þágu þjóðarinnar að ég get sagt með sanni. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa fólki, sem til hans leitaði og fékkst þá ekki um hvort greiðsla kæmi á móti, en á þessum ámm var oft lítið i buddunni. Hann afþakkaði oft greiðslu eftir mat sitt á efnahag sjúklinganna enda var hann ekki efn- aður maður af veraldlegum auði, sem hann lagði ákaflega lítið upp úr. Eitt sinn heyrði ég hann segja. „Allt þetta kapphlaup eftir ímynduðum lífsgæð- um er tómur hégómi og óþarfa fyrir- höfn, því að allt sem maður þarf er þak yfír höfuðið, borð, stóll, kjarn- góður matur og gott rúm til þess að hvílast í eftir vinnudaginn. Meira þarfg það sko ekki að vera til þess að láta sér líða vel.“ Sjálfur fór hann eftir þessari reglu. Ekki man ég eftir að hann eignaðist nokkum tímann stoppaðan stól til þess að sitja í, sat alltaf í gamla tré- stólnum sínum við fábrotið borð í borðstofunni oftast við skriftir kæmu sjúklingar ekki til hans eða hann væri að laga lyf sín í kjallaranum. Alltaf var hann glaður í hjarta sínu og stutt í glettnina og hláturinn, enda var alltaf fullt hús af gestum og gangandi því margir sóttust eftir vináttu hans og nærveru. Ég og Óli bróðir minn vomm mik- ið í kringum föður okkar bæði í tínslu á grösum og við lyfjasuðu. Skömmu fyrir andlát sitt sagði hann mér að prófa smyrslagerð, sem vom önnur en þessi hefðbundnu vallhumal- smyrsl, sem hann lagaði mikið af. Skömm er frá því að segja að þótt ég hafi lært þessa sérstöku smyrsla- gerð hef ég ekki gert neitt í því að laga þau fyrr en nú. Hafa þau reynst með fádæmum vel við ýmsum húðk- villum. Ég hef nú leitast við að mark- aðssetja þessi smyrsl og hef ég sent forstjóra Lyfjaverlunar ríkisins sýn- ishorn og er hann að skoða þetta með opnum huga. Gott væri að fá samstaf við aðila, sem hefðu tök á að framleiða grisjur með áburðinum í sem væru í lofttæmdum umbúðum. EINAR SVEINN ERLINGSSON, Langholtsvegi 63, Reykjavík. Osönn lýsing Frá Óla Gunnarssyni og Sigrúnu Óladóttur: SÍÐASTLIÐIÐ miðvikudagskvöld (16.8.) sýndi Sjónvarpið landsleik Islands og Sviss. Adolf Ingi Erlings- son Iýsti leiknum. Við feðginin getum ómögulega látið ótalin nokkur um- mæli Adolfs Inga í tengslum við lýs- ingu hans á leiknum. Það er skemmst frá því að segja að á þriðju eða fjórðu mínútu fá Islendingar á sig slysalegt mark en í því sambandi fullyrðir Adolf Ingi strax að Ólafur Adolfsson hafi gert sjálfsmark (þetta var síðan endurtekið nokkrum sinnum). Við rýndum heilmikið í þetta tiltekna atvik og gátum engan veginn séð með afgerandi hætti hver hefði skor- að markið, við höllumst helst að því að Svisslendingurinn hafi skorað beint úr hornspyrnunni. Umfjöllun Adolfs Inga um Sigurð Jónsson og frammistöðu hans í leikn- um er alveg kapítuli út af fyrir sig. Ummæli Adolfs Inga um Sigurð eins og: „Sigurður ætti að fara að snúa sér að því að spila knattspyrnu" og „Sigurður er eins og gangandi púðurtunna“ eru alveg ótrúleg. Hér telur iþróttafréttamaðurinn sig væntanlega vera að lýsa því að Sigurður hafi spilað gróft. Ef það er álit Adolfs Inga þá gerir hann ekki greinarmun á því að spila fast og spila gróft. Satt best að segja spilaði Sigurður ekki fastar en marg- ur annar í íslenska liðinu. Þess ber að geta að pólski dómarinn leyfði mjög fasta spilamennsku og leyfði reyndar mörgum Svisslendingum grófa spilamennsku án þess að spjöld færu á loft. Sigurður Jónsson er afar fær knattspyrnumaður og líkamlega sterkur sem leggur sig allan fram í leiki og ekki hvað síst þá landsleiki sem hann hefur spilað fyrir íslands hönd. Það eru því ákaflega kaldar kveðj- ur sem Adolf Ingi sendir Sigurði Jónssyni persónulega og reyndar hrein og klár móðgun við Sigurð og framlag Akurnesinga til þessa leiks. Það er erfitt að átta sig á því hvað býr að baki fyrrgreindra um- mæla og þeim undirtóni sem var í lýsingu Adolfs Inga. Helst dettur okkur í hug að hér sé um að ræða einhvers konar íþróttapólitíska öf- und, þ.e.a.s. að Adolf Ingi hafi viljað sjá öðruvísi skipan landsliðsins ís- lenska, ef svo er verður hann að halda því fyrir sig. Akumesingum óskum við til ham- ingju með sex menn í landsliðinu sem stóðu sig með prýði. Adolf Ingi féll á þessu prófi en stundum fá menn að taka upp próf þegar þannig hátt- ar. Með þökkum til Sjónvarpsins fyrir útsendingu landsleiksins og með þökkum fyrir birtingu þessa spjalls. Virðingarfyllst, ÓLl GUNNARSSON, SIGRÚN ÓLADÓTTIR, Fögrubrekku 42, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskiiur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.