Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST MORGUNBLAÐIÐ ÚTSALAN°y Allt á að seljast " Kemur í nýjum pakkningum í haust! Fáðu þér nú nýjan varalit, augnskugga til að fegra og stækka augun, kinnalit til að frfska og laga andlitsfall, grænt krem til að hylja æðaslit, Translucent grunn til að yngja útlit og halda húð mattri, grunn undir varalit eða augnskugga svo áferð haldist betur, blýantar, maskarar, eyeliner, meik, púður ofl. Hreinsilínan og kremin gefa augljósan árangur. Nurutre er hrukkukremið. Positive Action djúpnæring, augnnæring, varanæring ofl. Fáanlegt í betri snyrtivöruverslunum, apótekum og lyfsölum. [N [YÍ RJ haust- & vetrarlisti frá Hennes & Mauritz HRINGDU I SIMA 5884422 0G FÁÐU LISTANN SENDAN HEIM. Þúsundír íslendinga geta sagt þér aö þú ert að gera rétt. -líka besta verðið m RCWELLS í Húsi verslunarinnar Það er aðeins um ár síðan H&M Rowells pöntunarlistinn kom íslands og viðbrögðin hafa verið ótrúleg. Nú þegar er H&M Rc einn stærsti pöntunarlistinn hér á landi. Ástæðurnar eru m.a.: \ Einhver hagstæðustu verð á markaðnum. ► Gæðavara, þú getur treyst því. þ Verulega stór H&M Rowells verslun í Kringlunni. þ Þjónusta í sérflokki, láttu reyna á hana. þ Heimsþekkt vörumerki. ► Pöntunarlistinn kostar aðeins 350 kr. og ekkert póstburðargjald. I DAG HÖGNIHIIEKKVÍSI SKAK Umsjón Margelr Pétursson HVÍTUR leikur og vinnur SKÁKIN hefur skotið djúp- um rótum á Intemetinu, sem einnig er kallað Alnetið. Þar eru skákklúbbar þar sem hægt er að finna sér andstæð- inga frá öllum heiminum og einnig hægt að fylgjast með glænýjum skákfréttum. Þessi skák var tefld á netinu um síðustu helgi í skipulagðri keppni á milli ungs ísraelsks alþjóðlegs meistara, Ron Har- Zvi (2.535), sem hafði hvítt og átti leik, og „Fritz- Pentium" sem er vél en ekki maður eins og nafnið bendir til. 18. Rxe6! — Dc8 (Tölvuna lan'gaði að sögn til að gefast upp eftir sleggjuleik hvíts, en var pínd til að halda áfram. 18. - fxe6 19. Bxg6+ - Ke7 20. Rxd5+! - exdð 21. Bf4! er vonlaust með öllu) 19. Rxf8 - Rxf8 20. Rxd5 - Bxd5 21. Bxb5+ — axb5 22. Dxd5 — Ha6 23. Dxb5 og svarti var skömmu síðar leyft að gefast upp. Daði Öm Jónsson heldur utanum bestu íslensku skáks- íðuna. Slóðin til hans er http://www.vks.is/skak/ LEIÐRETT Fyrrverandi formaður Tryggingaráðs Jón Sæmundur Siguijóns- son, hagfræðingur í Heil- brigðis- og tryggingaráðu- neytinu og í samninga- nefnd Tryggingastofnunar, er ranglega titlaður for- maður Tryggingaráðs í blaðinu í gær. Jón lét af því embætti síðastliðið vor og tók Bolli Héðinsson við af honum. Velvirðingar er beðist á mistökunum. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Joél • • leitar Onnu JOEL Amoretto, um- boðsmaður þýsku teknó- pönksveitarinnar Atari Teenage Riot, bað undir- ritaðan að hafa upp á stúlku sem heitir Ánna og var stödd á Uxa- hátíðinni um sl. versl- unarmannahelgi. Joél vissi ekki eftimafn Önnu en þau töluðust við bak- sviðs á Uxa ’95. Atari Teenage Riot halda hljómleika í Reykjavík 9. september nk. og er Noél mikið í mun að ná í Önnu fyrir þann tíma. Hún getur haft samband í símboða 846 4484 milli kl. 10-18 eða í faxnúm- eri 588 1784. Jens Guð. Gæludýr Týndur kisi HANN Sesar okkar er týndur og er búinn að vera það síðan 14. ág- úst. Hann er norskur skógarköttur, grár og hvítur með löng hár og með rautt hjarta og bjöllu um háls. Þið sem getið gefið upplýsingar um Sesar vinsamlegast hafíð samband í síma 553 6263. Gulur páfagaukur fannst GULUR páfagaukur flaug inn í íbúð á Flóka- götu þar sem hann bíður eftir eigendum sínum. Þeir sem þekkja páfa- gaukinn geta hringt í síma 562 4928. Óskar eftir kettlingi SKOSK-ÍSLENSKUR kettlingur óskast, læða. Uppl. í síma 557 6206. Tapað/fundið Úr tapaðist RAYMOND Weil kvenúr með svartri skífu og svartri leðuról tapaðist í Kringlunni 4. ágúst sl. Hafi einhver fundið úrið er hann beðinn að hringja í síma 568 5744. Jakki tapaðist JAKKI tapaðist 7. ágúst á Ólafsfirði. Jakkinn er Adidas íþróttajakki ní. 158, blár glansjakki með hvítri rönd alveg glænýr. Líklegt er að hann hafi gleymst í Shell-skálanum á Ólafs- firði. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 554 3173. Víkveiji skrifar... "¥ T ÍKVERJI dagsins veltir því Vfyrir sér, hvort verið geti að nútíma menning, þekking og sið- fræði hafi ekki fært mannkynið einu hænufeti nær raunverulegum friði og viðunandi sambúð þjóða og ein- staklinga en var á myrkum miðöld- um. Hálf öld er að vísu liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. En hvernig er umhorfs í henni veröld annó 1995? Örfá sýnishorn: Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hótar hernaðaraðgerðum á nýjan leik í Tsjetsjníju. Jórdanir óttast hryðjuverk Iraka til að hefna þess að tengdasonum Saddams Husseins íraksforseta var veitt hæli í Jórdan- íu. Norskt ungmenni hálshöggvið í Kasmír og frekari mannfórnum hótað á altari þarlendrar aðskilnað- arstefnu. Gamla Evrópa, vagga vestrænnar menningar, skartar blóðugum átökum og þjóðernis- hreinsunum í fyrrverandi Júgóslav- íu. Sprenging í neðanjarðarlesta- kerfi Parísar banar sjö manns og limlestir tugi til viðbótar. Frakkar boða nýjar kjarnorkusprengingar. Albanir hóta aðgerðum í Kosovo. Þannig má áfram rekja, nánast endalaust, þótt fjölmiðlafíklar tali um gúrkutíð, telji „tíðindalaust á vesturvígstöðvum" tilverunnar. XXX HÉR HEIMA eru vopn víða skekin. Meira að segja innan þjóðkirkjunnar, sem vera á einn af hornsteinum friðar í samfélaginu. Vart höfðu menn sett niður deilur milli prests og annarra starfsmanna stórrar sóknar í Reykjavík þegar jörð tók að skjálfa undir stijálbýlis- söfnuði norðan heiða - vegna ágreinings prests og safnaðarfólks. Nýr borgarstjórnarmeirihluti í höfuðborginni skeytir skapi sínu á málverkum, því betra er illt að gera en ekkert, eins og þar stendur. Suðumesjamenn kasta gömlum staðarnöfnum fyrir róða - og fara í hár saman út af sameiningarnafn- gift. Allaballar ganga á Mann- skaðahól til fonnannsslags, sem standa á sumar- og haustmánuði. Hefðu betur fyrr gert, flokks sín vegna, sem verið hefur að skreppa saman lengi, lengi, - en dregur nú til sín margmenni, sem taka vill þátt í löngum og ströngum slags- málum sem þessum. Ungkratar slást við sjálfa á síðum Alþýðublaðs- ins - og minna á storm í vatns- glasi. Sjálfstæðiskonur láta ekki sitt eftir liggja og safna liði til flokkslegrar valdatöku. Nei, það er engin gúrkutíð á Fróni, fremur en öðrum skikum plánetunnar, enda enginn kvóti á átökum í samfélaginu né niður- skurði í heilbrigðiskerfinu. xxx GÚRKAN margumtalaða geng- ur heldur ekki um sali Tjarn- ar-Ráðhússins, þar sem R-listinn trónir á valdastólum, ef marka má grein Guðmundar Jónasar Kristj- ánssonar í Tímanum á dögunum. Þar segir: „Framsóknarmenn sem miðju- menn hljóta því að hafna R-listan- um og bjóða fram sinn eigin lista á sínum eigin forsendum við næstu borgarstjórnarkosningar. Nýjasta leynimakk Ingibjargar Sólrúnar og margar mjög vafasamar pólitískar yfirlýsingar hennar að undanförnu, svo og slæleg frammistaða hennar í forystu borgarmálefna yfirleitt, hljóta að flýta fyrir þeirri fram- vindu. _Hið breytta pólitíska lands- lag á Islandi í dag mun beinlínis knýja á um það.“! Það er engin hálfvelgja í þessum boðskap. Vinstra samstarfið í borg- arstjórn Reykjavíkur er sum sé í gamalkunnum farvegi. „R-listinn er einungis tímabundið fyrirbæri", segir Guðmundur Jónas. „Sundr- ungin til vinstri er slík í dag að hann mun ekki langlífur verða. Allra sízt undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra, og þess kjarna sem um hana er að myndast...“. Þannig standa mál þegar Mar- grét Frímannsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon ganga til einvígis um flokksformannssess á Mannskaða- hóli Alþýðubandalagsins. Og vetur senn í hlaðvarpa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.