Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tjarnarbíó Söngleikurinn JÓSEP og hans undraverða skrautkápa eftir Tim Rice og Andrew Lloyd Webber. Sýningar í dag 20/8 og sunn. 27/8 kl. 21.00. Miðnætursýning 25/8 kl. 23.30. Fjölskylduáýningar (lækkað verð) í dag 20/8, laug. 26/8 og sunn.27/8 kl. 17.00. Miðasala opin alla daga ÍTjarnarbíói frá kl. 15.00-kl. 21.00. Miðapantanirsímar: 561 0280 og 551 9181, fax 551 5015. „Það er langt síðan undirritaður hefur skemmt sér eins vel í leikhúsi“. Sveinn Haraidsson leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins. Takmarkaður sýningafjöldi, sýningum verður að Ijúka íbyrjun sept. SÚPERSTAR eftir Tim Rice og Andrew Loyd Webber á Stóra sviði kl. 20.30. Sýn. fim. 24/8 uppselt, fös. 25/8 örfá sæti laus, lau. 26/8 örfá sæti laus, fim. 31/8. Miðasalan er opin alla daga nema sunnudaga frá kl. 15-20 og sýningardaga til kl. 20.30. Tekið er á móti miðapöntunum í síma 568-8000 frá kl. 10-12 alla virka daga. Faxnúm- er er 568-0383. Ósóttar miðapantanir seldar sýningardagana. Gjafakort á Súperstar - frábær tækifærisgjöf! ÚÚCAÍ vi n cmi p fim. 24/8 kl. 20. fös. 25/8 kl. 20. lau. 26/8 kl. 20. vi n sæm st irro'Kjtsöjí s?l elkiir.allra.tima Loftkastalinn Héðinshúsinu v/Vesturgötu • simi 5523000 fax 5626775 KaíííLeiHhímiV I HLAOVAUI’ANUM Vesturgötu 3 RVegna fjölda áskorana verður önnur kvöldstund meö | Hallgrími Helgasyni í kvöld, sun. 20/8 kl. 21.00. Húsið opnar kl. 20.00. Miðaverð kr. 500. lúsið og barinn rir & eftír sýningu sólarhringinn - kjarni málsins! FÓLK í FRÉTTUM hamingj usamur á ný NYJASTI James Bond-leikarinn, Pierce Brosnan, var nýlega stadd- ur ásamt fjölskyldu sinni á eyjunni Bora Bora í Kyrrahafinu. Pierce missti konu sína, Cassie, fyrir fjór- um árum, en banamein hennar var krabbamein. Með honum í för á Bora Bora var nýja ástin í lífi hans, blaðakon- an Keely Shaye Smith, tvö börn Cassie sem hún átti úr fyrra hjóna- bandi og 11 ára sonur Brosnans og Cassie, Séan. Leikarinn írski virðist hafa fundið hamingjuna á ný og lítur á böm Cassie sem sín eigin. Keely virðist passa mjög vel inn í fjölskylduna og er mikil vin- kona Seans. ÞAU eru afar ástfang- in, Pierce og Keely. Brosnan SONUR Brosnans, Sean, hallar sér að föður sínum. Til hægri: Pierce ásamt börnum Cassie, Charlotte og Christopher. LIV Ullmann ásamt Sven Ny- kvist við gerð myndarinnar „Kristin Lavransdatter". Þríleiknum lokað NORSKA þokkadísin Liv Ullmann er þekkt fyrir hæfileika sína sem leikkona, en eftir langan feril kann hún ýmislegt fyrir sér varðandi kvikmyndagerð. Upp á síðkastið hefur hún snúið sér í vaxandi mæli að leikstjórn og næstkomandi mánudag hefjast tökur á myndinni Játningar, sem hún leikstýrir. Handritshöfundur myndarinnar, sem er í fimm þáttum, er enginn annar en Ingmar gamli Bergman, en myndin er síðasti hluti þríleiks hans um æsku hans í Svíþjóð. Pern- illa August leikur sem oftar móður Bergmans og meðal annarra leikara í myndinni má nefna Max von Sydow. Kvikmyndatökumaðurinn góðkunni Sven Nykvist, sem tvisvar hefur unnið til Óskarsverðlauna, verður á bak við myndavélarnar. Fjárhagsáætlun myndarinnar hljóðar upp á 220 milljónir króna og ráðgert er að frumsýna hana um jólaleytið 1996. Um leið og tök- ur hefjast á Játningum verður nýj- asta mynd Ullmanns í leikstjóra- hlutverkinu, „Kristin Lavransdatt- er“ frumsýnd á Norsku kvikmynda- hátíðinni. Dauðastríð? LARRY Hagman berst nú fyrir lífi sínu. Hann gekkst undir aðgerð á lifur í síðustu viku í þeim tilgangi að lengja tímann sem hann getur lifað án þess að fá nýja lifur. Lækn- ar segja að leikarinn góðkunni, sem er 63 ára að aldri, eigi þrjá. mánuði ólifaða ef ekki finnst ný lifur handa honum á næstunni. Aðgerðin í síðustu viku miðaði að því að stöðva blóðrennsli til krabbameinsæxlis þess sem hrjáir hann í lifrinni, en hann hefur einn- ig gengist undir geislameðferð. Sem kunnugt er lék Hagman í hinum geysivinsælu Dallas-þáttum á sínum tíma: Hann lék olíubarón- inn J.R. Ewing, sem þekktur var fyrir kænsku sína og ósvífni. Larry sjálfur á lítið skylt með honum, þar sem hann er ljúfur sem lamb í daglega lífinu. Það getur kona hans til 40 ára, Maj, vottað um. Jackson á Alnetinu sagði hann aðspurður um sannleiks- gildi sögusagna um yfirvofandi skilnað hans og Lisu Marie Presley. „Ekki eyða tíma eða peningum í að lesa þessi blöð. Nei, þetta er ekki satt.“ Samtali söngvar?ns síbreytilega við aðdáendur sína var sjónvarpað samtímis á MTV, auk þess sem stöð- in sýndi myndbönd með kappanum. Spurningarnar höfðu verið valdar fyrirfram og fjölluðu margar um athyglisverða hluti, eins og hvaða ofurhetja hann vildi helst vera og hvaða persóna, lífs eða liðin, hann vildi helst vera. Hann sagðist hugs- anlega vilja vera Leðurblökumaður- inn eða Michelangelo. „Fyrstu kynni mín af tónlist átti ég í leikskóla. Ég hlustaði á Tchiac- offsky [Tchaikovsky] hvern einasta dag,“ sagði Michael meðal annars. „Þrátt fyrir að fjölmiðlar segi ann- að, seldist HlStory í sjö milljónum eintaka fyrstu vikuna sem hún var til sölu,“ sagði Jackson við aðdáend- ur sína. KONUNGUR poppsins, Michael Jackson, svaraði spurningum aðdá- enda sinna á Alnetinu síðastliðið fimmtudagskvöld. „Trúið ekki því sem þið lesið í slúðurblöðunum,“ Reutcr JACKSON í beinu sambandi við aðdáendur sína. HAGMAN ásamt Maj, ást- kærri eiginkonu sinni. Hún er eiginmanninum stoð og stytta í veikindunum og þau eru mjög náin. Larry hefur játað að hafa drukk- ið stíft á sínum tíma, enda er hann einnig með skorpulifur. Aðstand- endur hans segjast þegar hafa verið orðnir áhyggjufullir um heilsu leikarans þegar hann hætti að leika í Dallas-þáttunum í byijun áratugarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.