Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.08.1995, Blaðsíða 1
Fjölsnærður furðufugl 7 10 SUNNUDAGUR SUNJSÍUPAGUR 20. AGUST 1995 fttorgttttftlfoftift BLAÐ B BJÖRN og Oddný með dóttur sína Brynhildi á hlaðinu á Ytri-Löngumýri og í baksýn nýslegin túnin. Slær túnin í eldinn Björn yngri Björnsson, bóndi á Ytri-Löngu- Pálmadóttir heimsótti hann og Oddnýju mýri, ætlaði að fara að kaupa framleiðslu- Gunnarsdóttur konu hans var bóndinn að rétt til að vega á móti minnkuðum kvóta í heyja sín stóru tún til að brenna heyjunum. fjárbúi sínu, þegar upp kom riða og þurfti Þrátt fyrir erfiða tíma hjá fjárbændum eru að skera sexhundruð fjár. Þegar Elín þau bjartsýn á framtíð sauðt]árbúðskapar. BÆRINN á Ytri-Löngumýri blasir við hátt uppi í hlíð- inni handan Blöndu þegar ekið er af þjóðveginum inn Blöndudalinn og má sjá að Björn bóndi Björnsson er að slá á miklum töðuvöllum neðan við bæinn. Þegar spurt er, eftir að bóndi er kominn í bæ til að fagna gesti með Oddnýju konu sinni, hvort ekki sé illa sprottið hjá honum sem öðrum á þessu vonda vori, svarar hann að bragði að það skipti sig engu. Það sem hann er búinn að slá fer á eldinn. Nú slær hann túnin og hendir heyjunum. Það eru fyrir- mæli. Á þessu stóra fjárbúi greindist riða og var allt fé skorið niður. Búið verður fjárlaust til "haustsins 1996. Björn kveðst því vera á bótum og ekki mega selja hey, nema til hesta- manna. „Og ég er á móti því að það sé liðið að menn sem þiggja bætur fyrir fjárleysi sökum riðu, séu að gera sér pening úr heyjunum, því heymissirinn á að vera innifalinn í bótum. Ef ég er f eitt ár að koma inn með hey sem dugir vel fyrir 600 fjár, þá er ég að rugla markaðinn fyrir þeim sem eru að reyna að lifa af heysölu til hestamanna," útskýrir hann. Það hlýtur þó að vera erfitt fyrir bónda að heyja í eldinn? „Jpt, það er leiðinlegt að brenna heyin, sérstaklega þegar maður hefur á tilfinningunni að einhvers staðar geti orðið heyskortur. En erfiðast var þó að koma í fjárhúsin og sjá þau galtóm," svarar Björn Svanirnir urðu að börnum? Þegar beygt er yfir þessa fallegu brú, sem byggð var á Blöndu um 1950 hjá Syðrakoti sem nú heitir Brúarhlíð, rifjast upp önnur ferð að Ytri-Löngumýri um 1940. Þá var engin brú og farið með hestana yfir í dragferjunni þarna niður undan, sem enn má sjá leifar af. Stelpa í sveit reið þá út dalinn með frænda sínum Pétri á Bollastöðum, sem átti erindi við Björn Pálsson bónda á Löngumýri. Björn hafði nýbyggt glæsilegasta húsið í sveitinni, enda silfurrefaræktin þá í blóma hjá hon- um. í þessu húsi var parketgólf, sem orð fór af, og gestirnir látnir fara úr stígvélunum og í prjónaða inni- skó. I stofunni gapti stelpan full aðdáunar upp í þennan stórhuga bónda, sem gantaðist og talaði hátt.^, þegar dáðst var að nýja húsinu: „Svo ætla ég að gera hér fyrir fram- an skrúðgarð og búa til í honum tjörn með svönum á. Síðan ætla ég að fá mér konu og hún á ekkert að gera annað en að sitja við tjörnina og horfa á svanina." Orðræðan fest- ist í minni, enda hafði stelpan ekki fyrr hitt svo rómantískan og stór- huga bónda. Björn Pálsson fékk nokkum árum síðar konu, Ólöfu Guðmundsdóttur frá Flatey á Skjálf- anda, en hún hafði nú víst margt annað að sýsla en horfa á svani á tjörn, því þau eignuðust 7 syni og 3 dætur. „Ætli svanirnir hafi ekki-orðið að börnum. Er ekki alltaf svo í ævin- týrunum. Ég sé ekki annað en að hann hafi fyigt sínum rómantísku draumum," sagði sjöundi sonurinn, Björn yngri, kíminn þegar honum var sögð þessi saga í sömu stofunni í sama húsinu, þar sem hann býr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.